Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 7 Við stóðum í kaldri birtu börn, er borin varstu út í kistu. Að baki var hin tæra tjörn, sem tárin föllnu lengi gistu. Og kirkjan sem er kennd við dóm, hún klukknahljóð til grafar sendi. Þau fylgdu síðan hjartans hljóm, sem hryndi lauf úr blómavendi. Hve krossinn óx við kulsæl tré, svo kröftugt tákn um líf og dauða. Og upp hvert fallið fótspor sté, sem festi blöð á krossinn auða. Í líksins bíl var ljóstært gler, þar lá þín kista í hvítum skugga. Og síðan hana hugur sér, er hvílir kuldaskin í glugga. Við stóðum börn í birtu köld, er borin út var dómþung kista. Þótt meir en hálf sé horfin öld, mitt hjarta fylgir enn því missta. VIÐ DÓM- KIRKJUNA Höfundur er rithöfundur. INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON 1 hann sem fór til hægri mætti kuðungi hjá skeljum í rúmsævi tímans merktum hitti til vinstri þráðafans sílin undir gatkletti syntu í hafstrauma ljósi sólar svifmjúk kom marglyttan siglið út í stjörnugeim hjá honum sem ykkur sér lendið þið heldur aldrei á leiðarenda upphafs til endis rásar innan sem utan löndum varð svarið 2 í hundrað skrefa lengd hæðafaðms svifu bylgjuþræðir og punktablik sem mistur frá vinstri að miðju undir skýfláka siglingu tungls augnaferð að velkunnu hafi sem hvítt féll með soghljóði í svart sigti fjöruborðsins augnaferð aftur að því ókunna hvað séð var er verður skiptir máli hvernig séð var er verður skiptir höfuðmáli 3 bládjúp stráð ljósdeplum umvafið mýkt bólstra langir taumar liðast yfir myrk heimkynni þarans horf ei aðeins til himins þú reyna skalt einnig að rata um eigin alhimna mannveran teygir sig stutt vill hlusta eftir hvelli sjá barnið brosa með kinn að knettinum V. ÞORBERG BERGSSON MINNINGIN HUGLEIDD Höfundur er myndlistarmaður og skáld. SÁ MUN SJÁ (Lag: Yfir fornum frægðar ströndum.) Sunnan báran boð þér flutti, blessuð Reykjavík. Land þitt fannst – og forsjón dagsins. Fann þig auðnan rík. Yfirgaf norsk hetja hafsins heimsins iðu-torg. Bær varð Ingólfs Arnarsonar Íslands höfuðborg. Frúin Hallveig Fróðadóttir farsæl móðir var. Fyrstu landnáms heiðrum hjónin. Helgum minningar. Víkur búa verkin hafin vel þau skila sér. Nýrri þús-öld grundvöll gefur Guð vor, – hann sem er. PÉTUR SIGURGEIRSSON MEÐ FORNLEIFAR AF FRUMGERÐ BORGARINNAR Höfundur er biskup. BLESSUÐ REYKJAVÍK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.