Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 13 N ÝTT barnaleikrit, Prumpu- hóllinn, eftir Þorvald Þor- steinsson verður frumsýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm á morgun kl. 14. Í Prumpuhólnum er spurt grundvallarspurninga á borð hvort steinrunnin tröll geti prumpað. Og svarið lætur ekki á sér standa. Já, ef þau hafa borðað hundasúrugraut fyrir 44 árum og orðið svo að steini. Hún Hulda er níu ára gömul stelpa, nýflutt úr borginni og upp í sveit. Hún og Halli bróðir henn- ar eru að kynnast þessu nýja umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt, meira að segja könguló! Í feluleik þeirra systkina, verður Hulda rammvillt og veit hvorki upp né niður í sveitinni sinni. Hún hefur ekki grænan grun um hvernig hægt er að koma sér heim úr þessum ógöngum. Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér undarlegan fnyk og dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrýtnum fötum. Hulda er fegin að sjá einhvern sem getur hjálpað henni. Þegar í ljós kemur að Steini þessi er hvorki með síma, né í sambandi við björg- unarsveitina fer gamanið að kárna. Það skrýtna er að hann segist eiga heima undir þessum dul- arfulla prumpuhól. Hóllinn er nefnilega hausinn á Hólmsteini, pabba hans Steina, sem varð fyrir því óláni að verða að steini í hellismunnanum einn morguninn þegar hann var seinn fyrir heim af veiðum. Hann hafði borðað yfir sig af hunda- súrugraut kvöldið áður og grauturinn sá varð aldeilis ekki að steini, ónei, hann ólgaði enn í maganum á Hólmsteini, pabba Steina. Og ef hin- um steinrunna pabba líkar illa eitthvað í kringum sig, gerast drunurnar úr hólnum skuggalega há- værar … og fýlan … maður lifandi! Þannig hefst leikritið um Prumpuhólinn og má glöggt skilja að höfundur er að velta fyrir sér að- stæðum borgarbarnsins í framandi umhverfi börn og nægir þar að nefna sögurnar um Blíðfinn og Skilaboðaskjóðuna. Þorvaldur vann handritið í náinni samvinnu við okkur og allir hjálpuðust að við að kasta fram hugmyndum, handritsuppköst voru lesin fram og til baka þar til Prumpuhóllinn reis fullskapaður,“ segja Pétur og Bjarni Ingv- arsson leikari. Tónlist í sýningunni hefur Guðni Franzson samið en hún er sungin af leikendum við undir- leik af bandi. Guðni kveðst hafa nýtt sér að Mar- grét er ágætur altflautuleikari og hún leikur á flautuna í sýningunni. Messíana Tómasdóttir kemur og aftur til sam- starfs við Möguleikhúsið og hannar leikmynd og búninga. Messíana hefur byggt heilan prumpu- hól á sviðinu, sem auk þess á að geta ferðast, því Prumpuhóllinn verður ferðasýning, eins og allar aðrar sýningar Möguleikhússins. Margrét er nýútskrifuð frá The Arts Educa- tional School of Acting í London. Meðal hlut- verka hennar við nemendaleikhús skólans var hlutverk Júlíu úr 1984 eftir Orwell og hlutverk dótturinnar Katrínar í leikverkinu Mutter Cou- rage eftir Brecht. Þá tók hún þátt í kabarett- uppfærslu í London. „Ég er mjög ánægð með að fyrsta leikhlutverkið mitt hér heima skuli vera í nýju barnaleikriti eftir svona ágætan höfund.“ Bjarni Ingvarsson leikur Steina, tröllastrák- inn skemmtilega sem eldist svo hægt að allir hin- ir mennsku vinir hans þroskast langt fram úr honum án þess að hann geti neitt við því gert. Þrátt fyrir að vera kominn hátt á áttræðisaldur á Steini enn 50 ár í að passa í fötin hans pabba síns. Þangað til verður hann að nota föt af tveimur náungum sem stukku í burtu berrassaðir þar sem þeir voru að baða sig í læk þegar Hólmstein pabba hans bar að. Annar þeirra hét Halldór og hinn Jónas. Í vestisvasanum fann Steini blað- snifsi með ljóðbroti er hefst með þessum orðum: Fanna skautar faldi háum … Kannski er það vísbending um hvar Prumpu- hólinn sé að finna. óspilltrar náttúru. „Hér er ekkert skilti, en ein- tómt grjót. Allt í pöddum og hvergi dót. Og hvorki sjoppa né sími,“ syngur Hulda í örvænt- ingu sinni. Pétur Eggerz leikstjóri bendir á að prumpuhólar séu víða í íslenskri náttúru, „hve- rastrýtur með frussi og vondri lykt“. Margrét Kaaber sem leikur Huldu bætir því við að leikritið ýti undir ímyndunaraflið með því að benda á að hægt sé að gera sér dót úr ýmsu sem finnst á víðavangi. „Þorvaldur samdi Prumpuhólinn að beiðni okkar. Okkur þótti vel við hæfi að leita til hans því hann er að góðu kunnur fyrir að skrifa fyrir STEINRUNNIÐ TRÖLL MEÐ VINDVERKI Morgunblaðið/Sverrir Margrét Kaaber og Bjarni Ingvarsson. GESTIR Konunglega óperu- hússins í London eru yngri og tekjulægri en hingað til hefur verið talið, að því er fram kom í nýrri könnun sem kynnt var á dögunum. Um fimmtungur óp- erugesta er undir 35 ára aldri. Svipað hlutfall er með undir 2,2 milljónum í árstekjur og yfir helmingur áhorfenda er með undir 4,5 milljónum. „Tölurnar í þessari óháðu könnun eru hvetj- andi þar sem þær sýna að við drögum að mun breiðari áhorf- endahóp en hingað til hefur ver- ið talið,“ sagði Tony Hall fram- kvæmdarstjóri óperuhússins. Konunglega óperuhúsið í Covent Garden, sem var að miklu leyti endurbyggt á síðari hluta tíunda áratugarins fyrir fjárveitingu úr breska lottóinu, hefur oft sætt gagnrýni fyrir að höfða eingöngu til hinna efna- meiri. Árið 1997 sakaði nefnd, sem fór yfir rekstur hússins, yf- irstjórn þess um „sjálfsánægju“. „Við höfum alltaf vitað að áhorfendahópur okkar var breiðari, en við þurftum á þess- ari könnun að halda til að sanna það fyrir öðrum,“ sagði tals- maður Konunglega óperuhúss- ins í viðtali við netmiðil BBC. Heimili keisarans KÍNVERSKA ríkisstjórnin vinn- ur nú í samvinnu við Alþjóða minjasjóðinn að því að varðveita byggingu sem Qianlong keisari dvaldi í í ellinni, eftir að hann lét af embætti 1796. Húsið er hluti af hinni umfangsmiklu Forboðnu borg, en hefur til þessa verið almenningi lokað og saga þess að mestu gleymd. Fyr- ir vikið hefur mikið safn skraut- muna, sem Qing-keisaraveldið var þekkt fyrir, legið vel varð- veitt og ósnert innan veggja hússins. „Þessi herbergi eru alveg ein- stök og verulega mikilvæg,“ sagði Wu Hung prófessor í lista- sögu við Háskólann í Chicago, sem er einn fárra sem heimsótt hafa bygginguna til þessa. „Þegar ég sá þetta fyrst þá féll ég í stafi. Þetta var ótrúlegt. Það má líkja þessu við forn- leifafræði, svona eins og manni gefist færi á að heimsækja ann- an tíma.“ Kvenhetja barokktímans ARTEMISIA Gentileschi, ítölsk listakona frá barokktímanum, vekur mikla athygli í Bandaríkj- unum þessa dagana að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times. En Gentileschi má nú finna jafnt á leiksviðinu, sem bókabúðum og veggjum Metro- politan-listasafnsins. Tilviljunin ein ræður þó ekki ferðinni en leikritið „Lapis Blue Blood Red“ var frumsýnt í Baltimore 1995, en ákveðið að fresta sýningum í New York þar til sýningin í Met- ropolitan yrði opnuð. Höfundur skáldsögunnar „The Passion of Artemisia,“ sem kom út í síðasta mánuði, fullyrðir hins vegar að henni hafi verið ókunnugt um sýninguna. „Þetta er ótrúlegt,“ segir höfundurinn Susan Vree- land. „En kannski sýnir það bara best að Artemisia fer nú loks að njóta viðurkenningar.“ Artemisia Gentileschi hefur lengi vakið áhuga fyrir list sína. Hún var hæfileikaríkur lista- maður sem fylgdi í fótspor Caravaggio og starfaði fyrir hirðir Evrópu, auk þess að fá fyrst kvenna inngöngu í Acca- demia del Disegno í Flórens. ERLENT Yngri áhorfendur KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN heldur síð- ustu tónleika starfsársins í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Á efnisskrá verða meistaraverk eftir Mozart og Brahms og lítil elegía eftir Puccini. Eþos-kvartettinn leikur, en hann er skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur, Gretu Guðnadóttur fliðluleikurum, Guðmundi Kristmundssyni víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Gestir kvartettsins á tónleikunum verða Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Mona Sandström píanóleikari. Greta Guðnadóttir segir verk Mozarts, Kvintett K516 fyrir tvær fiðlur, tvær víólur og selló, rómantískt verk. „Mozart samdi þetta seint á stuttri ævi sinni. Þetta er mjög rómantískt og mjög „grand“ verk. Mig hefur líka lengi langað til að spila Kvintett Brahms í f-moll, og það er loksins komið að því. Þetta er meiriháttar músík og kammermúsík eins og hún gerist best. Verk Puccinis, Chrisantemi, er lítil og ljúf elegía og ágætis mótvægi við stóru verkin tvö. Þetta eru allt perlur. Svo er það líka mikil ánægja fyrir Beethoven eftir Jón Leifs. Við erum búin að hljóðrita kvartett eftir Finn Torfa sem verður þarna, en verðum einnig með kvartetta eftir Snorra Sigfús Birgisson, Hafliða Hallgrímsson, Þórð Magnússon og kvartettinn Frá draumi til draums eftir Jón Nordal, en hann var einmitt frumfluttur í Kammermúsíkklúbbnum fyrir nokkrum árum.“ Nokkur þessara verka hafa ekki verið hljóðrituð til útgáfu áður, og segir Greta það einmitt hafa verið markmið hópsins að koma á framfæri góðum verkum sem lítið hafa heyrst. Eþos-kvartettinn tekur svo þátt í Listahátíð í vor, þar sem flutt verður tónlist eft- ir Ígor Stravinskíj. Greta Guðnadóttir segir að það sé einstaklega gaman að spila fyrir þann félagsskap sem Kammermúsíkklúbburinn er. „Tónleikarnir eru yfirleitt mjög vel sóttir, og svo er vel haldið utan um þetta og mikill metn- aður lagður í starfsemina. Það er oft meiri að- sókn í Kammermúsíkklúbbinn en á aðra kamm- ertónleika, og ekki hægt að segja annað en að þetta sé mjög þörf stofnun sem nýtur langrar reynslu og virðingar.“ okkur að fá til liðs við okkur þær Þórunni Ósk og Monu Sandström. Það er virkilega gaman að spila með svona flinkum tónlistarmönnum.“ Mikill metnaður Eþos-kvartettinn hefur starfað í tæp fjögur ár. Greta segir að það hafi verið Finnur Torfi Stefánsson tónskáld sem hjálpaði þeim að velja nafnið Eþos, sem er fornt grískt orð. „Það á við um samhljóman alls sem er, þannig að merk- ingin er stór. Eþos var líka notað um alla tón- stiga, hverju nafni sem þeir nefndust, og þann- ig er eþos grunnurinn að allri tónlist.“ Eþos-kvartettinn hefur spilað talsvert í Kamm- ermúsíkklúbbnum, en hefur einnig verið að spila bæði nýja tónlist, auk þess sem kvart- ettinn er einn fárra tónlistarhópa sem hefur spilað tónlist Helga Pálssonar. Þá er kvart- ettinn einnig að vinna að nýjum geisladiski með íslenskum strengjakvartettum, og fékk til verk- efnisins styrk frá Félagi íslenskra tónlistar- manna. „Á diskinum verðum við með kvartett eftir Helga Pálsson og Tilbrigði um stef eftir Morgunblaðið/Árni Sæberg Eþos-kvartettinn og Mona Sandström. Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Mona, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. „EÞOS ER SAMHLJÓMAN ALLS SEM ER“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.