Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 Í HAFNARBORG - menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar verður opnuð í dag sýning sem komin er frá Sjóminja- safninu á Álandseyjum og nefnist „Svif- ið seglum þöndum“. Á sýningunni er fjallað um síðustu seglskipin sem sigldu um heimshöfin, en heimahöfn þeirra var í Mariehamn á Álandseyjum og voru í eigu athafnamannsins Gustafs Erikson. Hafnarborg í Hafnarfirði er tíundi viðkomu- staður sýningarinnar, en áður hefur hún verið sett upp í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi, í Höfða- borg og í hafnarborgum- og bæjum á Norð- urlöndum. Henrik Karlsson, forstöðumaður sjóminjasafnins í Álandseyjum, er umsjónar- maður sýningarinnar og segir hann um að ræða samstarfsverkefni safnsins, með opin- berum stuðningi frá Finnlandi og Álandseyj- um, við Þjóðarsjóminjasafnið í Ástralíu. „Á sýningunni er rakin saga seglskipanna sem fluttu hveiti frá Ástalíu til Evrópu, og lágu í höfn í Mariehamn. Þessar þjóðir áttu í miklum samskiptum á þeim tíma sem stærsti segl- skipafloti heims var í eigu Finna. Þetta var í upphafi aldarinnar þegar seglskipaútgerð var að víkja fyrir gufuskipunum sem sigldu með farm sinn um Panamaskurðinn og Súezskurð- inn. Gustaf Erikson sérhæfði sig hins vegar í seglskipaútgerðinni, og fann leiðir til að gera reksturinn hagkvæman,“ segir Henrik. „Hann gat notfært sér stöðu sína sem helsti segl- skipaeigandi í heiminum, enda varð sá er á þeim tíma vildi komast í stýrimanns- og skip- stjóranám að hafa a.m.k. tveggja ára sigling- artíma á seglskipi í úthafssiglingum. Sjómenn komu því alls staðar að úr heim- inum til að öðlast þessa reynslu á skipum Eriksons, og sumir þurftu jafnvel að borga með sér. Á segl- skipin réðust einnig rómantík- erar ýmiss konar, m.a. listamenn sem vildu upplifa lífið um borð í seglskipi áður en tími þeira liði und- ir lok. Floti Erik- sons var í hámarki á árunum milli stríða og varð hann frægur um allan heim fyrir tilkomumikinn seglskipaflota sinn. Skipan báru jafnframt fána Álandseyja og Finnlands víða, en Erikson var fæddur í Mariehamn, en gerði út frá Finnlandi.“ Henrik bendir á að siglingarleiðin sem segl- skipin fóru til vöruflutninga milli Ástralíu og Evrópu hafi verið mun lengri en gufuskipanna, sem gátu stytt sér leið um Súez-skipaskurðinn. „Leiðin sem seglskipin fóru var „Hveitileiðin“ svokallaða milli Ástralíu og Evrópu. Lagt var upp frá heimahöfninni í Mariehamn, og siglt fyrir Góðrarvonarhöfða og yfir Indlandshaf til Spencerflóa í Suður-Ástralíu þar sem hveitif- armurinn var tekinn um borð. Á heimleiðinni var siglt fyrir Hornhöfða í Suður-Ameríku og til Bretlandseyja þar sem varningnum var landað í Falmouth við Ermarsund eða í Queenstown á Írlandi.“ Siglingin gat verið löng og ströng en á leið- inni var siglt um svæði sem höfðu erfið veð- urskilyrði. Siglingin fyrir Hornhöfða var þó tvímælalaust erfiðasti áfangi leiðarinnar, en þar er alræmt veðravíti. „Það var algengt orð- tæki um borð á seglskipunum að sá sem ekki hefur siglt fyrir Hornhöfða, veit ekki hvað sjó- mennska er,“ segir Henrik og bendir á að hin langa siglingarleið hafi hentað mjög vel til hveitiflutninga. „Siglingin tók venjulega rúma þrjá mánuði og var þessi tími nýttur sem geymslutími fyrir kornið til að þroskast. Þann- ig var hægt að selja kornið beint úr skipinu þegar komið var til Bretlandseyja.“ Innsýn í lífið um borð Við opnun sýningarinnar kl. 15 í dag mun leikarinn Anders Berndtsson flytja einþáttung þar sem sögð er saga sjómanns frá Álands- eyjum sem segir skilið við hafið og sest að í Ástralíu. Verkið nefnist „Ópalsteinarnir í Andamooka“ og hefur Berndtsson flutt það í tengslum við opnun sýningarinnar á hinum ólíku sýningarstöðum. „Leikritið endurspeglar á ákveðinn hátt eina af áherslum sýningarinn- ar, sem er að veita innsýn í líf sjómannanna sem sigldu með stóru seglskipunum,“ segir Henrik. „Lífi sjómannanna og aðbúnaði um borð er lýst í máli og myndum, auk þess sem sýndir eru persónulegir munir úr skipunum og siglingartæki,“ segir Henrik. „Þá er fjallað um seglskipaflotann sjálfan og uppbyggingu Gust- afs Erikson á flotanum. Sýndar verða margar af bestu ljósmyndum sem sjóminjasafnið í Álandseyjum hefur yfir að búa, auk skipamód- els af frægasta seglskipi flotans, Herzogin Cecílie.“ Henrik segir sýninguna uppbyggða sem nokkurs konar ferð um siglingaleiðina frá heimahöfninni í Mariehamn og til baka. Þeim sýningargestum sem vilja kynna kynna sér söguna nánar gefst síðan tækifæri til að tylla sér niður og skoða sögu skipanna á gagnvirk- um gagnagrunni, sem inniheldur m.a. kvik- myndabrot, ljósmyndir og líflega hljóðrás. „Það er reynsla okkar að börn og gamlir sjó- menn hafa setið hvað lengstum stundum fram- an við tölvuskjáinn, en alls er um að ræða fimm klukkutíma af efni, sem hægt er að skoða út frá þeirri röð sem hver og einn óskar.“ Henrik bendir á að sýningin sé að nokkru leyti sett upp með það í huga að fanga dul- magnað andrúmsloft hafsins, og verður sýn- ingarsalurinn myrkvaður að hluta. „Við von- umst til þess að sýningin geti höfðað til breiðs hóps fólks, og virðist það hafa tekist af við- brögðunum hingað til að dæma. Sú saga, sem við leitumst hér við að miðla, er mikilvægur þáttur í menningu og fortíð okkar Álandseyja- búa,“ segir Henrik Karlsson, forstöðumaður sjóminjasafnsins á Álandseyjum, að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leitast er við að fanga dulmagnað andrúmsloft hafsins á sýningunni. SIGLT FYRIR HORNHÖFÐA Síðustu seglskipin sem sigldu um heimshöfin áttu sér heimahöfn í Mariehamn á Álandseyjum. Þar er að finna mikið sjóminjasafn um þennan síðasta stóra seglskipaflota heimsins og ræddi HEIÐA JÓHANNS- DÓTTIR við Henrik Karlsson, sem kominn er hingað til lands með sýninguna „Svifið seglum þöndum“. Ljósmynd/Sjóminjasafnið á Álandseyjum Á sýningunni „Svifið seglum þönd- um“ sem sett hefur verið upp í Hafnarborg í Hafnarfirði er m.a. leitast við að gefa innsýn í lífið um borð á stóru seglskipunum í flota Gustafs Eriksons. heida@mbl.is Ljósmynd/Sjóminjasafnið á Álandseyjum Fjórsiglubarkurinn svonefndi er al- mennt álitinn marka hápunktinn í smíði stórra seglskipa. Fjórsiglu- barkarnir voru jafnframt aðalskipin í hveitiflutningunum milli Ástralíu og Evrópu snemma á 20. öldinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.