Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 L ÍTA má á þetta hugtak, félagshlut- verk hugvísinda, gegnum tvo ólíka skilningsglugga eða -ramma, til að virða þar fyrir sér manninn, sam- félag hans og vísindin: Annars veg- ar er boðinn fram tiltekinn rammi allþröngur, og sá er nú á tímum allsráðandi í kerfum okkar fyrir stjórnmál og stjórnsýslu, en á hinn bóginn er til víðari rammi sem gefur skyn dýptar og fjarlægðar og tækifæri til gagnrýni á fyrr- nefnda, þrengra rammann. Víðari ramminn á sér ekki öruggt heimkynni í neinni fé- lagsstofnun, en hjarir einna helzt hér og þar í skotum háskólastofnana. ********* Þrönga skilningsumgjörðin er búhagfræði- legur, tæknihyggjubeindur og í víðri merk- ingu hlutverkshyggjumótaður rammi um hugsunina, sem furðu rík eining er nú um, þvert yfir litróf hugmyndafræði og pólitíkur. Með réttu má segja, að hann hefur orðið al- menn forsenda sem mjög oft er öldungis ó(með)vituð; sjaldgæft er að minnst kosti að finna hana skilgreinda ljóst og ýtarlega. Skarpasta myndan sína hlaut þessi rammi hjá Karli Marx, en hann er tekinn fyrir satt sem undarlega sjálfsagður hlutur einnig hjá frjáls- lyndu fólki og öðrum, sem standa fjarri marx- isma í stjórnmálum. Kenningin er sú, að fram- leiðslufærin og hið búhagræna svið séu kjarni samfélagsins, og að út frá því sé einboðið að skilja allt annað. Vísindi eigi ekki að skilja öðruvísi en sem aðilja sem leggur af mörkum til framleiðslunnar. Náttúruvísindi eru að vísu viðurkennd að vera hugmyndafræðilega óháð hlutverki sínu í framleiðsluferlinu í þeim skiln- ingi, að inntak þeirra er ekki ákveðið af þörf- um framleiðslusviðsins (um þetta atriði grein- ir venjulega marxista á við félagsgerðarsinna, sósíalkonstrúktívista), en gildi þeirra telst ekki felast í öðru en getu þeirra til að gefa af sér tækni og styrkja með því ‘hin framleiðnu’ öflin. Með orðbragði nútímans, ekki marxísku, kallast þetta að náttúruvísindin „stuðla að aukinni velmegun og meiri samkeppnishæfni samfélagsins“. Að því er varðar menningar- framleiði margvísleg, þeirra á meðal alla hug- vísindalega þekkingu, þá eru þeir hlutir sam- kvæmt kórréttum marxískum skilningi ekki annað en speglanir frá framleiðsluaðstæðun- um. Framleiði menningarinnar eru ofaná- bygging ofan á byggingu búrekstrargrunns- ins, haggrunnsins, en þau eru í sjálfum sér ekki hluti hans. Hlutverk þeirra er hug- myndafræðilegt, nl. að vera dula að draga fyr- ir ójöfnuðinn í skiptingu auðræðis samfélags- ins milli stétta þess. En í þeirri útbleyttu gerð efnishyggjuskiln- ingsins sem nú gildir um sinn er hugvísindaleg þekking um það bil að vera flutt frá ofaná- byggingunni og hljóta sess hliðstæðan nátt- úruvísindanna: Hugvísindi eru um það bil að taka á sig veru hlutlausrar, ekki hugmynda- fræðilegrar, auðlindar sem tekur og á sér síð- an stað meðal framleiðsluaflanna. Í þessu deil- ir hugvísindaþekking í seinni tíð forlögum með annarri mannlegri og huglegri kraftbirtingu, nefnilega listum, sem eiga nú líka eftir ýmsar fyrirtektir stjórnvalda okkar (sbr. á síðari ár- um t.d. upphróp og tilþrif varðandi heimabak- aða íslenzka ritlist sem útflutningsvöru) að fara að leggja sitt af mörkum sem söluvarn- ingur á markaðstorgum umheimsins. Færsla hugvísinda um set Enginn vafi er á að þessi breyting markar raunverulega tilfærslu á stöðu hugvísinda- legrar þekkingar. Ef maður virðir fyrst að upphafi fyrir sér hina mannlegu tæknigetu, þá er ekki erfitt að greina að tæknin hreyfist í þá átt að koma smám saman í staðinn fyrir verk- lagið á stöðugt ‘æðri’ sviðum. Hin fyrsta eig- inlega tækni var afltækni sem jók eða kom í staðinn fyrir líkamskrafta manna, í stað afls baks og handleggja komu aðrar og meiri orku- lindir: dráttardýr, vatnsafl, vindorka, gufuvél- in, benzínhreyfillinn o.s.frv. Síðar kom sú tækni sem leysir af hólmi hinar fíngerðari hreyfingar við hagleiksverk, hún tekur við af hendi mannsins með verkferlum sem eru miklu hraðari og nákvæmari: sjálfvirkir vef- staðir, saumavélar, málmsuðutæki, iðnróbótar o.s.frv. Lengi framan af voru það samt aðeins líkamlegir og handrænir vinnuferlar og hag- leiksbrögð sem leyst voru af hólmi eða aukin virkni þeirra með tækninni. En með fyrstu reiknivélunum hófst þróun þar sem um það varð að ræða að styrkja, leysa af hólmi eða orka til viðbótar við eða í framlengingu af hugsunargetu mannsins, heila hans, með tæknilegum meðulum. Þessi þróun hefur tekið undir sig stökk sem líkist sprengingu með tölvu- og vitneskjutæknibyltingunni eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún heldur vafa- lítið áfram, og nú er sýnilegt, að hugvísindaleg þekking verður vaxandi þáttur í henni. Fram til þessa hefur þróun tölvanna að verulegu leyti verið knúin áfram af framförum í nátt- úruvísindum og í stærðfræði: Leiðin til betri tölva var þróun sívaxandi minnisrýmis og hraðari hringrása, og hún var að nokkru farin með því að búa til betri stærðfræðilegar form- einingar. En margt bendir nú til að þessi þró- un sé komin á botnlangastíg, og að leiðin til betri tölva, sem muni í framtíðinni geta komið í stað starfandi manna, hljóti að liggja um betri þekkingu á því (en nú er til reiðu), hvern- ig maðurinn hugsar í raun og veru. Það var spor í áttina að búin voru til ‘tauga-netvirki’, og sennilega verður haldið lengra áfram á þeirri leið. En, í stuttu máli, þá er nú þörf á gagntækum og traustlega grundvölluðum skilningi á mannlegri hugsun. Forsenda slíks skilnings er, að saman komi þar til verks mjög breið og mikil þekking á öllum hliðum mann- legrar tilveru, því að hugsun verður ekki í ein- angrun, heldur ætíð í breytilegu félagslegu samhengi. Í samræmi við það er nauðsynlegt að taka með í reikninginn hið fjölrása breið- band af greinum hugvísinda (og félagsvísinda) til þess að skilja hana. Hér á meðal er þörf á nánari skilningi á mannlegu máli með tilliti til þess að smíða mælandi tölvur. Eins og kunn- ugt er var þetta einmitt tilgangurinn með feiknamiklu átaki í Japan fyrir nokkrum ár- um, en mest af því varð unnið fyrir gýg vegna þess að kennilegi byrjunarreiturinn var ekki réttur fundinn, eða dugði að minnsta kosti ekki. Víði ramminn Sá hinn víðari ramminn nýtist til þess að bera í honum afstöðuskyn á þrengri rammann og vitanlega einnig gagnrýna hann. Afstöðu- athugunin gengur fyrst út frá þeirri stað- reynd, að þrengri ramminn er ekki óhjá- kvæmileg nauðsyn eða óbreyti, manneðlis- fræðilegt né félagslegt, heldur er hann þvert á móti sögulegt og menningarlegt framleiði; hann er reyndar framleiði af húmanískri hugs- un: Í reikningsskilum Marx við sögulega hug- hyggju Hegels er hin díalektíska efnishyggja látin koma í stað hughyggjunnar, en þetta er sú efnishyggja sem lætur það efnalega (fram- leiðslumögnin) vera það sem allt hljóti að velta á í samfélagsþróuninni. Við þá afstöðusýn sem fæst við fjarstöðuathugun gegnum víðari rammann verður greinilegt, að sá hinn þrengri er söguleg tilviljun, og að hann af- skræmir með herpingi. Ekki sízt sprettur vandi af og með þeirri mannshugmynd sem verður til þegar framleiðslugeirinn er látinn vera lífskjarni samfélagsins (og löngu eru gleymdar upphaflegar hugmyndir Marx um að leysa fólk úr áþján). Hlutverk mannsins verður þá það, einna helzt, að þjónusta fram- leiðslufærin og síðan – og ekki síður – að neyta framleiðsluvörunnar af skyldurækni og án af- láts. Maðurinn er neytandinn, hann er sjálfur ‘hámarkandi’ nytsemdarinnar, sá sem lætur í sig vörur iðnaðarins. Það er í þessu ferli sjálfu sem hann getur af sér þann árangur sem heit- ir ‘nytsemd’, ‘gagn’ eða ‘lífsgæði’ og er hag- fræðingum mælanlegur. Þar með er maðurinn sem neytandi í sjálfum sér kominn inn í yf- irfæringar-kenninguna (metafóruna) um framleiðslu, sem framleiðandi þeirrar nyt- semdar að neyta, hann skapar með því ‘gagn’. Það er mikilvægt að koma við réttum mæl- ingum og afstöðugreiningu gagnvart þessum ramma; hugvísindarannsóknir gefa af sér þekkingu sem er nýtileg til þess. Fyrst er hér að taka fram, að þetta er mikilvægt til að fólk í okkar heimshluta, þar sem þessi hugsunar- háttur ríkir, geti yfirleitt verið fært um að skilja þá háttu sem aðrir heimshlutar hafa á því að hugsa. Heimshlutar þar sem maður er ekki fanginn í þessari mynd (heldur fyrirlítur hana og hafnar sem andlausri efnishyggju). Í þessum pörtum veraldar er hugsað eftir öðr- um brautum, t.d. trúarlegum. Mikilvægi þessa leiðist okkur vitaskuld fyrir sjónir með end- urnýjuðum krafti í ljósi atburðanna hörmu- legu 11. sept. 2001. Þeir hafa ýtt landi okkar eins og öðrum Vesturlöndum út í kreppu, en sú kreppa er meðal annars vandræða-kengur sem varðar sjálfsskilning okkar og skilning okkar á hugsunarhætti í öðrum pörtum ver- aldar. Það er mjög tilfinnanlegt, hve erfitt okkur reynist að líta á hugsunarhátt annarra þjóðaflokka öðruvísi en einmitt í okkar eigin búhagfræðibeindu hugtökum. Það er dæmi- gert fyrir þann sjónarhátt að líta á ógnina eða skelfinguna „terror“ (með sínum voðaverkum) sem einfalda afleiðingu af fátækt þeirra þjóða sem í hlut eiga. Terrorinn sé, rétt skilinn, að- eins hluti af „stéttabaráttunni milli fátæka og gæðumrænda þriðja heimsins og hinna auð- ugu Vesturlanda“. Að vísu líta andstæðingar okkar sjálfir ekki á átökin í ljósi þessara hug- taka. En því höfum við tilhneigingu til að bægja frá okkur með því að telja það vera hugmyndafræðilegan rangsnúning: Þeir skilji ekki að trúarlegar væntingar þeirra séu í raun og veru hagræn samkeppni og félagsleg bar- átta í dulargervi. Það er ekki mitt mál að taka hér afstöðu til þess, hvaða túlkun er sú rétta á þeim átökum sem nú eru í gangi. Erindi mitt er hins vegar að segja, að tækilegt svar við þessu getur ekki orðið til nema sem niðurstaða úr kennilega sprottnu ísæi inn í fyrirbærið menningu og um stöðu hennar gagnvart stærðum á borð við trúarbrögð, samheldni þjóðar, sjálfsveru þjóð- ar, tungumál, goðsagnir, sagnfræðileg upptök, og margar aðrar. Það er ekki hægt að koma með svar eftir fljótlega athugun nýorðinna tíð- inda, enda þyrfti svarið sem sagt að grundvall- ast á víðtæku ísæi og þekkingu reistri á kenni- legum lærdómi. Að því leyti sem maður reynir að skilja átökin í heiminum án þess að hafa stoð af þvílíkum lærðum hugtökum, hlýtur maður óhjákvæmilega að láta sér duga til skýringar einfalt mynstur reist á þeirri eðl- isávísun sem endurspeglar frumhneigð manns til að skip(t)a veröldinni í okkur og hina. Í þeirri heimsskipan felst það sem norm, að hin- ir eru þeir vondu, andspænis okkur, sem erum góðir; sú heimshugmynd getur aðeins gert ágreining róttækari og verri, hættara við sprengingum. Uppgötvanir hugvísinda Í öðru lagi er mikilvægt að ná djúpgerð- arsýn á þrönga, búhagsbeinda skilningsram- mann vegna þess, að á vissri hæðarflá (eða ‘plani’) í úrvalsliði stjórnmálanna í þjóðfélög- um okkar er reyndar samdæmi fyrir hendi um það, að þetta gamla líkan sé villuslóð, að minnsta kosti að því sem til beinna afleiðinga þess kemur: Félags- og mannskilningur sem hefur fram- leiðslu og neyzlu fyrir æðstu lífsbirtingar mannsins og skipar samfélaginu eftir því leiðir til menningar sem rænir umhverfi sitt og kæf- ir að lokum sjálfa sig. Greinilega er þetta einnig menning sem kemur sér í andstöðu við aðrar þjóðir og það sem þær vilja til leiðar koma með stjórnmál- um sínum. Því miður er hér um að ræða magn- að andstæði milli hugmyndagrunnsins annars vegar, og þess sem upp snýr og á er að taka í stjórnmálunum hins vegar; og milli framtíð- arsýnarinnar og þess sem blasir við núna. Rekstur stjórnmálanna frá degi til dags í landi okkar og annars staðar í iðnvædda heiminum beinist alltaf að því að „tryggja hagvöxt og stöðugleika og aukningu framleiðslunnar“. Hingað til höfum við ekki tileinkað sambandi okkar við aðrar menningar og menningar- heima verulega þýðingu, ekki látið sem það samband skipti okkur miklu máli. En nú hefur hinn 11. september síðastliðinn rekið odd í það andvaraleysi, svo að um hlýtur að muna. Hlut- verk hugvísinda í þessu öllu er, að þau eru (heimkynni og) vettvangur fyrir þær gegn- hugmyndir gegn núríkjandi meginstraums- mynd sem sögulega hafa komið fram og þróazt og eru ennþá til í menningararfleifð- inni. Þau eru einnig staður þar sem nýjar hug- myndir geta orðið til, um það hvað sé gott mannlíf, og hvað og hvernig samræmt mann- félag? Stjórnmálarekstrarferlið sjálft mun seint megna að kveikja af sér þvílíkar hug- myndir, það verður manni sárlega ljóst af að virða fyrir sér gang stjórnmála hvort heldur hér heima eða á víðum völlum alþjóðapólitík- urinnar. Í þessu samhengi verður að taka það fram berum orðum – gegn algengum fordómum og móti ályktunum margra náttúruvísindamanna í öfuga átt – að það eru gerðar uppgötvanir í hugvísindum og það jafnvel á gólfflá grunnvís- inda. Grunngildar mannskilningsmyndir eru ekki neitt sem verður til af sjálfu sér, né hafa þær alltaf verið til, heldur eru þær nokkuð sem er, þegar allt kemur til alls, skapað á ein- hverjum stundum í tímanum af einstökum hugvísinda-hugsuðum (í félagi við listamenn og aðra). Manns- og samfélagsmynd okkar væri allt önnur en hún er, til góðs eða einhvers verra, ef ekki hefðu verið hugsuðir á borð við Karl Marx, John Stuart Mill og Sigmund Freud sem gerðu sér hugmyndir um hvernig maður og samfélag eru og orka og orkast á. Hugsanir þeirra gegna afar mikilvægu hlut- verki fyrir hvert og eitt okkar núna, en þeim var ekki dreift frá höfundunum með einkaleyf- um né sem tæknilegum nýjungum. Þess í stað dreifðust þær í og með alþýðlegum munnmæl- um og fræðslu, alþýðlegum bókmenntum, virt- um fagurbókmenntum, í almennum fé- lagshreyfingum, stjórnmálasamtökum og svo framvegis. Þannig er því háttað að því er varð- ar mikið af hugvísindalegri þekkingu og veld- ur því, að menn koma oft ekki auga á hlutverk og þýðingu hugvísinda. Greinin birtist í Humaniora, tímariti hug- vísindaráðs danska ríkisins (4, 2001). Snarað hefur Davíð Erlingsson. Greinin er birt með leyfi höfundar. Eftirkast snaranda Snarandinn væntir þess að lesendum sem láta sig ástand og þróun íslenzka háskólaumhverfisins varða þyki sér akkur í þessari grein, vegna þeirrar yfirsýnar og samhengis sem hún veitir til skilnings, bæði á al- mennri þróun og á einstökum breytingum sem hafa orðið, eru að verða eða munu verða á mörgu í rekstri og aðstæðum vísindastarfs og fræðslu í landinu, eink- um með tilliti til vísindanna um manninn, hugvísinda. Þótt ýmislegt í breytingunum núna séu æskilegar og jafnvel nauðsynlegar umbætur – virkari stjórn á mörg- um sviðum, með persónulegri ábyrgð, og því valdi sem til þarf –, má um margt deila og efast um gildi þess – t.d. tilbúning margvíslegra skammtíma námsbrauta í hreinlega skornum bitum eða pökkum, sumpart í gild- um greinum eins og íslenzku, en sumpart gerir vart við sig ásókn í tízkunýjungar, sem sumum þykir háskólinn endilega mega til að verða við, enda má hann til ef hann vill ekki verða undir „í samkeppninni“. En af hvoru tagi sem er, þá þarf að hlaða því í hina auðgreinilegu og greiðgrípanlegu ‘pakka’, svo að enginn velkist í vafa um neitt. Nemandi skal láta í sig böggulinn, og ætli hann hafi þá ekki einhvern siðferðisrétt til að halda sig fullnuma í þeim vísindum = bögglinum? Áherzla á að gera sem mest af námi fjartækt, með tölvum o.s.frv. fyrir nemendur nær og fjær, orkar vitanlega mjög til eflingar pakkagerðarlistinni – en sumt er enn var- hugaverðara og hlýtur skemmd af að hljótast ef ekki koma úrbætur til – hin ríka samkeppni um bæði rekstrarfé skora og starfslaun kennara, bæði fyrir kennslu og rannsóknir. Aukin kennsluskylda – þannig að báglega verður séð, hvernig háskólinn eigi nú að fara að því að gegna almennilega þeirri frumskyldu við umheim okkar Íslendinga að reka gott starf í vísind- unum um það sem íslenzkt er og háskólastofnunum annarra þjóða verður ekki látið eftir að rækja. – Ein höfuðforsenda góðra vísinda er nógur tími og rór hug- ur, ásamt því kappi einu sem leit þekkingar tendrar og er sannleiksvilji. Háskóli sem ræður sér vísindamann til starfa, og á því trygga hollustu hans við markmið kennslu og rannsókna, svíkur hann með því að virða ekki sjálfur hið akademíska markmið, heldur – líkt og við hefur viljað brenna – rekur manninn til að hlaupa launakapphlaup eftir fæðslufé sínu, og hvar verður þá hinn rói hugur? Enda þótt Háskóli Íslands hafi lengi haft ástæðu til vondrar samvizku af slíkum hlutum, og enda þótt ekki virðist nú horfa sérlega vel í þeim kjara- ójöfnuði sem sumum ráðamönnum virðist þykja nauð- synlegur, þá er nú samt allra mest í húfi við þá spurn- ingu, hvort nú stefni – með stuðningi í andvaraleysi margra – að því að draga enn niður í daufri tíru þess akademíska anda sem hjarir í skotum. – Með þökk fyr- ir birtinguna. FÉLAGSHLUTVERK HUGVÍSINDA E F T I R F I N N C O L L I N Höfundur er prófessor í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla. Þýðandi er dósent í íslensku við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.