Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. FEBRÚAR 2002 9 V ERKFRÆÐINGAR stofnuðu orðanefnd 1919. Kveikjan að henni var erindi, sem Björn Bjarnason málfræðingur, kenndur við Viðvík, flutti á fundi hjá verkfræðingum. Fyrstu orðanefndina skip- uðu Sigurður Nordal, Guð- mundur Finnbogason og Geir Zoëga, sem var formaður. Nefndin hélt sig ekki aðeins við verkfræðileg efni, heldur starfaði og á öðrum sviðum, eins og sjá má af orðalista úr við- skiptamálinu, sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 1926. Þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur kom til 1921 vantaði mörg orð til þess að smíða mætti reglugerð um fyrirtækið. Steingrúmur Jóns- son rafmagnsstjóri virkjaði orðanefndina til þessa starfs og hafa rafmagnsverkfræðingar haldið merki hennar uppi óslitið síðan. Orðanefnd byggingaverkfræðinga var svo stofnuð 1980 og voru tilnefndir í hana þrír menn; Einar B. Pálsson, Jónas Frímannsson og Pétur Ingólfsson. Einar situr enn í nefnd- inni og hefur verið formaður hennar alla tíð. Þegar verkefni úr aflfræði og jarðeðlisfræði bættust við 1988, var bætt við nefndarmönn- um úr kennaraliði Háskóla Íslands og vinnur nefndin nú í tveimur hópum, sem skipaðir eru tíu mönnum. Halldór Halldórsson málfræðingur starfaði á vegum Íslenskrar málnefndar með orða- nefndinni sem ráðunautur um málfar. Hann andaðist 5. apríl 2000. Á fundinum 15. janúar var tvennt á dag- skrá; Einar B. Pálsson kynnti nýtt orð: ljós- fjörgun, sem á að leysa ljóstillífun af hólmi, ef af verður. Og Ólafur Jensson lagði fram endurskoðaða kafla orðasafnins, þar sem búið var að setja inn breytingar fyrri nefndarfunda. Einar B. Pálsson segir, að þegar ljóstillífun hafi lent á borði orðanefndarinnar hafi Hall- dór Halldórsson steinþagað. „En svo fór hroll- ur um hann og hann sagði: Þetta orð gengur ekki í íslenzku.“ Nefndin fór í öllu að ráðum Halldórs varð- andi rithátt, orðafar og málnotkun og þótt hans njóti ekki lengur við segir Einar að nefndinni beri skylda til að starfa áfram í hans anda og freista þess að finna nýtt orð í stað ljóstillífunar. Nefndarmenn taka Einar á orðinu og velta fyrir sér tillögu hans; ljósfjörgun. „Þetta orð; ljóstillífun, er nú búið að vera lengi, svo það getur ekki verið alómögulegt, þótt klaufalegt sé.“ „En það gengur bara ekki. Það gengur gegn íslenzklum orðmyndunarreglum.“ „Ég hef ekki heyrt neinn líffræðing mæla orðinu bót. Þeir yppta bara öxlum og segja að orðið sé þarna.“ „Hvað með lífgun í stað fjörgun?“ þar sem dæmum um umhverfisgæði hefur ver- ið bætt við: Umhverfisgæði eru eigindir umhverfis, sem eftirsóknarverðar þykja á hverjum tíma. Dæmi: ferskt loft, hreint vatn, þægilegt veð- urfar, gafurt útsýni, áhugaverð náttúra, örugg mannvist, landrými, náttúruauðlindir. „Vantar ekki þarna fagrar konur? Erum við ekki orðnir of gamlir, strákar?“ „Ekki bara konur. Við verðum að hafa karl- ana með. Annað gengur ekki nú á dögum. Við yrðum kærðir til Jafnréttisráðs eins og skot!“ „Það yrðu þá kaldir karlar og fagrar kon- ur.“ Þessum umræðum lýkur með því að karl- arnir tala sig til samkomulags um að fagrar konur falli undir fagurt útsýni og sé þar með tryggður staður í orðasafninu! „Það verður að vera einhver húmor í þessu!“ Nefndarmenn benda mér á lýsingarorðið nertur, sem þýðir viðkvæmur, særanlegur, lítt varinn; hliðstætt við vulnerable á ensku og sårbar á dönsku og sænsku. Í orðskýringu, sem Halldór Halldórsson samdi, segir m.a.: „Elzta dæmið, sem ég þekki um lýsingarorðið nertur, „viðkvæmur, sær- anlegur“, er frá fyrri hluta 19. aldar úr máls- hættinum á skallanum er skinnið nertast. Orð- ið hlýtur að vera skylt týndri sögn, sem verið hefur *nerta, „koma við, snerta“.“ „Nertur samsvarar þannig merkingarlega ensku „vulnerable“. Af orðinu má mynda nafn- orðið nerti (kvk.), sbr. reiði af reiður, hreysti af hraustur o.s.frv. Merking þess yrði þá „vulnerability“. Af þessum orðum má mynda samsettu orðin skjálftanertur og skjálfta- nerti.“ Nefndarmenn leggja áherzlu á leiðandi starf Einars B. Pálssonar, sem sé „bæði langt og farsælt og enn sé hann í fullu fjöri standandi á níræðu“. En skýringin finnst. Vissulega er Einar fæddur árið 1912, en afmælisdagurinn er 29. febrúar og þar sem stærðfræðin bannar að nota tvo daga fyrir sömu dagsetningu, þá ber afmæli Einars bara upp á fjórða hvert ár! Einar B. Pálsson brosir góðlátlega að þess- um hugleiðingum. Veit hann, hvað hann hefur búið til mörg nýyrði um ævina? „Nei. En þau eru nokkur. Fyrsta orðanefndin, sem ég sat í, var með Steinþóri Sigurðssyni. Það vantaði keppnis- reglur fyrir skíðakeppni og til þess að smíða þær vantaði orð. Þá bjó ég meðal annars til orðið brun. Kennslan kallaði líka sterkt á ný orð. Kennslubækurnar voru yfirleitt á erlendum tungumálum og ég hafði það fyrir reglu að láta nemendur fá lista með íslenzkum orðum yfir þau hugtök, sem komu fyrir í kennslunni. Þannig hef ég nú smíðað orð bæði í leik og starfi.“ „Það gengur ekki. Lífgun er orðið fast í málinu yfir að lífga einhvern við úr dái. Hugtakið, sem við erum að glíma við, á við efnahvörf, sem verða í náttúrunni, þegar efni, sem er ekki lífkynja, breytast í lífefni fyrir til- styrk geislunarorku sólarljóssins. Fjör merkir líf. Við segjum að eiga fótum fjör að launa. Ljósfjörgað efni er efni, sem býr yfir auk- inni orku, sem það hefur fengið úr ljósi.“ Þannig kasta nefndarmenn orðinu á milli sín nokkra stund. „Ljósfjörgun. Ljósfjörgun. Maður verður að heyra nýtt orð minnst tutt- ugu sinnum til að geta sagt af eða á.“ „Eigum við að hrökkva eða stökkva?“ „Við verðum að hafa þann kjark, sem engir hafa haft til þessa, eða nennu. Það var starfsregla nefndarinnar og Hall- dórs Halldórssonar að það væri aldrei of seint að koma með orð, sem væri betra en það sem áður hefur verið.“ Umræðunum lýkur með því, að nefndar- menn lýsa sig allir sátta við nýyrðið og Einari er falið að betrumbæta orðskýringuna. Þeir ganga aldrei til atkvæðagreiðslu um eitt eða neitt, heldur tala sig fram til samkomulags, sem allir fella sig við. Þó dylst engum, að Ein- ar B. Pálsson er sá sem ferðinni ræður. „Nýyrðasmíð er nákvæmnisvinna,“ segir hann. „Það er algjört undirstöðuatriði að skil- greina hlutinn fyrst og finna honum svo nafn. Málfræðingar eru alltaf að kynda undir samheitin. Í stærðfræði er algjört bann við því að nota tvö orð yfir sama hugtakið. Og við er- um kaþólskari en páfinn með það.“ Þegar ljósfjörgun er þannig komin inn í orðasafnið, leggur Ólafur fram blaðsíður, þar sem hann hefur fært síðustu breytingar inn á. Þar á meðal er hluti kaflans um umhverfi, Morgunblaðið/Sverrir Vinnuhópur A í Orðanefnd byggingaverkfræðinga á sínum 687. fundi. Einar B. Pálsson formaður fyrir borðsendanum, en aðrir nefndarmenn á myndinni eru; Bragi Þorsteinsson, Eymundur Runólfsson, Guttormur Þormar, Ólafur Jensson, Páll Flygenring og Sigmundur Freysteinsson. Á SKALLANUM ER SKINNIÐ NERTAST Orðanefnd bygginga- verkfræðinga er að leggja síðustu hönd á fimmtyngt orðasafn um fráveitur, sem hefur í langri vinnslu þróazt í yfirlit um umhverfistækni á sviði byggingaverk- fræði. Nefndin hélt sinn 687. fund 15. janúar sl. „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er einstaklingsframtakið, því það er fólkið í landinu, sem leggur til efniviðinn í þennan banka,“ segir Dóra Hafsteinsdóttir „banka- stjóri“. Hún hefur umsjón með orðabankanum og sinnir samstarfi við hinar ýmsu orðanefndir. „Það eru um fimmtíu orðanefndir á skrá, en ætli það séu ekki 29 þeirra sem eru virkar að einhverju leyti. Svo eru nokkuð margir einstaklingar, sem sinna þessu, og þeim fer fjölgandi.“ Sumar orðanefndir halda sína fundi úti í bæ, en Íslensk málstöð býður upp á vinnuaðstöðu með nettengdum tölvuaðgangi fyrir þá, sem það vilja. Menn fá sérstakt vinnusvæði í orðabank- anum, þar sem þeir geta byggt upp sín íðorða- söfn. „Yngra fólkið nýtir sér meira aðstöðuna hjá okkur,“ segir Dóra. „Eldri orðanefndir hafa tamið sér önnur vinnubrögð og vilja halda í þau. En þar á bæ eru menn jafnfúsir og aðrir til að setja afrakstur vinnu sinnar í orðabankann, þegar hann liggur fyrir.“ Í orðabankanum eru nú 38 orðasöfn komin í birtingu, en fjórtán til viðbótar eru á vinnusvæði bankans, þaðan sem þau koma í birtingarhlut- ann með tíð og tíma. Svo er orðabankinn í stöð- ugri endurnýjun, því menn geta alltaf verið að breyta og bæta. Nú eru um 130.000 hugtök í orðasöfnum bankans. Þau eru upp til hópa fjöl- tyngd og segir Dóra algengast að tungumálin séu tvö til fjögur, en matarorðasafnið fer fremst í flokki; þar er hver færsla á níu til ellefu tungu- málum. Mestar breytingar eru á íðorðasöfnum á sviði upplýsingatækni og tölvumáli, en nýjasta orða- safn bankans er orðasafn í stjórnmálafræði. Það segir Dóra vera lýsandi fyrir einstak- lingsframtakið í orðabankanum. Höfundar orða- safnsins eru tveir ungir menn, sem í námi í stjórnmálafræði fundu til skortsins á orðasafni fyrir fræðigreinina. Þeir tóku sig þá til og hafa nú unnið orðasafn upp á tæplega 4.000 færslur. En hvers saknar Dóra mest úr orðabankan- um? „Þá dettur mér fyrst í hug lögfræðin,“ svarar hún.„Ég sakna orðasafns í þeirri grein virki- lega. Þeir, sem að orðasöfnunum starfa vinna stór- merkilegt starf,“ segir Dóra. „Það er hreint ekki eins einfalt og það virðist vera, þegar safnið er komið á prent. Þvert á móti liggur mikil hugsun og mörg handtök þar að baki.“ (Vefsíða orðabankans: http://www.is- mal.hi.is/ob). Kassavanur kvótagreifi Málstöðvarmenn sitja bara ekki og bíða þess að orðunum rigni inn. Þegar ég fer er Ágústa að fletta Morgunblaðinu. „Það eru oft ný orð í aðsendum greinum og auglýsingum, sem enginn lætur okkur vita af. Ég get nefnt foreldrarölt sem dæmi. Og kassavanur um ketti. Svo eru orð eins og gjafakvóti og kvótagreifi, sem ég fann í skrifum í Morgunblaðinu.“ við við prófessora í fræðunum og báðum þá um tillögur og svo fengum við ómetanlega aðstoð frá starfsfólki Íslenskrar málstöðvar. Nú erum við komnir með grunninn, röskar 4.000 færslur, og meiningin er að koma honum í birtingu í orðabanka Íslenskrar málstöðvar í apríl.“ „En við munum ekkert sleppa hendinni af þessu orðasafni þá. Það er alltaf hægt að vinna áfram, breyta og bæta. Þetta gæti þess vegna verið ævistarf! En við hugsum dæmið þannig, að eftir um það bil tvo mánuði komi orðasafnið út með allra ódýrasta hætti, eins konar tilraunaút- gáfu. Síðar meir hugum við að því, hvort ekki sé tímabært að gefa orðasafnið út með veglegri hætti.“ Morgunblaðið/Ásdís aman enskt-íslenzkt orðasafn í stjórnmálafræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.