Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 3
É
G ætla nú að bera í bakka-
fullan lækinn og leggja nokk-
ur orð í belg um þjóð-
þrifastörf uppljóstrara sem
svo mjög hafa verið til um-
fjöllunar að undanförnu. Ég
hef nefnilega verið að bíða
eftir því að ákveðnir þættir
kæmu fram í þessari umræðu sem mér
finnast skipta höfuðmáli. En hvernig sem á
því stendur hafa þeir legið í þagnargildi.
Ég hef verið að hugsa um vernd borg-
aranna, okkar þessara dauðlegu vera, sem
eigum töluvert undir því að stofnanir gæti
trúnaðar með þau gögn sem þeim eru falin.
Í umræðunni undanfarið hefur nánast ver-
ið litið á það sem þjóðhollustu að starfs-
menn, fyrir áeggjan fjölmiðla, leiti uppi
meintar ávirðingar jafnvel í trúnaðargögn-
um, svo koma megi þeim á forsíðurnar.
Siðvæðingarstörf krefjast vandaðra
vinnubragða og getu til að greina rétt frá
röngu, hismi frá kjarna, form frá inntaki.
Og þau krefjast þess að menn séu ekki
drifnir áfram af annarlegum hvötum.
Það segir sig sjálft, að starfsmaður sem
kemst að því, að á vinnustað hans er stund-
uð ólögleg, óréttmæt eða skaðleg starf-
semi, þarf að geta komið þeirri vitneskju til
réttra aðila, þ.e. þeirra sem geta stöðvað
þetta athæfi og leiðrétt það. Ef starfsmað-
urinn treystir ekki yfirboðurum eða ekkert
er gert í málinu, getur hann snúið sér til
lögreglu eða Ríkisendurskoðunar ef um op-
inbert fyrirtæki er að ræða. Mér er mjög til
efs að fjölmiðlar séu fyrsti valkosturinn í
þessari röð.
Vald fjölmiðla eykst stöðugt, ekkert afl
er eins ráðandi í mótun skoðana meðal
þjóðarinnar. Þessu valdi hlýtur að fylgja
mikil ábyrgð. En rísa menn undir henni?
Það þýðir ekki að spyrja þá sjálfa, þótt þar
standi ekki á svari. Ég verð að játa, að þeg-
ar Sigmundur Ernir, DV-ritstjóri, hvessir
haukfrán augun og útlistar fyrir okkur af
sjónvarpsskjánum hve mikilvægt hlutverk
ritstjórans sé í siðvæðingu þjóðarinnar, þá
kemur sú spurning upp í huga minn hvort
þessi maður sé ekki fyrst og fremst að selja
blað? Því meiri æsifrétt, þeim mun fleiri
eintök seld, – einfalt mál. Mér hefur sýnst
stefna útgáfufélags DV vera fyrst og
fremst hagnaður, en ekki siðbót.
En víkjum aftur að trúnaðargögnum og
vernd þeirra. Víða liggja upplýsingar um
okkur, sem við treystum að séu í áreið-
anlegum höndum. Fjármálin okkar hjá
bönkum, endurskoðendum og skattstofu,
frammistaða í skólum og á vinnustöðum,
sakaskráin á að vera harðlæst, tölvupóst-
urinn okkar liggur í haugum á netþjónum
símafyrirtækja, ýmsar opinberar stofnanir
sem sinna félagsþjónustu eru bundnar
trúnaði, lögfræðingar sömuleiðis um mál-
efni viðskiptavina sinna og skjólstæðinga
og síðast en ekki síst eru heilbrigðisupplýs-
ingar trúnaðarmál milli læknis og sjúk-
lings. Það er ekki langt síðan mikið fjaðra-
fok varð vegna grunsemda um að
starfsmaður Símans hefði upplýst þriðja
aðila um efni tölvupósts viðskiptavinar. Og
þegar Samkeppnisstofnun ruddist inn í ol-
íufélögin eða skattrannsóknastjóri inn í
Norðurljós fannst öllum eðlilegt að þeim
bæri að virða til fullnustu trúnað um per-
sónuleg gögn, eins og tölvupóst starfs-
manna þessara fyrirtækja. Það var meira
að segja sérstök fréttaumfjöllun um nauð-
syn þess að engu yrði ljóstrað upp um
tölvupóst fréttamanna Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar. Svo er varla þornað blekið á samn-
ingum um miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði, þar sem þjóðin er talin á að
láta af hendi öll gögn um veikleika sína,
sjúkdóma og lyfjanotkun með því loforði að
um þessi gögn muni ríkja fullur trúnaður.
Getum við treyst því? Hvetjum við til þess?
Verum sjálfum okkur samkvæm. Á sama
tíma og við krefjumst trúnaðar um okkar
persónulegu gögn, hyllum við mann sem
lætur undan þrýstingi blaðamanns um að
brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækis síns til
að selja honum í hendur trúnaðarupplýs-
ingar. Hér var ekki verið að upplýsa um
ólögleg viðskipti og þetta voru ekki upplýs-
ingar sem starfsmaðurinn bjó yfir starfs
síns vegna og höfðu þess vegna valdið hon-
um hugarangri. Eins og þetta kemur mér
fyrir sjónir var hér einfaldlega verið að
misnota aðstöðu til að þjóna hagsmunum
dagblaðs. Menn verða að gera greinarmun
á alvöru uppljóstrurum um ólögmætt at-
ferli og hinum sem eru á höttunum eftir
forsíðufréttum.
Hvað segðu fjölmiðlar um uppljóstrara
úr eigin röðum, sem brytist inn í trún-
aðargögn og kæmi upp um hvernig ákveðið
mál hefði verið unnið og hverjir heimild-
armenn væru og léti af hendi þessar upp-
lýsingar til uppsláttar í öðrum fjölmiðli?
Mundu þeir verðlauna hann og tryggja
honum æviráðningu? Aldrei, – hann yrði
útskúfaður og hvergi ráðinn á annan fjöl-
miðil. Á trúnaður þá bara að gilda á fjöl-
miðlum? Sem viðskiptavinur krefst ég þess
að geta reitt mig á að fyrirtæki gæti þess
trúnaðar sem það heitir mönnum. Tilhugs-
unin um að starfsmenn séu að snuðra í mín-
um gögnum í leit að forsíðufrétt fyrir DV
er mér ekki að skapi og tel ég mig þó ekki
hafa neitt að fela. Ef ég gæti ekki treyst
fyrirtæki og starfsmönnum þess, mundi ég
ekki trúa því fyrir mínum málum, heldur
fara með viðskipti mín annað. Ég er áreið-
anlega ekki ein um það.
TRÚNAÐUR
RABB
G U Ð R Ú N P É T U R S D Ó T T I R
g u d r u n p e @ h i . i s
HUGRÚN
LINDIN
Ég veit af lind, er líður fram
sem ljúfur blær.
Hún hvíslar lágt við klettastall
sem kristall tær.
Hún svalar mér um sumardag,
er sólin skín.
Ég teyga af þeirri lífsins lind,
þá ljósið dvín.
Og þegar sjónin myrkvast mín
og máttur þver,
ég veit, að ljóssins draumadís
mér drykkinn ber.
Svo berst ég inn í bjartan sal
og blessað vor.
Þá verður jarðlífs gatan gleymd
og gengin spor.
En lindin streymir, streymir fram,
ei stöðvast kann,
og áfram læknar þunga þjáðan,
þyrstan mann.
Hugrún hét réttu nafni Filippía Kristjánsdóttir (1905–1996). Af verkum hennar
má nefna barnasöguna Hafdísi og Heiðar (1953–56), skáldsöguna Úlfhildi
(1949) og ljóðabækurnar Mánaskin (1941), Stjörnublik (1942) og Vængjaþyt
(1949). FORSÍÐUMYNDIN
er hluti verksins „Here we come“ eftir finnsku listamennina Timo Mähönen
og Juha Metso sem opna sýningu í Galleríi Skugga í dag.
Kvikmyndir og
geðveiki
nefnist grein Þorvaldar Gylfasonar um
John Nash hagfræðing en eftir sögu hans er
kvikmyndin A Beautiful Mind gerð. Þor-
valdur nam við Princeton-háskóla þar sem
Nash kenndi um tíma og hitti hann aftur
tuttugu árum síðar í Stokkhólmi þegar
Nash hlaut Nóbelinn í hagfræði.
Heimspeki, til hvers?
Greinaflokkur Lesbókar um heimspeki í
byrjun aldar heldur áfram og nú skrifar
Jón Ólafsson grein er hann nefnir „Heim-
speki, pólitík, vísindi og galdrar“ þar sem
hann segir meðal annars: „Sé heimspeki
ekki pólitík, ekki vísindi og ekki heldur
galdrar þá er hún bara gagnrýni.“
Marshall McLuhan
naut mikillar frægðar á sjöunda áratugnum
þegar hann setti fram kenningar sínar um
stjörnuþoku Gutenbergs, heimsþorpið og
miðilinn sem merkinguna. Í byrjun áttunda
áratugarins duttu kenningar hans um eðli
og áhrif fjölmiðla hins vegar úr tísku en
fengu svo uppreisn æru í lok þess níunda og
eru nú áhrifamiklar í fjölmiðla- og menn-
ingarfræðum. Þröstur Helgason fjallar um
kenningar McLuhans og feril í tilefni af því
að fjörutíu ár eru liðin frá því hann sendi
frá sér tímamótaverk sitt um stjörnuþoku
Gutenbergs.
Halldór og
Kristján Albertsson
er umfjöllunarefni Péturs Gunnarssonar í
þriðju grein hans um tengsl og samskipti
Halldórs Laxness við nokkra áhrifamenn er
voru samtíma honum.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI