Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 5
Fyrirlestrar hans voru ávallt óformlegir enda
leiddust honum skriftir. Fyrir vikið vissu nemend-
ur aldrei á hverju þeir áttu von, í fyrirlestri um
Shakespeare gat hann vitnað í Batman og Bítlana
enda leit hann svo á að allt væri þetta hluti af sömu
menningarheildinni.
McLuhan hafði sama háttinn á máli sínu hvar
sem hann kom en hann var geysivinsæll fyrirlesari.
Á hverju mánudagskvöldi hélt hann fjölsótt erindi í
rannsóknarstofnun sinni við Toronto-háskóla þar
sem hann talaði iðulega sleitulaust allt kvöldið án
nokkurs stuðnings við ritaðan texta. McLuhan átti
það líka til að verða ótrúlega tungulangur á manna-
mótum við misjafnar vinsældir og eigin veislur
skipulagði hann með það í huga að hafa sem flestar
rökræður upp úr krafsinu en í þeim átti hann und-
antekningarlítið síðasta orðið.
Trú McLuhans á tungumálinu mætti, eins og
kenningu hans um miðilinn sem merkinguna,
skoða í ljósi hugmynda þýska nítjándu aldar heim-
spekingsins Hegels sem hélt því fram að tungu-
málið markaði svo tilveru mannsins að án þess
rofnuðu tengsl fólks hvers við annað. Hugmyndir
verða aðeins tjáðar með tungumálinu sem er af-
kvæmi vitsmunanna og miðill þeirra, sagði Hegel,
en samræður eru meginuppspretta hugmynda
ásamt lestri.
Annarri bók sinni, The Gutenberg Galaxy, lýsti
McLuhan sem mósaíkmynd. Helmingur bókarinn-
ar er tilvitnanir í rit eftir um tvö hundruð aðra höf-
unda. Hún er sett saman úr stuttum köflum sem
hver er sér um efni. Röð þeirra hefði því ekki skipt
miklu máli en McLuhan skeytti ekki um byggingu
bóka sinna eða fræðilega framsetningu og átti það
eftir að koma sér illa síðar meir. En þrátt fyrir
flókna eða óljósa byggingu er umfjöllunarefni bók-
arinnar ljóst. The Gutenberg Galaxy útskýrði af
hverju sjónin var orðin að grundvelli skilnings hins
vestræna heims á veruleikanum. Hún hélt því fram
að ættbálkasamfélagið væri hið eðlilega umhverfi
mannkyns en því hefði verið riðlað með uppfinn-
ingu stafrófsins fyrir þrjú þúsund árum, framsæk-
inni tækni sem einskorðaðist við Vesturlönd og ein-
angraði sjónina í skynjun mannsins. Fyrir daga
stafrófsins lifði maðurinn í heimi hljóðsins. Honum
stillir McLuhan upp sem andhverfu heims sjón-
arinnar sem nútímamaðurinn lifir í en þessi tví-
skipting er ekki einföld. Í heimi hljóðsins aflaði
maðurinn sér vissulega þekkingar og upplýsinga
með hljóðskynjun – munleg boð gengu manna í
milli, röddin var aðalmiðillinn – en meira er um
vert að í þessu „náttúrulega“ umhverfi mannsins
starfaði taugakerfi hans sem ein heild, að mati
McLuhans, það var ekkert sem truflaði samskiptin
milli ólíkra skynvita, maðurinn skynjaði heiminn
með öllum líkamanum. Með tilkomu stafrófsins
tekur maðurinn að nema upplýsingar með sjón-
inni í auknum mæli og með uppfinningu prent-
sins fyrir fimm hundruð árum verður sjónnám
þekkingar ríkjandi. Prentið veldur því
ákveðnum klofningi í vitundar- og skynlífi
mannsins, segir McLuhan, rétt eins og öll ný
tækni er það framlenging á einhverjum eigin-
leika mannsins (í þessu tilfelli sjóninni) og riðlar
þannig hlutföllunum milli þeirra í taugakerfi
mannsins.
Áhrif þessarar tæknibyltingar urðu gríðar-
leg, að áliti McLuhans. Hin línulega og röklega
framsetning sem prentið krafðist leiddi til auk-
innar rök- og skynsemishyggju. Prenttæknin
markaði einnig upphaf vélvæddra framleiðslu-
hátta sem fyrsta tækið sem notað var til fjölda-
framleiðslu og olli því miklu um þróun iðnaðar.
Vísindi efldust, ekki bara af framangreindum
ástæðum heldur og vegna þess að prentið út-
breiddi þekkingu hraðar en áður hafði verið
unnt. Prenttæknin vakti og þjóðernishyggju,
hún gerði öllum læsum mönnum kleift að sjá (og
hér skiptir sjónin öllu máli) móðurmál sitt í
setningarfræðilegu samhengi og sem eina sam-
ræmda heild. Með því að dreifa fjöldaframleidd-
um bókum og öðru prentuðu efni um víða Evr-
ópu breytti prentvélin staðbundnum mállýskum
í samræmd og lokuð kerfi þjóðtungna og skap-
aði með því grunninn að þjóðerninu og tilfinn-
ingunum sem það átti eftir að vekja í brjósti
manna. Einstaklingurinn tók að skynja sig sem
hluta af stærri og vel afmarkaðri heild. Með
prenttækninni var einnig hægt að koma á einum
gjaldmiðli á stóru svæði og skapa forsendur fyr-
ir afmörkuð markaðssvæði og samgöngur og
samskipti innan þeirra. Prentið skapaði þannig
þjóðareiningu og einnig opinbera miðstýringu,
en það ýtti jafnframt undir einstaklingshyggju
og andstöðu við miðstýringuna eins og þekkt er.
Bókin var beinlínis ætluð einstaklingnum, hún
var lesin í hljóði en ekki upphátt fyrir hóp
áheyrenda, eins og fágæt handritin, og ýtti und-
ir sjálfstæða hugsun og einstaklingsbundið
sjónarhorn. Prentið léði einnig einstaklingnum
rödd sem gat borist víða. Með tilkomu þess varð
höfundurinn til í nútímaskilningi. Bókin var
fjöldaframleidd og því vara á markaði sem kall-
aði á eignarrétt eða svokallaðan höfundarrétt.
Það kallaðist nú stuldur að taka texta upp úr
bók án þess að geta höfundar. Aukin útbreiðsla
bóka jók enn fremur vægi höfundarins í sam-
félaginu, hann varð að þekktri persónu sem
naut virðingar og vinsælda eftir atvikum.
Fjöldaframleidd bókin skapaði líka lesendahóp-
inn. En meiri og hraðari dreifing á upplýsingum
skapaði einnig aukna einsleitni í samfélaginu.
Með prentinu jókst sömuleiðis tilhneiging til að
draga úr leik með tungumálið, orðalag og öll
málnotkun varð samræmdari. Hugmyndin um
nytjatexta varð til, bókin var tæki til að útbreiða
nauðsynlega þekkingu á skipulegan hátt.
Menntun tók einnig miklum breytingum með
prentinu, ekki síst var minni áhersla lögð á ut-
anbókarlærdóm enda ekki þörf á þegar upp-
flettiritið var innan seilingar. McLuhan hafði
þessa möguleika prenttækninnar og annarra
fjölmiðla í huga við kennslu sína, eins og fram
kom að ofan, en fjölmargar menntastofnanir
hafa ekki enn áttað sig á þessu aukna aðgengi að
upplýsingum og leggja höfuðáherslu á utanbók-
arstagl.
Hið nýja og gerbreytta umhverfi mannsins
kallaði McLuhan stjörnuþoku Gutenbergs. Við
aldamótin 1900 tók heimurinn hins vegar annað
stökk í kjölfar rafvæðingar. Prentið hafði geng-
ið af ættbálkasamfélaginu dauðu en rafvæðing-
in breytti mannkyninu aftur í einn stóran heim-
sættbálk í þeim skilningi að með rafvæddri
miðlun urðu öll skynvit mannsins aftur jafn
virk. Maðurinn varð aftur heill og hann skynjaði
sig í heimsþorpi. Rafvæðingin var því eins konar
endurlausn, að mati McLuhans. Taugakerfi
mannsins er opið kerfi sem er sífelldlega að
þýða eða flytja boð milli ólíkra skynvita án
nokkurra vandkvæða. Þessi boðskipti eiga sér
stað í undirmeðvitund okkar án þess við veitum
því nokkra athygli. Ýmiss konar tæknilegar
framlengingar á skynvitum okkar, svo sem
prentið á sjóninni, hjólið á fótunum og hrífan á
höndunum, eru aftur á móti lokuð kerfi þar sem
þau eru aðeins framlenging á einu tilteknu
skynviti eða líffæri okkar. Ekki hefur verið
mögulegt að flytja boð á milli þessara tæknilegu
útfærslna á einstökum eiginleikum mannsins og
því hafa þær heldur ekki skapað tilfinningu fyrir
heild eða samvitund fólks. Þetta hefur hins veg-
ar orðið mögulegt með rafvæddri upplýsinga-
miðlun. Rafvæðingin hefur í raun breytt heim-
inum í stóran mannslíkama þar sem
boðsendingar berast ótruflaðar um taugakerfið.
McLuhan fagnaði þessari þróun og taldi að hún
myndi færa mennina nær hver öðrum og auka
skilning þeirra á heiminum en hann varaði einn-
ig við því að hraði upplýsingasamfélagsins gæti
átt eftir að rugla manninn í ríminu. The Guten-
berg Galaxy lýkur því með eins konar para-
dísarheimt eftir fall mannsins ofan í bleksvarta
þoku prentsins. Hin biblíulega vísun var trú-
manninum væntanlega að skapi en spámanns-
titillinn var fallvaltur.
JOHN Nash var löngu hættur að kenna, þegar ég var við nám í Princeton1973–76. Hann var á staðnum, en hann virtist ekki hafa neitt sérstakt fyrirstafni, heldur flæktist hann um háskólalóðina og hékk á bókasafninu, nán-ar tiltekið í anddyrinu. Okkur stúdentunum fannst hann svolítið skringi-
legur í háttum, þótt við vissum ekki gerla, hver skýringin var. Einhverjir héldu
því fram, að Nash reykti hass í bókasafninu – sennilega af því, að menn vissu
svo lítið um geðveiki í þá daga: hún var feimnismál. Og þó: sumir skólafélagar
mínir og vinir þekktu hasslykt að minnsta kosti jafnvel og þeir kunnu hagfræð-
ina í kennslubókunum. En við þóttumst vita fyrir víst að Nash væri snillingur
því að hann hafði skrifað tímamótagreinar í leikjafræði milli tvítugs og þrítugs.
Leikjafræði spyr spurninga á borð við þessa: ef þú gerir þetta, hvað á ég þá að
gera: hitt eða þetta? – og hvað gerir þú þá? Nafn hans var á hvers manns
vörum í hópi hagfræðinga; þetta var forn frægð – manns á miðjum aldri.
Svo hitti ég hann aftur 20 árum síðar, þegar hann kom til Stokkhólms að taka
á móti Nóbelsverðlaununum. Hann var þá eins og annar maður að sjá og heyra
enda hafði hann fengið mikla bót meina sinna, sem var sjaldgæft um geðklofa.
(Þetta er ekki eins sjaldgæft núna sem betur fer, því að batahorfur geðklofa
hafa batnað til muna síðustu ár fyrir tilstilli nýrra lyfja.) Það hafði risið ágrein-
ingur í Nóbelsverðlaunanefndinni um það, hvort Nash væri verður slíkrar við-
urkenningar – eða réttar sagt leikjafræðin, þar sem hann hafði lagt ýmislegt
nýtilegt til málanna. Þeir nefndarmenn, sem töldu rétt að sæma Nash fyrir
framlag hans til fræðanna, grunuðu minni hlutann um fordóma gegn geðveiki.
Hvað um það, Nash varð ofan á, þegar til kastanna kom, og kom síðan til
Stokkhólms að taka á móti verðlaununum og stóð sig með stakri prýði – og
sletti ekki skyri á kónginn við athöfnina í Konserthúsinu, hafi einhver óttazt
eitthvað slíkt.
Hefði hann fengið verðlaunin, hefði honum ekki batnað? Hver veit? Þetta er
mikil og löng saga, og viti menn: blaðamaður á New York Times fékk mikinn
áhuga á málinu og skrifaði ævisögu Nash, tilþrifamikla, myndræna og fallega
bók, og síðan – nema hvað? – kom kvikmyndin, A Beautiful Mind. Enn hefur
samt enginn gert kvikmynd um Adam Smith eða John Maynard Keynes, nú eða
þá Isaac Newton – þeir voru of heilbrigðir, býst ég við: hvar er dramað? Af
þessum mönnum öllum er þó mikil saga og engu síðri en sagan af Nash, svo
sem margar ævisögur þeirra vitna um.
Annað tilfelli svipað hefur einnig verið fest á filmu. David Helfgott heitir
maðurinn og er píanóleikari – ástralskur; kvikmyndin heitir Shine. Ég rakst á
Helfgott í Vín fyrir fáeinum árum; við bjuggum á sama hóteli. Hann var sér-
staklega vingjarnlegur og svolítið óðamála og malaði í sífellu og virtist auk þess
eiga erfitt með að standa eða sitja kyrr. Ég þekkti hann ekki strax, enda hafði
ég ekki séð myndina. Svo fór ég um kvöldið að hlusta á hann spila: hann kom
hlaupandi inn á sviðið eins og íþróttamaður og fékk sér sæti – og þá sá ég, að
hann gat setið kyrr: við hljóðfærið. Hann lék af djúpri og innilegri tilfinningu. Á
miðjum aldri öðlaðist hann þá heimsfrægð, sem gekk honum úr greipum ungum
manni vegna veikinda. Hann fer nú stað úr stað og heldur hljómleika og hefur
auk þess leikið inn á fjölda diska. Fólk flykkist að honum: það þyrstir sjálfsagt í
að sjá og heyra manninn úr myndinni. Helfgott hefur meðal annars leikið verk
eftir Percy Granger, landa sinn – og vin Griegs og þeirra hjóna, Eðvards og
Nínu. Granger var eitt afkastamesta tónskáld allra tíma í tónum talið. Helfgott
á ekki lítinn þátt í því, að hróður Grangers berst nú um heiminn.
Nash tók á hinn bóginn ekki upp þráðinn, þar sem frá var horfið fyrir næst-
um 50 árum og hann hefur ekki snert á hagfræði síðan. Þeir eiga báðir góðar
konur.
KVIKMYNDIR
OG GEÐVEIKI
Russell Crowe í hlutverki Nash í myndinni A Beautiful Mind.
Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
E F T I R Þ O R VA L D G Y L FA S O N