Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 S ÖGUFÉLAG var stofnað 7. mars 1902. Stjórnin minntist aldaraf- mælisins með móttöku sl. fimmtudag í húsakynnum félags- ins, Fischersundi 3. Hér á eftir verður stiklað á nokkrum atrið- um í sögu félagsins sem telja má merkilega fyrir margra hluta sakir. Forgöngu um félagsstofnunina höfðu þrír ein- staklingar, Jón Þorkelsson landsskjalavörður, Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Jósafat Jón- asson ættfræðingur (þekktari undir nafninu Steinn Dofri). Í upphafi ársins 1902 létu þeir þremenningar ganga áskorunarskjal þar sem lýst var ástæðum fyrir þessu framtaki. Þetta skjal (sem sjá má að hluta á mynd hér á opnunni) má kalla fæðingarvottorð félagsins, að viðbættri fundargerð sjálfs stofnfundarins. Í 1. grein lag- anna er slegið föstu að markmið félagsins sé „að gefa út heimildarrit að sögu Íslands“ sem al- menningi voru enn hulinn leyndardómur, eins og forgöngumennirnir komust að orði í áskorunar- skjalinu. Öflug heimildaútgáfa Það var engin tilviljun að Sögufélag leit dags- ins ljós í upphafi 20. aldar þegar hillti undir nýj- an áfanga í sjálfstæðissókn landsmanna. Heima- stjórn var á næsta leiti og mikil þörf á að styrkja vitund Íslendinga um sjálfa sig sem þjóð í fortíð og samtíð. Sögufélag var stofnað til að treysta grundvöll rannsókna á fortíð Íslendinga og skerpa sögulega vitund þeirra um sameiginlega reynslu í blíðu og stríðu. Að þessu marki vann fé- lagið kappsamlega fyrstu áratugina undir for- ystu mikilvirkra fræðimanna sem stjórnuðu jafnframt þjóðskjalasafni landsins. Lengi fram- an af voru gefnar út árlega svo og svo margar arkir af þeim ritum sem unnið var að útgáfu á – og fór magnið eftir fjárveitingu hverju sinni. Fyrsta ritið sem komst út hjá félaginu í heild var Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns 1700–1709 (árið 1904). Meðal grundvallarrita sem félagið gaf þá út á fyrsta áratug starfsemi sinnar voru Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal og Æfisaga Jóns prófasts Steingríms- sonar. Árið 1912 hófst útgáfa á Alþingisbókum Íslands – viðamesta heimildaflokknum sem fé- lagið hefur fram til þessa komið á prent – seyt- ján þykkum bindum – og nokkrum árum síðar á Landsyfirréttar- og hæstaréttardómum 1802– 1873. Komið var langt fram á síðari helming ald- arinnar sem leið þegar útgáfa þessara viðamiklu heimildaflokka var til lykta leidd. Heimildaút- gáfa af þessu tagi hefði verið óframkvæmanleg án opinberra fjárstyrkja; þeirra hefur Sögufélag notið allt frá fyrstu tíð að kalla, reyndar í mjög mismiklum mæli eftir tímaskeiðum. Á síðari helmingi aldarinnar sem leið fór félagið að leggja sérstaka rækt við sögu Reykjavíkur og naut til þess styrkja úr bæjar-/borgarsjóði. Útgáfa við almennings hæfi Forgöngumennirnir höfðu skilning á því að heimildaritin skírskotuðu misvel til almennings. Þess vegna brugðu þeir á það ráð að gefa út safn læsilegra frásagnarheimilda í arkaformi undir heitinu Blanda (1918–1953). Þetta sérstæða tímarit flutti aðallega ýmiss konar heimildafróð- leik ásamt stöku ritgerðum og hlaut brátt miklar vinsældir. Enn meiri lyftistöng fyrir félagið varð svo útgáfa þess á Þjóðsögum Jóns Árnasonar, að mestu ljósprentuð eftir frumútgáfunni í Þýska- landi á sjöunda áratug 19. aldar. Þessi útgáfa hófst árið 1925 og henni lauk rétt fyrir seinna stríð; þar sem þjóðsögurnar voru aðeins seldar félagsmönnum í Sögufélagi þótti mörgum til vinnandi að ganga í félagið með því að greiða árstillagið sem nam átta krónum, þar með gátu þeir líka fengið aðrar útgáfubækur félagsins á góðum kjörum. Þjóðsagnaútgáfan reyndist mikil lyftistöng fyrir félagið: 1924 voru félagsmenn um 500, en sex árum síðar voru þeir orðnir 1.155 – og hafa naumast orðið fleiri. Bóksali nokkur á Akureyri gerði sér lítið fyrir og útvegaði á einu ári 170 nýja félaga. Lítill hluti allra félagsmanna voru ævifélagar en það gátu menn orðið með því að greiða í eitt skipti 100 kr.; fengu þeir þá ókeypis öll rit er félagið gæfi út eftir það. Fræðilegur metnaður Upp úr síðari heimsstyrjöld dró verulega úr bolmagni félagsins til bókaútgáfu. Þar átti m.a. dýrtíðin hlut að máli sem og hitt að ekkert kom í stað þjóðsagnanna til þess að halda áhuganum vakandi. Kringum 1960 var fjöldi félagsmanna kominn niður fyrir 800. En jafnframt þessu lagði félagið meiri metnað í að efla sagnfræði í land- inu sem lifandi fræðasamfélag. Árið 1950 hóf það útgáfu tímaritsins Sögu sem hefur æ síðan verið kjölfesta í starfi félagsins; áskrift að Sögu jafngildir aðild að félaginu. Eftir því sem sagn- fræðirannsóknum óx fiskur um hrygg varð tímaritið Saga smám saman helsti faglegi vett- vangur íslenskra sagnfræðinga og söguáhuga- manna. Auk þess gaf félagið út tímaritið Nýja sögu í fimmtán ár. Nú hefur verið ákveðið að skipa tímaritaútgáfu félagsins þannig framvegis að Saga komi út í tveimur heftum á ári, vor og haust. Þar með hættir Ný saga að koma út. Á síðustu áratugum hefur félagið lagt sig fram um að gefa út vönduð rannsóknarrit og yfirlitsrit um sögu lands og þjóðar. Til dæmis um fyrr- nefnda flokkinn má nefna Endurreisn Alþingis og þjóðfundinn eftir Aðalgeir Kristjánsson Áskorun um stofnun sögufélags Hinn 11. janúar 1902 sömdu þrír menn, Hannes Þorsteinsson ritstjóri, Jón Þorkelsson lands- skjalavörður og Jósafat Jónasson (Steinn Dofri) ættfræðingur áskorunarskjal, sem þeir létu ganga manna á meðal, um nauðsyn á stofnun Sögufélags. Undir skjalið rituðu um 70 manns og getur að líta hluta þeirra á myndinni. Skjalið varðveittist í fórum Runólfs Guðjónssonar, forstöðumanns bók- bandsdeildar Landsbókasafnsins (d. 1942). Gísli Guðjónsson, sonarsonur Runólfs, afhenti skjalið Borgarbókasafni Reykjavíkur til varðveislu árið 1996. Núverandi hús Sögufélagsins eins og það va Stjórn Sögufélags ásamt ritstjórum Sögu árið 1983. Frá vinstri: Jón Guðnason ritstj., Anna Agnarsdóttir, Helgi Þorláksson, Ragnheiður Þorláksdóttir starfsmaður, Einar Laxness forseti, Heimir Þorleifsson, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Ólafur Egilsson, Sigurður Ragnarsson ritstj. Dr. Jón Þorkelsson E F T I R L O F T G U T T O R M S S O N SÖGUFÉLAG Í HUNDRA Í LÖGUM sem samþykkt voru á stofnfundi Sögufélags 7. mars 1902 var markmið félags- ins skilgreint þannig í 1. grein: Það er upphaf laga vorra, að félag vort heit- ir Sögufélag , og er ætlunarverk þess að gefa út heimildarrit að sögu Íslands í öllum grein- um frá því á miðöldum og síðan, og í sambandi við þau ættvísi og mannfræði þessa lands. Á aðalfundi félagsins í október 2001 voru ný lög samþykkt fyrir félagið. Um markmið fé- lagsins segir svo í 2. grein: Markmið félagsins er að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. MARKMIÐ SÖGU- FÉLAGS SKV. LÖGUM 1902 OG 2001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.