Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 GRUNDARFJÖRÐUR er meðal landsins yngstu kaupstaða; varla að hann kæmist á kort- ið fyrr en eftir stríð. Síðan hefur orðið þar nokk- urn veginn jöfn uppbygging. Nema hvað sveifl- ur í sjávarútvegi hafa komið við Grundfirðinga eins og aðra sem byggja afkomu sína á sjósókn og fiskvinnslu. Halldór Finnsson gegndi þar lengi oddvitastöðu. Hann er nú látinn. Halldór var maður gætinn en ákveðinn. Af þætti, þar sem rakin eru störf hans fyrir sveitarfélagið, er ljóst að sveitarstjórn er vandasöm og tekur til mannlega þáttarins allt eins og hins fjármála- lega. Flest tengjast úrlausnarefnin að sjálf- sögðu fjármálunum – öflun fjár og síðan deil- ingu þess sama fjár til mismunandi verkefna. Önnur viðfangsefni, sem koma inn á borð sveit- arstjórnar, geta verið af margvíslegum toga spunnin. Til dæmis var þorpsbúum eitt sinn fal- ið að greiða atkvæði um heiti kauptúnsins. Upp til hópa – næstum því – völdu þeir nafn það sem bærinn síðan ber, Grundarfjörður. Þess er getið að Halldór hafi eitt sinn orðið að velja milli þess að reisa skólahús eða bæta höfnina. Hafi hann þá leitað ráða hjá manni sem hann treysti en sá hafi ráðlagt honum að láta skólann ganga fyrir því útgerðarkarlarnir væru nógu frekir og áhrifamiklir til að hafa sitt fram eftir öðrum leið- um. Skólahúsið var reist og höfnin var bætt. Síð- ar bættu Grundfirðingar um betur og reistu hús yfir bókasafn sitt. Sunna Njálsdóttir bókavörð- ur fer yfir sögu þess og verkefni og tekur fram að nú séu »bókasöfn í landinu að verða meiri upplýsingamiðstöðvar en áður var þegar helsta starfsemin var geymsla og útlán bóka«. Sunna upplýsir ennfremur að »fullorðnum nemendum í fjarnámi í Grundarfirði hefur fjölgað mjög undanfarin ár og sést það glöggt í aðsókn þeirra að þjónustu safnsins«. Meðal annars efnis eru tveir stuttir þættir um Íslandsreisu Collingwoods 1897 og myndir hans frá Snæfellsnesi. En í Eyrarsveit hafði hann einmitt nokkra viðdvöl. Ástæðan var sú að fylgdarmaður hans, Jón Stefánsson, var sonur hreppstjórans í sveitinni. Þangað var auðvitað haldið. Og þar var gestrisnin svo sannarlega í hávegum höfð: »Okkur var boðið upp á brenni- vín, viskí, portvín og bjór. Svo fengum við mjólk og kaffi og lúðu með kartöflum.« Varla að furða þó sjentilmanninum yrði bumbult af þvílíkum veitingum! Landslag þykir bæði fagurt og tilkomumikið í Grundarfirði, eins og raunar á Snæfellsnesi yf- irhöfuð. Kirkjufellið setur meginsvip á sjón- hringinn. Mynd af því prýðir forsíðu ritsins. Forstöðumaður örnefnastofnunar gefur góð ráð varðandi örnefnasöfnun. Í öðrum stuttum þætti eru talin upp örnefni í fellinu. Honum fylgja afar greinargóðar skýringarmyndir. Og meira um örnefni, því þáttur er um gömul fiskimið ásamt meðfylgjandi uppdráttum. Í annarri samantekt fer Laufey Bryndís Hannesdóttir yfir jarðfræði svæðisins. Flókin eru þau vísindi við fyrstu sýn en þó allvel skiljanleg undir leiðsögn Laufeyjar. Svæðið er ungt í jarðfræðilegum skilningi en samt svo gamalt að tíminn er víða búinn að um- turna eða breiða yfir verksummerki sköpunar- aflanna. Ættfræðingum til glöggvunar og öðrum, sem horfa vilja til fortíðar, endar svo rit þetta á fjór- um fyrstu manntölum liðinnar aldar, en aðal- manntöl voru þá tekin á áratugar fresti. Ljóst er að Grundfirðingar ætla að gjalda menntagyðj- unni sitt á komandi öld. Við fjöll og sæ Erlendur Jónsson BÆKUR Héraðsrit Safn til sögu Eyrarsveitar. 2. ár. 189 bls. Útg. Eyr- byggjar. Prentun: Steindórsprent – Gutenberg ehf. 2001. FÓLKIÐ FJÖLLIN FJÖRÐURINN ingur er því kannski varla fyllilega dómbær. Benda má þó á nokkra kosti hennar og galla. Fyrir utan lipran og fjörlegan stíl, sem minnst var á, er þessi höfundur einkar snjall að lýsa fólki. Mannlýsingar eru því margar með ágæt- um. Höfundurinn er næmur á svipbrigði, les í hreyfingar og viðmót og lýsir einnig atvikum oft einkar vel og nákvæmlega. Ekki get ég þó dulist þess, að mér þykir hún ganga stundum fullnærri fólki í lýsingum sínum. Sumu hefði að skaðlausu mátt sleppa. En vandamálin við að finna hest við hæfi virðast á stundum spaugileg. Að minnsta kosti hygg ég að fáir Íslendingar myndu fara eins að. Höfundur virðist standa í þeirri trú, að allir Íslendingar kunni Íslendinga sögurnar næst- um utanað og persónur þeirra séu mönnum ljóslifandi. Hér fer höfundur heldur betur vill- ur vegar. Eitt er að roskið fólk og fróðleiksfúst þekki sögur úr sinni heimabyggð. Það þýðir ekki að um almenna þekkingu eða áhuga sé að ræða. Ætli ungum Mýramönnum séu ekki poppstjörnur nær í huga en Bjarni Hítdæla- kappi og Víga-Styr? Skrítileg eru og sjónarmiðin stundum. Hún kallar Hallgerði langbrók „fyrsta femínist- ann“. Ekki fæ ég séð þann femínisma. Var hann fólginn í því, að láta stela mat af öðrum bæjum og eiga þrjá menn og hlut að aldurtila þeirra? Villum bregður og fyrir í þessu forn- sagnagrúski. Sturlunga er svo sannarlega ekki „anonymous“, a.m.k.ekki Íslendinga saga, sem Í ÞESSARI bók segir amerískur bókmennta- fræðingur, sérmenntaður í íslenskum fornsög- um, frá dvöl sinni á Íslandi í tvígang. Í fyrra skiptið dvaldist hún sumarlangt ásamt eigin- manni og syni á eyðibýlinu Litla-Hrauni í Kol- beinsstaðahreppi (skammt frá Eldborg). Þá heillaðist hún af íslenska hestinum einkum þó hryssu einni frá Snorrastöðum, sem hún tók miklu ástfóstri við. Kom hún aftur sumarið eft- ir til að kaupa sér tvo hesta og taka með sér til Bandaríkjanna. Í þetta síðara skipti var hún ein á ferð. Mikill hluti bókarinnar segir frá þessari síðari ferð og leit hennar að „the Per- fect Horse“. Aðaldvalarstaður hennar var Snorrastaðir á Mýrum, en húsbændum þar hafði hún kynnst árið áður. Einnig dvaldi hún um sinn á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Bók þessi er einkar lipurlega skrifuð, fjörleg og skemmtileg á köflum. Hins vegar verður þess að gæta, að hún er skrifuð af útlendingi og fyrir útlendinga og enda þótt frásögnin kunni að þykja Íslendingi á stundum hálfhjákátleg og jafnvel barnaleg, er alls ekki víst að útlend- ingum, sem hún er ætluð, finnist svo. Íslend- er mestur hluti hennar. Ekki veit ég hvaðan sú speki er komin, að Hítará eigi að skrifast Hit- ará vegna jarðhita í ánni. Undarleg þýðing á Haffjarðará er Goat Firth River. Ekki kann ég við allar þessar löngu end- ursagnir úr fornsögunum. Höfundur notar hvert tækifæri til að koma þeim að. Þær rjúfa frásögnina og spilla annars viðfelldinni bók. Galli er að broddum er ávallt sleppt yfir sér- hljóðum. Er einhver þörf á því? Með þessu móti verða sum íslensk nöfn að óskiljanlegum skrípum. Þannig verður Kaldá að Kalda. Á Syðra-Skörðugili bjó til skamms tíma Sigurjón Jónasson, þekktur bæði sem hestamaður og skemmtilegur maður. Hann gekk oft undir gælunafninu Dúddi. Nú er hann allt í einu orð- inn Duddi á Skordugili og er ég ekki sáttur við að gamall og góður vinur minn og nafni sé nefndur svo. Þó að að þessar aðfinnslur séu orðnar nokk- uð margar (gætu raunar verið fleiri), má vel vera að sumum þyki bókin nokkuð góð. Og út- lendingum sjálfsagt betri en okkur hér heima. Þess ber og að gæta að þetta er fyrsta bók höf- undar og því ekki annars að vænta en að á henni séu einhver missmíði byrjandans. Margt bendir til þess að höfundurinn hafi ýmislegt til brunns að bera, sem geti gert hann að allgóð- um sögusmið með aukinni þjálfun. Og burt séð frá því: Enginn þarf að efast um, að hún mun reynast hrossum sínum vel. Með amerískum augum Sigurjón Björnsson BÆKUR Frásagnir Searching Iceland for the Perfect Horse eftir Nancy Marie Brown. Stackpole Books, Mechanicsburg, PA, 2001, 243 bls. A GOOD HORSE HAS NO COLOR SÖNGUR er ásækið yrkisefni, ekki síst í skáldskap þeirra sem yrkja lofgjörð um til- veruna. Söngurinn í Brekkukotsbænum var einn slíkur söngur þar sem meira að segja klukkan í bænum söng með sínu nefi um ei- lífðina og sömuleiðis koma upp í hugann lof- söngvar Jóhannesar í Kötlum. Slíkan söng mannlegleikans er að finna í þýðingu á ljóðabók eftir franska skáldið Guillevic sem nefnd er Söngurinn. Í raun er Söngurinn heilsteyptur og glæsilegur ljóðabálkur sem fjallar eingöngu um sönginn í ýmsum myndum. Skáldskap- urinn er einfaldur og tær og einkennist af þeim hætti Guillevics að nálgast tilveruna út frá afstöðu hlutanna í kringum okkur. Hann glæðir þá lífi söngsins og þannig tengjast þeir saman á hlutbundinn hátt án allrar dul- úðar því að í náttúrunni syngur hvert fyr- irbrigði öðru. Með þessum hætti talar Guillevic til okkar, lofsyngur tilveruna í gegnum hlutina: Þegar fjaran syngur fyrir hafið svarar hafið stundum. Þegar hafið syngur fyir fjöruna svarar fjaran alltaf. Öll ljóðin eru nafnlaus, þau eru einhvers konar stef í hljómrænni lofgjörð. Raunar fjallar lofgjörðin um alla hversdagslegustu hluti, ekki bara náttúruna heldur líka borg- ina sem heyrist syngja hárri röddu um dýrð sína ,,og það var / eins og væri / hvergi ör- birgð. Ljóð Guillevics eru aldrei hástemmd. Hið lágværa og hógværa er ekki síður sung- ið en hið hátimbraða og fagra. Meira að segja þögnin er undirstaða söngsins: ,,Já sá einn / getur metið sönginn // sem trúir þögninni / fyrir gleði sinni. Og hann beinir kannski umfram allt annað athyglinni að eðli söngsins sjálfs og hvernig hann verður í ljóðunum að tilvistarlegri staðfestingu og mannlegleikans krafti: Hver sem heyrir sönginn segir: Ég er til, ég held að ég sé orðinn takmarkalaus. Þór Stefánsson þýddi ljóðabálkinn um sönginn. Hann hefur áður þýtt ljóð Guillev- ics með góðum árangri og í því samhengi skrifað um þær tvær meginreglur sem Guillevic setti sér við eigin þýðingar, sem sé að þýðanda bæri að draga sig í hlé og ekki vera sýnilegur og að þýðing sé aldrei túlkun á verki. Þór heldur vel þessar meginreglur í velheppnaðri þýðingu sinni. Hún er látlaus og hlutlæg og textinn líður átakalaust fram á einföldu og skýru máli. Hver sem heyrir sönginn BÆKUR Ljóð eftir Guillevic. Þór Stefánsson þýddi. Valdimar Tóm- asson 2002 – 85 bls. SÖNGURINN Skafti Þ. Halldórsson Málsgreinar – Afmælisrit Baldurs Jónssonar með úr- vali greina eftir hann er þrettánda bindi ritraðarinnar Rit Íslenskrar málnefndar og kemur út í tilefni af sjötugs- afmæli Baldurs árið 2000 en höfundurinn er afmæl- isbarnið sjálft. Fjöldamargir einstaklingar og stofnanir skráðu nafn sitt á heillaóskaskrá í bókinni. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Á vettvangi ís- lenskrar málræktar hefur Baldur verið atkvæða- mikill skipuleggjandi og hugmyndafræðingur og hugmyndir hans um málrækt og málstefnu koma fram í greinum sem birtast í þessari bók.“ Ritið skiptist í tvo hluta. Sá fyrri nefnist Kann- anir og ábendingar og eru ritsmíðar um orðsögu og orðskýringar, athuganir á textum, orðaforða, orðmyndun og framburði, auk ábendinga um orð og orðalag. Síðari hlutinn ber yfirskriftina Mál- pólitík en þar ræðir höfundur um málpólitík og gerir grein fyrir hugmyndum sínum um þau efni. Mest af efni þessarar bókar hefur birst áður en einnig eru hér greinar sem ekki hafa áður verið prentaðar eða hafa birst á erlendum málum og koma nú út á íslensku í fyrsta sinn. Útgefandi er Íslensk málnefnd. Bókin er 449 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 3.900 kr. Íslenskt mál Rediscovering Canada – Image, Place and Text og Rediscovering Canadian Difference eru greinasöfn á ensku og frönsku. Ritstjóri og höfundur inngangs er Guðrún Björk Guðsteins- dóttir, sem er aðalritstjóri NACS Text Series. Um er að ræða afrakstur fjölþjóðlegrar ráðstefnu sem NACS hélt á vegum stofnunar í er- lendum tungumálum við Háskóla Íslands í ágúst 1999 undir yfirskriftinni Rediscovering Canada. Fræðimennirnir sem eiga greinar í bókunum koma frá Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi, Pólandi, Ung- verjalandi, Rúmeníu, Svíþjóð, Finnlandi, Dan- mörku og Íslandi. Rediscovering Canada – Image, Place and Text hefur að geyma 23 greinar sem flestar end- urskoða frá sagn- eða textafræðilegum sjón- arhóli ýmsa fleti á ímynd Kanada eða einstakra fylkja, og mótun hennar allt frá upphafi landkönn- unar fram á okkar daga í bókmenntum og listum. Bókin er 175 bls. auk formála og kostar 1.390 kr. Rediscovering Canadian Difference hefur að geyma 26 greinar sem taka fjölþjóðlegt sam- hengi kanadískrar sögu og menningar til endur- íhugunar, en allmargir höfundar beina sjónum sínum að sögulegum og menningarlegum tengslum Íslands og Kanada. Bókin er 247 bls. auk formála og kostar 1.500 kr. Útgefandi er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Norræna félagið um kanadísk fræði (the Nordic Association for Can- adian Studies, NACS) . Háskólaútgáfan annaðist prentun hjá Gutenberg ehf. og sér jafnframt um dreifingu. Greinasöfn Tímabundin orð nefnist fyrsta ljóðabók Páls Biering. „Páll Biering fæst við yrk- isefni allra tíma – árstíð- irnar, ástina og lífsháskann. Um leið segir hann frá veg- ferð sinnar kynslóðar, hvern- ig hún vaknar til draumsins og naut frelsis sem reyndist viðsjált. Í ljóðum Páls verður náttúran mannleg, borgin blómstrar og fölnar, og maðurinn er aldrei einn. Hann saknar, hann gengur fjörur með vinum og erótíkin smeygir sér með inn í bílinn á mánudagsmorgni og út á ís- hafið, heitari en sólin,“ segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Andblær. Bókin er 44 bls., prent- uð í Prentsmíð. Ljóð Ritmennt, ársrit Lands- bókasafns Íslands – Há- skólabókasafns er komið út og er það sjötti árgangur rits- ins. Meðal efnis er frásögn eftir Ásgeir Guðmundsson sagnfræðing af norskum manni sem var túlkur á fundi þeirra Hamsuns og Hitlers í heimsstyrjöldinni síðari. Grein um latneska tíðarsöngsbók frá Hólum er rituð af Jóni Þórarinssyni. Gunnar heitinn Sveinsson skjalavörður ritar um safn handrita í Landsbókasafni frá Vestur-Íslendingnum Sig- mundi Matthíassyni Long . Ingi Sigurðsson pró- fessor skrifar um upplýsinguna og hug- myndaheim Íslendinga á 19. og 20. öld. Þá er grein um Sagnanetið, stærsta þróunarverkefni safnsins til þessa, þar sem birtur er fjöldi forn- sagnahandrita á Netinu (www.sagnanet.is). Ritmennt er 160 bls. Ritstjóri er Einar Sig- urðsson, en í ritnefnd eru Kristín Bragadóttir, Þorleifur Jónsson og Ögmundur Helgason. Ársrit Herra Palomar er eftir ítalska rithöfundinn Italo Calvino í þýðingu Guð- bjarnar Sigurmundssonar. Herra Palomar kom út árið 1983. Í bókinni slæst les- andinn í för með herra Pal- omar sem ver tíma sínum í að horfa á öldurnar og nak- inn barm konunnar á strönd- inni, hugsa um líkamsburði gíraffans og hug- arheim hvítu górillunnar í dýragarðinum, girnast gæsafeitina í kjötbúðinni og hlýða á samtal svartþrastanna í garðinum. Sá sem sér heiminn og himintunglin með augum herra Palomars verður aldrei samur á eftir. Italo Calvino er gjarnan skipað í flokk með skáldum á borð við Jorge Luis Borges, Georges Perec og Robert Walser. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 134 bls., prent- uð í Gutenberg-Grafík. Kápu gerði Snæbjörn Arn- grímsson. Bókin er fjórtánda verkið sem kemur út í Neon-bókaklúbbi forlagsins. Verð: 1.880 kr. Skáldsaga Dauðarósir eftir Arnald Indriðason er endur- útgefnin í kiljubroti. Lík ungrar stúlku finnst á leiði Jóns Sigurðs- sonar skömmu eftir hátíðahöldin 17. júní. Eng- inn veit hver hún er, hvaðan hún kom eða hvers vegna hún var myrt. Og því síður af hverju hún var lögð á leiði sjálfstæðishetju Íslendinga. Út- gefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 255 bls., prentuð í Danmörku. Glæpasaga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.