Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Þri.- fös. 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Jóhannes Atli Hinriksson ljósmyndir. Til 30.3. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Daði Guð- björnsson. Til 24.3. Gallerí Reykjavík: Ingibjörg Klemenz- dóttir. Til 12.3. Guðfinna Hjálmarsdótt- ir. Til 20.3. Gallerí Skuggi: Timo Mähönen og Juha Metso. Til 30.3. Gerðarsafn: Ljósmyndir. LÍ og BLÍ. Til 30.3. Gerðuberg: Þetta vil ég sjá - Eva María Jónsdóttir. Til 23.3. Hafnarborg: Svifið seglum þöndum. Sverrissalur: Skipamódel Gríms Karls- sonar. Til 8.4. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 20.5. Íslensk grafík: Guðný Björk Guðjóns- dóttir. Til 24.3. Listasafn Akureyrar: Sigurjón Ólafs- son. Katrín Elvarsd. Til 7.4. Listasafn ASÍ: Inga Sólveig Friðjónsd. Íris Elfa Friðriksd. Til 10.3. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudag kl. 14-17. Listasafn Íslands: Finnbogi Pétursson. Til 14.4. Úr eigu safnsins - fjórar sýn- ingar. Til 14.4. Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Úrval aðfanga 1998-2001. Til 5.5. Breiðholt. Til 5.5. Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir: Hall- steinn Sigurðsson og Þór Vigfússon. Til 1.4. Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Hann- es Lárusson. Til 1.4. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn- legir kvistir. Til 5.5. Listasalurinn Man: Glerlist, þrjár lista- konur. Til 10.3. Ljósmyndasafn Rvíkur: Guðmundur Ingólfsson. Til 24.3. Norræna húsið: Nútímaverk úr Nor- ræna vatnslitasafninu. Til 24.3. Húðflúr á Álandseyjum. Til 17.3. ReykjavíkurAkademían: Hjálmar Stef- ánsson. Til 3.4. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: CAPUT og einleikar- ar. Kl. 15:15. Seltjarnarnesk.: Carmina Burana. Há- skólak., Vox academica, einsöngv. Kl. 17. Ýmir: Laugardagsk. á Gili. Kl. 22. Sunnudagur Ýmir: Sunnudags-matinée: Bach. Sex fiðluleikarar. Kl. 16. Norræna húsið: Djasstr. Grisfo. Kl. 17. Salurinn: Skólahljómsveit Kópavogs. Kl. 14 og 17. Seltjarnarneskirkja: Sjá laugard. Kl. 20. Þriðjudagur Íslenska óperan: Þóra Fríða Sæmunds- dóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Signý Sæmundsdóttir. Kl. 12:15. Salurinn: Einleikstónleikar Halldórs Haraldssonar. Kl. 20. Miðvikudagur Norræna húsið: Ómar Einarsson, Jak- ob H. Olsen, gítarar. Kl. 12:30. Salurinn: Contrasti. Kl. 20. Fimmtudagur Langholtskirkja: Til styrktar Götu- smiðjunni. Kórar, einsöngvarar og kvartettar. Kl. 20. Listas. Ísl.: Hamrahlíðark. Kl. 20.30. DANS Borgarleikhúsið: Íslenski dansflokkur- inn: Through Nana’s eys, Lore, fim. Bylting hinna miðaldra, sun., fim. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Með fulla vasa af grjóti, sun., fim. Syngjandi í rigningunni, lau. Hver er hræddur við Virginíu Woolf? fim., fös. Borgarleikh.: Boðorðin 9, lau., sun., fös. Með vífið í lúkunum, fim. Fyrst er að fæðast, lau., fös. Gesturinn, sun., fim. Vesturport: Lykill um hálsinn, sun., fim. Ísl. óperan: Leikur á borði, lau., fös. Loftkastalinn: Á sama tíma að ári, fös. Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun., mið., fim. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, lau., sun. Leikfélag Akureyrar: Slavar, lau. Gull- brúðkaup, lau., sun. Prinsessan í hörp- unni, fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Y ASUDA-tryggingafélagið í Tók- ýó keypti sólblómamynd eftir Vincent van Gogh fyrir met- verð á uppboði Christie’s í London árið 1987. Yasuda bauð þrisvar sinnum meira í mynd- ina en hafði nokkru sinni verið boðið í listaverk fram að því. Myndin fór á 24,75 milljón pund. Helstu van Gogh sérfræðingar heims hældu myndinni í há- stert í söluskrá uppboðsins. Hún var ekki fyrr seld fyrir metverð en ýmsir fóru að velta fyrir sér hvort van Gogh hefði í raun og veru málað hana. Hún þykir mun síðri en hinar sólblóma- myndirnar tvær sem hann gerði í Arles af 14 sólblómum í vasa og eru í eigu National Gallery í London og van Gogh safnsins í Amsterdam. Yasuda-sólblómin eru nú á sýningunni Van Gogh og Gauguin í Arles í Amsterdam ásamt hinum myndunum tveimur. Í fyrsta sinn gefst tækifæri til að bera allar myndirnar saman. Sýningunni lýkur 2. júní. Stjórnendur og list- fræðingar safnsins ætla að nota tækifærið til að þagga endanlega niðri í þeim sem segja að van Gogh hafi alls ekki málað Yasuda-myndina. Þeir hafa skrifað langa grein þar sem þeir telja sig sanna í eitt skipti fyrir öll að van Gogh hafi mál- að hana í desember 1888. Helstu rökin eru þau að myndin er máluð á pokastriga en van Gogh notaði aldrei pokastriga nema þá tvo mánuði sem Gauguin var hjá honum í Arles og keypti 20 metra af ódýrum striga. Málið verður tekið fyrir á ráðstefnu í sambandi við sýninguna nú í mars. Benoit Landais, sjálfmenntuðum, frönskum van Gogh sérfræðingi sem býr í Hollandi, hefur ver- ið boðið að tala fyrir hönd þeirra sem telja myndina illa gerða og fyrir neðan virðingu van Goghs. Voru ósammála um flest Vincent van Gogh skrifaði bróður sínum Theo ítarleg bréf um líf sitt og listsköpun. Hann skrif- aði honum frá Arles að hann ætlaði að hengja tvær sólblómamyndir sem hann hafði gert í ágúst upp í herbergi Gauguins. Önnur myndin er af 12 sólblómum á blágrænum bakgrunni en hin af 14 sólblómum á gulgrænum bakgrunni. Gauguin hældi þeirri á gula bakgrunninum í há- stert og sagði hana jafnvel betri en sólblóma- mynd sem hann hafði séð eftir Monet. Hann vildi eignast myndina. Þeir félagar virtu hvor annan sem listamann en þeir voru ósammála um flest og það ríkti samkeppni á milli þeirra. Þeir máluðu sem mest þeir máttu og reyndu að slá hvor öðrum við þessa mánuði í Arles. Van Gogh fór loks á taug- um og skar af sér eyrað á Þorláksmessu. Gaugu- in forðaði sér samdægurs til Parísar. En hann langaði enn í sólblómamyndina. Van Gogh vildi fyrst eftir að honum fór að batna ekki heyra á það minnst en ákvað svo að mála báðar mynd- irnar aftur, eina með 12 blómum og aðra með 14 blómum. Þegar Roulin póstur leit inn til hans í lok janúar 1889 sýndi van Gogh honum fjórar sólblómamyndir, tvær sem hann gerði í ágúst og tvær í janúar. Hann sendi þær til Theos í París í lok apríl. Fimmtán mánuðum seinna skaut hann sig, Theo fór yfirum og lést í janúar 1891. Það hafði enginn hugmynd um að van Gogh hefði málað 5 stórar sólblómamyndir fyrr en sú fimmta skaut upp kollinum í eigu Emils nokkurs Schuffeneckers í febrúar 1901. Hún er af 14 sól- blómum og Landais segir litinn á bakgrunnin- um vera einhvers staðar á milli gulgræna og blá- græna litarins sem van Gogh notaði í sínum myndum. Hún er máluð á pokastriga og er nú í eigu Yasuda-fyrirtækisins. Vann með Gauguin Schuffenecker var myndlistarkennari í menntaskóla í París. Hann vann um tíma með Gauguin í verðbréfafyrirtæki og þeir máluðu þá oft saman. Hann þótti nokkuð efnilegur lista- maður, einn listunnandi líkti honum jafnvel við Michelangelo og þótti hann bera af öðrum im- pressjónistum. En hann náði hvorki frægð né frama. Gauguin leitaði hælis hjá honum þegar hann kom til Parísar frá Arles. Þeir ræddu kosti og galla pokastriga og Gauguin var hjá honum þegar hann skrifaði van Gogh og bað enn um sólblómamyndina góðu. Schuffenecker átti fjölbýlishús og hafði tekjur af því. Hann fjárfesti í listaverkum og átti um tíma stærsta safn van Gogh mynda í París. Landais telur að hann hafi einnig falsað van Gogh myndir og Yasuda-myndin sé ein þeirra. Hann átti mest viðskipti við Eugene Druet lista- verkasala. Sá seldi Paul Mendelssohn-Bar- holdy, þýskum bankamanni, sólblómamyndina fyrir 35.000 franska franka árið 1910, en það var þá metverð fyrir van Gogh. Yasuda greiddi met- verð fyrir sömu mynd 77 árum seinna. Enginn myndi gruna Schuffenecker um græsku ef listakonan Judith Gérard hefði ekki sagt frá því í blaðaviðtali árið 1931 að hún hefði málað mynd af van Gogh á námsárunum sem Druet þessi seldi Mendelssohn-Barholdy seinna sem sjálfsmynd eftir van Gogh. Bróðir Schuffe- neckers keypti myndina af henni á sínum tíma og Emil Schuffenecker bætti nokkrum blómum inn á hana og máði út nafnið hennar. Það veitti enginn orðum listakonunnar athygli og sviss- neski viðskiptajöfurinn Emil Bührle keypti myndina sem þá var kölluð Sjálfsmynd með blómum eftir heimsstyrjöldina síðari. Þegar hið sanna kom loks í ljós var myndin tekin niður og lokuð inni í kjallarageymslu Bührle-safnsins í Zürich. Schuffenecker var góður kunningi Juli- ens Leclerqs sem skipulagði fyrstu van Gogh sýninguna í París árið 1901. Önnur 14 blóma sól- blómamyndin frá Arles, Landais segir sú sem var máluð í janúar og er nú í eigu National Gall- ery í London, var hjá Leclerq í lengri tíma. Hann sagði Jóhönnu, ekkju Theos, að myndin þyrfti viðgerða við en sagði henni ekki að Schuffenecker sæi um þær. Hún var ekki sér- lega hrifin af Schuffenecker. Henni fannst hann helst til prúttinn. Nægur tími til að falsa Samkvæmt niðurstöðum Landais hafði Schuffenecker því nægan tíma til að falsa Sól- blóm van Goghs. Hann vissi að Gauguin og van Gogh notuðu pokastriga þegar þeir voru saman í Arles. Yasuda-tryggingafélagið setti þau skil- yrði þegar það lánaði sína mynd á sýninguna í Amsterdam að það yrði farið vel með hana og hún yrði ekki skoðuð á vísindalegan eða tækni- legan hátt. Stjórnendur safnsins samþykktu það. Þeir geta ekki verið alltof kröfuharðir eða frekir við fyrirtæki sem gaf safninu 15 milljón pund fyrir nokkrum árum til að byggja nýja sýningarálmu við safnið. Svo listfræðingarnir urðu að láta sér nægja að telja þræðina í strig- anum og sáu að þetta var nákvæmlega eins pokastrigi og listamennirnir notuðu í Arles. Gallinn er bara sá að pokastrigi var framleiddur með samskonar vélum út um alla Evrópu frá miðri 19. og fram á 20. öld. Fjöldi þráðanna sannar því ekki neitt. FYRIR NEÐAN VIRÐINGU VAN GOGHS? Sólblómamynd eftir Vincent van Gogh, sem seldist fyrir metfé á uppboði 1987, er nú á sýningu í Amsterdam. ANNA BJARNADÓTTIR segir frá myndinni sem sumir telja að van Gogh hafi alls ekki málað. Hin umdeilda sólblómamynd van Goghs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.