Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.2002, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. MARS 2002
CAPUT-HÓPURINN gengst fyrir tónleikum á
Nýja sviði Borgarleikhússins í dag kl. 15:15.
Frumflutt verða meðal annars tvö íslensk tón-
verk og eitt finnskt. Yfirskrift tónleikanna er
Diplopia eftir samnefndu verki Jukka Koskinen
sem sérstaklega er samið fyrir Caput og styrkt
af Síbelíusarsjóðnum finnska.
Diplopia er glænýtt verk, annað verkið sem
Jukka skrifar sérstaklega fyrir Caput.
„Fyrst var það Ululation sem við frumflutt-
um 1994 og hefur, síðan þá, farið eins og eldur í
sinu um gervalla veröld. Ég held að Diplopia sé
enn eitt snilldarverkið frá þessu merkilega tón-
skáldi. Það spillir ekki fyrir að Jukka leikur
sjálfur á píanóið að þessu sinni,“ segir Guðni
Franzson sem stjórna mun flutningi.
Diplopia er meðal þeirra verka sem Caput
mun flytja í Kammersal Berlínarfílharmóní-
unnar 1. desember næstkomandi.
Annað íslenska verkið sem verður frumflutt
er Consertino fyrir átta hljóðfæri eftir Þórð
Magnússon.
„Þetta er verk sem ég skrifaði fyrir fjórum
eða fimm árum. Það er ryþmískt og aldrei dauð-
ur punktur í því. Það er eitthvað að gerast allan
tímann,“ segir Þórður.
Consertino tekur níu mínútur í flutningi.
„Raunar er þetta aðeins fyrsti kaflinn í lengra
verki en svona fyrir kurteisissakir lét ég Caput
bara hafa níu mínútur,“ segir Þórður og hlær.
Að öllu gríni slepptu segir hann þetta þó alls
ekki galna leið til að koma tónverki á framfæri.
„Það getur verið ágætt að plægja akurinn. Ef
fólki líkar þetta þá biður það kannski um meira.
Ég vonast alla vega til að verkið verði einhvern
tíma flutt í heild sinni.“
Þórður var í tónsmíðanámi þegar verkið var
samið og segir hann ekkert sérstakt tilefni
liggja þar til grundvallar. En hvernig komst það
í hendur Caput?
„Það hefur staðið til um skeið að ég semdi
verk fyrir hópinn og þegar þessir tónleikar
komu upp spurðu þeir hvort ég gæti klárað það.
Það tókst ekki en þess í stað dró ég þetta upp og
lagaði það aðeins til.“
Lítið hefur verið flutt opinberlega eftir Þórð
til þessa og af þeim sökum eru tónleikarnir í dag
stórt skref á tónsmíðaferli hans. „Ég er tiltölu-
lega nýbyrjaður að koma mér á framfæri en
stefni ótrauður að því að leggja tónsmíðarnar
fyrir mig.“
Næsta skref er að klára verkið, sem fyrr var
getið, fyrir Caput. Stefnt er að frumflutningi
þess í október næstkomandi.
Hitt íslenska verkið sem heyrist nú – og sést
– í fyrsta sinn er dansverkið Jói fyrir rafmagns-
gítar og slagverk eftir Guðna Franzson.
„Jói er nýtt dansverk sem hefur orðið til á
heimilinu síðustu vikur. Þetta er um 10 mínútna
sóló sem Jóhann Freyr Björgvinsson dansar,
sóló sem Lára Stefánsdóttir samdi og ég gerði
músík við. Jói dansar vægast sagt ótrúlega
núna! Hilmar Jensson og Matthías M.D. Hem-
stock leika á gítar og glös með forunnum hljóð-
um. Ég er mjög stoltur af þessu verki og vona
að það falli vel inn í tónleikana,“ segir Guðni.
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari mun síðan
spila Cho eftir Þorstein Hauksson og Noanoa
eftir Kaja Saariaho en bæði verkin eru fyrir
flautu og rafhljóð. Einnig flytur hann ásamt
Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Valgerði Andr-
ésdóttur tríó eftir Kaja Saariaho, Cendres.
„Þetta eru allt magnaðar tónsmíðar. Kaja Sa-
ariaho hlaut fyrir skömmu Norðurlandaprikið í
tónsmíðum, hún er eitt flottasta tónskáld Finna
í dag, hefur verið í mjög spennandi tónlistar-
pælingum, flott músík,“ fullyrðir Guðni.
Auk Caput-sinfóníettu, eru hljóðfæraleikarar
á tónleikunum Kolbeinn Bjarnason (flauta), Ás-
hildur Haraldsdóttir (flauta), Hrafnkell Orri
Egilsson (selló), Bryndís Halla Gylfadóttir
(selló), Jukka Koskinen (píanó), Valgerður
Andrésdóttir (píanó), Matthías Hemstock (slag-
verk) og Hilmar Jensson (gítar).
Þetta eru fjórðu tónleikarnir af átta í 15:15
tónleikaröð Caput og Ferðalaga.
Morgunblaðið/Golli
Guðni Franzson stjórnar Caput-fólki á æfingu fyrir tónleikana í Borgarleikhúsinu í dag.
FINNSK-ÍSLENSK
FJÖLBREYTNI
Caput-hópurinn frumflytur þrjú verk á tónleikum í Borgarleikhúsinu
BOÐIÐ verður til Bach-veislu á sunnudags-
matinée tónleikum Ýmis, sem hefjast kl. 16
á morgun. Þar flytja sex af færustu fiðlu-
leikurum landsins allar einleikssónötur og
-partítur Johanns Sebastians Bachs, en
verkin hafa aldrei fyrr verið flutt samfellt á
einum tónleikum hér á landi. Það var Guðný
Guðmundsdóttir konsertmeistari sem átti
frumkvæðið að tónleikunum, og fékk hún
fimm fiðluleikara og fyrrverandi nemendur
sína til liðs við sig til flutningsins, þau Auði
Hafsteinsdóttur, Pálínu Árnadóttur, Sif
Tulinius, Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sigur-
björn Bernharðsson. Hver fiðluleikaranna
leikur eitt hinna sex verka, þar sem fléttað
er saman sónötum og partítum á víxl.
„Þessi sex einleiksverk sem Bach samdi
fyrir fiðlu og þau sex sem einnig eru til fyrir
selló eru stórmerkileg og í raun eins konar
biblíur okkar strengjaleikaranna. Við erum
eiginlega að glíma við verkin frá því að við
getum haldið á hljóðfærinu, og alveg fram á
grafarbakkann,“ segir Guðný og hlær. „Það
hefur tíðkast nokkuð að hljóðfæraleikarar
flytji öll verkin t.d. á tvennum tónleikum í
röð. En þar sem ekkert okkar hér hefur úr
nægum tíma að spila til að slíkt sé mögulegt,
kom upp sú hugmynd að safna saman sex
fiðluleikurum og gefa tónleikagestum kost á
að heyra verkin öll í heild sinni. Úr því að við
erum ekki með nema eitt verk á mann get-
um við gert þetta allt í einni bunu.“
Einleikssónöturnar og -partíturnar samdi
Bach í kringum 1720 og spanna að sögn
Guðnýjar hér um bil allan litaskalann hvað
tækni og dramatík varðar. „Verkin eru bæði
tjáningarrík og krefjandi, enda þarf fiðlu-
leikarinn að hafa ákaflega góða þekkingu á
hljóðfærinu til þess að ráðast í verkin og
koma þeim vel til skila. Því er dálítið
skemmtilegt að við erum sex ólíkir fiðluleik-
arar, sem hafa allir sína skoðun á því hvern-
ig eigi að flytja verkin og túlka.“
Tveir flytjendanna á tónleikunum komu
alla leið frá Bandaríkjunum til þess að leika
á tónleikunum. Pálína Árnadóttir er við nám
í Julliard-skólanum í New York og Sigur-
björn Bernharðsson er búsettur í Chicago,
þar sem hann er meðlimur í Pacifica-
strengjakvartettinum.
Sigurbjörn bendir á að gerð fiðlunnar og
leikmáti hafi breyst mjög frá því sem var á
átjándu öld. Auk þess fylgi t.d. fáar styrk-
leikabreytingar nótunum og því séu verkin
að miklu leyti opin fyrir túlkun flytjenda. „Á
sjötta áratug aldarinnar fóru margir hljóð-
færaleikarar að einbeita sér að því að reyna
að ná hinum upprunalega stíl verkanna, og
reyna að ná fram leikmáta fortíðarinnar.
Aðrir léku verkin hins vegar afskaplega
rómantískt, enda bjóða þau upp á það með
öllum sínum tilfinningum og dramatík. Nú
njóta fiðluleikarar í raun reynslu beggja
skóla, og hafa e.t.v. fundið meðalveginn með
því að taka það besta úr báðum áttum. En
það er engin ein leið til að flytja verkin, og
felst ánægjan af að hlusta á flutninginn ekki
síst að margra mati í því að heyra alltaf nýja
og nýja túlkun.“
Guðný tekur undir þetta og bendir á að
Bach fylgi í raun tísku í leikmáta hvers tíma.
„Þegar ég var við nám í Julliard fyrir þrjátíu
árum lærði ég að spila Bach á ákveðinn hátt
sem þá var í tísku. En tímarnir hafa breyst
og nú leik ég verkin á annan máta, enda er
maður aldrei fullnuma í Bach. Það sem er
svo spennandi við þessa tónlist er að hún
breytist og þróast með manni. Þessi sex
stykki eru jafnframt afskaplega ólík, og
krefjandi á sinn hátt. Sumir fiðluleikaranna
í hópnum hafa spilað verkin áður, en aðrir
eru að takast á við sína sónötu eða partítu í
fyrsta sinn. Það má því vel búast við að þess-
ir tónleikar verði eftirminnilegir bæði tón-
leikagestum og okkur flytjendum,“ segir
Guðný Guðmundsdóttir að lokum.
Morgunblaðið/Golli
Sex af færustu fiðluleikurum landsins munu koma saman á sunnudags-matinée tón-
leikum í Ými á morgun og flytja allar einleikssónötur og -partítur Bachs. Sitjandi frá
vinstri: Sigrún Eðvaldsdóttir, Sif Tulinius, Guðný Guðmundsdóttir. Efri röð: Pálína Árna-
dóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Sigurbjörn Bernharðsson.
Boðið til Bach-veislu
LAXNESSHÁTÍÐ hefst í Stokk-
hólmi 21. mars næstkomandi. Þar
verður sérstök sýning með tilvitn-
unum í verk skáldsins, en þessi sýn-
ing er á sænsku og hefur Kaupþing
í Stokkhólmi kostað sýninguna.
Sýningin verður síðan flutt á marga
aðra staði í Svíþjóð síðar á árinu.
Á opnunardaginn munu Halldór
Guðmundsson forstjóri og dr. Lars
Lönnroth fjalla um Halldór Laxness
og verk hans í sérstakri dagskrá í Kult-
urhuset í Stokkhólmi. Þar verður og flutt
tónlist og um kvöldið verður sýnd kvikmynd-
in Ungfrúin góða og húsið og viðstödd til
kynningar á myndinni verður Guðný Hall-
dórsdóttir höfundur kvikmyndarinnar.
Það er Samfundet – Sverige Island í
Stokkhólmi sem stendur fyrir dagskránni í
Kulturhuset í samvinnu við sendiráð Íslands
í Svíþjóð og fleiri aðila. Laxnesshá-
tíðin í Stokkhólmi er sú fyrsta af
mörgum þar í landi á þessu ári. Ný-
lega voru liðin 100 ár frá því að
Nóbelsverðlaunin voru stofnuð og
bráðlega er 100 ára fæðingarafmæli
Halldórs Laxness. Hann hlaut Nób-
elsverðlaunin að sjálfsögðu í Stokk-
hólmi og þess vegna er efnt til Lax-
nesshátíða víðsvegar um landið.
Auk Stokkhólms verður Laxnesshá-
tíð og Laxnessýning í Gautaborg – verður
haldin á afmælinu sjálfu 23. apríl – í Örebro,
í Umeå, Husquarna, Jönköbing, Malmö og
Lundi.
Á Laxnesshátíðinni í Stokkhólmi verða
veitt sænsk-íslensku menningarverðlaunin.
Það er Sveinn Einarsson formaður Sam-
arbetsfonden Sverige Island sem afhendir
verðlaunin fyrir hönd sjóðsins.
Laxnesshátíðir á átta
stöðum í Svíþjóð í ár
Halldór Laxness