Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 5 fólks úr stríðinu var í raun eitthvað sem sam- kvæmt hefðinni hefði átt að ræða í faðmi fjöl- skyldunnar, eins og aðra afdrifaríka atburði í lífi fólks, en vegna þess hve þetta voru vofeif- legir tímar varð slíkt uppgjör aldrei að raun- veruleika. Helförin var aldrei rædd yfir sunnudagsmatnum hjá þýskum fjölskyldum. Það sem mín kynslóð upplifði var það að þeg- ar manni hafði loks borist þetta til eyrna, svona um sextán, sautján ára aldurinn, þá var ekki hægt að hefja máls á því. Viðbrögðin voru slík. Maður var ásakaður um að ýfa upp særindi fyrri tíma og spurður hvort ekki væri ýmislegt þarfara við tímann að gera. Þannig lá þessi saga grafin í undirmeðvitundinni um langa hríð og ef maður gerði tilraun til að rifja hana upp setti maður allt á annan endann. Og að nokkru leyti á það enn við því meirihluti þess fólks sem lifði stríðið og kynslóðirnar sem komu á eftir sömuleiðis, eru þeirrar skoð- unar að nú sé mál til komið að láta þetta kyrrt liggja. Viðbrögðin markast í raun af ákveðnum tvískinnungi; annarsvegar er búið að viðurkenna það sem gerðist og í Þýskalandi er í raun rekin opinber stefna hvað sorgarferl- ið varðar þar sem ríkið hefur forgöngu fyrir hönd borgaranna, en hinsvegar er eins og fólki sé misboðið með því að vera stöðugt minnt á það sem gerðist og þurfa að leika hlutverk í samræmi við það. Afleiðingin er sú að þessar andstæðu tilfinningar birtast í falskri sjálfsvitund, sem ég held að hafi stjórnað upplýsingaflæðinu í samfélaginu að mestu leyti í sögu Þýskalands frá því stríðinu lauk.“ Getur hugsast að þessi falska sjálfsvitund stuðli að einhverju leyti að firringu meðal fólks gagnvart sinni eigin menningu? „Já, tvímælalaust. Maður verður í raun að endurskilgreina tilvist sína, horfa fram á veg- inn og standa sig. En jafnframt má segja að upp úr bælingunni spretti ótrúleg orka, sem á að sjálfsögðu sinn þátt í þessu stórkostlega efnahagsundri sem átti sér stað í Þýskalandi. Auðvitað hafði Marshall-hjálpin sitt að segja og fleira sem stýrt var utan frá, en ég er alveg sannfærður um að mikilvægasti þátturinn í uppbyggingunni var sú staðreynd að allri orku þeirra sem eftir lifðu í Þýskalandi var veitt í það að fleyta landinu og samfélaginu fram á við – í burtu frá stríðinu og fortíðinni. Efnahagsundrið byggðist á sálfræðilegri til- færslu fólksins, þar sem einungis var litið til framtíðar.“ Fórnarlömbin ekki til staðar til að minna á sig og fortíðina Þú segir að í þessari bælingu hafi verið fólg- in mikil orka, en henni fylgdu einnig stórkost- leg vandamál. Rithöfundar á borð við Günter Grass og Heinrich Böll tóku þátt í umræðum um þann vanda sem fylgdi þýskri tungu, hvernig hægt væri að endurnýja sjálft tungu- málið til þess að „hreinsa“ það af merkingu fortíðarinnar. Menn spurðu hvernig hægt væri að skrifa skáldskap eftir atburðina í Auschwitz. Hvernig blasir þessi vandi við þér? „Að mínu mati var mikið um það að lista- menn væru að reyna að draga athyglina frá aðalatriðunum í þessu sambandi. Margt af því sem skrifað var í Þýskalandi á þessum tíma var óskaplega falskt og skapaði vandamál að því leyti að það sagði einungis sannleikann að hluta til. Að sjálfsögðu var þetta þó leið til að fjalla um hlutina frekar en að sleppa því. En það var ekki fyrr en um 1965 að þýskir rithöf- undar fóru raunverulega að takast á við póli- tískar ofsóknir á hendur minnihlutahópum í þjóðfélaginu, þær tilraunir sem gerðar voru til að útrýma þeim og þá útrýmingu sem að lokum átti sér stað. Það var hreinlega ekki hægt að fást við þennan efnivið fyrr. Jafnvel í bestu verkum Günters Grass, svo sem í Blikktrommunni, er ákaflega lítið fjallað um örlög þeirra sem var útrýmt. Hann ein- beitti sér að því að kanna veröld smáborg- aranna og því hvernig þeir drógust inn í at- burðarásina, en fjallar nær ekkert um örlög gyðingasamfélagsins í heimaborg sinni, Dan- zig. Hann skilur bara eftir eyðu í því landa- korti sem hann dregur upp. Það er ekki fyrr en löngu seinna að hann gerir tilraun til að leiðrétta þetta í síðari verkum sínum. Það tók rithöfunda mjög langan tíma að finna sér leið- ir til að rannsaka þennan efnivið og það er í raun kaldhæðnislegt að strax eftir stríðið skuli allar þessar yfirlýsingar hafa komið fram um að finna yrði upp „nýtt“ tungumál, nýja tegund heiðarleika þar sem enginn list- rænn „leikur“ bæri sannleikann ofurliði. Og einmitt í þeim verkum sem upp úr þeirri til- raun spruttu mistókst að skila þeim raunveru- leika sem var til staðar. Ef maður þekkti ekk- ert til Þýskalands og sögu þess, nema í gegnum bókmenntir eftirstríðsáranna, þá hefði maður enga hugmynd um hvað raun- verulega gerðist. Í þessum verkum má nánast alltaf finna sömu fléttuna – aðalsöguhetjan er ungur maður sem í sakleysi sínu dregst inn í átökin og verður síðan sjálfur að fórnarlambi – jafnvel í verkum Böll. Þarna er óskaplega mikil sjálfsvorkunn á ferðinni, og tónninn fel- ur í sér viðleitni til að afsaka sig. Það má því segja að verkin veigri sér við að fjalla um það sem gerðist. Og það var auðveldur leikur því fórnarlömbin höfðu gjörsamlega verið þurrk- uð út í þessu umhverfi. Það voru engir gyð- ingar í Þýskalandi eftir stríðið, nema þeir ör- fáu sem lifðu vistina í útrýmingarbúðunum af. Og þegar búið var að koma þeim úr landi í stríðslok voru þeir ekki til staðar lengur til að minna á sig og fortíðina. Sagan varð því að einskonar tálsýn. Ef maður kemur frá Hollandi eða Frakk- landi er ákaflega erfitt að gera sér þetta ástand í hugarlund, vegna þess að þar – og jafnvel á Ítalíu – sneru flestir þeirra gyðinga sem lifðu af aftur til baka. Þeir sneru hins vegar ekki aftur til Þýskalands, nema í algjör- um undantekningartilfellum. Í því sambandi má ekki gleyma hversu alltaf hefur verið auð- velt að kenna þeim um sem eru fjarverandi, þannig er mannlegt eðli. Ég man mjög greini- lega eftir þessu ástandi, ég ólst upp þarna og heyrði um þessa atburði, en þeir virtust ekki raunverulegir. Ekki fyrr en ég flutti til Man- chester í Englandi þar sem fjöldinn allur af gyðingum bjó. Þeir voru grannar mínir og ég átti samskipti við þá og smátt og smátt rann upp fyrir mér að þeir höfðu flúið Þýskaland 1939.“ Tilheyri hvergi og tilvist mín mótast af því Ákvörðun þín um að flytjast í burtu frá Þýskalandi og þínum eigin menningarheimi hefur því orðið til þess að þú lítur til baka með augum gestsins? „Já, ég er mun glöggskyggnari en áður. Ég hefði örugglega ekki unnið verk mín með sama hætti og raun ber vitni ef ég hefði haldið áfram að búa í München.“ Hvernig hefur þessi „útlegð“ komið fram í verkum þínum? „Ég horfi alltaf utan frá á mitt eigið föð- urland, það eru rúmlega 30 ár síðan ég yfirgaf það. Ég hef alltaf búið í framandi málaum- hverfi, ýmist frönsku- eða enskumælandi. Samt sem áður þekki ég ákaflega vel til Þýskalands og þýskrar menningar. Ég hef sterkan suður-þýskan hreim og þegar ég fer heim halda allir að ég sé frumbyggi úr tý- rólsku fjöllunum,“ segir Max hlæjandi. „Öll- um finnst ég tilheyra samfélaginu, aðeins ég einn veit og finn að ég tilheyri því ekki lengur. Sá sem hefur dvalist langdvölum erlendis get- ur í rauninni aldrei snúið aftur og tilheyrt heimalandi sínu fullkomlega. Ég er því á margan hátt í undarlegri aðstöðu sem hefur bæði kosti og galla.“ Felast kostirnir ef til vill í þeim tækifærum sem þér hafa gefist til að kanna þína eigin menningu utan frá? „Já, en um leið verður maður ákaflega „rót- laus“ – þótt mér finnist orðið alltaf svolítið hallærislegt. Ef maður heldur sig alltaf á sama stað þá veit maður hverju maður til- heyrir. Sjálfur hef ég orðið að óstöðvandi flökkukind, ég er ekki fyrr farinn að staldra við á einum stað er ég finn mig knúinn til að halda af stað á nýjan leik og þá læt ég mig hverfa. Ég finn hvergi ró. Í kvöldverðarboð- um fyllist ég óeirð svona um ellefuleytið, þá finnst mér komið nóg og má til að fara – ég er alltaf órólegur. Annars er ég sannfærður um að ég eigi einna helst heima á járnbrautar- stöðvum eða flugstöðvum, þótt ég þoli ekki slíka staði. Þeir eru einskonar limbó samtím- ans, en þar er líka að finna alla hugsanlega snertipunkta umbreytinga. Manni standa þar allir möguleikar opnir með þeim þjáningum og sjálfsskoðun sem ætíð fylgir valkostum, og þessar aðstæður fara að móta mann sem per- sónuleika. Ég tilheyri hvergi og tilvist mín mótast af því. Skrifstofan hér er góð sönnun á því – hér hef ég unnið í þrjátíu ár, en þó ekki tekist að flytja hingað inn. Samferðamenn mínir hafa fyrir löngu „komið sér fyrir“ en ég fæ mig ekki til þess.“ Sagnfræði ekki samkvæmari sannleikanum en fjarstæðu- kenndasti skáldskapur Manni virðist sem þú sért að nokkru leyti að sinna starfi sagnfræðingsins í bókum þín- um, en skáldskapur hefur auðvitað mótast töluvert af slíkum viðhorfum síðastliðna ára- tugi, þar sem því hefur verið haldið fram að skáldskapur geti haft meira sannleiksgildi en sjálfur raunveruleikinn eins og hann birtist í mannkynssögunni. Hver eru viðhorf þín í þessu tilliti? „Hvaða upplýstur lesandi sem er getur sagt manni að sagnfræði er ekki lengur álitin vera samkvæmari því sem gerist í raunveruleik- anum heldur en fjarstæðukenndasti skáld- skapur – þó hún „þykist“ vera það. En hún fel- ur að sjálfsögðu í sér mikið vald sem gefur henni meira vægi. Þegar sagnfræðin var að þróast á 19. öld þá kom hún fram á sjón- arsviðið eins og hún hefði ávallt einvörðungu sannleikann fram að færa um tiltekna atburði eða tímabil. Maður þarf þó ekki að líta Max Sebald á skrifstofu sinni daginn sem viðtalið var tekið.  Morgunblaðið/Fríða Björk inni eftir um það bil klukkustund, fékk ég æ sterkar á tilfinninguna að ég væri að streitast á móti sífellt þyngri straumi, ef til vill vegna þess að ég var nú að ganga upp í móti, eða kannski var raunverulega fleira fólk á ferð í aðra áttina heldur en hina. Í öllu falli, sagði Austerlitz, varð ég örvænt- ingarfyllri með hverri mínútu sem leið, þar til ég neyddist að lokum til að nema staðar, aðeins steinsnar frá stöðinni, undir rauðum sandsteinsboga búðarglugga þar sem síður bæjarblaðsins í Nürnberg voru til sýnis, og þar beið ég þangað til mannmergðin í versl- unarerindum var farin að þynnast nokkuð. Ég veit ekki nákvæmlega hversu lengi ég stóð þarna, skilningarvit mín höggdofa, við jaðar þessa straums af Þjóðverjum sem hreyfðust endalaust framhjá mér, sagði Austerlitz, en ég held að klukkan hafi verið orðin fjögur eða fimm þegar eldri kona með einskonar tírólahatt og hanafjöður nælda í staðnæmdist við hlið mér, hefur lík- lega álitið mig heimilislausan vegna gamla bakpokans míns, veiddi eins marks pening upp úr buddunni sinni með giktveikum fingrum, og rétti mér hann varlega sem ölmusu.“ (Úr Austerlitz eftir W. G. Sebald, bls. 314–15, Fríða Björk Ingvarsdóttir sneri úr ensku.) Morgunblaðið/Kristinn Bókin Austerlitz eftir Sebald hefur farið sig- urför um bókmenntaheiminn, þar sem hún er lofuð sem eitt mesta stórvirki samtímans. Hún fjallar um leit Jaques Austerlitz að upp- runa sínum, ferðalag hans um lendur mennskrar reynslu og nánast ómennskra gjörða í sögu tuttugustu aldar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.