Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 7 sem upp var lagt með. Píanistann lék söngv- arinn góðkunni Charles Aznavour, en í mynd- inni bar hann ekki við að syngja, lék þeim mun meir á píanó, mest gutlandi kráardjass. Að baki var þó ferill konsertpíanista, en sá ferill hlaut snöggan endi þegar kona hans framdi sjálfs- morð fyrir framan augun á honum. Aznavour leikur þarna mann sem er dæmdur til að vera konum sínum ólánsvaldur. Sem og kemur á dag- inn öðru sinni í myndinni. Það er þó eins og of mikill galsi hafi verið í leikstjóranum til að taka þessa sorgarsögu allt of alvarlega. Eftirminnilegir eru einkar hallær- islegir byssubófar, ennfremur yngri bróðir pí- anistans, sem er tekinn upp í bíl sem gísl, en nýt- ur bíltúrsins eigi að síður. Eitt atriðið sýnir aðalbófann segja drengnum einkar ótrúverðuga sögu, bætir svo við að móðir sín megi detta dauð niður, fari hann ekki með satt mál. Og þá er skyndilega klippt á gamla konu sem fær hjarta- slag og fellur um koll. Gagnstætt því sem gerist í venjulegum glæpamyndum skiptir söguþráðurinn ekki mestu máli hér, heldur er persónusköpunin og það andrúm sem ríkir í fyrirrúmi. Og enn er Truffaut að prófa sig áfram með frumlega myndvinnslu, og að því leyti er myndin meira í anda frönsku nýbylgjunnar en nokkur önnur af myndum hans. Truffaut var ævinlega mikill lestrarhestur og fylgdist vel með nýútkomnum bókum í París. Einhverju sinni rakst hann á fyrstu skáldsögu sjötugs manns – og þótti það eitt nógu forvitni- legt til að lesa bókina. Bókin reyndist grunn- urinn að þriðju bíómynd höfundar: Jules et Jim. Þegar hér var komið sögu gat Truffaut valið úr bestu leikurum landsins, og í aðalhlutverkið fékk hann Jeanne Moreau, sem lék þarna mesta stjörnuleik sinn á ferlinum, að mati undirritaðs. Sagan greinir frá tveimur óaðskilanlegum vin- um, öðrum frönskum og hinum þýskum, sem lifa áhyggjulausu bóhemlífi í París á árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Báðir verða þeir ástfangnir af sömu konunni, Catherine, en gera það fljótt upp við sig að það skuli aldrei skaða vináttu þeirra. Og þó að þeir séu báðir sendir á vígstöðvarnar eftir að heimsstyrjöldin fyrri brýst út til að berjast hvor fyrir sitt föðurland, helst vinátta þeirra óbreytt. Sá þýski giftist Catherine, en hún unir ekki hjá honum einum til lengdar, á sér ástmenn og einn þeirra verður franski vinurinn, þó með góðu samþykki þýska eiginmannsins. Þetta er saga um ólgur og ástríður, en upp úr rís sú mannbætandi vinátta sem stenst áföllin öll. Og ólíkindatólið Catherine er mögnuð sköpun hjá Jeanne Moreau, gerð úr álíka stórum skammti af persónutöfrum og duttlungum. Með Jules et Jim sýndi Truffaut fram á að honum voru allir vegir færir. Jean Renoir er ekki langt undan, en stíllinn er samt heilsteypt nýsköpun, hæfileg blanda af gamni og alvöru, en léttleikinn eða öllu heldur áreynsluleysið í fyr- irrúmi. Hér ber fyrir augu mörg helstu einkenni nýbylgjunnar frönsku svo sem afar hreyfanleg myndavél og stökk í klippum til að hraða frá- sögninni. Við nýlega skoðun fannst mér reyndar nóg um rómantíkina í myndinni, en víst er að einmitt sá þáttur átti greiðan aðgang að ung- lingi sem sá myndina í Bæjarbíói í Hafnarfirði á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar og gleymir aldrei þeirri bíóferð. Og myndin sló verulega í gegn í Frakklandi og raunar heiminum öllum. Höfundur Jules et Jim, Henri Pierre Roché, skrifaði aðra skáldsögu áður en yfir lauk sem Truffaut festi einnig á filmu: Les Deux Anglais- es et le continent (Ensku stúlkurnar tvær og meginlandið). Eins og titillinn gefur til kynna eru önnur hlutföll í þríhyrningnum eilífa en í fyrri myndinni: tvær systur eiga í ástarsam- bandi við sama manninn. Þessi mynd hlaut ekki sama brautargengi og sú fyrri, þótti í lengra lagi og örlög persónanna ekki eins grípandi og þar. Truffaut brá á það ráð að stytta myndina eftir að hún kom fyrst út, en nú er hin upphaflega gerð yfirleitt sýnd og þykir mörgum meira púð- ur í henni en í fyrstu var álitið. Eftir Jules et Jim var komið að því að Truff- aut ræki sig á svolítið mótlæti. La peau douce (Húðin mjúka) hlaut alls ekki þá aðsókn sem Jules et Jim hafði notið. Myndin greinir frá framhjáhaldi gifts manns og blóðugum afleið- ingum þess, því eiginkonan er ekki á því að gefa eftir, kemst höndum yfir skotvopn og nær að beita því áður en yfir lýkur. Slæmt gengi þessarar myndar varð Truffaut talsvert umhugsunarefni, og einna helst hall- aðist hann að þeirri skýringu að áhorfendur hefðu ekki þolað hin dapurlegu sögulok, en þau eru, að mínu viti, einmitt albesti hluti mynd- arinnar. Eiginmaðurinn er farinn að iðrast þess gönuhlaups sem grái fiðringurinn leiddi hann út í og vill sættast við frúna. Truffaut vekur upp spennu, en er þó meira í mun að lýsa kaldhæðni örlaganna, þeim fáránlegu tilviljunum sem valda því að hjónin ná ekki saman fyrr en skotið ríður af. Næsta mynd þótti enn frekar skref niður á við, en þar glímdi Truffaut við það erfiða verk- efni að leikstýra á ensku, tungumáli sem lék honum síður en svo á tungu. Þetta var Fahren- heit 451, gerð eftir skáldsögu Ray Bradburys. Truffaut skrifaði eftirminnilega dagbók á með- an á tökum stóð, og þar kemur fram að hann átti í talsverðum vandræðum með Oscar Werner, sem lék aðalhlutverkið á móti Julie Christie, en af henni var Truffaut hins vegar afar hrifinn. Upphaflega átti að fá Paul Newman í aðalhlut- verkið, síðar var Terence Stamp boðið það, en hann dró sig í hlé þegar Julie Christie var ráðin. Fahrenheit 451 gerist í þjóðfélagi þar sem bækur hafa verið bannaðar. Upp kemur neð- anjarðarhreyfing fólks sem vinnur að varðveislu helstu bókmenntaafreka heimsins með því að læra þau utanað. Þetta er í rauninni sterk og frumleg vísindaskáldsaga og margt í myndinni vel útfært, en Oscar Werner er fremur litlaus í hlutverki sínu og sýnir lítið af þeim töfrum sem einkenndu frammistöðu hans í Jules et Jim, og þar er væntanlega kominn helsti galli mynd- arinnar. Sú glæpamynd Truffauts sem best sýnir áhrifin frá Alfred Hitchcock er vafalaust La marié était en noir (Brúðurin klæddist svörtu). Hann gekk meira að segja svo langt að ráða tón- skáld sem gjarnan vann með Hitchcock, Bern- ard Herrmann, til að semja tónlist við myndina. Jeanne Moreau leikur unga brúði sem missir eiginmann sinn á kirkjutröppunum rétt eftir hjónavígsluna. Hann deyr af slysaskoti sem hópur ungra manna á sök á. Brúðurin unga hyggur á hefndir, og af miskunnarleysi kemur hún mönnunum fyrir kattarnef, einum af öðr- um. Mörgum árum síðar ræddi Truffaut um að hann hefði líklega aldrei átt að gera þessa mynd af þeirri einföldu ástæðu að siðgæði hennar væri í meira lagi vafasamt. Manndráp brúðarinnar eru afgreidd nánast sem skemmtiefni, ekki sem glæpir, og þó að hún hafni í fangelsi að verkefn- inu loknu, virðist hún fullkomlega sæl með ár- angur erfiðis síns. Amerískur glæpasagnahöfundur, William Ir- ish, lagði til söguna, og Truffaut átti eftir að leita til hans aftur, er hann gerði La Sirene du Miss- issippi (Hafgúuna frá Mississippi). Jean-Paul Belmondo leikur þar mann sem öllu fórnar fyrir ást sína á vafasömu kvendi sem Catherine De- neuve leikur. Þau tvö voru stærstu stjörnur Frakklands á þessum tíma, en samt hlaut myndin ekki þá aðsókn sem vonast var til. Ein ástæða þess kann að vera sú að Belmondo var hér ekki í sínu venjubundna hlutverki sem svali, fyndni, kvensami gæinn sem ekkert kemur á óvart. Ein afleiðing upptökutímans var ástarsam- band á milli Truffaut og Deneuve sem varði í tvö ár. En um það tel ég best að vísa til franskra slúðurblaða frá þessum tíma. Francois Truffaut hafði annálað lag á börn- um. Það kom vel fram í myndinni um villibarnið (L’Enfant sauvage), en þar er fjallað um raun- verulega atburði sem urðu um aldamótin 1800. Villtur drengur finnst úti í skógi, er í fyrstu álit- inn fáviti, en ungur vísindamaður tekur að sér að ala hann upp og kenna honum siði manna. Truffaut lék sjálfur vísindamanninn, og sér til afsökunar hafði hann á orði að þar með hefði hann átt beinan aðgang að drengnum með leik- stjórn sína. Yfirbragð myndarinnar er nánast í heimildamyndastíl, þessi athyglisverða saga er rakin af samúð, en án tilfinningasemi, og útkom- an er enn eitt meistarastykki höfundar. Eina mynd gerði Truffaut með börnum í öll- um aðalhlutverkum, L’Argent de poche (Skot- silfur), bráðskemmtilega lofgjörð til bernskunn- ar, sem hlaut afar góðar undirtektir, ekki síður en Villibarnið. Þar sem líf Francois Truffauts snerist að mestu um kvikmyndir var ekki að undra að hann gerði eina mynd um kvikmyndagerð. La Nuit americaine (Ameríska nóttin) gerist í kvik- myndaveri í Nice í Suður-Frakklandi, og sjálfur leikur Truffaut leikstjórann sem er að gera heldur melódramatíska kvikmynd, þar sem maður á miðjum aldri verður ástfanginn af verð- andi tengdadóttur sinni. Þau ástarsambönd sem skipta hins vegar höfuðmáli í Amerísku nóttinni eru þau sem grassera hjá leikurum og tækniliði. Þegar skriftan tekur saman við áhættuleikar- ann og yfirgefur þar með kærasta sinn, ung- stirnið í myndinni, er fyrirsjáanlegt að tökur stöðvist, þar sem ungstirnið neitar að koma út úr hótelherbergi sínum. Aðalleikkonan slysast til að sofa hjá þessum kollega sínum, svona rétt til að koma honum aftur á sporið, með herfileg- um afleiðingum fyrir hana sjálfa. Myndin er yfirfull af frábærum karakterum. Hreint óborganlegt er atriði með hinni ítölsku leikkonu Valentina Cortese, en hennar persóna getur ekki lengur munað texta og því er miðum komið fyrir hér og þar í leikmyndinni til að hjálpa henni að komast klakklaust í gegnum at- riðið. Til að styrkja taugarnar fær hún sér vín- sopa á milli taka, með miður góðum árangri fyr- ir minnið. Leikstjórinn í myndinni talar fyrir munn margra kollega sinna, þegar hann lýsir því yfir að í upphafi ætli leikstjórar ævinlega að gera stórmynd sem brjóta muni blað í sögu kvik- myndalistarinnar, en endi yfirleitt á því að tjasla saman einhverju í veikri von um að það verði sýningarhæft. Í Amerísku nóttinni fer allt úr- skeiðis sem farið getur úrskeiðis, á endanum deyr einn aðalleikarinn í bílslysi og þar með virðist fokið í flest skjól. En svo er eitt af lyk- ilatriðum myndarinnar endurskrifað, staðgeng- ill er fenginn með svipað hár og sá látni og öllu reddað á síðustu stundu. Rétt eins og gengur og gerist í bransanum. Le Dernier metro (Síðasta neðanjarðarlestin) var sú af seinni myndum höfundar sem naut mestrar hylli. Hann vann þar aftur með Cather- ine Deneuve, ennfremur með ungum leikara á uppleið, Gérard Depardieu, og vafalaust áttu þau tvö sinn þátt í vinsældum myndarinnar, bæði í Frakklandi, og þá ekki síður erlendis. Myndin gerist á stríðsárunum og lýsir því hvernig leikstjóri af gyðingaættum leynist í leikhúsi sínu og stjórnar því í gegnum konu sína. Síðustu tvær myndir Truffauts voru glæpa- myndir, þó af mjög ólíkum toga. Sú fyrri, La Femme d’a coté (Konan í næsta húsi), er ástríðufull framhjáhaldssaga, en sú síðari, Vive- ment dimanche! var galsafengin gamamynd, en jafnframt í stíl sem kenndur hefur verið við film noir. Yfirleitt er álitið að spenna og glens fari ekki nema í meðallagi vel saman, en meistarinn tekur það hér sem verkefni sitt að afsanna þá kenningu. Og tekst það bærilega. Í báðum þessum myndum lék Fanny Ardant aðalkvenhlutverkið, en hún bjó með Truffaut síðustu árin sem hann lifði og ól honum dóttur, þá þriðju sem hann eignaðist. Francois Truffaut lést af heilaæxli í október 1984, þá fimmtíu og tveggja ára að aldri. LEIKSTJÓRINN SEM ELSKAÐI KONUR Í dag hefst kvikmyndahátíð tileinkuð franska kvikmyndagerðarmanninum Franc- ois Truffaut í Regnboganum en einnig verða sýndar myndir eftir leikstjórann í Rík- issjónvarpinu og haldið málþing um hann í Þjóðmenningarhúsinu þar sem dóttir hans Eva Truffaut er meðal þátttakenda. Í þessari grein er ferill Truffauts rifjaður upp en hann var einn af frumkvöðlum nýbylgjunnar í Frakklandi í kringum 1960. Francois Truffaut Höfundur er leikstjóri. KVIKMYNDIR TRUFFAUTS Í REGN- BOGANUM 6.–12. APRÍL 2002: 6. apríl: Les 400 coups 10.15 Le dernier métro 8.00 7. apríl: Le dernier métro 3.40 L’homme qui aimait les femmes 5.50 Les 400 coups 8.00 L’argent de poche 10.10 8. apríl: Les 400 coups 6.00 L’homme qui aimait les femmes 8.00 Le dernier métro 10.10 9. apríl: Le dernier métro 5.45 L’argent de poche 8.00 Les 400 coups 10.00 10. apríl: Les 400 coups 6.00 Le dernier métro 8.00 L’homme qui aimait les femmes 10.15 11. apríl: L’argent de poche 6.00 Les 400 coups 8.00 Le dernier métro 10.00 12. apríl L’homme qui aimait les femmes 5.50 Le dernier métro 8.00 Les 400 coups 10.15 KVIKMYNDIR TRUFFAUTS Í SJÓN- VARPINU 7. APRÍL – 6. MAÍ 2002: 7. apríl: Jules et Jim 22.05 (Jules og Jim) 14. apríl: Tirez sur le pianiste 22.30 (Skjótið póanóleikarann) 21. apríl: Les 400 coups 22.05 (Æskubrek) 28. apríl: La nuit américaine 21.55 (Kvikmyndanætur) 5. maí: Le dernier métro 21.50 (Síðasta lestin) MÁLÞING um kvikmyndaleikstjórann Francois Truffaut verður haldið í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu á morgun, sunnudag, kl. 15. Stjórnandi er Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, en í pallborðsumræðum verða þau Við- ar Víkingsson, Ólafur H. Torfason, Oddný Sen og Ásgrímur Sverrisson. Einnig mun Eva Truffaut, dóttir Francois Truffaut, taka þátt í málþinginu. Málþingið er skipulagt af Góðum stundum, Sjónvarpinu, Regnboganum/Skífunni, Franska sendiráðinu og Alliance francaise í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis. MÁLÞING UM FRANCOIS TRUFFAUT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.