Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 SUNDHÖLL, LAUGARVATN, 1991: Þegar ég gekk inn í þennan sal í fyrsta skipti snemma á tíunda áratugnum vakti gáskinn sem þar ríkir fögnuð minn. Ég gerði mér í hugarlund þann munað er felst í því að alast upp í námunda við slíkan rausnarskap. Upprunalega byggingin var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni á árunum 1928–9. Þessu rými var aukið við nokkrum árum seinna. Eitt sinn var þetta góð kennslulaug, kunnáttusamlegt og litríkt* framlag til menntunar Íslendinga; síðar bygging með sögu, tilfinningu fyrir umhverfi og menningu; og enn síðar, árið 2000, var hún jöfnuð við jörðu. Byggð var stór sundlaug rétt hjá, árin 1991–92 þar sem hægt er að stunda heilsusamlega sundiðkun utanhúss, en hún er hversdagsleg útlits og skortir bæði sögu og tengsl við umhverfið. Önnur kemur ekki í stað hinnar. Það er þörf fyrir báðar, það hlýtur að vera svigrúm fyrir báðar. *Sjá Sundhöll Reykjavíkur eftir Guðjón, þar sem notaðar eru flísar í þessum sama eftirlæt- isgræna lit Íslands. Þetta er fyrsti hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 1991, og texta, 2002, Roni Horn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.