Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 9 ætíð skilyrt því umhverfi og þeim tíma sem við lifum á. Þekkingarsköpun og framfarir á sviði vísinda eru þar af leiðandi eitt þeirra viðfangsefna sem Ólafur hefur fengist við. „Ég hef áhuga á líftækni og vil rannsaka alla hvernig hægt sé að tengja uppgötvanir í líftækni við listina. Í raun hef ég áhuga á öllum sviðum tækni og menningar og þess vegna kýs ég að vinna bæði með arki- tektum, verkfræðingum, heimspek- ingum og sagnfræðingum. Þessu tengist hugtak sem ég velti mikið fyr- ir mér um þessar mundir, en það er sannleikurinn. Hvernig verður sann- leikurinn til. Hvernig er sagan búin til. Hvað er sögulegur veruleiki. Hvernig er hægt að búa til Sögu og þekkingu þegar sannleikur og raun- veruleiki er síbreytilegur og afstæð- ur. Eru svokallaðar staðreyndir ekki alltaf túlkaðar staðreyndir. Ég hef unnið með sagnfræðingnum Israël Rosenfield, að þessum vangaveltum um staðreyndirnar og minnið í verk- inu Uppbygging minnisins, (La construction de la mémoire, 2002) þar sem goðsagan á bak við byggingu og höfund Eiffelturnsins er afhjúpuð. Luc Steels, gervigreindarsérfræð- ingur, hefur unnið með mér að verk- inu um augað, (Horfðu í kassann!) þar sem ég er m.a. að velta fyrir mér hvernig vit verður til, hvernig þekk- ing byggist upp. Luc Steels er for- stjóri Sony Computer Science Lab- oratory í París sem sérhæfir sig í rannsóknum á sviði hugbúnaðar og gervigreindar og það var rannsókn- arstofa hans sem stóð að baki gervi- heilanum sem settur var í vélhundinn fræga sem Sony setti á markað fyrir rúmlega ári“ útskýrir Ólafur. Í verkinu Horfðu í kassann! (2002), tekst Ólafur á við samruna líftækn- innar, nýjustu þróunar í hugbúnaði, og listarinnar og kitlar þar með út- ópískan draum vestrænnar menning- ar um samruna vísinda og lista. Til- vist verksins byggist á þátttöku sýningargesta. Hver og einn getur horft inn í gat á svörtum kassa sem hefur að geyma myndavél og hugbún- að sem skannar auga áhorfandans. Forritið fær upplýsingar um lithimnu einstaklingsins og út frá þeim upplýs- ingum myndar „umboðsmaður“ hljóð, sem eru í raun orð sem forritinu þykir passa við hvert einstakt auga, 7–8 orð eru mynduð út frá hverju auga. Þetta eru orð sem tilheyra engu sérstöku tungumáli og má segja að tölvan skapi á þennan hátt nýtt tungumál með þeim þúsundum orða sem hún myndar meðan á sýningunni stendur. Hvert orð er í raun eins og leynikóði eða dulmálslykill sem tölvuheilinn hefur samið út frá lithimnu hvers og eins. Um leið og þetta gerist er mynd af viðkomandi auga varpað upp á vegg hinumegin í salnum. Verkið Horfðu í kassann er marg- slungið verk þar sem margir þræðir listsögu og tækni tengjast. Uppbygg- ing verksins vísar aftur til myrkur- húss Leonardo da Vincis (camera obscura), bæði í uppsetningu (gatið sem horft er í gegnum) og útfærslu (myndinni sem er varpað á vegginn hinumegin). Myrkurhúsið var á sín- um tíma allt í senn, myndlíking um sjónina, tæknileg skýring á starfsemi augans og tæki til að búa til myndir. Myrkurhús Ólafs býr hinsvegar bæði til myndir og orð. Hér er það augað sjálft sem er efni- viður verksins og sjálfstæður hvati að sköpun orðsins. Auga 21. aldarinnar er enn þessi fullkomni líffræðilegi hringur sem endurreisnarmenn köll- uðu konung líffæranna og var tákn sólarinnar, en það er ekki lengur líf- fræðileg gáta Leonardos, Ödipusar- auga súrrealistanna, eða stjúpmóður- auga Odile Redons, sem er umfjöllunarefni, heldur hátækniaug- að þar sem lithimnan er viðfangið. Lithimnan er eitt af séreinkennum einstaklings sem engum tveim er eins gefin. Tölvugreining lithimnunnar býður uppá framtíðarmöguleika við persónustaðfestingu, eins og ljós- myndin gerði á síðari hluta nítjándu aldar og fingrafarið á þeirri tuttug- ustu. Hér er það líffæri áhorfandans sem er orðið að viðfangsefni. Verkið varpar honum inn í framtíð sem tæknilega er þegar orðinn hluti af okkar samtíð. Þekkingarflæði samtímans, orð- ræða, tækni, efnis, rýmis og skynj- unar, með tilvísun í vísindi og heim- speki gerir verk Ólafs afar heillandi. Sjálfur lýsir hann því þannig að hin þverfaglega orðræða sem hefur verið að þróast á allra síðustu árum hafi opnað nýjar leiðir til listsköpunar, „við getum sagt að það sé tíðarandinn sem hafi opnað möguleika til að skapa nýtt innihald.“. Hann segist geta far- ið inn á nánast hvaða þekkingarsvið sem er og fundið viðfangsefni sem veki áhuga hans og skarist við það sem hann er að fást við í list sinni. „Ég get farið inn á svið byggingarlist- ar og séð þar viðfangsefni í mótun sem vekja áhuga minn. Fyrir 15 árum var það deconstructivisminn, nú eru það nýjar rýmisskilgreiningar sem ég hef áhuga á. Ég hef kynnst arkitekt- um sem hafa sömu áhugamál og ég og mikið af því sem ég er að gera skarast á við þeirra svið og öfugt. Ég held að það séu sameiginleg viðfangsefni í gangi á ólíkum sviðum rannsókna og tækni, en það er erfitt að skilgreina þetta eins og er. Hlutirnir gerast kannski ekki samtímis, heldur koma sumar nýjungar fyrr fram í ein- stökum greinum og síðar í öðrum. Nú eru framfarirnar mestar á sviði hug- búnaðar og líftækni, auðvitað er þetta afar flókið ferli sem er algerlega ófyr- irsjánlegt og erfitt að lýsa á einfaldan hátt. Stórtækustu framfarirnar er að finna á því sviði þar sem gervigreind og líftækni mætast. Þetta er okkar samtími sem skapar þá menningu sem við lifum og hrærumst í. Auðvit- að á þetta bara við um vestræna menningu, annars staðar er þróunin allt önnur og það væri mikið glappa- skot að halda því fram að við séum að upplifa og framkvæma það eina rétta. Þess vegna er sjálfsathugunin svo mikilvæg. Allir verða að að minsta kosti að velta fyrir sér þeim mögu- leika að spyrja sjálfan sig, skoða eigin sjónarhorn og taka afstöðu til um- hverfisins,“ segir Ólafur að lokum. Sýningu Ólafs Elíassonar í Musée d’art moderne de la ville de Paris lýk- ur 12. maí. Upplýsingar er að finna á www.paris-france.org/musees. LFAN SIG SJÁ … LAVAFLOOR, 2002. Höfundur er listfræðingur. Á SAMA tíma og einkasýning Ólafs Elíassonar stendur yfir á Nútíma- listasafninu í París er Ólafur með stórt verk sem ber nafnið Your spi- ral view á samsýningu í Fondation Beyeler í Basel í Sviss. Beyeler-safnið er í glæsilegri byggingu Renzo Piano í yfirlæt- islausu úthverfi borgarinnar, á þeim punkti sem sveit og borg mæt- ast. Safnið hefur þá sérstöðu að vera byggt eins og skrín utan um óvenjulega heildstætt einkasafn listsalans Ernst Beyeler. Bygg- ingin, gluggar og lýsing voru gerð með fyrirfram ákveðin verk í huga, eins og umbúðir utan um verkin. Náttúrunni var hleypt inn með víð- áttumiklum glerveggjum og miklu ljósflæði, þannig að list, náttúra og arkitektúr renna saman á und- urfagran hátt á þessum annars hlutlausa stað. Safnið nýtur mikilla vinsælda meðal almennings og list- unnenda víða að úr Evrópu. Stefna safnstjórans er að skapa tengsl áhorfenda og verka í frjóu samspili samtímalista við módern- isma, en nokkur lykilverk módern- ismans er að finna á safninu, þar á meðal vatnaliljufleka Monets frá 1917–20. Á sýningunni, sem ber nafnið Claude Monet … fram til tölvuim- pressjónisma, hefur verið safnað saman yfir fjörutíu meist- araverkum Monets, með áherslu á síðari verk hans. Hlutverk sýning- arinnar er að sýna tengsl Monets við óhlutbundna málaralist eft- irstríðsáranna, einkum ameríska skólann sem varð fyrir miklum áhrifum frá ljóðrænni náttúrusýn Monets. Einnig er leitast við að tengja listsögu 20. aldarinnar við samtímann í formi tölvulistar sem byggist fyrst og fremst á litum og ljósi. Innsetning Ólafs, Your spiral view, er miðpunktur hinna nýju verka og er verkið sett upp í Monet- sal safnsins þar sem ytra og innra rými renna saman og vatnaliljur Monets kallast á við vatnaliljutjörn í garðinum fyrir utan. Verk Ólafs er samsett úr marg- hyrndum stálspeglum sem mynda göng í formi kviksjár, og hefur gerð verksins tekið um það bil ár. „Þetta er mikið verk og flókið í uppsetn- ingu, og þurfti að sérhanna spegl- ana í Danmörku,“ sagði Ólafur þeg- ar hann var spurður um verkið. Verkið býður upp á endurkast ljóss- ins, margbrotna spegilmynd þeirra sem fara um og kallast á við vatna- liljur Monets í stórbrotnu samspili ljósbrots og tíma. Sýningin er opin frá 28. mars til 4. ágúst. Upplýsingar er að finna á www.beyeler.com. VERK ÓLAFS Á SAMSÝNINGU Í BEYELER-SAFNINU Í BASEL YOUR SPIRAL VIEW, 2002 St·l, 800 x 320 x 320 cm Morgunblaðið/Marc Domage Morgunblaðið/Marc Domage Ljósmynd frá Fondation Beyeler

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.