Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 SNEMMA í febrúar síðastliðinn fórunemendur og kennarar við Bucking-hamshire Chiltern University í viku-langa vettvangskönnun til Reykjavík- ur. Meginmarkmið ferðarinnar var að þjálfa nemendurna í að viða að sér efni og afla gagna í lokaverkefni sitt. Nemendurnir koma úr ýms- um áttum og allir stunda þeir hönnun af ein- hverju tagi. Fyrir utan hefðbundinn arkitektúr er hluti af hópnum að læra innanhússarkitektúr og aðrir sérhæfa sig í landslagsarkitektúr. Nú þegar er árangur ferðarinar kominn ljós, því þriðja árs nemendurnir hafa unnið af kappi við fyrri hluta verkefnisins og hafa sett upp sýn- ingu í anddyri skólans af fyrstu rannsókn sinni af borginni og skipulagi hennar. Sýningin nefn- ist City Mapping a Journey. Tengsl við Ísland Það er kannski ekki mikil tilviljun að hóp- urinn skyldi velja Reykjavík sem viðfangsefni sitt, það kann að vera að Sigrún Birgisdóttir lektor í arkitektúr við deildina hafi haft einhver áhrif á gang mála. Sigrún hefur kennt við BCU í High Wycombe í þrjú ár og ég bað hana að segja aðeins frá þessari námsför til Íslands. ,,Hönnunardeild Listaháskóla Íslands tók vel á móti okkur, við fengum röð fyrirlestra um borgina og hönnunarsögu hennar. Við fórum einnig á stúfana og heimsóttum arkitektastofur jafnt sem aðra vinnustaði og merkar bygging- ar, við skoðuðum borgina í tengslum við um- hverfi sitt og litum einnig á Bláa lónið og nátt- úruperlur á borð við Gullfoss og Geysi til að gefa krökkunum víðara samhengi fyrir verk- efnið sitt. Við kennararnir úthlutuðum síðan nokkrum svæðum í miðbænum til nemendanna og báðum þau að þróa verkefni fyrir þessa sýn- ingu. Nemendurnir hafa valið ákaflega mis- munandi leiðir í verkefnavinnslunni, sumir hafa rannsakað þessi svæði útfrá sögulegri þróun borgarinnar, aðrir rannsaka birtuskilyrði og byggingarefni á Íslandi. Þessi sýning er fyrri hlutinn í lokaverkefni nemendanna. Fyrst í stað gerðu þau nákvæma könnun á þeim svæðum sem þeim var úthlutað og eiga nú með þessari sýningu að sýna fram á skilning á viðkomandi svæði, þróun þess, grunnvatnsstöðu og aðgang að dagsbirtu og þar fram eftir götunum. Seinna verkefnið gengur síðan út á að koma með til- lögur að umbótum eða nýbyggingum á viðkom- andi svæði. Svæðin sem þau gátu valið um voru bílastæðið fyrir aftan Alþingishúsið, gatlóðin milli Ingólfstorgs og Austurvallar og Tollhúsið sem hýsir Kolaportið.“ Hugmyndir um Kolaportið Sigrún sagði að undanfarin ár hefði hún fundið fyrir töluverðum áhuga á að fara í svona rannsóknarferð til Íslands, sjálf sagðist hún í fyrstu hafa verið treg til að leggja í slíkan leið- angur. Hún hafði áhyggjur af því að skamm- degið og veðurfarið á þessum árstíma væri ekki hvað hentugast fyrir svona rannsóknarferð. En þegar hún þreifaði fyrir sér með aðstoð við framkvæmdina voru viðbrögðin heima fyrir svo jákvæð og sterk að hún ákvað að hika hvergi og drífa sig bara með hóp nemenda og kennara til að rannsaka höfuðborg Íslands. Nemendur af öðru og þriðja ári fjölmenntu ásamt kennurun- um sínum, samanlagt sextíu manns. Í einum hópnum sem ég spjallaði við voru fjórar stúlkur sem höfðu mælt Kolaportið út og gert gaumgæfilega úttekt á því. Innblásturinn að uppsetningu verkefnisins fengu þær frá úti- listaverki eftir Guðrúnu Öyahals, en það verk stendur á hafnarbakkanum skammt frá Kola- portinu. Áformin sem stúlkurnar hafa fyrir Kolaportið eru ákaflega mismunandi, Anna Puddick hefur áhuga á að breyta húsinu í glæsi- legan fiskiveitingastað og Rannveig Smith sem er hálf íslensk var með mjög áhugaverða hug- mynd um að breyta húsinu í gamaldags dans- sal. Einnig heyrðust raddir þeirra sem vildu setja upp baðhús á lóðinni. Hvað var svo skemmtilegast við Íslandsförina? Anna var ekki lengi að hugsa sig um: ,,Að fá að sjá norð- urljósin í allri sinni dýrð.“ Árangurinn lofar góðu og hópurinn hefur mikinn áhuga á að geta þakkað fyrir móttök- urnar með því að setja upp sýninguna sína í Reykjavík en eins og oft vill verða strandar sú hugmynd enn sem komið er á fjárskorti, en einnig eru uppi ódýrari áform um að koma á laggirnar vefsíðu sem gæti kynnt verkefnin öll- um sem hafa aðgang að Netinu. REYKJAVÍKUR- SÝNING Í BUCK- INGHAMSHIRE Skammt fyrir norðan London í fallegum bæ sem nefnist High Wycombe stendur yfir sýning tileinkuð Reykjavíkurborg og skipulagi miðbæjar þessarar norðlægustu höfuðborgar heims. DAGUR GUNNARSSON fór og rannsakaði málið. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Rannveig Smith, Sigrún Birgisdóttir lektor og Anna Puddick á arkitektasýningunni í London. ÞRÍR íslenskir myndlistarmenn sýnduverk á höggmyndasýningunni „Sculp-ture by the Sea“ sem haldin var í Sydn-ey í Ástralíu á dögunum. Um er að ræða eina mest sóttu myndlistarsýningu Ástralíu, sem fyrst var efnt til árið 1997, og hefur síðan verið haldin í lok hvers árs við strandlengjuna meðfram borginni, sem jafnframt er vinsælt útivistarsvæði. Steinunn Þórarinsdóttir, Þórdís Alda Sig- urðardóttir og Guðjón Ketilsson voru meðal þátttakenda í ár en alls var þar að finna 98 skúlptúra eftir myndlistarmenn víðs vegar að úr heiminum. Sýningarstjórinn David Handley valdi verk þremenninganna til þátttöku, eftir að hann kom hingað til lands til að kynna sér ís- lenska myndlist. „David Handley hefur mikinn áhuga á að koma á tengslum milli íslenskra og ástralskra myndlistarmanna. Hann kom því sérstaklega hingað til lands til þess að bjóða íslenskum listamönnum til þátttöku. Mikið var gert úr þætti Íslands á sýningunni og skilaði það sér ekki síst í blaðaumfjöllun sem var mikil um sýninguna,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, einn íslensku listamannanna, en myndir af höggmynd hennar „Íhugun“ birtust m.a. með umfjöllun um sýninguna í The Daily Tele- graph. Verkið er úr áli og lýsir hugarflæði með því að draga upp tengsl milli sjávar og strauml- ínulagaðrar mannsmyndar. Guðjón Ketilsson sýndi verk er nefnist „Memoria Borealis“ og kallast á við sambærilegt verk á Íslandi er nefnist „Memoria Australis“. Verk Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, „Sögumenn“, er unnið með blandaðri tækni og lýsir samruna hins manngerða umhverfis og hins náttúrulega. Í verkinu er notuð blönduð tækni, m.a. skeljar úr Breiðafirði og sandur af ástralskri strönd. Stólar, hvor við sinn enda borðsins, bera áletr- anirnar „To one ocean“, „To another ocean“. Íslensk stjórnvöld styrktu þátttöku list- mannanna á höggmyndasýningunni og ritaði Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráð- herra, sérstakt ávarp í sýningarskrána. Stein- unn segir það mjög ánægjulegt að íslenskir styrktaraðilar er studdu þátttöku þeirra, þ.e. menntamála- og utanríkisráðuneytið, auk menningarsjóðs Íslandsbanka, skyldu bregð- ast svo vel við þeim samskiptaáhuga sem sýn- ingarstjórinn David Handley sýndi, enda megi ætla að slík samskipti bjóði upp á mikil tæki- færi fyrir íslenska myndlistarmenn. „Í fyrra var talið að um 200 þúsund manns hefðu séð sýninguna og er aðsókn alltaf að aukast. Þann- ig var ætlað að um 250 þúsund hefðu séð sýn- inguna sem við tókum þátt í. Hugmyndin á bak við sýninguna er ekki síst sú að höfða til breiðs hóps fólks með skemmtilegri og fjölbreyttri sýningu. Um leið er lagður mikill metnaður í skipulagninguna, og eru þátttakendur valdir úr hópi um 500 umsækjenda,“ segir Steinunn. Það má með sanni segja að verk þeirra Steinunnar, Þórdísar og Guðjóns hafi verið víðförul, en í mars á síðasta ári voru þau sýnd í Tasmaníu í tengslum við listahátíðina „Ten days on the island“. Steinunn segir að það hafi verið mikið ævintýri að sýna og kynnast lista- lífinu á svo framandi slóðum. „En um leið er hin ástralska menning alls ekki svo framandi. Ástralar eiga það sameiginlegt með Íslending- um að vera nokkurs konar landfræðileg jað- arþjóð í hinum vestræna heimi. Þeir hafa áhuga á að auka víðsýni sína með því að horfa út á sjóndeildarhringinn og er full ástæða fyrir íslenskt listalíf að beina sjónum til þeirra, þeg- ar kemur að kynningu á íslenskri menningu á erlendum vettvangi,“ segir Steinunn að lokum. ÍSLENSK HÖGG- MYNDALIST Í SYDNEY „Memoria borealis“, nokkurs konar minn- ingar um norðrið eftir Guðjón Ketilsson á höggmyndasýningu í Tasmaníu. „Íhugun“ eða „Thought“ eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Fjöldi manns lagði leið sína um strand- lengjuna við borgina Sydney til að skoða sýninguna „Sculpture by the Sea.“ „Sögumenn“ eða „Storytellers“ eftir Þórdísi Öldu Sigurðardóttur í Sydney.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.