Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Robert James Waller sem sló í
gegn með skáldsögunni Bridges
of Madison County (Brýrnar í
Madison sýslu) sendir á næstu
vikum frá sér skáldsöguna A Tho-
usand Country Roads (Þúsund
sveitavegir). Er þar um að ræða
nokkurs konar framhald skáld-
sögunnar vinsælu sem út kom fyr-
ir réttum tíu árum og lýsti kynn-
um förumannsins Robert Kincaid
og Francescu Johnson, giftri
konu á búgarði í Iowa-fylki.
Í nýju skáldsögunni er tekinn
upp þráðurinn í tilveru persón-
anna sem báðar lifa í minning-
unni um hið ástríðufulla samband
sem örlögin bundu enda á. Les-
endur fyrri bókarinnar og áhorf-
endur samnefndrar kvikmyndar
með Meryl Streep og Clint
Eastwood í aðalhlutverki munu
eflaust taka síðbúnu framhaldinu
fagnandi.
Ævi Indiru Gandhi
Í byrjun árs kom út ný ævisaga
eftir Katherine Frank sem nefnist
Indira Gandhi:
The Life of
Indira Nehru
Gandhi (Líf
Indiru Nehru
Gandhi). Þar
fjallar höfund-
urinn um líf og
tilveru þessa
fyrrum for-
sætisráðherra
Indlands og
leiðtoga stærsta lýðveldis heims.
Ævisagan er byggð á mikilli úr-
vinnslu heimilda um einkalíf
Gandhi, samband hennar við föð-
ur sinn og ferlið sem hún fór í
gegnum áður en hún tók þá
ákvörðun að gerast forsætisráð-
herra. Í umsögnum um ævisög-
una kemur fram að þar sé fjallað
um líf Gandhi á einkar yfirveg-
aðan hátt, og hún birt sem merk-
ur leiðtogi sem þó var ekki laus
við galla, líkt og ljóst þótti af ger-
ræðislegum stjórnarháttum undir
lok stjórnartíðar hennar. Indiara
Gandhi var sem kunnugt er myrt
árið 1984 af lífverði sínum.
Höfundurinn, Catherine
Frank, hefur áður sent frá sér
vandaðar ævisögur m.a. um
Emily Brontë og Lucie Duff
Gordon.
Merk ljósmyndabók
Í nýliðnum mánuði kom út ljós-
myndabókin Another Vietnam:
Pictures of the War from the Oth-
er Side (Önnur Vítetnam: Stríðs-
ljósmyndir frá hinni hliðinni) í rit-
stjórn Tim Page, Christopher
Riley og Douglas Niven.
Þar er að finna myndir sem
teknar voru af norður-víetnömsk-
um ljósmyndurum í Víetnamstríð-
inu og koma margar hverjar í
fyrsta sinn fyrir sjónir almenn-
ings. Í bókinni eru 180 svart-
hvítar ljósmyndir sem sýna aðrar
hliðar á stríðinu en almennt hafa
sést í vestrænni umfjöllun. Köfl-
um er skipt niður eftir höfundum
ljósmyndanna, sem jafnframt
skrifa nokkur orð um sjónarmið
sín eða reynslu af stríðinu. Sam-
kvæmt umsögn í vikuriti banda-
rískra útgefenda spanna ljós-
myndirnar allt frá „uppstilltum“
myndum sem teknar eru með
ákveðinn boðskap í huga, til til-
viljunarkenndra eða listrænna
ljósmynda sem sýna óvæntar og
áður huldar hliðar stríðsins. Að-
alritstjóri bókarinnar, Tim Page
var sjálfur fréttaljósmyndari í Ví-
etnam stríðinu og er textinn og
umsagnir við myndirnar byggður
á viðtölum sem Page tók við hina
norður-víetnömsku starfsbræður
sína.
ERLENDAR
BÆKUR
Enn um ást í
Madison-sýslu
Indira Gandhi
ISkáldsagan er umtalaðasta bókmenntagrein sam-tímans. Meginástæðan er vafalítið sterk markaðs-
staða en skáldsagan hefur líka verið í örri þróun og
þannig oft gefið tilefni til umræðna. Lengi fram eftir
síðustu öld virtist skáldsagan vera að þróast í mjög
sérviskulegar áttir. Tilraunaglaðir höfundar virtust
á góðri leið með að króa hana af í innstu kimum.
Nýsagan franska var kannski eins konar enda-
punktur og útgönguleiðirnar sem hún bauð upp á
ekki margar. En upp úr því opnast skáldsagna-
formið upp á gátt. Tilraunirnar halda áfram en í
stað þess að leita inn á við taka höfundar að færa út
eða jafnvel afmá mörk formsins. Nú er svo komið að
skáldsagan líkist einna helst dagblaði þar sem les-
andinn má eiga von á öllu, stiklað er á aðskiljanleg-
ustu efnum, „allt frá skammtafræði til framleiðslu á
járnnöglum“, eins og þýski rithöfundurinn W.G. Se-
bald bendir á í viðtali hér í Lesbókinni í dag, og text-
inn getur verið jafnt í þurrum fréttastíl sem upp-
höfnum rómantískum anda. Að mörgu leyti minnir
skáldsagan nú á stiklutexta Netsins þar sem öllu æg-
ir saman og engin boð eða bönn eru í gildi. Kannski
hefur skáldsagan aldrei gengið lengra í því að finna
heildarlausn, heildarlausn fyrir sjálfa sig jafnt sem
einstaklinga, fyrirtæki, og heiminn.
IIW.G. Sebald er einn af þeim höfundum sem hafaá undanförnum árum nýtt sér ólík frásagn-
arform í skáldsögum sínum, svo sem ferðasöguna,
sjálfsævisöguna og sagnfræðina. Einnig hefur hann
notað ljósmyndir með afar sérstökum hætti til þess
að opna formið enn frekar, brjóta upp hina línulegu
frásögn textans og bæta við hann. Hann heldur því
fram að ný skáldverk verði að þróast lengra því hið
hefðbundna skáldsagnaform er of takmarkandi.
Hann segist alltaf vera að grafa upp undarlega
hluti sem kannski komi sér að notum og kannski
ekki. „Ég leyfi mér að fylgja hugdettum mínum eftir,
því reynslan hefur kennt mér að þannig kemst mað-
ur að fróðleik sem skipulögð leit hefði aldrei leitt í
ljós. Tilviljunin er oft svo afdrifarík og maður verð-
ur að treysta eðlisávísuninni.“
IIIFyrir skömmu kom út í íslenskri þýðingu Guð-björns Sigurmundssonar bók eftir ítalska rithöf-
undinn Italo Calvino er nefnist Herra Palomar en
hún kom út á frummálinu árið 1983. Í þeirri bók
„leikur“ Calvino á skáldsagnaformið með skemmti-
legum hætti. Í raun er bókin í grunninn greinasafn
um menningarrýni. Calvino les í ýmis fyrirbæri eins
og öldur á strönd, líf í dýragarði og húsgarði, borg-
ina, matarinnkaup o.s.frv. En til þess að bæta nýrri
vídd við þessar greinar og ljá bókinni jafnframt
annað form en fræðiritsins lætur hann sjón-
arhornið vera Herra Palomars, venjulegs manns
sem er „dálítið nærsýnn, utan við sig og innhverfur“
en finnur hjá sér þörf til að rýna í hversdagslega
hluti eins og væru þeir furður veraldar. Fyrir vikið
breytist bókin í skáldsögu sem hefur nákvæma bygg-
ingu fræðiritsins, eins og útskýrt er í lok bókar, en
fjallar um það eilífa viðfangsefni skáldsögunnar
hvernig heimurinn er alltaf fyrst og fremst hugar-
heimur hvers einstaks manns.
NEÐANMÁLS
A
LLT vafstrið í Bretum kring-
um sitt kóngafólk er kynd-
ugt í augum lýðræðissinna
og mætti meira um það segja
en hér er rúm fyrir.
Konungsfjölskyldan hefur
lært þá lexíu að sorgin er
ekki einkamál hennar.
Þegar Díana prinsessa fórst lá fjölskyldan
undir ámæli fjölmiðla fyrir meint tilfinninga-
leysi þar sem hún kom ekki út á meðal almenn-
ings til að skoða blómvandahauginn við garðs-
hliðið. Þjóðrembulegir fréttaskýrendur töluðu
um að þar kippti þeim í Habsborgarakynið og al-
menningur heimtaði að guðirnir deildu sorginni.
Núna er strax farið í fjölmiðla og Karl prins
flutti aðdáunarverð minningarorð um ömmu
sína í sjónvarpi innan tveggja daga frá andláti
hennar.
Þegar drottingarmóðirin lést sl. laugardag
barst fréttin þegar klukkan var langt gengin í
fjögur síðdegis. Fyrir blöðin var úr vöndu að
ráða þar sem sunnudagsútgáfan fer í prentun
upp úr kvöldmat, en andlátið útheimti a.m.k. for-
síðu, leiðara og minningargrein. Eitt af því við-
kunnanlega við bresk blöð er sá háttur að birta
aðeins eina, vandaða minningargrein um mikils-
verða einstaklinga daginn eftir að andlátsfréttin
berst. Eitthvað annað en sú taumlausa mærð
sem hér er flíkað þegar börn og foreldrar senda
opin bréf yfir móðuna miklu og almennum les-
anda líður eins og hann sé að hnýsast í einkamál.
Ritstjóri Times lýsti því í viðtali á CNN að
laugardagurinn fyrir páska hefði verið ann-
asamur, en sem betur fer hefði blaðið þann hátt
á að eiga tilbúnar minningargreinar um þá
stafnbúa samfélagsins sem hallir væru úr heimi.
Vandinn hefði verið sá að minningargreinin
um drottningarmóðurina var orðin of gömul og
sá sem skrifaði hana löngu genginn til feðra
sinna og einnig sá sem hefði uppfært greinina
fyrir áratug. Málinu hefði þó verið bjargað og
blaðið komist í prentun.
Sjónvarpsþulir voru komnir í svört föt fáein-
um klukkustundum eftir að fréttist um andlátið,
og karlmenn báru svört hálsbindi. (Blair var
kominn með slifsið hálftíma eftir andlátið!) Sum
dagblöð gagnrýndu BBC harðlega fyrir skort á
virðingu þegar dróst úr hömlu að fréttaþulirnir
hengdu svarta hálstauið á sig og að í einum
fréttatexta skyldi talað um hina látnu sem
„gamla konu“, rétt eins og ellin væri dónaleg.
Það er vandlifað fyrir ríkisfjölmiðil á samkeppn-
ismarkaði. Þegar Georg V lést á sínum tíma var
engu sjónvarpi til að dreifa en BBC útvarpið lék
sorgartónlist svo dögum skipti með þeim afleið-
ingum að þunglyndi varð þjóðfélagsböl.
News of the World fór illa út úr tímasetningu
dauðsfallsins. Í nóvember hafði blaðið boðað
umfjöllun um frægan fótboltakappa og hjúskap-
arbrot hans.
Eftir þessu var tekið enda líklegt að blaðið
hefði krækt í stórfisk.
Fórnarlamb fréttarinnar krafðist lögbanns.
Ekki minnkaði athyglin við það úr því viðkom-
andi vildi punga út tugþúsundum punda í mála-
ferli.
Lögbannskröfunni var hnekkt í mars, blaðið
mátti birta framhjáhaldssögurnar.
Jafnskjótt varð uppvíst hver maðurinn var og
kom í ljós að hann var bara fyrirliði smáliðs og
þótti þá engum mikið til koma. News of the
World boðaði samt birtingu sorasögunnar nk.
sunnudag, enda búið að leggja í ómældan kostn-
að og fagna sigri í málaferlum. Ritstjórinn sagði
það skyldu sína að draga þá niður sem hefðu
komið sér svo fyrir að geta hreykt sér yfir aðra!
(Svona skinhelgi er ekki óþekkt hér á landi). En
þá tók almættið í taumana og burtkallaði þann
stafnbúa sem allir dáðu. Þar með dó líka fréttin
af framhjáhaldi fótboltasparkarans.
Drottningarmóðirin er kannski seinasti með-
limur konungsfjölskyldunnar sem enginn gagn-
rýndi, menn elskuðu hana og dáðu og þótti bara
sætt ef dagleg nautn hennar af gindrykkju
keyrði úr hófi, en það kann reyndar að stafa af
umburðalyndi Breta gagnvart ölvun.
FJÖLMIÐLAR
Vandinn hefði verið sá að
minningargreinin um drottn-
ingarmóðurina var orðin of
gömul og sá sem skrifaði hana
löngu genginn til feðra sinna og
einnig sá sem hefði uppfært
greinina fyrir áratug.
Á R N I I B S E N
KÓNGAFÓLK OG FJÖLMIÐLAR
AÐRAR mikið lesnar bækur í
bernsku voru bækur Enid Blyton.
Mér vitanlega kemur orðið „lund-
leiður“ hvergi fyrir í íslensku ritmáli
nema í þýðingum Sigríðar Thor-
lacius á Ævintýrabókunum. Hvet ég
lesendur þessa dálks eindregið til
að auka útbreiðslu þess, þvílíkt fyr-
irtaksorð sem þetta er. Almennt voru
þýðingar Sigríðar og annarra á
miklu gullaldarmáli, þó að einstaka
sinnum rugluðust Jonni og Júlli í
Fimmbókunum saman, enda afar
líkir á myndum í bókunum. [...]
Aðdáendur bóka Enid Blyton hafa
sjálfsagt velt fyrir sér hvílíkt dálæti
konan hafði á nöfnunum Jonni,
Anna, Finnur og Dísa. Það er þó
ekki alls kostar rétt. Þó að Jonni og
Anna séu bæði í Ævintýrabókunum
og Fimmbókunum og Finnur og Dísa
í Ævintýrabókunum og Dularfullu-
bókinum heita þau alls ekki sömu
nöfnum á ensku. Jonninn í Æv-
intýrabókunum heitir Jack en sá í
Fimmbókunum heitir Dick. Anna
heitir Lucy-Ann í Ævintýrabókunum
en Anne í Fimmbókunum. Dísa í
Ævintýrabókunum heitir Dinah en í
Dularfullubókunum heitir Dísan
Daisy. Finnur í Ævintýrabókunum
heitir Philip en sá í Dularfullubók-
unum heitir Frederick Algernon
Trotteville, oftast kallaður „Fatty“. Í
íslensku þýðingunni heitir hann fyrst
Friðrik Finnur (í Dularfulla húsbrun-
anum) en síðan Finnur Algernon og
er alltaf kallaður bara Finnur en
ekki uppnefndur „feiti“. Þetta getur
skapað skrítið andrúmsloft í bók-
unum þar sem Finnur hefur mikla
áráttu til að klæða sig í hvers konar
dulargervi og leika á hin börnin,
enda efnilegur leynilögreglumaður
(og hvar væru þeir án dulargervis?).
Félagar hans þykjast þó iðulega
þekkja hann og ávarpa galókunnugt
fólk með nafni Finns. Þegar maður
var lítill fannst manni fólk óþarflega
hörundsárt við að vera kallað Finn-
ur, jafnvel bálreitt. Og það löngu
áður en Finnur Ingólfsson var orð-
inn frægur. Þegar haft er í huga að
á frummálinu er Finnur „Fatty“ eru
viðbrögðin skiljanlegri.
Ármann Jakobsson
Múrinn
www.murinn.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Brot.
JONNI, ANNA,
FINNUR OG DÍSA