Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 H INN 22. mars sl. var opnuð einka- sýning á verkum Ólafs Elíassonar í Nútímalistasafni Parísarborgar, Musée d’Art Mod- erne de la Ville de Paris. Sýningin ber heitið: Á hverjum morgni er ég nýr. Á hverju kvöldi er ég samur. (Chaque matin je me sens différent. Chaque soir je me sens le même.) Þetta er í fyrsta sinn sem ungum norrænum listamanni er boð- ið að hafa einkasýningu í aðalsalar- kynnum safnsins og er sýningin rök- rétt framhald á sigurgöngu Ólafs, sem hófst fyrir tæplega tíu árum. Sýningin er skipulögð sem ein heild og verkin tengjast innbyrðis eins og kaflar í bók. Sýningin er ferli sem hefst í anddyri safnsins, þar sem svörtum vikri úr Þingvallasveit (La- vafloor, 2002) hefur verið dreift um innganginn og vísar leiðina inn í Gula ganginn (Yellow corridor, 1997) og heldur áfram inn í völundarhús skynjana, þar sem útópísk rými, litir, reykur, sjónhverfingar og annarlegir hljómar skiptast á og bjóða skynfær- unum til veislu. Ljóskastarar varpa hvítu ljósi á vegg og mynda síbreyti- leg geómetrísk form í verkinu Re- magine, 2002, hvít gufa myndar form í framtíðarvél sem gæti verið komin beint úr vísindaskáldsögu eftir Jules Vernes, í verkinu Windhouse (2001). Óendanlegur, síbreytilegur sjón- deildarhringurinn blasir við í Horizon instabile (2002). Hringlaga tjald fyllt síbreytilegu ljósi vekur einkennilega fljótandi rýmistilfinningu hjá áhorf- andanum í verkinu 360° room for all colours. Ljós og myrkur skiptast á og áreita sjónina og skynjun áhorfand- ans á leið hans úr einum sal í annan, sem gerir það að verkum að ljós og rými renna saman í eina heild. Eiffelturninum, sem er ekki langt frá safninu, hinum megin við Signu, er með hjálp spegla, linsu og dags- birtunnar varpað á hvítan sléttan kringlóttan flöt í myrkurhúsinu Cam- era obscura (2000) og ferðin endar í sal, nokkurs konar vinnustofu, sem hefur að geyma líkön af öllum verkum sýningarinnar og gestir geta hand- leikið og sjálfir spreytt sig á því að búa til geómetrísk form úr marglitum plaströrum. Þótt sýningin hefjist á grófu hraun- grýti er viðfangsefni hennar ekki náttúran, heldur fyrst og fremst ljós- ið, rýmið, sjónin og skynjun einstak- lingsins. „Ég ákvað nokkuð seint að hafa vikurinn,“ segir Ólafur. „Vikur- inn hefur sterka efniskennd, en önnur verk sýningarinnar eru efnislega naum (mínímölsk).“ Og vissulega er vikurinn hrjúfur og jafnvel beittur og hann gefur frá sér sérkennilegt ískrandi hljóð undir fót- um. Vikurinn er hér ekki í sínu hefð- bundna náttúruhlutverki heldur er tilvist hans fyrst og fremst tengd þeirri staðreynd að um áþreifanlegt efni er að ræða, sem hefur þann eig- inleika að dreifast. Þegar staðbundið náttúruefni með sterka sögulega og landfræðilega vísun er fært yfir á ókunnar slóðir og slitið úr sínu eðli- lega samhengi verða áhrifin þau að eiginleikar efnisins kristallast í skynjun áhorfandans. Efnið færir áhorfandann úr stað og stundu. „Fólk getur tekið með sér hraunmola heim og vikurinn á örugglega eftir að hverfa smátt og smátt þegar líða tek- ur á sýninguna og dreifast út um alla París, eins og í sprengingu,“ segir Ólafur brosandi þegar við göngum gegnum salina vikuna fyrir opnun og verkamenn hamast í hverjum sal við að setja saman þessa fínlegu strúkt- úra sem eru einkennandi fyrir innviði verka hans. Ólafur hefur á stuttum tíma skapað sér sérstöðu innan listheimsins, eink- um vegna þess hversu glæsilega hon- um tekst að tengja einföld efni áleitn- um heimspekilegum spurningum á sviði fyrirbærafræði og snerta skynj- un áhorfandans á afar skilvirkan og afgerandi hátt. Fegurð verkanna læt- ur engan ósnortinn, en það er ekki rómantísk fegurð, heldur köld, tær fegurð efnis og ljóss. Þótt efni náttúrunnar og náttúru- öflin séu honum hugleikin og aldrei langt undan, þá er Ólafur ekki að fjalla um náttúruna sem slíka, heldur er það skynjun einstaklingsins gagn- vart fyrirbærunum: ljós, myrkur, vatn, gufa, regnboginn, sjóndeildar- hringurinn sem eru hvortveggja efni- viður og viðfangsefni verkanna. Aug- að, ljósið, linsur af ýmsum gerðum, sjónin og skynjun einstaklingsins gagnvart rýminu eru ásækin stef sýn- ingarinnar í París. Virkjun áhorfandans og innlimun hans inn í verkin er og hefur verið eitt aðalseinkenni Ólafs. Verkin á sýning- unni höfða ekki eingöngu til skynfær- anna, heldur eru skynfæri sýningar- gesta efniviður sumra verkanna og þáttaka áhorfandans, sýningarrýmið sjálft og athöfnin að ganga í gegnum rýmið hluti af merkingarþætti sýn- ingarinnar í heild. „Ég er ekki að vísa til sjónarinnar og skynjunarinnar í almennri merk- ingu, heldur í sértækri merkingu. Ég er að reyna að fá fólk til að staldra við og meta þessa upplifun sem sjónin og skynjunin er í tilvist hvers manns. Ég er alls ekki að tala um dulræna upp- lifun eða endurmat á eigin sjálfi út frá einhverjum ákveðnum siðferðilegum forsendum, heldur algerlega huglæga skynjun í tíma. Að sjá sjálfan sig sjá… sýningin fjallar um þetta.“ Eins og oft áður tengast verkin upplifun- inni á raunveruleikanum og Ólafur veltir fyrir sér raunveruleikahugtak- inu. Í síðasta salnum eru líkön af öll- um verkunum sem eru á sýningunni og líkön af þeim geómetrísku formum sem honum eru kær, s.s. kúlan, marg- hyrningar, skrúfan og kviksjáin. Ólafur útskýrir að síðasti salurinn sé í raun smáheimur þess stórheims sem sýningargesturinn er búinn að þræða leið sína um og tengist vangaveltum um hvenær líkan er líkan og hvenær líkan er verk. „Er það sem við upp- lifum ímynd fyrir eitthvað annað eða eru upplifanir okkar og skynjanir raunveruleiki. Reykurinn og gufan sem ég vinn iðulega með eru að sjálf- sögðu ímynd ákveðins náttúrufyrir- bæris, en um leið er gufan raunveru- leg inni í sýningarsalnum, og raunveruleiki á því augnabliki sem fólk upplifir hana á sýningunni.“ Það er þetta flæði á milli viðfangs, verks og áhorfanda, sem er einkennandi fyrir listsköpun Ólafs. Þar má greina andlegan skyldleika hans við svokall- aða landverksmenn sjöunda áratugar tuttugustu aldarinnar, brautryðjend- urna Robert Smithson (Spiral Jetty, 1970) og Denis Oppenheim, (Identity Stretch, 1970-75), svo dæmi séu nefnd. Iðnaðarefni, s.s. glerrör, þykkur iðnaðarpappi, sjóngler af ýmsu tagi, ljóskastarar, neonljós, speglar, stál og álþynna eru efni sem Ólafi eru töm og hann gerir einnig nýjustu framfar- ir á sviði líftækni og hugbúnaðar að efniviði verka sinna. Þannig rannsak- ar hann fagurfræðilega möguleika samtíðarinnar og umhverfisins, og býður upp á hugsanlegar framtíðar- lausnir. „Sýningin er unnin með 6 aðstoð- armönnum sem koma frá vinnustofu minni í Þýskalandi. Módelsalurinn er unnin í samvinnu við Einar Þorstein arkitekt sem býr í Berlín og vinnur mikið með mér. Hann hefur byggt öll geómetrísku formin sem þar eru til sýnis. Einn salur (Horfðu í kassann!) er unninn með hugbúnaðarsérfræð- ingnum Luc Steels og verkið Motion- al City með arkitektinum Yona Friedmann sem hefur sérhæft sig í þróun á útópísku rými,“ segir Ólafur. Vegna þessarar samvinnu við aðila sem koma úr greinum utan listheim- isins, segist Ólafur mikið hafa velt fyrir sér hvað það er að vera höfund- ur og listamaður á okkar tímum. Nú- orðið hefur listamaðurinn algerlega frjálsar hendur. Hann getur haft mik- il umsvif og unnið í samvinnu við fjölda aðila. Hann getur haft sam- starfsmenn og skipst á skoðunum við þá á jafnréttisgrundvelli. Hann vinn- ur með fyrirtækjum sem jafnvel sér- framleiða þau efni sem hann vill nota í verkin. Það að vera listamaður er ekki lengur einhver fast afmarkaður bás, bundinn tilteknum vinnuaðferð- um því í dag er allt leyfilegt. „Það er hægt að vera einn, og flestir lista- menn vinna enn þannig. Einnig er hægt að stýra stórum samvinnuverk- efnum þar sem margir aðilar frá ólík- um sviðum leggjast á eitt til að fjalla um sameiginleg áhugamál. Mín áhugamál tengjast áhugamálum þeirra sem ég vinn með og gagn- kvæmt. Listamannshugtakið er orðið mjög vítt og teygjanlegt og ég einn ræð því hvernig ég kýs að vinna.“ Ólafur er listamaður 21. aldarinnar bæði hvað varðar vinnuaðferðir, efn- isval og þau viðfangsefni sem hann kýs að fjalla um í list sinni. Verk hans hafa mjög sterka samtímalega fagur- fræðilega og pólitíska skírskotun. Hann vill virkja áhorfandann, fá hann til að staldra við og taka afstöðu á heimspekilegum grundvelli bæði til eigin sjálfs og umhverfisins sem hann lifir í. Hugmynd Ólafs er sú að skynj- unin sé afstæð og rígbundin samtím- anum, þ.e.a.s. að skynjun okkar sé ÞAÐ AÐ SJÁ SJÁL Ólafur Elíasson heldur nú einkasýningu í Nú- tímalistasafni Parísarborgar, Musée d’Art Mod- erne de la Ville de Paris. Í viðtali við Ólaf kemur fram að viðfangsefni hans er meðal annars sannleikurinn: „Hvernig verður sannleikurinn til? Hvernig er sagan búin til? Hvað er sögu- legur veruleiki? Hvernig er hægt að búa til sögu og þekkingu þegar sannleikur og raunveruleiki er síbreytilegur og afstæður? Eru svokallaðar staðreyndir ekki alltaf túlkaðar staðreyndir?“ E F T I R Æ S U S I G U R J Ó N S D Ó T T U R REMAGINE, 2002. Efst er Motional city, 2002, til hægri kviksjárgöngin Die Dinge du nicht siehst, die du nicht siest, Í miðju grillir í Windhouse, 2001, og í baksýn 360° Room for all colours, 2002. FIVEFOLD TUNNEL, 2000. Morgunblaðið/Marc Domage Morgunblaðið/Marc Domage

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.