Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 3 Þ AÐ ætti að vera hægt að heyja baráttu fyrir jafnrétti kynjanna án þess að móð- urmálið gjaldi þess. Því miður ganga áköfustu talsmenn jafnréttis stundum svo langt að það kemur niður á ís- lenskri tungu. Einkum hefur þetta verið að gerast eftir að konur hafa í auknum mæli haslað sér völl á nýjum sviðum og gengið til starfa þar sem karlmenn voru næstum einir fyrir á fleti. Fyrir um það bil hálfum fjórða áratug varð undirrituðum það á á fundi í Blaða- mannafélagi Íslands að tala um blaðakon- ur. Risu þá á fætur tvær mætar konur úr stéttinni og sögðu mér í allri vinsemd en með þunga þó að þær væru blaðamenn! Ég fékk skömm í hattinn fyrir að nota orðið blaðakona og lærði mína lexíu. Konur stýra nú í vaxandi mæli þotum Flugleiða. Þær, að ég best veit, eru flug- stjórar og flugmenn. Ekki flugstýrur eða flugkonur. Um borð í þotunum starfa flug- freyjur og flugþjónar. Gott mál. Fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu kýs hins- vegar að kalla sig „framkvæmdastýru“. Næst heyrir maður væntanlega að kona sem er smiður ætti að kalla sig smiðju! Þrjár konur eru nú ráðherrar í rík- isstjórn Íslands. Einhverjum hefur vissu- lega dottið í hug að starfsheiti þeirra ætti að breyta, en enginn hefur komið með frambærilega tillögu . Enda engin ástæða til. Orðið ráðherra hefur ekkert með jafn- rétti að gera. Það er fjöldi kvenna í rík- isstjórn sem skiptir máli fyrir þá sem að- hyllast svokallaðan kynjakvóta, sem undirrituðum finnst þó á stundum vera svo- lítið kynlegur. Kjarni máls er að hæfir ein- staklingar veljist í ríkisstjórn hvort sem um er að ræða konur eða karla. Um nokkurt skeið reið orðið „starfs- kraftur“ húsum allra fjölmiðla þegar aug- lýst var eftir fólki til starfa. Þetta var auð- vitað reginfirra því þegar auglýst er eftir „starfsmanni“ er jafnt verið að falast eftir konum sem körlum. Svo er það annar handleggur af hverju ekki má auglýsa eftir konu í tiltekið starf ef sá sem leitar starfs- manns kýs heldur að ráða konu en karl, eða andhverft. Fyrir einhverjum árum varð umræða um það í engilsaxneskum fjölmiðlum að helst mætti ekki nota nein orð sem byrjuðu eða enduðu á „man“. Þannig mætti ekki tala um „manhunt“ ef lögreglan leitaði konu. Ekki mætti segja að eitthvað væri „man- made“, gjört af mannahöndum og svo framvegis. Þessi umræða gufaði fljótlega upp vegna þess að öllum var ljóst að hún leiddi menn í málfarslegar ógöngur. Hvað átti til dæmis að kalla „manhole“, götu- brunn eða mannop? „Personhole“ eða kenna það til kvenna? Þetta er auðvitað rugl. Á sjöunda áratugnum voru karlar farnir að starfa við hjúkrun í sjúkrahúsum á Ís- landi , þar sem konur höfðu áður verið næsta einráðar. Árið 1964 kom til umræðu á Alþingi að breyta nafni Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna í Lífeyrissjóð hjúkr- unarkvenna og hjúkrunarmanna. Um það varð ekki sátt. Höfundur þessa Rabbs var þá þingfréttaritari Alþýðublaðsins og hlustaði í þessum umræðum á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra flytja eft- irminnilega ræðu, en Bjarna fórust svo orð: „Herra forseti. Þetta þykir kannski of lítið mál til að deila um, en ég vil alls ekki fallast á það að konur séu ekki menn. Það er hrein málvilla, sem á fara að láta okkur samþykkja hér. Það er latmæli, tekið upp á síðustu áratug- um, að kalla konur ekki menn. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju og algerri hefð eru konur auðvitað menn. Þess vegna er ekki hægt að samþykkja þessa vitleysu, réttast væri að vísa henni frá.“ (Alþingistíð- indi 1964, áttugasta og fimmta löggjaf- arþing, B- deild, dálkur 875) Þetta var engin tæpitunga. Betur að all- ar ræður á Alþingi væru svo skýrar og gagnorðar. Bjarni Benediktsson, talaði og ritaði vandað mál. Honum var annt um ís- lenska tungu. Sitthvað hefði hann örugg- lega haft að segja um orðið „þingkona“ sem þingmenn Kvennalistans sáluga tóku upp á sínum tíma og illu heilli hefur náð nokkurri útbreiðslu, meðal annars á síðum Morg- unblaðsins. Undirritaður horfði á og heyrði Bjarna Bendiktsson flytja þessa ræðu. Það gleym- ist ekki. Honum var nokkuð niðri fyrir og þingheimur hlustaði grannt. Umræður um þetta mál voru býsna skemmtilegar. Skúli Guðmundsson, fyrr- verandi ráðherra, flutti ræðu þar sem hann lét í ljósi þá von að konur mundu áfram sinna hjúkrun. Skúli sagði orðrétt: „Það er svo gott að fá aðhlynningu frá góðri konu, þegar maður er sjúkur. Ég mundi alls ekki fella mig við að í stað konu kæmi karlmaður að stumra yfir mér og hjálpa mér þegar ég er lasinn. Á þessu tvennu geri ég ákaflega mikinn mun. Því er alls ekki saman jafnandi. Ég vil því vænta þess að það verði svo sjaldgæft að til und- antekninga megi teljast, að karlmenn fari að starfa á þessu sviði, – kann að vísu að vera að þeir gætu eitthvað snúist fyrir veik- ar konur á kvennadeildum sjúkrahúsa með sæmilegum árangri, – en fyrst og fremst, og ég vil segja nær eingöngu, eiga hjúkr- unarstörfin að vera unnin af konum hér eft- ir sem áður og því vil ég láta kenna lífeyr- issjóð þennan við konur eins og áður og nefna hann Lífeyrissjóð hjúkrunar- kvenna.“ Þessi ræða var barn síns tíma, en þing- heimur skemmti sér vel. Niðurstaðan varð sú að nafn sjóðsins fékk að halda sér óbreytt, en ákvæði sett í lögin um að þau tækju einnig til karla í hjúkrunarstétt. Einhverja fegurstu mannlýsingu ís- lenskra bókmennta er að finna í Njálu þar sem segir um Bergþóru konu Njáls: „Hon var Skarpheðinsdottir, kvenskör- ungr mikill ok drengur góður ok nakkvat skaphörð.“ Bergþóra var drengur góður. Það er besta einkunn sem hægt er að gefa nokkr- um manni . Drenglyndi er auðvitað að finna jafnt hjá körlum sem konum og notkun þess orðs hefur hreint ekkert með jafnrétti að gera. Þetta skilst vonandi þeim sem með forsjárlausu kappi valda spjöllum á tung- unni með baráttu sem byggð er á misskiln- ingi og röngum forsendum. Látum íslenska tungu ekki verða fórn- arlamb jafnréttisbaráttunnar. Í baráttunni fyrir jöfnum rétti karla og kvenna skipta önnur atriði meira máli en orðanotkunin. MÁLSPJÖLL Í NAFNI JAFNRÉTTIS RABB E I Ð U R G U Ð N A S O N e i d u r @ s h a w . c a GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR TVÆR SYSTUR Í dalsins kyrrð þær uxu af einni rót, tvö yndisblóm, er teygðu sig geislum mót. Frá himni og jörð þær öðluðust sömu svör, því sömu spurnir léku á beggja vör. Og tíminn leið. Svo leiddust þær hönd í hönd um heiðan dag á æskunnar furðuströnd, og sami eldur í beggja hjörtum brann, þær báðar hlutu að elska sama mann. Sú undi skammt, er öðlaðist lánsins gjöf, því annarrar sorg þær lagði báðar í gröf. Á legstaðnum hvísla reyrstráin raunamál um rósir tvær sem drottinn gaf eina sál. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum (1899–1946) var ljóðskáld og tónlistarmaður. Ljóðið Tvær systur birtist í bókinni Ný ljóð (1945) en einnig liggja eftir hana ljóðabókin Ljóð (1941) og safn ljóða hennar Ljóðabók (1972). FORSÍÐUMYNDIN er hluti af málverki eftir rússneska abstraktmálarann Vassilij Vassilijvitsj Kandinskij (1866–944) og er að finna á sýningunni „Hin nýja sýn“ sem verð- ur opnuð í Listasafni Íslands í dag. Hrafnagaldur Óðins er eitt torræðasta kvæði af kyni Eddu- kvæða en tónverk við það var frumflutt af Sigur Rós í Barbican Center í London um síðustu helgi og verður á dagskrá Listahá- tíðar í Reykjavík 24. maí næstkomandi. Jón- as Kristjánsson fjallar um kvæðið, aldur þess og merkingu. Berna- dine Evaristo er athygl- isverður höf- undur í Bret- landi sem skrifar skáld- sögur í ljóðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hana um skáldsög- urnar hennar tvær sem hafa gengið þvert á ýmsar marka- línur í breska bókmennta- heiminum. Stríð og réttlæti er umfjöllunarefni greinar Þorsteins Gylfasonar um sið- fræði stríðs þar sem hann varpar meðal annars fram spurn- ingum á borð við: Hvernig eru stríð siðlaus? Hver er djöfulskapurinn. Getur stríð verið réttlátt? Frumspekin hefur verið á milli tannanna á heimspek- ingum í aldir og engin grein heimspekinnar hefur jafnoft verið dæmd dauð og hún. Í framhaldi af greinaflokki Lesbókar um heimspeki ræðir Sigríður Þorgeirsdóttir um afdrif frumspekinnar á 20. öld og fram- tíð og spyr: Hvað varð um stóru spurning- arnar? LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.