Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 B ERNADINE Evaristo er ekki þekktur höfundur hér á landi, en hún er þó ein þeirra ungu kvenna sem hvað mesta athygli hafa vakið í Bretlandi á undanförnum misserum fyrir óvenjulegar skáldsögur í bundnu máli. Fyrsta bók hennar Lara (1997) fékk fádæma góðar viðtökur og vann til marg- víslegra verðlauna sem besta fyrsta bók höfund- ar í Bretlandi það árið. Mörgum fannst eins og henni hefði þar tekist að lýsa hinu „nýja“ Bret- landi og þeim rótum sem það sprettur upp af, en verkið segir sögu stúlkunnar Löru sem er af blönduðum uppruna en elst upp í hvítu hverfi í Lundúnum á sjöunda og áttunda áratugnum. Auk þess rekur sagan litríkan bakgrunn beggja foreldra hennar, breskrar móður og nígerísks föður, aftur í aldir. Foreldrar Löru berjast við umhverfi sitt sem var óvinveitt blönduðum hjónaböndum og sagan fjallar ekki hvað síst um hvernig Lara sættir ólíka þætti uppruna síns og fjölmenningarlegra róta til þess að geta tekist á við sitt eigið líf. Í seinni bók sinni The Emperor’s Babe (Kær- asta keisarans, 2001) tekst Bernadine á við sögulega fortíð blökkumanna í Bretlandi á tím- um Rómaveldis. Þar tekst henni með eindæm- um vel að tvinna saman tíðaranda ólíka tíma á strætum borgarinnar „Londonium“, á latínu- skotnu tungumáli sem einnig hefur sterka vísun í samtímaslangur er allir þekkja. Blaðamaður barði að dyrum hjá Bernadine í látlausu fjölbýlishúsi, í þeim fræga hluta Lund- únaborgar, Notting Hill. Að hurðarbaki heyrðist ríslað við ótal lása áður en andlit hennar birtist brosandi í gættinni. Við tylltum okkur í stofunni hjá henni, innan um bækur sem lágu þar eins og hráviði, fullar af litlum gulum minnismiðum. „Heimildarleit fyrir nýtt verk í smíðum,“ út- skýrði Bernadine og færði til bókastafla í sóf- anum. „Ég hafði alltaf óskaplega mikinn áhuga á leikhúsi,“ svarar hún, þegar hún er spurð um að- draganda ritferils síns. „Og það var í gegnum leikhúsið sem ég fór að skrifa. Allt frá tólf ára aldri tók ég þátt í leiklistarstarfi ungmenna í hverfinu mínu, enda var það eini staðurinn sem pabbi leyfði mér að sækja á þeim forsendum að þangað færu „góðir krakkar“,“ útskýrir hún hlæjandi. „Leikhúsið var öruggur staður og þangað fór ég á hverjum föstudegi af því mér var bannað að fara á diskótek. Mér fannst þetta líka mjög skemmtilegt og öll táningsárin hugs- aði ég ekki um annað en leiklist. Það lá því beint við að verða leikkona og eftir að hafa lokið hefð- bundinni skólagöngu fór ég beint í leiklistar- skóla í Kent. Hann var mjög óvenjulegur að því leyti að námið þar miðaðist ekki einungist að því að þjálfa mann sem leikara, heldur einnig að því að kenna manni að reka eigið leikhús. Námið hafði ákveðið pólitískt vægi þar sem fólk var hvatt til að skapa lifandi leikhús í kringum ákveðin málefni og/eða ákveðna þjóðfélagshópa. Á mínu ári í þessum skóla voru fimm svartar konur að sjálfri mér meðtaldri, sem var sérlega athyglisvert og um leið mjög óvenjulegt á þess- um árum [frá 1979–82]. Leiklistarskólar á þess- um árum tóku yfirleitt ekki við svörtu fólki í nám, af því þeim virtist sem það ætti enga at- vinnumöguleika, hvorki í kvikmyndum, sjón- varpi eða leikhúsum. Og það má til sanns vegar færa að það var lítið um vinnu, en samt voru auð- vitað einhver tækifæri. Það kom því eiginlega af sjálfu sér að við fimm mynduðum leikhóp á með- an á náminu stóð þar sem við unnum með sígilda texta ásamt því að skapa okkar eigin leikhús- heim þar sem við tókumst á við málefni er tengdust reynsluheimi okkar sem svartar kon- ur.“ Þörf á verkum sem endurspegla líf svartra Bernadine segir að þegar hún fór fyrst á bókasafn skólans hafi hún leitað að leikverki um eða eftir svart fólk, en án árangurs. „Það var því augljóslega þörf á verkum sem endurspegluðu líf okkar. Á þessu þriggja ára tímabili skrifaði ég leikverk fyrir eina leikkonu og það var líklega fyrsta ritsmíð mín frá því ég var unglingur. Og einhverra hluta vegna var sá leikhústexti sem ég skrifaði einfaldlega í ljóðformi, mér virtist veit- ast það léttast. Þegar við útskrifuðumst úr leiklistarskólan- um, héldu þrjár okkar áfram að vinna saman í leikhópi sem var kallaður Theater of Black Wo- men (Leikhús svartra kvenna) og við kenndum leiklist í u.þ.b. 6 ár. Að auki skrifaði ég textana höfundar beita oft þessu stílbragði og ég hef sömuleiðis séð líkar aðferðir hjá svörtum rithöf- undum hér sem nota „patois“ og bandaríska ensku í samtölum, þó svona stílbrigði sé að vísu enn frekar nýstárlegt í bókmenntum hér. Það er þó frábært að geta skotið nýjum málsniðum inn í tungumálið og einn mikilvægasti kostur enskrar tungu er – að mínu mati – hversu opin hún er og hversu hratt hún þróast og breytist. Mér fannst t.d. mjög athyglisvert að uppgötva að enska byggi yfir u.þ.b. fimm sinnum fleiri tökuorðum en þýska og hugsaði með mér að það væri frá- bært að eiga aðgang að slíkum auðæfum til tján- ingar. Tungumáli er einungis hægt að halda „ómenguðu“ upp að vissu marki, fólk lætur ekki segja sér hvernig það á að tjá sig til lengdar.“ Fjölmenningarlegt samfélag í fyrndinni Það vekur athygli manns við lestur The Emperor’s Babe, hversu fjölmenningarlegu um- hverfi þú lýsir á þessu tímaskeiði sögunnar. Maður hefur tilhneigingu til að álykta að hin fjölmenningarlega hlið bresks þjóðlífs sé tiltölu- lega nýtilkomin – eitthvað sem spratt upp úr ný- lendutímanum og endalokum þess. En þú af- hjúpar í raun mjög áþekka samfélagsmynd frá því fyrir átján hundruð árum? „Já, staðreyndin er reyndan sú að fyrir átján hundruð árum var márísk herdeild, frá Norður- Afríku, staðsett á Hadrian-virkisveggnum er varði landsvæði Rómverja fyrir innrásum „villi- manna“ Bretlandseyja. Fundist hafa fornleifar sem staðfesta tilvist þeirra, svo hver veit hversu margir aðrir Afríkubúar kunna að hafa ratað til Englands á þessum tíma,“ svarar Bernadine. „Það var út frá þessu sjónarhorni sem ég fór að skrifa verkið, mér fannst svo áhugavert að til væru sögulegar heimildir um svart fólk hér fyrir átján hundruð árum. En við megum ekki gleyma því að Róm var til forna ákaflega fjölmenning- arleg borg, þar var fólk alls staðar að, úr öllum hornum heimsveldisins. Rómaveldi teygði sig yfir níu þúsund mílur í Norður-Afríku og inn í Mið-Austurlönd og þeir voru alltaf á fleygiferð eftir sínu frábæra vegakerfi. Það er því í raun- inni ekkert því til fyrirstöðu að fólk frá þessum landsvæðum hafi ferðast norður á bóginn. Mig grunar reyndar að stór hluti breskrar sögu hafi aldrei verið sagður. Og til vitnis um það má nefna að frá fimmtándu öld og fram á þá sautjándu voru stórir hópar svarts fólks búsettir í London. Um þann tíma hefur töluvert verið skrifað þótt flestum sé líklega enn ókunnugt um tilvist þessa fólks. Á átjándu og nítjándu öld fara svartir að láta í sér heyra í bókmenntum hér, það hefur bara aldrei verið gert neitt úr því. Fæstir Bretar þekkja þennan kafla sögu okkar, hvað þá að umheimurinn þekki hana,“ segir Bernadine, og leggur áherslu á orð sín. „Fólk lítur til okkar hér í London og sér fyrir sér fjölmenningarlega borg sem það ímyndar sér að hafi myndast á fimmtíu árum. Sannleik- urinn er hins vegar sá að þessi saga er miklu, miklu lengri. Það eru ástæður fyrir því að þessi saga hefur ekki verið sögð fyrr, en fyrir mig sem rithöfund er þetta frábær efniviður til að vinna úr.“ Hvaða ástæður telur þú liggja að baki því að þessi saga hefur ekki komist upp á yfirborðið? „Meginástæðan tengist að sjálfsögðu valdi og hverjir það eru sem hafa vald til að skrá söguna hverju sinni. Það eru að sjálfsögðu þeir sem hafa valdið í sínum höndum sem skrá söguna og sag- an er því að sjálfsögðu alltaf sögð frá sjónar- horni þeirra sjónarhorni en ekki hinna. Ef til vill hafa ekki nægilega margir sagnfræðingar sér- hæft sig í þessu tímabili, en mig grunar samt að ástæðan liggi fremur í því hvernig samfélag Bretland er. Bretar hafa alltaf haft ákaflega rómantíska og goðsagnakennda skoðun á sjálf- um sér sem einsleitu samfélagi, þrátt fyrir að Bretland hafi aldrei verið mjög einsleitt. Það er ekki einungis svart fólk, Indverjar og Kínverjar sem hafa sótt hingað í gegnum tíðina, þessi til- hneiging hefur alltaf verið til staðar og nægir að nefna víkinga og Saxana sem dæmi. Bretland hefur alltaf verið blandað þjóðfélag við höfum bara kosið að líta framhjá þeirri staðreynd. Jafnvel í dag eru stjórnmálmenn staðnir að því að segja að Bretar séu orðnir þjóð „kynblend- inga“ í niðrandi merkingu, en sannleikurinn er sá að við höfum alltaf verið kynblendingar – í það minnsta í menningarlegum skilningi.“ Formið hálfgerður „kynblendingur“ Nú vekur það form sem þú hefur valið skáld- slangri og Cockney-rími, dálitlu karabísku „patois“ [forn-franska sem skotin er ensku, þýsku og málsniði svartra] og skosku. Þetta gerðist þó eiginlega allt af sjálfu sér og ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei notað tungumálið með þessum hætti áður. Þessi leið hæfði einfald- lega efniviðnum. Tungumálið sem bókin er skrifuð á er því mjög óvenjulegt og tilheyrir í rauninni aðeins þessu eina verki.“ Ljóst er að Bernadine gengur þvert á öll mæri í sögunni um kærustu keisarans, sérstaklega þau er tilheyra tíma, rúmi og tungumáli, og ljóst að hún gengur mun lengra í því að fara skapandi höndum um það tól sem tungan er heldur en við hér á Íslandi treystum okkur til á okkar einsleita málsvæði. Það er athyglisvert að heyra hvernig Bernadine talar um enska tungu sem efnivið sem óhætt sé að fara mjög frjálslega með, ekki síst með tilliti til þess hve fólk hér á landi hefur sterka tilhneigingu til að aðhyllast hreintungu- stefnu. Hún segir ensku mjög meðfærileg að þessu leyti, „sem tungumál er hún í raun hálfgerður bastarður, því allt frá tímum Rómverja hafa áhrifin komið víða að. Rómverjarnir innleiddu latínu þann tíma sem þeir voru hér, eða í fjögur hundruð ár og eftir þann tíma komu hingað hóp- ar fólks víða að úr Evrópu, hver með sitt tungu- mál. Í The Emperor’s Babe er ég því í raun ein- ungis að taka tungumálið einu skrefi lengra og prjóna aðeins við það sem fyrir var. Skoskir rit- okkar ásamt öðrum höfundi, svo leikhúsið var mín leið inn í ritstörfin. Það verður þó að segjast að þau leikrit sem við settum á svið voru ekki hefðbundið leikhúsdrama, í þeim fólst töluverð tilraunastarfsemi – við byggðum verkin upp í kringum mikla hreyfingu og texta í bundnu máli.“ Bernadine ákvað þó að lokum að einbeita sér einungis að ritstörfum og sagði því skilið við leikhúsið. Þá var hún búin að skapa sér þann stíl sem nú er svo einkennandi fyrir hana – ákaflega myndrænan og litríkan texta þar sem ekkert mannlegt virðist óviðkomandi. „Það tilrauna- kennda leikhús sem ég vann í á auðvitað rætur sínar að rekja til sjöunda áratugarins, því allir þessir fjölmörgu jaðarleikhópar sem við þekkj- um í Evrópu og Bandaríkjunum spruttu upp úr pólitískum hreyfingum þess tíma. Markmið þeirra var að ögra stöðnun af öllu tagi og ljá þeim þjóðfélagshópum rödd sem ekki áttu sér neina málsvara í hefðbundnu leikhúsi,“ útskýrir hún. „En í The Emperor’s Babe gekk ég þó mun lengra en áður í því að skapa sérstaka rödd. Ástæðan var sú að verkið gerist á tímum Róm- verja í London og því datt mér í hug að skjóta inn latínu hér og þar – eiginlega fyrir hendingu. En um leið og ég varð mér meðvitandi um þessa tilhneigingu fór ég að beita henni markvisst sem vísun í þennan tíma fyrir átján hundruð árum. Mig langaði þó líka til að textinn hefði kraft- mikla vísun í samtímann, svo ég fór að skjóta inn FYRNDIN OG FJ Bernadine Evaristo hefur slegið í gegn í Bretlandi með tveimur skáldsögum í ljóðformi. Báðar lýsa á litríkan hátt fjölmenningarlegu sögusviði, önnur í samtímanum en hin í fyrndinni, þótt sú fyrnd eigi vissulega óþægi- lega margt sameiginlegt með samtímanum. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR hitti Bernadine í London og komst að því að verk hennar ganga þvert á öll mæri, ekki síst þau er tilheyra tíma, rúmi og tungumáli. Bernadine Evaristo er einn áhugaverðasti rithöfundur þeirrar kynslóðar barna innflytjenda, sem fædd er í Bretlandi og horfa á breskt samfélag innan frá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.