Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.2002, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. APRÍL 2002 13 FRAMLEIÐANDI sportbílsins Jaguar hefur falið breska mynd- listarmanninum Damien Hirst að mála formúlu 1 kappakstursbíl frá fyrirtækinu eftir eigin höfði að því er fram kemur á netmiðl- inum ArtDaily. Að sögn tals- manns Jaguar-framleiðandans, Nav Sidhu, samþykkti Hirst ný- lega að taka að sér verkið og hefur öll málning verið tekin af einum formúlubíla fyrirtækisins og hann afhentur listamanninum sem grunnur. Bíllinn mun þó ekki fara aftur á kappakst- ursbrautina heldur verður hann sýndur sem skúlptúr. Vonast framleiðendur til þess að verkið geti orðið tilbúið snemmsumars. Uppgötvar glatað meistaraverk TÍU ára bandarískur drengur fann nýlega löngu gleymt meist- araverk frá Viktoríutímanum á skólabókasafni í Connecticut. Þetta kemur m.a. fram í danska dagblaðinu Politiken. Um er að ræða málverk eftir Walter Crane sem hvarf á þriðja áratugi nýliðinnar aldar og er það metið af sérfræðingum hjá Christie’s á um 850 milljónir í ís- lenskum krónum talið. Verkið vakti áhuga drengsins þar sem það hékk á vegg bókasafnsins í skólanum hans, og lýsti hann því fyrir föður sínum. Þegar fað- irinn, sem starfar sem lista- verkasali, leit á gripinn, reyndist vera um málverkið „Örlög Persefónu“ eftir Crane að ræða. Málverk varpar nýju ljósi á Shakespeare UPPGÖTVUN áður óþekkts portrettmálverks af Henry Wriothesley, jarli af Southamp- ton sem var velgerðarmaður leikritaskáldsins Williams Shakespeare, hefur varpað nýju ljósi á vangaveltur um einkalíf skáldsins og kynhneigð að því er The Observer greinir frá. Jarlinn af Southampton er tal- inn vera persónan sem Shake- speare yrkir til í sonnettum sín- um og ávarpar sem „fair youth“. Hafa bókmennta- og sagnfræð- ingar löngum leitt að því líkum að skáldið kunni að hafa átt í ást- arsambandi við jarlinn. Í portrettinu er Wriothesly klæddur kvenfatnaði og farð- aður í anda kvenna Elísabet- artímans, og þykir sú birting- armynd ef til vill benda til þess að jarlinn hafi farið sínar eigin leiðir í ástarmálum. Fræg fréttaljósmynd boðin upp FRUMPRENTUN ljósmyndar er sýnir þrjá björgunarmenn reisa við bandaríska fánann í rústum World Trade Center í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september, hefur verið seld á uppboði fyrir 89 þúsund Banda- ríkjadali. Ljósmyndin var boðin upp hjá uppboðshaldaranum Christie’s sem fyrir uppboðið hafði áætlað að myndin færi á um fimm þúsund dali. Ljósmyndin, sem nefnist „Slökkviliðsmenn á jarðhæð, 11. september 2001, var tekin af Thomas Franklin og var tilnefnd til hinna virtu Pulitzer- verðlauna í flokki blaða- mennsku. Ljósmyndin sem seld- ist á uppboðinu er aðeins til í einni prentun og er árituð af ljósmyndaranum og slökkviliðs- mönnunum þremur. Kaupandinn er eigandi lyfjafyrirtækis í New York borg, en helmingur sölu- andvirðis ljósmyndarinnar mun renna til góðgerðarmála. Hirst málar Jaguar ERLENT SEINNI hluti sýningar listakonunnar Roni Horn er nú uppi í listamiðstöðinni Dia í Chelsea-hverfi. Sem áður er megininntak verkanna mótsagnir í skynjun okkar, hvort sem um er að ræða kyrr- stöðu eða hreyfingu, fast form eða síbreytilegt, frá því almenna til hins sértæka. Minni áhorfandans leikur ekki minna hlutverk nú þegar upplifunin er háð því sem hann man og man ekki úr fyrri hlut- anum sem hafði verið uppi frá því í október sl. Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu en ný ljósmyndasería Horn hefur tekið við af ár- myndum Thames ár. „Að verða landslag“, er verk frá síðasta ári, nærmyndir af auga hveravatns, leiruppsprettum og litlum drullupollum á Íslandi, ásamt andlitsmyndum af stúlku með rauða húfu. Myndaraðirnar tvær „Þetta er ég, þetta ert þú“, frá 1999–2000 hangir enn uppi í forsal sýning- arinnar. Þessar 96 andlitsmyndir af ungri stúlku er hanga í röðum andspænis hver annarri á veggj- unum, næstum eins, en þó ekki alveg. Blæbrigðin svo fínleg að nær ógerningur er fyrir auga og minni að nema þar sem augun hvarfla á milli veggjanna. Ljósmyndaserían „Clowd og Cloun (Blátt)“ hef- ur tekið við af fyrra stefi sínu „…(Grátt)“. Grár bakgrunnur svarthvítu skýjabólstramyndanna er inn stendur fyrst frammi fyrir gegnsærri gler- blokkinni í einum salnum, og hrafntinnusvartri andstæðunni í öðrum, verður ekki endurtekin. Upplifunin tvöföld, í senn í fortíð og núi, þegar hægt er að rekja sig að verkinu á sínum sama stað og skoða aftur í endurómi hugans af fyrri kynn- um. Sýningu Roni Horn í Dia lýkur 16. júní nk. orðinn heiðblár, hreyfðar andlitsmyndir trúðsins þær sömu en uppröðun verkanna hefur verið breytt. Samhengið við fyrri hlutann beinir athygl- inni áhorfandans enn frekar að áhrifum frá ólíkum rythma verkanna. Skúlptúrarnir tveir „Án titils (Já)“, frá síðasta ári, eru enn á sínum stað, andspænis hvor öðrum í tveimur hliðarsölum. En stundin þegar áhorfand- Hver upplifun er einstök New York. Morgunblaðið. Ljósmynd: Oren Slor ©Matthew Marks Gallery, New York. Hluti verksins „Að verða landslag“, 2000–2001, frá sýningu Roni Horn í Dia-listamiðstöðinni. Í GERÐARSAFNI, Listasafni Kópavogs, verða opnaðar þrjár sýningar í dag, laugardag, kl. 15 og eru þær allar tileinkaðar minningu Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur listmálara sem féll frá fyrir þrem árum, tæplega fertug að aldri. Í Austursal verður sýning á verkum Ástu Guðrúnar; „Málverk og minningabrot“. Þar eru olíumálverk, flest frá síðustu æviárum hennar. Þar verða einnig til sýnis opnur úr dagbókum hennar sem teljast verða listaverk út af fyrir sig, ásamt nokkrum ljósmyndum, lauslega völd- um svipmyndum úr æviferli hennar. Í Vestursal er sýning Ragnhildar Stefáns- dóttur myndhöggvara; og nefnist hún „Óljós mörk“. Þetta eru skúlptúrar á gólfi og veggjum unnir í gips og gúmmí, flest gerð á þessu og síð- asta ári. Ragnhildur vinnur með form manns- um á tjöldum ásamt tilheyrandi hljóðaheimi af hljómdiskum, fjórtán skúlptúrum af einum og sama hluta mannslíkamans og fjölda áþreif- anlegra hluta tilheyrandi samgöngum. Sýningarnar standa til og með sunnudagsins 12. maí. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. líkamans en hagræðir þeim á ýmsan hátt svo úr verða huglæg form fremur en sannreynanleg. Þetta eru allt stök verk og sjálfstæð hvert og eitt en mynda saman ákveðna heild svo líta má á sýninguna alla sem nýtt, sjálfstætt verk. Á neðri hæð er sýning Magnúsar Pálssonar „Strunz“. Þetta verk er samsett úr hreyfimynd- Minning- arsýning í Gerðar- safni Morgunblaðið/Sverrir Þau voru að setja upp sýninguna í Gerðarsafni og stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann: Ragnhildur Stefánsdóttir, Eyvindur Erlendsson, faðir Ástu Guðrúnar, og Magnús Pálsson. LANDSBÓKASAFNI – Háskólabókasafni voru afhent tónlistarhandrit Siguringa E. Hjörleifs- sonar á dögunum. Um er að ræða öll tónverk hans, m.a. sinfóníu, fiðlusónötu, strokkvartett, kantötu fyrir blandaðan kór, fjölda sönglaga sem og handrit prentaðra tónverka. Síðasta verkið samdi hann nokkrum klukkustundum fyrir andlát sitt árið 1975. Siguringi fæddist 3. apríl 1902 og hefði því orðið hundrað ára á þessu ári. Af því tilefni afhenti Lilja Sólveig Kristjáns- dóttir, ekkja hans, handritin og verða þau varð- veitt á handritadeild safnsins. Ögmundur Helgason, forstöðumaður deildarinnar, og Sig- rún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, veittu verkunum mótttöku. Þetta er fyrsta gjöfin, sem Sigrún Klara tek- ur við frá því að hún var skipuð í embætti í apr- ílbyrjun. Siguringi stundaði tónlistarnám á árunum 1932–41. Hann var í stjórn Tónskáldafélags Ís- lands í 24 ár eða frá 1948–72. Þá var hann í stjórn Stefs frá 1949–57. Siguringi gaf út tvö frumsamin sönglagasöfn, bók með 16 konsert- völsum og kennslubók í fúgugerð. Hann var heiðursfélagi Tónskáldafélagsins. Siguringi var einnig ljóðskáld og gaf út ljóðabókina Hljómblik. Hann málaði fjölda olíu- mynda og hélt þrjár myndlistarsýningar. Þá var hann skógræktarfrömuður í áratugi. Siguringi var barnakennari frá 1926 og lengstum við Austurbæjarskóla, þ.e. frá 1930– 1969. Handrit Siguringa í Þjóðar- bókhlöðu Morgunblaðið/Ásdís Frá afhendingunni: Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, Ögmundur Helgason og Sigrún Klara Hannesdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.