Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 3 M ANSTU hvernig syst- ur Öskubusku reyndu að troða sér í gullskóinn og enduðu með að höggva af sér tærnar og hælana til að komast í hann? Aumingja þær. Hann passaði ekki. Hvernig ætli göngulagið hafi orðið? Menn verða að sníða sér stakk eftir vexti, en ekki öfugt. Mér varð hugsað til þessa, þegar ég las viðtalið við Jónu Hansen í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Þessi kona er annálaður kennari af köllun, af lífi og sál, og hefur var- ið starfsævi sinni með ungu fólki, komið fjölmörgum til þroska og verið vakin og sof- in yfir velferð hvers og eins. Hún ber sér- staka umhyggju fyrir þeim sem eiga erfitt með að læra og hefur lagt sig í líma við að finna leiðir til að styrkja sjálfstraust allra sinna nemenda. Það er ekki öllum gefið að læra hratt eða læra af bók, en það eru margar leiðir til aukins þroska. Það þarf að taka mið af getu hvers og eins, segir þessi reyndi kennari, en bendir svo á hve erfitt kennurum sé gert fyrir með því að ætlast til að þeir geti sinnt í einu mörgum nemendum með mjög ólíkar þarfir. Hún segir orðrétt: Ég (ætla) að vekja athygli þeirra sem mennta- og fræðslumálum stjórna á að nú- verandi kerfi, þar sem afburðanemendur og seinþroska eru látnir fylgjast að, skilar ekki árangri sem skyldi. Hvers eiga blessuð börnin að gjalda sem eru svo óheppin að þroskinn, þessi sérstæði námshæfileiki, lætur á sér standa? Þau leggja á sig ómælda vinnu og bera sig saman við hin sem ekkert þurfa fyrir náminu að hafa. Samanburðurinn er þeim ákaflega óhag- stæður og brýtur þau niður og skerðir sjálfstraust þeirra. En það aftur býður hættunni heim á því að þau fái sér í pípu eða glas til að vera menn með mönnum. Stuðn- ings- og sérkennslan koma að takmörkuðu gagni eins og skipan mála er í dag. Börnin eiga að fá leyfi til að læra á þeim hraða sem þeim er eðlilegur. Á meðan skipt var í þrjá hópa í Hagaskóla strax og börnin komu í skólann var auðveldara fyrir krakkana að ná besta árangri. Það er athyglisvert að sjá skoðun svo reynds kennara á þessu máli. Jóna leggur áherslu á að það brjóti niður sjálfstraust nemendanna að þurfa sífellt að vera öftust í hópnum, – alltaf á eftir, af því að krakkar með miklu meiri námsgetu séu höfð í sama bekk. Auðvitað finna þau öll fyrir því. Námsgeta barna er mismunandi, því verður ekki breytt. Hins vegar þarf ekki að fara til baka til gamla tímans þar sem bekkir voru stimplaðir eftir námsgetu nemendanna og sá lakasti kallaður tossabekkurinn. Það eru aðrar leiðir færar. Reyndar er nú kannski hollt að rifja upp söguna af því þegar mað- urinn minn kenndi forfallakennslu í Rétt- arholtsskóla og skólastjórinn sagði við hann: „Þú skalt koma þér vel við strákana í tossabekknum, hver veit nema þú eigir eftir að sækja um vinnu hjá þeim seinna.“ Í tossahópunum hafa þeir oft lent sem ein- faldlega geta ekki setið kyrrir svo klukku- stundum skiptir, atorkukrakkar svo fullir af krafti að þeir verða ekki hamdir yfir skruddum í skólastofu. Er það ekki nánast merki um heilbrigði, að geta ekki setið kyrr tímunum saman? Ég bara spyr. En hvaða möguleika eiga skólar í dag á að nýta þessa orku, koma henni í farveg án þess að bæla úr henni allan kraft? Ekki mikla, því miður. Lausnin er áreiðanlega ekki sú að reyna að hemja orkuboltana inni í kennslustofu heilu og hálfu dagana með börnum sem geta setið kyrr og gera það með góðum árangri. Áslandsskóli í Hafnarfirði fer nýjar leiðir og þar er ætlunin að hvert barn tilheyri svo- kölluðum heimabekk, þar sem námsgeta er blönduð og að hluta úr deginum sé varið þar við verkefni sem henta fyrir blandaða hópa. Frá hádegi sé skipt í aðrar stofur þar sem fengist er við ákveðið námsefni og hópunum skipt eftir getu. Þannig fái menn notið kosta beggja kerfanna og nemendur geti farið með mismunandi hraða án þess að hluti hópsins verði stimplaður tossar. Það var athyglisverð grein í Observer um daginn eftir Estelle Morris, ráðherra skóla- mála í stjórn Tonys Blairs. Ég varð undr- andi á að lesa þennan boðskap úr þessari átt, því hér á landi virðast kratar full- komlega á annarri skoðun. Þeir hefðu kannski gott af því að kynna sér þessa nýju línu. Estelle Morris kallar grein sína: Hvers vegna breyta verður skyldunámsskólunum. Hún rekur sögu skyldunáms í Bretlandi og hvernig því var ætlað að vinna að jöfnuði með því að tryggja rétt allra til náms. Þótt það hafi breytt ástandinu til hins betra skil- ar það samt ekki tilætluðum árangri, segir Morris, og skólarnir verða að breytast. Hins vegar megi nánast ekki ræða breyt- ingar á skólakerfinu, því það jafngildi svik- um við jafnaðarhugsjónina. Mér varð hugs- að til kratans sem nú er orðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði, en í kosningabaráttunni lagðist hann gegn nýjungum í skólakerfinu með þeim rökum, að þetta hefði ekki verið gert áður. Estelle Morris er á annarri skoðun. Hún segir það veikleika kerfisins, að í sókn sinni eftir jafnræði hafi skólar lagt ofur- áherslu á að verða allir eins, en jafnræði til menntunar verði aldrei náð með því að veita öllum börnum sömu menntun. Því verður aðeins náð með því að sníða menntunina að þörfum hvers og eins. Tilhneigingin til einsleitni sé augljós í af- stöðunni til þeirra sem skara fram úr í skóla, segir Morris ennfremur. Mönnum hætti mjög til að halda, að með því að leggja rækt við afburðanemendur sé verið að búa til forréttindastétt, eins og að sigrar þeirra séu á kostnað hinna. Það viðhorf hefur líka tröllriðið íslensku skólakerfi undanfarna áratugi. En hvenær myndum við líta svona á íþróttamenn? Hvenær hefur vænlegum spretthlaupara verið sagt að setjast á bekk- inn og bíða eftir hinum? „Þú ert of góður, ég get ekki sinnt þér.“ Okkur dettur ekki í hug að fara svona að í íþróttunum, en það gegnir öðru máli með skólana. Hluti af vandanum er sá, að þegar kenn- ari þarf að sinna heilum bekk af börnum með mjög mismunandi námsgetu er eðlilegt að hann einbeiti sér að þeim sem ljósast er að þurfa hjálp. Þeir duglegu verða að sjá um sig sjálfir og spóla oft í frígír með alltof lítið að gera. Ég frétti af hópi læknanema sem var að rifja upp minningar úr barna- skóla um daginn og það sem allir mundu best voru löngu stundirnar sem þau voru látin hanga á bókasafninu. „Finndu þér eitt- hvað að gera á bókasafninu,“ sögðu upp- gefnu kennararnir, þegar duglega barnið var búið með verkefnin sín langt á undan hinum. Hvernig á kennari að geta marg- skipt sér milli svona ólíkra barna? Það er ekki hægt, enda hefur einn og einn skóli verið að reyna að brjótast undan þessu fyr- irkomulagi undanfarið og skipta nemendum í hópa eftir getu, – eins og Jóna Hansen gat um. Estelle Morris tekur dýpra í árinni, hún segir að skólar verði að rækta sérstöðu sína, styrkja sig í ákveðnum greinum svo nemendum bjóðist ólíkir valkostir. Menn verði að komast undan klafa þess hugs- unarháttar að ein gerð henti öllum. Nem- endur eru mismunandi og skólarnir verða að vera það líka og nemendur þurfa að geta valið milli skóla. Annars fer fyrir þeim eins og systrum Öskubusku; það þarf að sníða af þeim hæla og tær til að þvinga þá í skóna. EIN STÆRÐ HANDA ÖLLUM RABB G U Ð R Ú N P É T U R S D Ó T T I R g u d r u n p e @ h i . i s LUIS CERNUDA ÉG VILDI ÉG VÆRI EINN Í SUÐRINU Kannski sjá kyrr augu mín aldrei framar suðrið, það fíndregna landslag sem sefur í blænum, með líkama í ætt við blóm í skugga af greinum eða þeir fljúga á þeysireið á trylltum hestum. Suðrið er eyðimörk sem grætur á meðan hún syngur, og röddin þagnar ekki eins og fuglinn sem deyr; suðrið beinir beiskri þrá sinni í átt að hafi og vekur dauft bergmál sem ómar með kyrrum hætti. Mig langar að renna saman við suðrið í órafjarlægð. Regnið það er einungis hin hálfútsprungna rós; jafnvel þokan í því hlær, bjartur hlátur í vindi. Ljós þess og skuggi eiga samleið hvað fegurð varðar. Luis Cernuda (1902-1963) fæddist í Sevilla í Andalúsiu á Spáni. Hann tilheyrði kynslóðinni frá 1927 í spænskum skáldskap. Hann flýði fæðingarland sitt þegar fallangistar komust til valda eftir borgarastyrjöldina 1936-39 og bjó lengst af í Englandi og Bandaríkjunum og fékkst við háskólakennslu í bókmenntum. GUÐBERGUR BERGSSON ÞÝDDI LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Ó borg, mín borg nefnist grein eftir Ingibjörgu Sigurð- ardóttur sem fjallar um nokkrar nýlegar íslenskar skáldsögur sem hafa Reykjavík sem sögusvið en allar bera þær það með sér að borgin er misjöfn eftir upplifun og at- höfnum einstaklinganna sem í henni búa. „Skáldsögurnar eru því einkaborgir sögu- persóna sem les umhverfi sitt á mismunandi hátt, segir í greinni.“ Sumarið 54 nefnist grein eftir Svein Einarsson þar sem hann rifjar upp merkilegan fornleifafund í Skálholti sumarið 1954 en þá kom Jökull Jakobsson niður á steinkistu sem Páll bisk- up Jónsson var jarðaður í 750 árum fyrr. Lucian Freud er vafalítið einn af umdeildustu málurum samtímans. Bragi Ásgeirsson fjallar um listamanninn í tilefni af yfirlitssýningu á verkum hans hjá Tate Britain á Englandi. Bragi ber Freud meðal annars saman við Pierre Bonnard og Alberto Giacometti. Hávaðalistir eru ekki stundaðar af stórum hópi lista- manna hérlendis en Kristín Björk Krist- jánsdóttir leitaði nokkra þeirra uppi og ræddi við þá um viðfangsefnið. Fæstir gera kannski greinarmun á hávaða og hávaða- listum enda getur bilið þarna á milli verið ósköp lítið en það sem greinir á milli er kannski fyrst og fremst skipulagning hávaðans, segir Kristín Björk. FORSÍÐUMYNDIN er götumynd frá Reykjavík. Ljósmyndari: Þorkell Þorkelsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.