Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 I. Borgarlíkami Allt frá tímum iðnbyltingarinnar á 18. og 19. öld hafa hugmyndir manna um borg gjarnan tengst hinu vélvædda skrímsli með hraða, kubbslegum formum og einhæfri endurtekn- ingu. Á skömmum tíma stækkuðu helstu borgir hins vestræna heims með aukinni iðnvæðingu og fólksfjölgun sem síðan hafði í för með sér húsnæðisskort, fátækt og eymd. Þessi þróun dró úr bjartsýni og framfaratrú sem upplýsing- in hafði boðað. Smám saman varð mönnum ljóst að einungis þekking og verkleg skynsemi dygðu til að skapa mönnum betra líf. Sem táknmynd vélar og kúgunar var borgin skilgreind sem andstæða náttúrunnar sem rómantískir hugs- uðir sáu sem ímynd frelsis og fullkomleika. Í hinni rómantísku lífssýn fólst að öll náttúran var sem ein lifandi heild og maðurinn var hluti hennar. Á síðustu áratugum hafa menn farið að end- urskoða þessa ímynd borgarinnar með tilliti til þess að ekki sé hægt að skýra alla hluti út frá grundvelli vélrænna og tæknilegra ferla heldur þurfi að gera ráð fyrir að í borginni búi lífs- kraftur sem sprottinn er úr menningarlífinu sjálfu. Í umræðum um borgarhugtakið er nú orðið algengara að fjallað sé um borgir sem lif- andi verur sem hafi eigin ,,líkama“ og ,,persónu- leika“. Borgin er, líkt og mannslíkaminn, af- markað rými sem er í stöðugum vexti og tekur miklum breytingum í tímans rás eins og sést til dæmis á loftmyndum þar sem borgin líkist helst skordýri sem teygir anga sína í allar áttir. Eða eins og fræðikonan Úlfhildur Dagsdóttir kemst að orði í grein sinni ,,Kynjaborg“: „Og þessi líkami er ekki bara mennskur held- ur vélmennskur, því borgin nærist ekki einungis á mannlífinu heldur drekkur hún líka í sig bens- ín og rafmagn, og hún þrífst best á skæru ljósi og hávaða. Þar af leiðir að borgin er gangvirki eða sæborg, bæði líkami og vél, lífræn og stein- gerð.“1 Út frá þessum hugleiðingum er ekki lengur hægt að hugsa sér borgarsamfélagið sem eitt- hvert lífvana fyrirbrigði. Borgin er bæði vél og lifandi líkami. Hún er uppbyggð á mörgum smáum einingum sem allar stefna að því að skapa eina stóra heild og hefur óteljandi hlut- verk. Í víðáttumiklum borgarlíkamanum geta íbúarnir hins vegar ekki upplifað borgina sem eina heild, heldur sem það svæði sem tengist dvalarstað þeirra og ferðum í hversdagslífinu. Á einkasvæði borgarbúans er að finna alla þá staði sem tengjast hversdagslífi hans: heimili, vinnustaður, matvöruverslun, heimili nákom- inna vina og ættingja og jafnvel staði sem tengj- ast frístundum hans eins og t.d. skemmtistaðir og staðir til íþróttaiðkunar. Með tímanum verða leiðirnar á milli þessara staða það tamar borg- arbúanum að hann getur auðveldlega ferðast um þær í hálfgerðu meðvitundarleysi með hug- ann víðsfjarri því hann þekkir þetta umhverfi í hjarta sínu og er jafnvel orðin hluti af því. Í viðj- um vanans hefur þetta einkasvæði borgarbúans stækkað í huga hans þannig að stærðarhlutföll- in eru ekki lengur í samræmi við borgina í heild sinni. Þetta svæði er sú borg sem íbúinn upplifir dagsdaglega og er því hans einkaborg. Í borg- inni eru margar einkaborgir sem skarast þvert og endilangt. Hver íbúi miðar borgina út frá sínu einkasvæði og sitt sýnist hverjum um miðj- una. Auðvitað fer borgarbúinn oft út fyrir sitt einkasvæði en þá virka þeir staðir framandi og kalla á samvirkni hugar og líkama. Í heimi skáldsögunnar öðlast maðurinn reynslu af stöðum ekki síður en í veruleikanum. Við lesum úr táknum umhverfis okkar ekki síð- ur en texta á bók. Í gegnum tíðina hafa borg- arsögur oft birt lesandanum nýja sýn á þá borg sem hann telur sig gjörþekkja, enda má segja að hver borgarsaga birti sitt einkasvæði í borginni. Síðastliðin ár hafa birst nokkrar íslenskar borg- arskáldsögur sem allar leggja áherslu á tengsl myndar og texta. Sögurnar eru býsna ólíkar að upplagi en eiga þó nokkra sameiginlega snerti- fleti. Þær gerast allar í Reykjavík og segja frá ungu fólki sem á í erfiðleikum með að staðsetja sig í nútímasamfélagi. Hver saga bregður upp mismunandi sjónarhornum á borgina og skapar sinn eigin borgarheim sem er ólíkur öllum hin- um. Þar skiptir mestu reynsla sögupersónanna af umhverfi sínu og þeim hafsjó upplýsinga og ímynda sem tröllríða samtímanum. II. Fimm einkaborgir Skáldsagan Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur kom út árið 1993 og ber með sér ákveðinn fant- asíu framtíðarbrag. Sagan birtir drauminn um stórborgina Reykjavík þar sem annars vegar er blandað saman raunverulegum teiknum Reykjavíkur og hinsvegar samtíningi úr ýmsum borgum Vesturlanda. Þar getur á að líta neð- anjarðarlestir, RÚV, skemmtigarða, Vesturbæ- inn, fljót sem rennur í gegnum borgina og borg- armúr með þremur inngangshliðum. ,,Borgin er allar borgir. Hún er alheimsborg.“2 Hér segir frá Úllu, Vöku og Loga sem öll búa í borginni, en hvert þeirra upplifir umhverfi sitt á gerólíkan hátt sem tengist störfum þeirra í hversdagslíf- inu. Úlla, sem vinnur í álverksmiðju, er borg- arbarn frá náttúrunnar hendi. Hún hefur þann hæfileika að sjá fegurðina allt um kring og les umhverfi sitt án þess að kryfja það neitt frekar. Vaka er þýðandi hjá sjónvarpsstöð og reynir að skynja borgina í gegnum orð og rökrænt kerfi á meðan Logi auglýsingahönnuður notar mynd- ina til að skynja umhverfi sitt. Árið 1996 kom út bókin 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason. Hlynur Björn, atvinnulaus eilífðarunglingur á fertugsaldri sem býr hjá mömmu sinni á Bergþórugötunni, segir hér frá lífi sínu um tíma. Að sögn Hlyns er nafli al- heimsins 101 Reykjavík og þaðan fer hann helst ekki ótilneyddur. Hlynur hangir mest heima fyrir í hýði sínu og horfir á gervihnattasjónvarp á milli þess sem hann stundar næturlíf Reykja- víkur af kappi. Þá sjaldan Hlynur fer út fyrir myrkur lítur borgin bara þokkalega út með Perluna í fjarlægð og Esjuna í augsýn en hana lærði hann að meta eftir að hann frétti að Bob Dylan hefði horft á hana heila nótt. En honum líkar betur við borgina í rökkrinu þegar birtan er óraunverulegri. Skáldsagan Erta er skrifuð í dagbókarformi, en gerir þó fátt eitt annað en að grafa undan þeirri hefð sem skapast hefur um þessa tegund bókmennta. Tímaskynjun dagbókarritara er hringlaga, vikudagarnir eru nefndir án tölu- legra tímasetninga sem hlýtur að teljast eitt að- aleinkenni dagbókarinnar. Þessi skáldsaga Diddu, sem birtist árið 1997, á þó augljóslega við samtímann þar sem vísað er í kaffihús og veit- ingastaði í Reykjavík samtímans. Textinn fylgir oftast hugarheimi kvenmyndarinnar Ertu sem heldur dagbókina, en hinn hefðbundni dagbók- arritari verður fljótlega að flöktandi og tvístr- uðu sjálfi.3 Erta leitar stöðugt að hinum eina sanna karlmanni í líf sitt. Í reiðileysi þvælist hún á milli skemmtistaða miðborgarinnar og reynir að taka þátt í margþættu lífi hennar af áfergju. En Erta er oftast ein, áhorfandi á lífið án þess að geta almennilega tekið þátt í því. Í Fölskum fugli eftir Mikael Torfason er Reykjavík með nokkuð öðrum brag en í hinum sögunum. Þessi skáldsaga kom út 1997 og segir frá Arnaldi, 16 ára unglingi, sem er á kafi í neyslu eiturlyfja og hikar ekki við að grípa til of- beldis ef honum sýnist svo. Í þessari sögu er miðbær Reykjavíkur tíðindalaus eins og hvert annað úthverfi, enda er Addi fljótur að koma sér þaðan upp í Grafarvoginn þar sem hjarta borg- arinnar slær. Hér hefur Grafarvogshverfið aft- ur á móti stækkað óþyrmilega og minnir nú helst á stórborgina New York með ofbeldisfull- um undirheimum. Söguheimurinn í Dís er öllu ,,kunnuglegri“ hinum venjulega Reykvíkingi. Bókin kom út ár- ið 2000 og er skrifuð af þremur ungum konum, þeim Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Hér segir frá lífi ungrar Reykjavíkurdísar sem heitir Dís og leigir íbúð í miðbæ Reykjavíkur með frænku sinni. Í textanum lýsir Dís umhverfi sínu og að- stæðum, vinum sínum og ástamálum hópsins. Þótt sagan gerist að mestu leyti í miðbænum, er Dís þó frekar jákvæð gagnvart landsbyggð- inni og hættir sér stundum upp í Bústaðahverfi þar sem hún ólst upp og foreldrar hennar búa. Sagan gerist um sumar þegar fólk á Íslandi hættir sér út fyrir hússins dyr og þá getur oft myndast stórborgarstemning í miðbæ Reykja- víkur. Allar þessar skáldsögur bera það með sér að borgin er misjöfn eftir upplifun og athöfnum einstaklingana sem í henni búa. Skáldsögurnar eru því einkaborgir sögupersóna sem lesa um- hverfi sitt á mismunandi hátt. III. Borgartexti Franski félagsfræðingurinn Michel de Cert- eau notar lestur og texta í víðum skilningi í grein sinni ,,Á gangi um borgina“. Hann veltir fyrir sér þörf mannsins fyrir að fara upp í há borg- armannvirki til að horfa yfir borgina. Í eðli mannsins er einhver þörf fyrir að ná utanum heildina, sem tengist leit hans að eigin sjálfs- mynd. Sem íbúi borgarinnar er manneskjan ein af mörgum samtengdum þáttum hennar og meðan hún er á jörðu niðri getur hún aldrei upp- lifað borgina nema í brotum. Í mikilli hæð fær mannveran útrás fyrir þrá sína. Auk þess að losna tímabundið við jarðtengsl sín við borgina, öðlast hún með fjarlægðinni næstum guðlegt vald frá þessu nýja sjónarhorni. Þessi yfirsýn er ekki ólík þeirri sem lesandi upplifir öðrum þræði yfir heimi bókmennta. Í þessari stöðu gefst tækifæri á að ,,lesa borgina“ eins og texta.4 Í skáldsögunni Borg er borgin einmitt lesin líkt og de Certeau gerir en ekki úr mikilli hæð heldur í gegnum hugann. Ferðabæklingurinn sem Logi finnur á kaffihúsinu gegnir hlutverki háhýsisins. Bæklingurinn er sem ein sviðsmynd með allan sjóndeildarhringinn og gefur mjög greinagóða lýsingu á borginni og gangvirki hennar. Hann er óvenjulegur að því leyti að sjónarhornin á borgina eru ekki valin af sögu- legum eða fagurfræðilegum ástæðum eins og venjan er í slíkum bæklingum. Við lestur hans gefst álíka sýn sem fæst við að fara upp í háhýsi og horfa niður. Að ofan sést allt, líka skugga- hverfin sem enginn minnist á og ferðalangar villast gjarnan inn í.5 Erta í samnefndri skáld- sögu tekur líka stundum flugið yfir borgina í anda og þá fer ferðin eftir skapsmunum hennar þá stundina. ,,sá nýjan í dag. allt er breytt. ég ætla ekki að drepa neinn núna.[...] það er eins og ég hafi vængi. geti svifið og látið mig voma yfir borginni. en af því ég er södd í bili, er enginn í hættu.“6 Í þessu sjónarhorni býr einnig draumurinn um gagnsæi borgarinnar sem á rætur sínar að rekja til vísinda- og skynsemishyggju upplýs- ingarinnar. Það að sjá borgina í heild sinni gefur vald til að skipuleggja orðræðu hennar og lögun. En de Certeau les borgina líka á jörðu niðri og sýnir fram á margbreytilegan veruleika borg- arinnar sem fræðilega og skáldlega skynjun á rými. Til þess notar hann hin ósýnilegu spor sem gangandi vegfarendur hafa skilið eftir sig. Og með því að þræða þau á ólíklegustu staði tekst honum að gera línulegan texta úr um- hverfinu sem tengir saman ólíka hluta borgar- innar. Á göngu sinni um borgina tekur borg- arbúinn þátt í menningarlegri samræðu sem hann upplifir á persónulegan hátt. Með skrykkj- óttu göngulagi sínu skapar einstaklingurinn sinn eigin texta sem er margræður og brýtur upp reglufastar skipulagsreglur borgarinnar. Þannig sýnir de Certeau fram á að gagnsæi borgarinnar verði ekki svo auðveldlega höndlað með yfirsýn úr lofti eða í gegnum orðræðuna, því í þeim mismun sem hlýst af skipulagðri starfsemi borgarinnar og þeirrar sem manns- hugurinn upplifir skapast hið óþekkta rými sem á sér engan fastan punkt heldur felst í öllu um- hverfinu. Hlynur Björn í 101 Reykjavík fær stundum á tilfinninguna að borgin sé ein risa- stór leikmynd. Á leið sinni heim eftir Laugaveg- inum með Lollu kærustu mömmu hans, tekur hann eftir öllum ,,paranöfnunum“ á verslunun- um: ,,Ég og þú“ – ,,Te og kaffi“ – ,,Gull og silfur“ – ,,Adam“ – og ,,Eva“.7 Þessir ólíku lesmátar á borgina minna á kenn- ingar Juliu Kristevu um orðið í textarými. Í grein sinni ,,Orð, tvíröddun og skáldsaga“ grein- ir Kristeva skáldskaparmál sem annars konar rökvísi en hina vísindalegu. Vísindalegan texta skilgreinir hún á bilinu 0–1 og stendur talan einn fyrir hina föstu merkingu, þ.e. sannleika. Skáldskaparmálið er farvegur annars konar rökhyggju sem Kristeva skilgreinir út frá bilinu 0–2. En í hinu bókmenntalega orði felst rými þar sem talan einn er ekki til. Það er engin ein merking sem ræður yfir hinum (sbr. sannleikur) og enginn einn sem á merkinguna (sbr. höfund- ur) heldur er hún fengin að láni. Orð í skáldleg- um texta virka eins og vegamót. Orðið er komið úr ýmsum áttum en höfundur hefur fastsett orð- ið á ákveðnum stað og sett það í ákveðið sam- hengi. Við lestur öðlast textinn sjálfstætt líf sem tekur yfir ætlun höfundar eða borgarskipulags- ins og Kristeva kallar ,,sjálfsveru skrifanna“, en hún liggur í margræðni textans. Við lestur á sér stað þríhyrnd merkingarsköpun milli ,,sjálfs- veru skrifanna“, lesandans og annarra texta sem hann hefur lesið og nýtir sér við lesturinn. Höfundurinn er fyrir utan þennan þríhyrning því hann getur ekki stjórnað merkingu textans.8 Í þessu samhengi er hægt að líkja hinum upp- hafna, fjarlæga lestri borgarinnar við röklega nálgun texta þar sem áþreifanlegir hlutir tala sínu máli, en hinum nálæga, skynvitra lestri við skáldskaparmálið þar sem hann fylgir engum reglum og tengingar eru óendanlegar. Textinn sem hér um ræðir er auðvitað mynd-letur í báð- um tilvikum. Í fjarlægum lestri upplifir lesand- inn vald yfir textanum en í nálægum lestri hefur lesandinn misst valdið og er tvískiptur í lestri sínum. Út frá þessum lestri getur sjálfsvera skrifanna verið til dæmis hin ósýnilegu spor borgaranna sem de Certeau nefndi eða torgin sem óvart verða til í öllu skipulaginu. Þó að öllum götum sé fylgt eftir af nákvæmni á korti og hverfisnúmerum veitt fyllsta aðgát, kemur það fyrir að vegfarandinn er allt í einu staddur á torgi sem ekki finnst á kortinu. Torgið er venjulega lítið með einum bekk sem stendur í skugga hávaxins linditrés. Torgið er autt.9 Hvort sem borgin er lesin úr lofti eða láði er alltaf spurning um hvað borgaraugað nemur frá þeim hafsjó upplýsinga úr menningarlífi og um- hverfi borgarinnar. Allt þetta sjónræna efni kallar á lestur og úrvinnslu, ekki síður en texti. IV. Sjón-ræna Í gegnum tíðina hefur myndin ekki verið met- in að eigin verðleikum samanborið við texta, heldur fremur álitin sem skrum eða skreyting við hið skrifaða orð. Umræða um sjónræna menningu hefur líka markast mjög af stöðu kynjanna innan hennar. Í þessu sambandi hefur mikil áhersla verið lögð á hinn erótíska þátt þar sem konur hafa iðulega staðið fyrir ímyndir og hið séða, meðan karlar hafa verið handhafar augnaráðsins. Þessi kynlega uppstilling ímynda og augnaráðs er einkar varasöm ef á það er litið að í vestrænum samfélögum hefur sjónin fengið meira vægi en önnur skilningarvit, ekki síst vegna þess að hún er álitin hlutlaus og óskeikul. Það að sjá er það sama og að þekkja og skilja, þekking og skilningur hafa svo vald til að meta og dæma. Í réttarhöldum eru myndir og kvik- myndir til dæmis notaðar sem sönnunargögn í réttarmálum. Vald sjónarinnar í málum sem þessum hefur verið álitið hlutlaust. Þar með hef- ur augnaráðið hafið sig upp yfir sinn efnislega veruleika og orðið að eins konar eftirlitsmynda- vél. En hinn hlutlausi máttur augans er alltaf reistur á þversögn. Í umfjöllun um afþreyingarmenningu hefur augað hins vegar verið séð sem eins konar gluggi sem ímyndin smýgur inn um líkt og um ljósritun væri að ræða. Oftar en ekki er talað um heilaþvott og hugsunarlausa neyslu í sambandi við auglýsingar og sjónvarp þar sem menn gefa sér að fjöldamenning sé yfirborðsleg, einföld og fyrirsjáanleg.10 Jafnframt því að skilningur er talin fylgja sjóninni, hefur ímyndin fengið ógn- andi vægi sem mótandi áhrifavaldur á varnar- lausan einstaklinginn. Í skáldsögunni Borg sitja Vaka og Úlla og tala um útlitið: ,,Auglýsingabíll kemur akandi hægt eftir götunni umhverfis torgið. Á honum er stór mynd af liggjandi konu, í rauðum kjól, hlæjandi, á hvítri strönd, í bak- grunni blár himinn. Hún hefur ekki of feit læri. Þær fylgja auglýsingunni eftir með augunum.“11 Og í Fölskum fugli hefur Addi fundið hetju- ímynd sína í rapparanum 2PAC Shakur sem hann hefur séð leika í kvikmyndum og tónlistar- Ó BORG, MÍN BORG Síðastliðin ár hafa birst nokkrar íslenskar borgar- skáldsögur sem allar leggja áherslu á tengsl myndar og texta. Sögurnar eru býsna ólíkar að upplagi en eiga þó nokkra sameiginlega snertifleti. Þær gerast allar í Reykjavík og segja frá ungu fólki sem á í erfiðleikum með að staðsetja sig í nútíma- samfélagi. Þetta eru skáldsögurnar Borg, 101 Reykjavík, Erta, Falskur fugl og Dís. E F T I R I N G I B J Ö R G U S I G U R Ð A R D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.