Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002
Þ
ENNAN dag var þurrt veður og
milt, en sólarlaust. Ég sem var
yngstur og ómerkilegastur í
hópnum var sendur í veg fyrir
mjólkurbílinn, við áttum von á
einhverri sendingu úr henni
Reykjavík. Þegar ég nálgast
kirkjugarðinn aftur sé ég að
menn eru hættir vinnu og klukkan á enn eftir
stundarfjórðung í tólf; það var ekki okkur líkt að
svíkjast þannig um. Einn stendur þó í kirkju-
grunninum og bendir mér að koma til sín. Það
var Jökull. Hann hafði verið að grafa í suður-
hliðarstúkunni þá um morguninn, ég norðan-
megin. Jökull segir ekkert en er dularfullur á
svip. Tekur spaðann og skefur ofan af mishæð
og segir svo: „Heldurðu að Guð hafi búið til
þennan stein?“ „Hann er þó ekki kistulaga?“
spyr ég. Og við lítum hvor á annan, skellum upp
úr og segjum ekki meir. Göngum inn í skála þar
sem félagar okkar sitja umhverfis matarborðið
og eru undarlega þöglir, og íbyggnir þó.
Þetta var mánudaginn 23. ágúst 1954. Það
æxlaðist svo, að Kristján Eldjárn, þá þjóðminja-
vörður, sem bar ábyrgð á uppgreftinum í Skál-
holti kom austur þennan dag og settist að snæð-
ingi hjá okkur. Menn töluðu um daginn og
veginn og varla það. Að aflokinni máltíð var
venja að leggja sig smástund, uns aftur væri
tekið til við vinnu sína kl. eitt. Út af því var
brugðið þennan dag. Þegar við höfðum rennt
niður síðasta munnbitanum, sagði prófessor
Steffensen sem þarna var að rannsaka og mæla
bein, sisona um leið og hann tók út úr sér píp-
una: „Jæja, ætli þá sé ekki mál að fara út að líta
á Palla bisp“.
Andlitið á Kristjáni Eldjárn stækkaði um
helming og í endurminningunni finnst mér ég
sjá undir iljar honum þegar hann stökk upp úr
sæti sínu og hrópaði með feginshljómi: „Þið er-
uð þó ekki búnir að finna hann?“
Svo var gengið út í kirkjugrunn og haldið
áfram að skafa utan af steininum sem bersýni-
lega var af mannahöndum gerður og tók á sig æ
meiri mynd af steinkistu, á latínu sarkofag.
Þetta var hvorki meira né minna en sögulegur
viðburður. Þó að menn þættust hafa fundið
sönnur þess að brunnið hefði á Bergþórhvoli, þá
hélt Njála þó áfram að vera fagurbókmenntir.
En hversu góðar sögulegar heimildir voru hins
vegar þau fornrit okkar sem reynt hefur verið
að flokka sem sagnfræði, samtímalýsingar eins
og í Sturlungu eða sögur af hinum elstu bisk-
upum í Hungurvöku og sögum þeirra annarra
eins og Jóns sögu Ögmundarsonar, Guðmund-
arsögu góða, sögu Þorláks biskups helga? Og
svo einkum og sérílagi Páls saga Jónssonar, því
að þar er getið um útbúnað sem ekki er nefndur
í nokkru öðru íslensku fornriti: hann var lagður í
steinkistu. Einhverju mátti þá að minnsta kosti
trúa.
Þetta sumar, sumarið 54, var dýrlegt sumar.
Ekki man ég reyndar eftir því að veðrið hafi ver-
ið eitthvað öðruvísi en önnur sumur. En samt
eru mér minnisstæðar stillurnar á kvöldin, þeg-
ar Hvítáin tók sér sveig fyrir Vörðufellið og það
var eins og landið hefði fengið á sig endanlega
mynd. En það var ekki aðeins andartakið sem
virtist eilíft, heldur var nálægð foríðarinnar svo
áfeng að allt andaði af sögu. Við Jökull vorum
ungir og hressir og það var stundum verið að
reyna að hóa í okkur í bæinn um helgar til að
stunda gleðskap. Við máttum ekkert vera að
því, þó að orð færi af því að við værum svona
heldur fyrir fjörið en hitt. Við bárum því við að
við þyrftum að ganga á Vörðufell, því þar uppá
væri stöðuvatn sem við þyrftum endilega að
berja augum; það væri beinlínis sáluhjálparat-
riði. Af því hefur ekki orðið enn og verður því
sennilega ekki í þessu lífi.
Hins vegar fórum við í fjallgöngu. Ég var að
lesa í endurminningabókum Halldórs Laxness
nú á afmælinu frásögn af því þegar hann og
pabbi gengu á Grímmansfell og þótti svo mikil
þrekraun að báðir mundu meðan lifðu. Senni-
lega er í lífi sérhvers manns ein fjallaganga sem
verður minnisstæðari en öll önnur ganga. Við
fórum á Kjöl eina helgina þetta sumar aðallega
til að sýna yfirgrafaranum okkar, Håkan Chris-
tie, eitthvað af landinu, að víðar væri landslag en
í norskum fjörðum. Og við lögðum upp frá Ár-
skarði um sex-leytið svona án þess að hafa sér-
stakt fyrirheit með göngunni. Við vorum fjórir
saman, við Jökull, Jón Einar bróðir hans og
Sveinbjörn Björnsson síðar háskólarektor en
þeir voru báðir menntaskólapiltar sem voru
þarna stuttan tíma í enn ábyrgðarminni störfum
en við Jökull. Áður en við vissum af var okkur
farið að lítast svo einstaklega vel á einn tindinn
að við stefndum þangað upp. Hann dró okkur til
sín. Sú ganga tók eina fimm og hálfan tíma og
klukkan hálftólf stóðum við þar uppi og horfðum
að okkur fannst yfir allt Ísland í einu sjónfangi.
Það var fallegt. Niður í skála komum við svo á
þriðja tímanum og menn farnir að óttast um
okkur sem vonlegt var. Hins vegar skildum við
ekki fyrr en daginn eftir þegar við lásum okkur
til í Árbók Ferðafélagsins hvílkt afrek við höfð-
um unnið. Tindurinn var nefnilega sjálfur Loð-
mundur. Engin furða þó að við tækjum upp
nafnabreytingu af þessu tilefni Þannig hét Jök-
ull um skeið Jökull L. Jakobsson og ég Sveinn
L. Einarsson. L. stóð fyrir Loðmundarfari.
Svona nafnbreytingar gátu líka haft hagnýtt
gildi eins og helgina eftir, þegar þeir Sveinbjörn
og Jón Einar voru komnir til Reykjavíkur, en
okkur vanhagaði um lítilræði. Þá sat presturinn
á Torfastöðum daglangt við að þýða eftirfarandi
skeyti stílað á okkur Jökul frá Sveinbirni: Duas
aquas vitae automobile regule hodie misi. S.
Loðmundur. Reyndar barst okkur sendingin
fyrr en skeytið.
En nú er kannski kominn tími til að hleypa
einhverjum staðreyndum að til að útskýra, hvað
við vorum að bedrífa þarna í Skálholti þetta dýr-
lega sumar 54. Þannig var mál með vexti að svo-
nefnt Skálholtsfélag sem Sigurbjörn Einarsson,
síðar biskup, var í forsvari fyrir, svo og Magnús
Már Lárusson, beitti sér þá fyrir fornleifag-
reftri á þessum sögufræga stað; til stóð að hlúa
að staðnum og búa honum betri reisn. Kirkjan
var gömul og lítil og minnti lítt t.d. á þá hátimbr-
uðu kadedrölu sem myndir sýna að Brynjólfur
biskup hafði látið reisa. Framkvæmdir höfðu
hafist sumarið áður og jafnvel tveimur árum
fyrr, könnunargröftur hér og þar, m.a. í skemm-
unni Þorláksbúð norðanmegin í garðinum, við
Þorláksbrunn sunnan undir bæjarstæðinu og
svo höfðu fundist göng úr kirkju til bæjar. En
nú stóð til að reisa nýja kirkju og veglega og því
þurfti að kanna kirkjugrunninn. Litlu kirkjunni
frá 1851 var lyft af grunni og hún færð til og svo
var hafist handa.
Ekki var af mörgum lærðum fornleifafræð-
ingum að státa á þessum árum hér á landi og því
var hópurinn nokkuð sundurleitur. Dr. Kristján
Eldjárn bar höfuðábyrgð á greftinum, eins og
ég sagði áðan, en daglegum störfum stýrði áð-
urnefndur Håkon Christie, fornleifafræðingur,
norskur og sérfræðingur í kirkjubyggingum.
Christie var einkar þægilegur maður og mikill
vexti, á þriðja metra á hæð. Síðan var þarna
starfsmaður Þjóðminjasafnsins, Gísli Gestsson,
sem var vanur grafari og tók auk þess flestar
ljósmyndir, norrænufræðingarnir, Halldór H.
Jónsson sem síðar varð forstöðumaður ljós-
myndadeildar safnsins, Gestur Magnússon og
Runólfur Þórarinsson. Hinn síðarnefndi bar
reyndar virðingarheitið garðprófastur og helg-
aðist af því að hann var nefnilega garðprófastur
á Gamla- eða Nýja-Garði. Þá var þarna einnig
dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður, en
hann var svo mikill kappsmaður, að honum var
ekki trúað fyrir spaða, heldur settur í verk þar
sem árangur varð fljótar augljós, eins og það að
grafa upp Þorláksbrunn. Síðan vorum við Jökull
þarna sem léttastrákar og nokkrir norskir
fornleifastúdentar tímakorn og tímakorn. Að
ógleymdri frábærri matráðskonu sem Áslaug
heitir Sigurgrímsdóttir.
Þetta sumar bjargfestist sú skoðun mín að
ekkert starf bjóði upp á viðlíka mikið jafnræði
andlegs og líkamlegs erfiðs eins og fornleifa-
gröftur. Reyndar sagði Kristján Eldjárn við
okkur Jökul, af því honum fannst við handleika
spaðann af næmleika, að hann vildi styðja við
bakið á okkur, ef við vildum leggja fyrir okkur
fornleifafræði. En bætti við: „Þó að mig gruni
reyndar að hugur ykkar hneigist í aðra átt.“ Svo
var, eins og við segjum í Skaftafellssýslu.
En það var alveg rétt, ekki vantaði okkur
áhugann. Við satt að segja lágum í biskupasög-
unum og enn þann dag í dag get ég þulið orðrétt
heilar romsur um þá blessuðu menn. Og þegar
leið á sumarið varð ekki flóafriður fyrir forvitn-
um ferðamönnum um helgar. Þá veittum við
ókeypis leiðsögn á háu plani sem studdist við
biskupasögurnar.
Síðan hefur mér reyndar alla tíð fundist Jón
Halldórsson í Hítardal einn mesti rithöfundur
okkar fyrr og síðar, og snillingur í að koma til
skila því sem kannski er ekki sett fram með há-
stöfum. Ég tek dæmi úr frásögn af Gísla biskupi
Jónssyni, einum hinna fyrstu lútersku biskupa í
Skálholti. Þar segir frá Eyjólfi mókolli, sem átti
þessi börn: Síra Magnús er hélt Selárdal, Odd
yfirbryta í Skálholti, Gísla, Kristínu og Þórdísi.
„Sá Gísli féll í barneign með báðum þessum
systrum sínum. Þau systkin komust öll í Skál-
holt og flýðu á dómkirkjunnar náðir, svo sem títt
var fyrir slíku stórbrotafólki á fyrri öld, og undir
skjóli Ögmundar biskups. Var þetta ríkt og
manndómlegt fólk, fékk biskup hjá því hvað
hann vildi, en aptur stórmannlegur höfðingi við
þá, er hann vildi svo gjört hafa. Kom Gísla strax
í skip. Er það sögn manna hann hafi verið stung-
inn í hel utanlands, en þær systur urðu eptir í
Skálholti í góðu yfirlæti, og er þess ei getið að
þær hafi fengið neitt straff. Kannske þetta hafi
skeð þegar biskup hafði hér hirðstjóravald; var
honum þá hægra yfir þetta að taka. .. En til
Kristínar fékk síra Gísli þann ástarþokka, að
hann fór á konungsfund, og fékk af honum kvitt-
an fyrir hana og leyfi til að giptast henni. Sumir
herma svo, að síra Gísli hafi nokkru sinni verið í
lífsháska á sjó eður siglingu og heitið þá fyrir
sér, svo sem hinu stærsta guðsþakkarverki, að
taka til hjónabands þessa sakakonu í Skálholti,
ef hann frelsaðist úr þeim háska, því það var
haldið á fyrri öldum hér á landi, ef frjáls maður
og ósekur vildi taka sér til eiginkonu þess háttar
sakakvinnu, þá átti hún að fríast frá lífsstraffi og
líkams-refsingu. Og þar eð Guð leysti Gísla frá
greindum lífsháska, þá hafi hann efnt heitið...“
SUMARIÐ 54
Um þessar mundir stendur yfir fornleifagröftur í Skál-
holti, einn sá mesti sem ráðist hefur verið í hérlendis.
Sumarið 1954 stóð svonefnt Skálholtsfélag fyrir forn-
leifagreftri í Skálholti en til stóð að hlúa að staðnum og
búa honum betri reisn. Í þessari frásögn er það rifjað
upp þegar einn af uppgraftrarmönnum, Jökull Jak-
obsson, kom niður á merkilegan fund, steinkistu sem Páll
biskup Jónsson hafði verið grafinn í sjö og hálfri öld fyrr.
Ljósmynd/Gísli Gestsson
Horft í augu Oddaverjans 31. ágúst 1954.
Jökull við steinkistu Páls. Sveinn horfir á.
E F T I R S V E I N E I N A R S S O N