Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 7 ÉG ER örugglega ekki einn um að finnastlæknabiðstofur heldur dapurlegir stað-ir. Það er ekki bara að maður komilangoftast á þær tilneyddur og í óskemmtilegum erindagjörðum, og ekki heldur að þurfa síðan að bíða miklu lengur en maður hefur þolinmæði til. Nei, það er ekki síst lesn- ingin sem boðið er upp á sem dregur úr manni móðinn: fræðslupésar um sjúkdóma og trygg- ingar, sérblöð allskonar félagasamtaka sem skipta mann litlu eða engu máli, og svo hin hefðbundnu misjafnlega eldgömlu vikublöð og mánaðarrit, sem undir þessum kringumstæð- um verða einhvern veginn að óhrekjandi vitn- isburði um hvað margt bröltið á mannskepn- unni er vonlaust. Ég er búinn að fara mörgum sinnum í gegn- um bunkann á borðinu og gramsa í blaðagrind- inni, en finn ekkert sem mig langar að lesa. Lilja hefur hertekið eina andrésblaðið og Guð- rún er niðursokkin í þriggja ára gamalt viðtal við þekkta fjölmiðlakonu sem segir opinskátt frá stóru ástinni í lífi sínu. Fyrirsögnin: „Elsk- umst að eilífu!“ – og myndaspyrpa af parinu lukkulega í gáskafullum leik á róluvelli með börnum sínum úr fyrri hjónaböndum. En eins og við Guðrún og alþjóð vitum er blessuð konan löngu skilin við þennan mann og búin að eiga síðan í tveimur eða þremur fræg- um ástarsamböndum – og þetta segir manni hversu varhugavert það er að tala fjálglega um innilegustu einkamál sín á opinberum vett- vangi. Ég man eftir svo mörgum svipuðum til- fellum að nærtækt virðist að álykta að oft séu það fyrstu merki um að hjónaskilnaður sé yf- irvofandi þegar annað eða bæði lýsa því yfir í blöðunum hvað ást þeirra sé einstök. Eða þá öll viðtölin og greinarnar um fólkið sem stendur á hinum eftirsótta barmi heims- frægðar og er um það bil að fara að skrifa undir samning við einhvern alþjóðlegan hljómplötur- isa eða kvikmyndafram-leiðanda í Hollywood – en svo situr órólegur lesandi á læknabiðstofu nokkrum árum síðar uppi með vitneskjuna um þá staðreynd að ekkert varð úr neinu. Æ, ég veit það ekki … Þetta er náttúrlega allt saman mjög snúið. Af hverju hafði ég ekki tekið með mér bók? Ég vildi að ég gæti fengið mér kríu. Ég hef alltaf dáðst að þeim sem geta nánast hvar og hvenær sem er lokað augunum og nælt sér í smáblund. Ég hef kynnst fólki sem á alveg ótrúlega auðvelt með þetta, eins og hann Mangi gamli sem ég vann með eitt sumarið á mennta- skólaárunum við að grafa skurði fyrir Póst og síma. Mangi var þá farinn að nálgast sjötugt, lág- vaxið hjólbeinótt hörkutól af þeirri tegund ófaglærðra verkamanna sem nútíminn er ekki lengur fær um að geta af sér. Hann mokaði þó ekki með neinum látum, heldur þvert á móti hægt og rólega, taktfast og stöðugt, og það var greinilega galdurinn sér maður svona eftir á, því aðferð mín, sem gekk út á að hamast eins og brjálæðingur í stuttum skorpum, skilaði aldrei sömu afköstum. Og svo var það semsé vissi passinn í kaffitím- anum, að þegar Mangi hafði sötrað nokkur mál úr hitabrúsanum og maulað bitann sinn upp úr fáðu blikkboxi, þá bankaði hann af moldina og sandinn sem loddi við skóflublaðið, hvolfdi skóflunni einhvers staðar þar sem þokkalega mjúkt var undir, lagðist endilangur með blaðið fyrir kodda, dró derhúfuna niður fyrir augu og datt út í tíu mínútur. Ég reyndi ítrekað að leika þetta eftir honum, en hvorki þá né síðan hefur mér tekist það. Já, því miður er ég einn af þeim sem geta ekki sofnað úti í móa eða í bíl eða í flugvél; sama hversu þreyttur og svefnþurfi ég annars er. Guðrún hnippir í mig og brosir uppörvandi. Ég hlýt að hafa dæst upphátt án þess að taka eftir því sjálfur. Ég sé að hún er búin með ást- föngnu fjölmiðlakonuna og komin með enn eldra viðtal við aðra konu: einstæða tveggja barna móður sem þá var á aldur við okkur núna og var að lýsa baráttu sinni við illvígt krabba- mein. Ég man vel eftir þessu viðtali, því ég skrifaði á þeim tíma reglulega pistla um kvikmyndir fyrir þetta sama mánaðarrit. Og ég man hvað þetta var falleg kona og hvað allir á ritstjórn- inni höfðu mikla samúð með henni og rómuðu hugrekki hennar og óbilandi vilja til að sigrast á meininu, sem hafði víst dreift sér svo mikið að einungis guðdómlegt kraftaverk gat hrifið hana úr þessum vægðarlausu klóm dauðans. En það var einmitt það sem virtist vera að gerast – og það var tilefni viðtalsins: krabbinn var ekki aðeins hættur að breiðast út, hann var á undanhaldi, meinvörpin að hverfa, æxlin að hjaðna og það var ótvírætt kraftaverk, en mátti líka örugglega þakka sálarstyrk konunnar, sem hafði svo miklu að miðla til annarra um hverju trúin á Guð og jákvætt hugarfar getur áorkað þegar öll von sýnist úti. Það hafði ríkt óvenju kát stemmning á rit- stjórninni, eins og þetta mál gæfi fólki sjald- gæft tækifæri til að vera bjartsýnt og vegsama lífið. Allir brostu sínu blíðasta og voru glaðir, ekki síst fyrir hönd dætranna tveggja sem voru auðvitað alltof ungar til að missa mömmu sína. Nema hvað, varla var búið að keyra tölublað- ið með viðtalinu út á sölustaði þegar reiðars- lagið dundi yfir. Hvað er Guðrún annars að lesa þetta? Er hún kannski …? Eða finnst henni kannski að ég ætti …? Nei, ég vil ekki hugsa um það. Það hangir lítil mynd í smelluramma á veggnum við dyrnar inn til læknisins okkar. Ég er fyrst að taka eftir henni núna. Þetta er mynd af rauðum malarvegi sem liggur inn í barrskóg. Byggingin og öll litameðferð er það listilega af hendi leyst að myndin virkar eitthvað svo – já, eitthvað svo raunveruleg. Og ósjálfrátt fer ég að rifja upp heitan sum- ardag þegar við Ási vorum strákar og héldum einu sinni sem oftar í könnunarleiðangur út fyr- ir bæinn. Við þræddum hraunbollana vestur með ströndinni; þeir voru sumir stórir og sjáv- artjarnir í miðjunni, iðandi af undirfurðulegu lífi. Að venju vorum við bakpokaðir með nesti sem mömmur okkar höfðu útbúið: mjólk á gler- flöskum með skrúftöppum (og höfðu áður inni- haldið tómatsósu frá Val), og hinar klassísku fransk- og rúgbrauðssamlokur, þykksmurðar heimatilbúinni kindakæfu (en löngu seinna lærði ég að Danir kölluðu þá samsetningu ama- ger-snæðing). Það var steikjandi hiti í logni hraunbollans þar sem við áðum og afgreiddum í snarhasti nestið, þótt varla væri liðinn klukkutími frá há- degismatnum. Við fórum svo úr öllu nema nær- buxunum og ösluðum út í salta tjörnina. Stein- arnir á botninum voru mjög misstórir, þaktir gulgrænu slýi og eftir því sleipir. Við urðum að gaumgæfa vel hvert fótmál, ekki vegna þess að vatnið væri gruggugt, heldur af því sólin skemmti sér svo ákaflega á spegilsléttu yfir- borðinu að erfitt var að sjá í gegnum það nema rétt fyrir neðan sig. Við stefndum samt ótrauðir á hinn bakkann og gekk alveg áfallalaust uns Ási þreif skyndi- lega í mig og benti að miðju tjarnarinnar þar sem sólarspegillinn máðist út yfir gríðarlegu gapi, sem virtist svo botnlaust að það gæti kannski sogað okkur alla leið niður til Kína. Nær samtímis fann ég klipið og togað þétt- ingsfast í aðra stórutána mína. Ég æpti af hryll- ingi og hrökklaðist á einum fæti afturábak yfir hála og hornhvassa steinana upp úr tjörninni. „Iss, þetta hefur verið krabbi,“ sagði Ási og glotti þegar hann stóð við hlið mér og ég hafði sagt honum hvað gerðist. „Hann hefur fundið táfýluna af þér.“ „Það er ekki hægt í vatni!“ hnussaði ég og þóttist bara vera hneykslaður, því ég var eig- inlega strax búinn að jafna mig. „Jú, táfýlukrabbi, táfýlukrabbi!“ hrópaði Ási hvað eftir annað og líkti með báðum höndum eftir krabbaklóm sem reyndu að læsa sig djúpt í brjóst mitt og maga. En þær gerðu ekki annað en að kitla svo ég byrjaði að klípa í hann á móti og brátt kútvelt- umst við báðir um af hlátri – enda var þetta á þeim árum þegar við vorum sannfærðir um að við ættum aldrei eftir að deyja og krabbi aðeins skrítið hættulaust dýr sem lifir í sjó og vötn- um … Nú opnast dyrnar og læknirinn birtist í gætt- inni. Ég rís á fætur og sé að hann er með gam- aldags grænmálað reiðhjól við hlið sér. Hann styður annarri hendi á stýrið en hinni á hnakk- inn aftanverðan og ýtir því í áttina til mín. Ég lít um öxl og veifa til Guðrúnar og Lilju. Það brestur í mölinni þegar ég hjóla af stað eftir veginum inn í þéttan skóginn. VEGUR INN Í SKÓGINN SMÁSAGA E F T I R PÁ L K R I S T I N PÁ L S S O N Höfundur er rithöfundur. Annað dæmi: Húsfrú Helga Jónsdóttir, ekkja Odds biskups Einarssonar var ekkert á því að fælast burt úr Skálholti. Því gerði hún son sinn, Gísla, bróður Árna Oddssonar, utan til þess að krækja í biskupsembættið. Séra Jón Halldórs- son orðar þetta svo: „ Sigldi síra Gísli það sumar og með honum Ketill Jörundsson, er síðar varð prestur og prófastur í Hvammi; hafði hann að mestu leyti alist upp í Skálholti og þá verið þar heyrari mörg ár, fallega lærður og ráðsettur maður og því góða fólki reyndur að trúfesti og hollustu. Honum trúði best húsfrú Helga Jóns- dóttir til að fara með syni sínum þessa reisu, ekki síst vegna góðrar athugasemi á vínglös- unum; tókst reisan vel, predikaði síra Gísi á slotinu á latínu fyrir konunginum og hofinu, svo sem þá var siðvani, og fékk kóngsins bréf upp á biskupsembættið....“ Er skemmst af því að segja að hann kom ekki bara með það bréf út til Íslands, heldur tókst honum og að leiðrétta vondan taxta sem Danir höfðu þá prangað upp á Íslendinga. Það tók Gísla biskup síðan aðeins átta ár að drekka sig í hel. Frásögn séra Jóns er svohljóðandi: „Það sumar var sorglegt alþingi; flestir ungir menn og sveinar geingu frá Þing- velli í Skálholt með líki biskupsins og síðar með lögmanninum dauðvona.“ Í réttlætis nafni skal þess getið að frásagnir í biskupasögum séra Jóns í Hítardal eru ekki all- ar af þessum toga. En ekki síðri fyrir það. En þetta sumar leysti úr fleiri leyndardómum en því að Páll biskup hefði verið lagður í stein- kistu með þeim fræga bagli, væntanlega frá Grænlandi, og hring og annarri viðhöfn, en sag- an orðar það svo: „Hann lét ok steinþró höggva ágæta hagliga, þá er hann var í lagður eptir and- lát sitt.„ Talið er að frá upphafi hafi ekki staðið færri en 10 kirkjur í Skálholti og allar í raun á sama grunni. Það sem kannski kom mest á óvart, þegar farið var að skafa utan af þeim steinum sem mynduðu útlínur miðaldakirkn- anna, sérstaklega kirkju þeirrar sem Klængur biskup Þorsteinsson lét reisa 1153, hvílík smíð þær kirkjur hafa verið. Um Klængskirkju segir í Hungurvöku: „Á tveim skipum komu út stór- viðir þeir er Klængur biskup lét höggva í Noregi til kirkju þeirrar, er hann lét gjöra í Skálaholti, er að öllu var vönduð fram yfir hvert hús annað, þeirra er á Íslandi voru gjör, bæði að viðum og smíði.“ Menn sóttu sem sagt stórviði til Noregs í trjálausu landinu en fóru ekki upp í fjöll og hjuggu grjót til kirkjusmíðar. Og því fór sem fór, að kirkjur þessar urðu eldi að bráð. Ég veit að það stoðar ekki að rekja hér hversu margar álnir þessar útlínur voru, en ég veit líka að mörgum þykir núverandi dómkirkja í Skálholti allvegleg. Hún er á stærð við Brynjólfskirkju. En kirkja sú sem Klængur biskup lét reisa var þá helmingi stærri og vel það; reyndar hafði Árni biskup Þorláksson látið vel við hana gera síðar. Klængskirkja brann 1309, „ af lofteldi“ eins og segir í Flateyjarannál og þá lét Árni biskup Helgason sem þá hélt Skálholtsstað smíða aðra nýja og varla óveglegri. En hún stóð fram að næsta bruna 1527 og þá var komið að Ögmundi Pálssyni að reisa guðshús á staðnum. En þetta var sem sagt sumarið þegar hann Palli bisp fannst. Og segir nú frekar frá því. Til- tekinn var dagur þegar kistuna skyldi opna í viðurvist fyrirmanna og almennings, þeirra á meðal menntamálaráðherra sem þá var Bjarni Benediktsson. Það var mánudaginn 30. ágúst. Fram til þess dags var vakað yfir þessari ger- semi um nætur og völdumst við til þess ung- staular og höfðumst við í gömlu kirkjunni. En svo rennur upp sá mikli dagur. Hann gekk á með skúrum, en var mildur. Ýmsir kunnir menn í klerkastétt tóku daginn snemma. Og við vöku- menn kistunnar heyrðum þá sitthvað þegar menn gengu um garð. Þarna voru þeir úr þeim armi kirkjunnar sem næstir stóðu pápísku og heyrðust segja: „Drottinn gefi dánum ró og hin- um líkn sem lifa“, og flaug að einhverjum að átt myndi vera við herra Sigurbjörn. Síðan fylgdu latínuþulur og múkasöngur. En nú vildi svo til að Páll biskup Jónsson var óskilgetinn, því að Þorláki helga móðurbróður hans hugnaðist ekki að Ragnheiður Þórhallsdóttir og Jón Loftsson fengju að eigast, þóttu þau of skyld (auk þess sem Jón var margra kvenna maður). Svo vildi og til, að séra Árelíus Níelsson var heldur ekki hjónabarnsbarn og hafði því góðan skilning á slíkum aðstæðum. Hann heyrðist segja: „Er það nú ekki alveg merkilegt að það eilífasta í þessum kirkjugarði skuli vera sprottið af því syndsam- legasta sem hér átti sér stað.“ Og þá er þar komið dags að opna skuli stein- þróna. Ef eftir gengi sem menn vonuðust til myndum við standa þarna andspænis systur- syni Þorláks helga og leikbróður Snorra Sturlu- sonar. Hann fæddist 1155, sonur frægasta höfð- ingja Oddaverja. Hann menntaðist ytra og var á skóla í Englandi, væntanlega í Lincoln eins og Þorlákur. Ungur kvæntist hann Herdísi Ketils- dóttur og átti við hana fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Hann var kjörinn til biskups við andlát frænda síns, var vígður í Lundi og gerði það Absalon erkibiskup, ef ég hef skilið Páls sögu rétt,, en Páll Eggert segir hann vígðan í Hamarskaupangi. Honum er svo lýst í Páls sögu , að hann var „vænn að áliti, fagureygur og fas- teygur, hrokkinhárr og fagurhárr, limaður vel og lítt fættur, litbjartur og hörundsljós, með- almaður að vexti og manna kurteisastur. Hann var næmur vel og lærður vel og ... trautt dæmi til að nokkur maður hefði jafnmikið nám numið á jafnlangri stund ...Þá var hann og svo mikill raddmaður og söngmaður, að af bar söngur hans og rödd hans af öðrum mönnum.“ Og svo hafði Páll biskup verið sá dýrðarmað- ur, að það var mikill svartasvipur að fráfalli hans, eins og segir í Páls sögu, en „ jörðin skalf öll og pipraði af ótta, himinn og skýin grétu, svo að mikill hluti spilltist jarðar ávaxtarins, en him- intúnglin sýndu dauðamörk ber á sér, þá er ná- lega var komið að hinum efstu stundum Páls biskups, en sjórinn brann og fyrir landinu þá; sýndust nálega allar höfuðskepnur sýna á sér nokkurt hryggðarmark við fráfall hans.“ Við vorum fjórir sem nutum þess heiðurs að opna kistuna, þar á meðal Jökull sem hana hafði fundið. Eftirvæntingin var mikil. En viti menn! Um leið og við snertum lokið, piprar jörðin og skelfur og svo mikið skýfall verður að myrkur er um miðjan dag, líkt og gerst hafði 743 árum áð- ur þegar Páll biskup Jónsson var lagður í steinþró sína. Lýkur svo frásögn þessari. Fundinn gullhringur. Håkon Christie, Jón Eiríksson, Halldór J. Jónsson, Sveinn Einarsson, Run- ólfur Þórarinsson (snýr baki við ljósmyndara), Áslaug Sigurgrímsdóttir, Jökull Jakobsson, Jón Steffensen og Gestur Magnússon. Höfundur er leiklistarfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.