Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002
Ú
R mörgu að velja í háborgum
Evrópu stefni ferðalangur-
inn sérstaklega á vit mynd-
listarviðburða, sumartíminn
yfirleitt vel skipulagður í
þeim efnum. Að ekki sé
minnst á hina miklu sýningu
Dokumenta 11 í Kassel, sem
telst millistór borg á mælikvarða Þýðverja. Þar
hefur helst gerst, að þjóðfélagsumræðan er
komin aftur í listina, herma fréttir að það boði
lok gamansins og flippsins á undanförnum ár-
um, sandkassaleiksins, eins og sumir gagnrýn-
endur heimspressunnar nefndu fyrirbærið.
„Jetz ist schluss mit Lustig“ (nú er gamanið bú-
ið) var þannig fyrirsögn einnar fyrstu og ríku-
lega myndskreyttu frásagnar af framkvæmd-
inni og birtist í vikublaðinu Stern.
Að venju bítast Berlín, London og París um
athyglina ef marka má almennt yfirlit í ,art Das
Kunstmagazin, Hamburg, en Róm, borgin ei-
lífa, kemst ekki umfram venju á blað, hvorki um
gamalt né nýtt á sýningavettvangi. Þó skal síð-
ur sjást yfir, að borgin sjálf er listaverk og
geymir fjársjóði innan veggja safna, hofa og
hörga sem tekur mánuði að skoða til fulls. Í
borginni eilífu kunnu menn að hugsa stórt á ár-
um áður og voru öðrum betur meðvitaðir um
mikilvægi hins óþarfa, eins og Voltaire orðaði
það. Var spekingur upplýsingastefnunnar þá að
benda á kosti þess sem væri utan almennra og
efnislegra þarfa en gæfi lífinu lit. Vínarborg
með alla sína sjónrænu virkt frá dögum Habs-
borgaranna, og ríku tónlistarhefð, er hins vegar
í rífandi sókn.
Meðal þess sem lyftir sálinni hátt uppúr önn
hvunndagsins, eru ótvírætt hinar viðamiklu
stórsýningar í heimsborgunum, í öllu falli ef
tekið er mið af aðstreymi ungra sem aldinna.
Hér eru meistarar módernismans hátt skrifaðir
sem fyrri daginn, þannig virðist hin mikla sýn-
ing í Lundúnum, Matisse – Picasso, vera að
rétta Tate Modern, Bankside við, eftir að að-
sókn tók ískyggilega að hrapa eftir opnunar-
árið, og menn sáu fram á erfiðleika í rekstri ef
svo héldi fram. Aðsóknin mun hafa farið vax-
andi allan tímann og stefnir í eitt af metunum í
allri sögu safnsins er henni lýkur 18. ágúst. Þá
ber að nefna hina árlegu sumarsýningu inn-
lendrar listar á Royal Academy, hvar jafnan
getur að líta yfirgengilegt magn myndlistar af
öllu tagi og jafnaðarlega drjúgur lærdómur að
sækja heim, arkirektúr þar engan veginn und-
anskilinn, lýkur 11. ágúst. Og á Tate Britain,
Millvall, heiðrar þjóðin hinn áttræða raunsæis-
málara Lucian Freud með yfirgripsmikilli sýn-
ingu á æviverki hans, stendur til 22. september.
Þrátt fyrir þann ljóma sem stendur af nafni
listamannsins, sem nú er heimskunnur og í
verðflokki eftir því, væri ofsagt að hann hafi
ekki þurft að hafa fyrir hlutunum á listabraut-
inni. Jafnvel lengstum þekktastur fyrir hið
fræga eftirnafn, sem var bæði akkur og þrösk-
uldur. Í yfirgripsmiklu og skilvirku uppslátt-
arriti í tólf drjúgum bindum, Lexikon der
Kunst, í útgáfu Herder; Freiburg, Basel, Wien
1989, er hans þannig að engu getið og eru það
mikil býsn í ljósi frægðar hans í dag. Hér hefur
mönnum orðið á í messunni en um leið segir það
okkur hve listheimurinn breytist hratt, einnig
hve framtíðarspár reynast hér fallvaltar. Að
vissu marki sem betur fer, listin á ekki að vera
miðstýrt fyrirbæri né eign fárra, hið óvænta á
jafnaðarlega að leynast á bak við næsta horn,
annars hættir hún að hrista upp í hlutunum,
rasskella staðnaðan og vanabundinn þanka-
gang. Ógleymdur og í fullu gildi er vitaskuld
sem áður hæfileikinn til að sjá alltaf nýja hlið á
hlutunum, hann var lengi á hröðu undanhaldi en
hefur risið upp úr öskustó á síðustu árum. Að
hluta til með fulltingi hátækninnar sem hefur
opnað nýjar víddir til fortíðar, en einnig hennar
sjálfrar vegna og hins ólífræna umhverfis sem
hún framber og kallar á andstæðu sína. Má
segja að viðhorfin hafi komið bakdyramegin,
hér voru engir með reglustrikur og áætlanir á
lofti, öllu frekar um óviðráðanlega þörf fyrir líf-
ræna kviku og mjúk gildi að ræða.
Viðurkenni fúslega, að ég átti sem fleiri lengi
bágt með að melta list Lundúnaskólans svo-
nefnda, eins og hún birtist í verkum Lucian
Freuds, þetta hrjúfa, hráa og efniskennda
raunsæi, sem var til að mynda svo óralangt frá
yndisþokkafullum hvunndegi síðimpressjónist-
ans Pierre Bonnards í Frans.
Að svo komnu tilefni að gera hér dálítinn
samanburð á þrem myndlistarmönnum, þeim
Freud, Bonnard, og Alberto Giacometti, sem
allir leituðu á sömu mið, næsta nágrenni sitt.
Magnaður litaheimur Bonnards var sem óður til
náttúrunnar og eiginkonunnar, sem hann mál-
aði í öllum mögulegum stellingum, í fötum og
án. Hafði líka sína gildu skýringu, spúsan þoldi
síður tilhugsunina um að hann málaði aðrar
konur og fór því úr pjötlunum hvenær sem hann
bað hana um, þótt yfirleitt í öðrum og plat-
ónískari tilgangi væri en almennt gerist. Hið
merkilega við þetta er að konan var alltaf ung á
dúkunum eins og árin stæðu í stað, í þeim jafn-
an eins konar tímalaust sólskin eins og menn
segja um myndverk sumra landslagsmálara. Ef
náttúrumögnin í næsta nágrenni svo og birtu-
brigðin voru inntakið í myndheimi Bonnards,
gegndi sjálf tilvistin hliðstæðu hlutverki í högg-
myndum og málverkum Giacomettis. Sjálfur
Jean Paul Sartre postuli tilvistarstefnunnar
hlustaði af stakri íhygli og andakt á hugleið-
ingar málarans um lífið og tilveruna er þeir sátu
saman á kaffihúsum Parísarborgar, og það
AF LUCIAN FRE
Flestir munu gera sér grein fyrir að nafnið Sigmund Freud vísar til frumkvöðuls sálgreiningarinnar, jafnframt nýrra
öllu færri vita að sonarsonur hans, Lucian Freud (f. 1922), er af mörgum talinn einn fremstur raunsæismálara heim
efni yfirlitssýningar á verkum hans á Tate Britain, Milvall, beinir BRAGI ÁSGEIRSSON sjónum að þessum leng
Lucian Freud og Caroline í Madrid 1953.
Blessunarleg hvíld,
Hin fræga mynd Lucian Freud af starfsbróðurn-
um og vininum Francis Bacon, olía 1952.
Endurvarp, sjálfsmynd, olía á léreft 1985.