Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 9
skeði oft. En holdið sjálft, kynngi þess, fyrirferð
og skynsvið, er inntakið og veigurinn í mynd-
heimi Freuds, fyrirsætur og -sátar hans yfir-
leitt í gleiðum stellingum, eins og kenningar afa
hans séu að hluta til innbyggðar í pentskúfnum.
Málverkin þættu mörg hver ei heldur stásstofu-
væn á nærliggjandi norðurslóðum, en þar eiga
menn að vísu nokkuð í land með að skynja innri
lífæðar málverksins, eins og menn nefna fyr-
irbærið. Meðtaka fleiri þætti innan þess en yf-
irborðið og myndefnið, en það er í sjálfu sér
mikill lærdómur eins og til að mynda að skilja
inntak orða og hugtaka. En svo á málarinn einn-
ig til fleiri hliðar og skal ekki alfarið veginn og
metin í ljósi hins holdgnáa myndefnis sem er
svo stór þáttur í sköpunarferlinu, fínlegir hlutir
og tær náttúrusköp leika í höndum hans ef hann
beinir sjónum að slíku í umhverfinu og finnur
tilefni til að hantéra pentskúfinn.
Það sem gerir þessa þrjá ólíku myndverka-
smiði að hliðstæðum í listinni er eingöngu nær-
tækt myndefnið, að þeir eru að tjá reynsluheim
sinn og eru um leið í engu leiðitamir. Hið und-
urfagra sköpunarverk í málverkum Bonnards
var jafnaðarlega spúsa hans, Giacometti fann
einnig myndefni sín í eiginkonunni, ásamt
skyldmennum og nánum vinum, hið sama gerði
svo Lucian Freud. Allt mitt lífsverk er sjálfs-
ævisaga, segir málarinn sem í rúm 60 ár hefur
málað vini sína, fjölskyldu, ástkonur, starfs-
bræður og í sífellu sjálfan sig með afhjúpandi og
hérumbil kvalafullu innsæi. Myndir hans túlka
hráan raunveruleikann, þar sem gerandinn
finnur ekki þörf hjá sér til að fegra hið minnsta
smáatriði, búa þó yfir sterkum skírskotunum til
lífsins í mögnuðu og stórbrotnu túlkunarferli.
Lucian Freud fæddist í Berlín 1922, sonur
Lusie Brasch og Ernst Freud. Móðirin var dótt-
ir kornvörukaupmanns, faðirinn yngsti sonur
Sigmund Freuds, arkitekt að mennt. Fjölskyld-
an bjó í nágrenni Tiergarten (Dýraengi) í mið-
borginni en flúði til Englands er Hindenburg
vék fyrir Hitler 1933, hlaut enskt ríkisfang
1939. Ásamt bræðrum sínum Stefan og Clem-
ens gekk hann í almenna skóla, Dartington
Hall, seinna Bryanston. Árið 1938 lá leiðin í list-
iðnaðarskóla, seinna myndlistaskóla í Dedham,
en hélt til Liverpool 1941 og skráði sig á kaup-
skip; slasaðist og afskráður að fjórum mánuðum
liðnum. Að spítalavistinni lokinni hélt hann
áfram námi í skólanum sem var fluttur til Had-
leigh í Suffolk, nú sem óreglulegur nemandi.
Frá 1939-1943 birtust myndir eftir hann í
Horizon magazine og 1944 fékk hann inni fyrir
málverk sín í Lefevre Gallery. Dvaldist sum-
arlangt í París 1946, þaðan hélt hann til Grikk-
lands og ferðaðist um landið. Kvæntist Kitty
Garman, dóttur myndhöggvarans Jacob Ep-
steins 1948, en seinni kona hans er Caroline
Blackwood sem hann kvæntist 1952. Hefur hlot-
ið ýmsar mikilvægar opinberar viðurkenningar
meðal annars Order of Merit 1993, var gesta-
kennari við Slade 1949-54, af og til eftir það.
EUD
aðferða í geðlækningum. En
msins um þessar mundir. Í til-
gstum umdeilda málara.
Stúlka í rúmi, Caroline Blackwood, seinni eig-
inkona málarans, olía á léreft 1954.
Verðlaunaverkið Innimynd í Paddington, olía á léreft 1951.
Stúlka með rós. Kitty Garman, fyrri eiginkona
málarans. Olía á léreft 1947–48.
, olía á léreft, 1994. Málarinn og módelið hans, olía á léreft 1986–87.