Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 A Ð KRYFJA tónlist er kannski ekki það sem áhugafólki um tónlist þykir skemmtilegast að gera, sérstaklega ekki tónlistar- fólkinu sjálfu – en til þess að farið geti fram frjó um- ræða um tónlist verðum við að hafa eitthvað til að halda okkur í og væri ég hávaðalistamaður fyndist mér eðlilegt að ég gæti svarað því hvað hávaðalistir væru. Þess skal freistað hér með aðstoð nokkurra íslenskra hávaðalistamanna sem ég heimsótti, Birgis Arnar Thoroddsen (Curver), Elvars Más Kjart- anssonar (Auxpan) og Baldurs Björnssonar (Krakkbot). Ætli hávaðalistamenn séu sérvitringar sem njóta þess að hrökkva upp við ærandi bygginga- framkvæmdir í næsta húsi fyrir allar aldir og njóta þess svo að lúra undir sænginni með drynjandi steypuborhljóð fyrir eyrum? Það er víst ábyggilegt að slíkir sérvitringar fyrirfinn- ast en kannski er óhætt að ganga út frá því sem vísu að morgunsárið sé ein af þeim stundum þar sem við kjósum öll þögnina fram yfir hvers kyns hljóð, jafnt tónlist sem óreiðukennt brambolt umhverfisins. Hins vegar gæti einhverjum þótt sérviska að taka eftir hljóðunum í umhverfi sínu, sýna þeim áhuga og ganga jafnvel svo langt að nema þau á brott með sér til þess að kryfja þau og gera þau að hljóðfærum sínum líkt og hljóðlistafólk gerir. Fæstir gera greinarmun á hávaða og hávaða- listum, enda getur bilið þar á milli verið ósköp lítið. Það sem greinir þar á milli er kannski fyrst og fremst skipulagning hávaðans. Ef við tökum sem dæmi hnífaparaskúffu sem dettur ofan af þriðju hæð á gangstéttina þar fyrir neðan, þá myndu lætin sem af því sköpuðust almennt telj- ast hávaði. Ef hins vegar athugull vegfarandi hefur kveikt á vasaupptökutækinu sínu á meðan þetta gerist, fer síðan heim og tekur hnífa- parahljóðin inn á tölvuna sína þar sem hann heggur þau til og meðhöndlar eins og mynd- höggvarinn meðhöndlar marmarann – þá hafa hnífaparalætin verið færð í nýtt samhengi, þau skipulögð og ávöxtur þeirrar skipulagningar orðið að nokkru sem hægt er að tala um sem hávaðalist. Sumum hávaðalistamönnum nægir hins veg- ar að gefa hljóðunum sem þeir finna á vegferð sinni nýtt samhengi. Væru þessi sömu hnífa- parahljóð keyrð hrá út um ógnarstórt hljóðkerfi ofan af Faxaskála, teldist það samkvæmt því einnig til hávaðalista. En þetta eru auðvitað allt hugmyndir sem eru opnar fyrir vangaveltum í báða enda og mætti líklega skilgreina hávaða- listir, eins og annað á ótal vegu eftir duttlungum hvers og eins. Íslenskar hljóðlistir eru ungar þó að menn hafi hver í sínu samhengi verið að vinna með hljóð sem listmiðil frá því fyrir um hundrað ár- um. Sá hópur sem lagt hefur stund á hljóðlistir á Íslandi hefur verið agnarsmár í gegnum þau um það bil tíu til fimmtán ár sem listgreinin hefur verið iðkuð hér og það er því kannski ekki nema von að lítið hafi farið fyrir umræðu um þetta svið tónlistar. Að sama skapi er orðið „hljóðlist“ aðeins eitt af mörgum orðum sem leikmenn nota um það að meðhöndla hljóð í listrænum eða tónlistarlegum tilgangi en ég kýs að nota það hér til hægðarauka sem eins konar regnhlíf- arheiti yfir fjölmargar undirgreinar hljóðlista, svo sem hávaðalistir. Á Íslandi eru starfandi um það bil átta há- vaðalistamenn eða -hljómsveitir. Þetta eru Böðvar Yngvi Jakobsson, Darri Lorenzen, Birgir Örn Thoroddsen (Curver), Elvar Már Kjartansson (Auxpan), Baldur Björnsson (Krakkbot), Póstsköll og Jóhann Ei- ríksson (Product 8) sem oft fær Börk Sigurðs- son til liðs við sig á tónleikum. Þá eru aðeins taldir þeir sem reglulega leika hávaðalistir sínar opinberlega og hafa kennt sig við hávaðalistir. Um hina sem eru með læti heima í skúr skal ekki sagt en þeir eru eflaust nokkrir. Ég sé fyrir mér unga listamenn fara á tónleika með Auxpan og þaðan heim að taka í sundur þvottavélina í tónlistarlegum tilgangi – hávaðalistamenn framtíðarinnar. Auk þeirra sem ég tiltek hér sérstaklega, er svo fjöldi tónlistar- og myndlist- arfólks hverra verk eru á stundum hrein hávaðalist og má þar nefna sem dæmi hljóm- sveitina Stilluppsteypu, gítarleikarann Hilmar Jensson, raftónlistarmanninn Biogen, mynd- listarmanninn Finnboga Pétursson og fleiri. Rætur íslenskra hávaðalista Iðnaðarrokksveitin Reptilicus hafði upp úr árunum 1989–1994 sterk áhrif á framsækna raf- tónlist á Íslandi. Á heimasíðu sveitarinnar, sem ekki er lengur starfandi, er að finna ansi góða lýsingu Hilmars Arnar Hilmarssonar á Reptil- icus frá því í nóvember 1991 sem líklega mætti yfirfæra á flesta hávaðalistamenn. Þar segir (lauslega þýtt úr ensku): „Reptilicus er sam- starf tveggja Íslendinga sem grípa hvers kyns hljóð úr umhverfinu og skipuleggja þau þannig að útkoman hljómar í líkingu við tónlist. Að búa til tónlist er ekki meginmarkmiðið heldur er áhersla lögð á að þenja út mörk þess sem talist getur áheyrilegt.“ Reptilicus var skipuð þeim Jóhanni Eiríks- syni og … en í dag starfar sá fyrrnefndi undir nafninu Product 8, oft ásamt Berki Sigurðssyni. Þeir hituðu upp fyrir finnsku tíðniskelfana Pan sonic í Hafnarhúsinu fyrir um ári, þá með sér- lega hörkulega dagskrá. Taktur og melódía höfðu vikið algerlega fyrir hreinu hávaðaflæði en mikil og áþreifanleg þróun hefur orðið milli sveitanna tveggja. Hljómsveitin Stilluppsteypa er tvímælalaust ein sú afkastamesta á sviði íslenskra hljóðlista og hefur haft mikil áhrif á senuna hér heima. Lengst af var sveitin tríó, skipuð þeim Sigtryggi Berg Sigmarssyni, Helga Þórssyni og Heimi Björgúlfssyni en nýlega yfirgaf sá síðastnefndi sveitina. Í upphafi hafði sveitin hefðbundna hljóðfæraskipan, gítars-bassa-tromma-söngs en í dag hefur tónlist þeirra tekið dramatískum stakkaskiptum og komið víða við í tilraunum sínum með hljóð. Hávaðalistageirinn er smár og það er for- vitnilegt að fylgjast með samstarfi fólks sem er allt að því fimmtán ára aldursmunur á. Sbr. spuna Auxpans og Hilmars Jenssonar á Inni- leikum Tilraunaeldhússins í Vesturporti í haust og traust tengsl milli Reptilicus, Stilluppsteypu, Curvers, Hafler Trios og fleira. Það hlýtur að teljast nokkuð sérstakt að frumkvöðlar á sviði hávaðalista séu að vinna með „lærisveinum“ sín- um í dag, áratugi eftir að þeir fóru fyrst að láta af sér kveða. Birgir Örn Thoroddsen er kannski eina há- vaðalistastjarnan á Íslandi. Hann hefur verið að fást við tónlist frá því um 1991 þá sem hann var í slagtogi með strákunum í Stilluppsteypu, Fire Inc og fleirum sem tilheyrðu jaðarsenunni á þeim tíma. Í dag smíðar hann tónlist sína fyrst og fremst á tölvur en hann byrjaði sem gítarleikari fyrir tíu árum. „Ég byrjaði mjög snemma að heillast af öllum aukahljóðunum sem fylgja rafmagnsgítarnum,“ segir Birgir. „Í dag nota ég tölvur bæði til þess að búa til hljóð og til þess að skrumskæla þau. Þær eru mín helstu hljóðfæri í dag. Þegar ég var að byrja notaði ég reyndar alltaf trommuheila og tölvur, þannig að það lá beint fyrir mig að hætta að láta tölvuna herma eftir trommusetti og bassa og byrja að nota hana sem hljóðgjafa.“ Birgir segir hann og Stilluppsteypudrengina hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá The Hafler Trio þegar þeir fóru fyrst að föndra með hljóð fyrir um tíu árum. „Koma Andrews McKenzies [The Hafler Trio] til Íslands breytti öllum hugmyndum hér um það hvernig óhljóðalist ætti að vera,“ segir Birgir. „Af kynslóðinni þar á undan voru strákarnir í Reptilicus eiginlega þeir einu sem voru að gera eitthvað með hávaða. Reptilicus er kannski fyrsta hreina dæmið um óhljóðatónlist á Íslandi. Á undan þeim var reyndar Bruni BB í kringum 1981 en þeirra verk voru meira listaskólatengd- ir „performansar“ þar sem óhljóð voru notuð.“ Birgir nefnir að hugmyndin að nýta hávaða í tónlistarsköpun dragi uppruna sinn allt aftur til fútúristanna í kringum 1909. Þá hvatti Luigi Rossolo listamenn til þess að nota óhljóðin sem borginni fylgja í tónsmíðar sínar. „Þetta er alveg eins og með tónskáldin sem reyna að láta flautu herma eftir fugli,“ segir Birgir. „Í dag er mun líklegra að þú heyrir ískur í strætisvagni eða mótorhjóli sem keyrir framhjá heldur en einhvern fuglasöng, þannig að það er alveg rökrétt að hljóðuppsprettur tón- listarmanna í dag hafi breyst á þennan hátt. Ef listamenn eru speglar samtíma síns, þá er mjög eðlilegt að hávaði komi þar við sögu.“ Óhljóðalistamennirnir eru kannski mennirnir sem ganga um götur borgarinnar, eru heillaðir af þessum hljóðum sem eru í henni og nota þau beint í sína list. Ég spurði Birgi hvort hann teldi að hávaða- listum myndi halda áfram að vaxa máttur og megin eins og verið hefur á undanförnum árum. Munu hávaðalistir einhvern tímann verða tekn- ar í hóp hinna tónlistargreinanna? „Í eðli sínu er þetta jaðartónlist og ég held að hún muni alltaf standa fyrir utan almenna tónlist,“ svaraði SKIPULAGÐUR HÁVAÐI Morgunblaðið/Kristinn Darri Lorenzen, Baldur Björnsson (Krakkbot), Elvar Már Kjartansson (Auxpan), Jóhann Eiríksson (Product 8) og Birgir Örn Thoroddsen (Curver). Ætli hávaðalistamenn séu sérvitringar sem njóta þess að hrökkva upp við ærandi byggingaframkvæmdir í næsta húsi fyrir allar aldir og njóta þess svo að lúra undir sænginni með drynjandi steypuborhljóð fyrir eyrum? Í þessari grein er skilgreiningar á hávaðalist leitað og rætt við þrjá íslenska hávaðalistamenn, Birgi Örn Thoroddsen, Elvar Má Kjart- ansson og Baldur Björnsson en einnig koma Darri Lorenzen og Jóhann Eiríksson við sögu. E F T I R K R I S T Í N U B J Ö R K K R I S T J Á N S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.