Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 11
Hvað er fegurð og hvað er ljót-
leiki? Í hverju felst fegurðin?
SVAR:
Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við
fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í
fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala
frekar um form eða listgildi.
Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki
og þekkingarfræði, hverjum augum menn
líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum
aðgang að einhverju sem nefnist raunveru-
leiki, líta gjarnan svo á, að fegurð sé ein-
hverskonar eiginleiki hluta (náttúruhluta eða
handaverka manna). Þeir sem líta svo á, að
við höfum aðgang að vitundinni einni, segja
að fegurð hljóti að vera einhverskonar
reynsla, og athugun á fegurð sé því fólgin í
því að afmarka, einkenna og lýsa þeirri
reynslu.
Róttækir raunhyggjumenn (empíristar)
líta svo á, að þar sem sérhver reynsla sé af-
stæð, einkaleg og persónubundin, hafi hver
maður sinn smekk, og að um hann verði ekki
deilt. Það er ekkert slíkt til sem heitir feg-
urð. Það sem einum finnst fagurt finnst öðr-
um ljótt, og við það verður að láta sitja.
Ef við aðhyllumst þá skoðun, að fegurð sé
eiginleiki hluta, hljótum við að spyrja: Hvaða
eiginleikar? Um tvennt er að ræða: Lit eða
lögun. Við höfum heyrt talað um lostfagra
liti. En hvernig vitum við, hvaða litir eru
fagrir? Við getum litið svo á, að það fari
ungri stúlku vel að vera rjóð í vöngum. En
eru þá öll rjóð andlit fögur? Það yrði erfitt að
skera úr því með mælingu.
Ef fegurð tilheyrir hlutum, verður hún að
vera mælanleg. Og mælanlegir eru þeir eig-
inleikar sem verða í tölum taldir, lengd,
breidd og hæð. Þá er hægt að skoða hvaða
hlutföll þessara eiginleika hljóta að teljast
fögur. Sú skoðun var uppi í Grikklandi hinu
forna, að fegurð væri fólgin í samræmi þess-
ara hinna mælanlegu eiginleika (taxis). Eng-
inn setur stórt stefni á lítinn bát, segir Arist-
óteles.
Séu stærðarhlutföllin í verkinu í góðu sam-
ræmi, er það fagurt. Þetta er kenningin um
hlutföllin. Í þeirri kenningu fólst, að ákveðið
hlutfall væri mælikvarði á fegurð, það er
hlutfallið 5/8. Það heitir öðru nafni gull-
insnið. Þetta sjónarmið er rótfast í menningu
Vesturlanda. Það hefur margsinnis verið
staðfest með tilraunum, að menn velja frekar
hlut, sem býr yfir gullinsniði, en annan sem
gerir það ekki og finnst sá fyrrnefndi fal-
legri. En hinir fornu Grikkir ráku sig á það í
árdaga vesturlenzkrar heimspeki, að það var
ekki hægt að halda reglunni um hlutföllin til
streitu. Súlur, sem stóðu í röð með nákvæm-
lega útmældu millibili, sýndust hallast út,
þegar horft var á þær framan frá. Það varð
því að halla þeim örlítið hverri að annarri,
svo að þær sýndust vera nákvæmlega lóð-
réttar.
Síðan gerðu menn sér glögga grein fyrir
því, að ýmsar fleiri blekkingar eru inn-
byggðar í sjónskynið og að það yrði að taka
tillit til þeirra bæði í byggingar- og myndlist.
Þegar Leonardó da Vinci og Leon Battista
Alberti hugðust á endurreisnartímanum
smíða kenningu um vísindalega endursköpun
„veruleikans“ í mynd, byggðist hún á því
hvernig myndin af honum lítur út í skynjun
eins auga. Allir vita að hlutir sýnast smækka
í hlutfalli við fjarlægð og að samsíða línur
sýnast skerast í fjarlægð. Allt þetta verður
til þess að brennidepill athyglinnar færist frá
hlutfallakenningunni og inn á hið huglæga
svið. Menn hætta að tala um, að hið fagra sé í
mælanlegum hlutföllum, heldur í upplifun og
reynslu af „veruleikanum“. En hvernig sér til
átta í hugarheimum? Hvaða reynsla hefur
þann eiginleika að vera fögur (eða ljót)?
Davíð Hume áleit að hugtakið smekkur sé
sá sjónarhóll, sem horfa beri frá. En hvernig
getum við með tilstyrk smekksins greint hið
fagra frá hinu ljóta? Einungis víðtæk og end-
urtekin reynsla getur brýnt smekkinn, svo að
hann geti orðið að mælikvarða. Tveir menn
smökkuðu á víni úr tunnu nokkurri. Annar
kvaðst finna keim af leðri, en hinn af járni.
Aðrir þeir sem slokuðu í sig víni úr ámunni
hlógu að hinum tveim bjálfum. En þegar kom
að því að súpa dreggjarnar kom í ljós að þar
lá lykill með nautshúðarbleðil bundinn við.
Kant andmælti þessu: það er ekki hægt að
leggja að jöfnu góðan smekk fyrir ýmsum lífs-
ins gæðum og smekk fyrir hinu fagra. Hann
viðurkenndi, að smekksdómar hljóti ætíð að
vera huglægir (og þar með afstæðir), en hlytu
þó að gera kröfu til að vera almennir og þar
með mælikvarði á hið fagra. En hvernig má
þetta tvennt fara saman? Ég get gert kröfu til
að smekksdómur minn gildi einnig fyrir aðra,
ef hann einskorðast við form. Slíkir smekks-
dómar hafa sameiginlegan grunn og gilda því
almennt, þótt þeir séu lýsing einkalegrar
reynslu.
Kant olli straumhvörfum. En hvernig á að
vinna úr hugsun hans? Hvernig veit ég, nánar
tiltekið, hvaða form er fagurt? Höfundur
nokkur (Clive Bell) kvað það form fagurt, sem
virkar á mig sem merkingarhlaðið. En þessi
hugsun bítur í skottið á sér: Hið fagra form er
það sem það er, af því ég finn merkingu í því.
Áhrifin sem formið hefur á mig gera það að
verkum að það er það sem það er.
Fagurfræðileg umræða síðustu áratuga
hefur hallazt að því, að fella niður allt tal um
fegurð og ljótleika. Þess í stað hefur umræð-
an beinzt að því, að tiltaka, hvað verk (hlutur)
þarf að hafa til að bera, svo að hægt sé að
telja það listaverk (umræða um listgildi).
Til eru þeir, sem segja, að sérhvað það sem
listheimurinn viðurkennir sem listaverk, sé
listaverk. En hvað er listheimur og hvernig
fer hann að því að taka ákvarðanir? Enn sem
fyrr er umræðan um hið fagra frá tvenns-
konar sjónarhorni: Hinu hlutlæga, því að sér-
hver fagur hlutur hlýtur að hafa formgerð, og
svo frá hinu huglæga: hið fagra hefur sérstök
áhrif á okkur. Hvortveggja sjónarmiðin liggja
að baki rökræðunni í riti Aristótelesar um
skáldskaparlistina. Jafnvel í fornöld sveif
hugur jafn hátt.
Arnór Hannibalsson, prófessor í heimspeki við HÍ.
HVAÐ ER FEG-
URÐ OG HVAÐ
ER LJÓTLEIKI?
Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á
Vísindavefnum að undanförnu má nefna:
Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi, geta dýr
verið samkynhneigð, er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni og til
hvers er kjarnorka aðallega notuð?
VÍSINDI
Birgir. „Samt eru áhrif frá óhljóðalist farin að
blandast inn í popptónlist eins og heyra má til
dæmis á nýju smáskífunni hennar Brandy. Ef
maður hlustar á tónlistina undir söngnum í lag-
inu What about Us má heyra þar miklar óreglu-
pælingar sem tengjast óhljóðalistum. Lagið er
mjög gott dæmi um fútúrískar pælingar í
rytma, takturinn er ekki í takt en samt syngur
Brandy, sem er R(ytma) og B(lús) söngkona,
mjög poppað yfir og þetta er eitt af vinsælustu
lögunum í heiminum í dag.“
Háværar þagnir
Elvar Már Kjartansson og félagi hans Baldur
Björnsson eru báðir áhugamenn um hávaða og
hvernig hann megi skipuleggja svo úr verði
hávaðalist. Ég mælti mér mót við þá félagana á
heimili Baldurs við Grundarstíg þar sem Gallerí
Kúkur er starfrækt þessa dagana en Baldur er,
eins og svo margir hávaðalistamenn einnig
myndlistarmaður.
Ég spurði þá félaga hverjar þeir teldu vera
helstu tegundir hávaðalista.
Baldur svaraði því til að innan hávaðalista
störfuðu annars vegar „minimalistar“ eða
naumhyggjufólk og hins vegar „maximalistar“
sem erfiðara er að þýða en í grófum dráttum eru
þeir listamenn sem nota mikinn hljóðstyrk til
þess að kalla fram tafarlaus líkamleg áhrif
áheyrenda og hafa áhuga á því að bauna út
miklu hljóði í einu.
Baldur sagði frá einhverjum bestu tónleikum
sem hann hefur farið á. Þeir voru haldnir í Berl-
ín og það sem sat eftir í huganum að þeim lokn-
um var ungur Japani. Sá fór ekki styttri leiðina í
hávaðasmíðum sínum með því að skrúfa hljóð-
styrkinn upp úr öllu valdi, heldur kom hann
lúmskur inn um bakdyrnar. Hljóðin sem Jap-
aninn vann með náði hann sér nefnilega í innan
úr eyðibýlum þar sem í besta falli mátti heyra
hvísl fortíðarinnar, því þaðan var allt líf fyrir
löngu horfið eitthvert annað. Á göltri sínu um
yfirgefin húsakynnin komst hann að raun um að
hvergi væri þögnin eins og að lengi mætti leika
sér með margvíslegar áferðir hennar. Þögnin
getur verið þung og ef menn hafa áhuga á því
getur hún jafnvel orðið yfirþyrmandi hávær,
einkum eftir að hún hefur verið meðhöndluð
eins og Japaninn ungi sýndi Baldri fram á á tón-
leikunum í Berlín.
„Maginn á manni fór að hristast og maður
fann hvernig hárin í hnakkanum risu,“ segir
Baldur um tónleikana. „Eftir mjög langa upp-
byggingu, þegar þetta var löngu hætt að vera
músík fattaði ég að ég hafði verið að upplifa
massívan hávaða en ekki fyrr en slökkt hafði
verið á öllu og mér fannst eins og þykkum stál-
ullarhjálmi hefði verið lyft af mér.“
Það sem Baldur talar um hér er mjög þekkt
meðal hljóðlistafólks sem margt hvað hefur
leikið sér talsvert með tíðni hljóða fremur en
styrk þeirra.
Þannig geta viss tíðni haft tilfinnanleg áhrif á
líffærastarfsemi fólks eins og þekkist í lækna-
vísindunum þar sem miklar tilraunir hafa verið
gerðar á sviði „hljóðtíðnilækninga“ ef við getum
kallað þær svo, á undanförnum árum. Eitt
þekktasta dæmið um misnotkun slíkrar þekk-
ingar í tónlistarheiminum er líklega grimmd-
arleg tilraun finnsku hljómsveitarinnar Pan
sonic sem fann út þá tíðni sem losar um hægðir
fólks og beitti henni á tónleikagesti sína fyrir
nokkrum árum. Sjálfir höfðu þeir hlífðartól yfir
eyrum sínum á meðan gestir flykktust í átt að
salernum.
Það má deila um siðferði slíkra uppátækja en
sem betur fer er ekki allt hljóðlistafólk jafn mis-
kunnarlaust og Pan sonic-drengirnir voru sem
ungir gæðingar. Sumir láta staðar numið við að
brjóta eins og eitt kristalsglas, aðrir láta drama-
tískar tíðnisviptingar alveg eiga sig.
Elvar segir 55 rið vera eins konar tónskratta
nútímans, en sú tíðni ku hafa sérlega óþægileg
áhrif á meltingarkerfið og almenna vellíðan
fólks. Hann segir marga popptónlistarframleið-
endur mjög meðvitaða um að hleypa henni ekki
inn í tónlist sína – skiljanlega.
Hér vaknar upp gamla spurningin um það
hvort tónlist sé til þess gerð að skapa vellíðan.
Ef þú ert tónlistarmaður, er þá ekki þitt æðsta
takmark að láta hlustendum þínum líða eins
dásamlega og frekast er unnt, hefja þá úr
mugga hversdagsleikans og upp í hæstu him-
neskar hæðir með „góðu“ lagi? Hverju myndu
smiðir hryllings- og spennumynda svara ef
þessi spurning væri yfirfærð á þeirra svið? Líð-
ur fólki dásamlega þegar það horfir á til dæmis
The Shining eftir Stanley Kubrick eða Mulhol-
land Drive eftir David Lynch? Líklegra er að
augu þess séu uppglennt og maginn í hnút af
skelfingu, en um báðar þessar myndir er þó tal-
að sem meistaraverk. Á hinn bóginn eru vissu-
lega til þær hryllings- og spennumyndir sem
skapa eingöngu vanlíðan og eru að öðru leyti
rusl. Það sama gildir um hávaðalistir. Þegar vel
tekst til er líðan okkar eftir góða hávaðaleika ef
til vill ámóta líðan okkar þegar við göngum út úr
bíóhúsi á miðnætti eftir að hafa horft á virkilega
góða spennumynd með grípandi fléttu sem skil-
ur eftir sig tægjur í huganum.
„Ef þú getur látið fólki líða einhvern veginn,
þá er það jákvætt til að byrja með, af því rosa-
lega mikið af tónlist lætur þér líða hvorki né,“
segir Baldur og Elvar bætir við: „Hræðsla, ang-
ist og aðrar ógnunartilfinningar eru rosalega
vanmetnar tilfinningar í tónlist.
Já … hvorki-né ástandið er ekki gott. Það að
líða „engan veginn“ og finna ekki fyrir sér er
fyrir fæsta sérlega eftirsóknarvert. Flestir
kannast við að hafa verið með tónlist bunandi í
eyrunum, kannski svo vikum eða mánuðum
skiptir án þess að hafa í raun heyrt nokkuð sem
virkilega hafði áhrif eða hreyfði við þeim og það
sama gildir um bókmenntir, kvikmyndir og
fleira sem hugur okkar innbyrðir. Stundum
viðrar þannig að flest af þessu er vita bragðlaust
og verður fljótt gleymskunnar bráð án þess að
það skilji nokkuð eftir sig.
Er vöxtur hávaðalista einhvers konar svar við
slíku logni? Kannski árásargjörn tilraun til þess
að kalla fram áhrif, láta fólki „líða einhvern veg-
inn og gefa því upplifun sem undirleggur líkama
og sál?“
Stórvirkar vinnuvélar eru töff
og það sem koma skal
Eitt af því forvitnilegasta við hávaðalistafólk
er hljóðfæranotkun þess og þær hljóðupp-
sprettur sem það sækir í. Hljóðheimur hávaða-
listamannsins er nefnilega ótæmandi. Margir
láta sér nægja að sækja sér hljóð innan heimilis-
ins. Verkfærakassi dettur í gólfið, bröltið í kaffi-
könnunni á morgnana, hnetur í matvinnslu-
vél … allt eru þetta hugsanlegar
hljóðuppsprettur. Elvar hefur mikið notað
hljóðin úr myndbandstækinu sínu en hljóðfæri
hans eru fyrst og fremst segulbandstæki og allt
sem hann límir snertihljóðnema sína á, en
snertihljóðnemar eru búnir hringlaga málm-
skífum og eru ofurnæmir fyrir snertingu þess
sem þeir eru límdir á. Upp á síðkastið hefur
Elvar mikið verið að smíða sín eigin rafhljóð-
færi, hljóðgervla, trommuheila og fleira inn í
smákökubox, kryddstaauka og annað sem hendi
er næst en hráefnið fær hann úr hljóðkubbum
innan úr afmæliskortum, útvörpum eða öðrum
heimilistækjum sem hann rífur í sundur til þess
að fá þeim sitt nýja hlutverk. Eitt verka hans er
að mestu leikið á neonbleikan leikfangaraf-
magnsgítar. Þegar gítarinn kom upp úr kass-
anum var hægt að leika á hann nokkur mismun-
andi hetjusóló sem innbyggð voru í tryllitækið,
en Auxpan komst í það og bjó til sitt eigið hetju-
sóló með því að hagræða innviðum „hljóðfær-
isins“ eftir eigin sannfæringu – gott dæmi um
stórskemmtilega hljóðfæranotkun hávaðalista-
manna, hugvit og uppátækjasemi.
Baldur notar lítil leikfangaorgel, tölvu og
þungar vinnuvélar helst í sínum tónsmíðum.
„Stórvirkar vinnuvélar eru töff og það sem
koma skal,“ segir hann.
Baldur nemur myndlist við Listaháskóla Ís-
lands en eitt verka hans í vetur var unnið með
fulltingi fjögurra skurðgrafna af tegundinni
Caterpillar. Tvær grafnanna voru með jarðbor
framan á sér, sem þær þrumuðu af miklum
krafti, taktfast í grjót fyrir utan húsnæði
Listaháskólans við Laugarnesveg, á meðan hin-
ar tvær kröfsuðu í möl. Fyrir framan hljóm-
sveitina stóð svo Baldur og stjórnaði einbeittur
líkt og á sinfóníutónleikum.
Hávaðalistir framtíðarinnar
Tónskáldin Hilmar Þórðarson og Ríkharður
Friðriksson hafa staðið fyrir mikilli uppbygg-
ingu í tónveri Tónlistarskólans í Kópavogi síð-
ustu ár en þar er boðið upp á þriggja ára nám í
raftónlist. Nú eru þeir einnig að vinna þarft
starf í Listaháskóla Íslands við uppbyggingu
nýmiðladeildar. Æ meiri aðsókn er í þetta nám
og það er augljóst að það er afar dýrmætt fyrir
framþróun raftónlistar á Íslandi.
Darri Lorenzen er einn þeirra sem lagt hefur
stund á nám í tónverinu og er það sem ef til vill
mætti kalla stafrænn hávaðalistamaður. Hann
notar forritið Max mikið í sínum tónsmíðum en í
því getur hann búið til sín eigin hljóðfæri sem
geta stjórnað hljóðum eftir hans höfði.
Ég heimsótti hann eitt eftirmiðdegið og tók
við hann stutt en sérdeilis framtíðarlegt viðtal.
Á meðan við töluðum saman hafði hann hljóð-
nemann tengdan við tölvuna sína þar sem hann
var með heimasmíðað forrit búið til í Max opið. Í
mjög einfölduðu máli virkar forritið einhvern
veginn þannig, að hljóðnemi sem Darri notar
gjarnan á tónleikum, nemur hljóð úr salnum
sem þaðan ferðast inn í forritið þar sem meðal
annars tónhæð þess og hraði hreyfist handa-
hófskennt. Auk þess getur hann sett inn í hama-
ganginn sem af þessu skapast, tilbúin hljóð sem
hann hefur tekið upp og geymir í tölvunni.
Það er miður að viðtalið skilar sér ekki í
prentuðu máli og ég get því aðeins bent les-
endum á að fylgjast vel með Darra og kollegum
hans í hávaðalistum en þeir hafa verið einkar
iðnir við að koma fram upp á síðkastið, enda
hljóðlistir blómlegri í dag en nokkru sinni fyrr.
Hvort þær muni einhvern tímann færast út af
jaðrinum skal ósagt látið enda skiptir það engu
máli því hvar sem þær eru, eru þær komnar til
að vera.
Höfundur er tónlistarmaður og stundar nám í
bókmenntafræði við Háskóla Íslands.