Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 13 ARKITEKTINN Daniel Libesk- ind veitir um næstu helgi við- töku Hiroshima-verðlaununum í listum. Í framhaldi af athöfninni verður opnuð sýning helguð honum, sú fyrsta í Japan. Stofnað var til verðlaunanna árið 1989 af Hiroshimaborg, sem fyrst borga varð fyrir kjarn- orkusprengingu. Tilgangurinn er að vekja athygli heimsins á „anda Hiroshima“ fyrir atbeina samtímalista og stuðla að friði og velmegun meðal manna. Li- beskind hlýtur verðlaunin fyrir frumlega sköpun, einkum Gyð- ingasafnið í Berlín, og djúpan skilning á friðarmálum. Ferill Libeskinds er um margt óvenjulegur. Hann fæddist í Lodz í Póllandi en flutti ungur að árum til Bandaríkjanna, þar sem hann lagði stund á nám í tónlist. Venti síðan kvæði sínu í kross og lærði til arkitekts. Li- beskind er nú ísraelskur rík- isborgari en býr í Berlín. Hann vakti fyrst athygli fyrir teikningu sína, Micromegas, árið 1979 en hún þótti bjóða gildandi lögmálum í byggingarlist birg- inn. Allar götur síðan hefur Li- beskind vakið athygli fyrir frum- legan stíl sinn og þykir hafa fært heiminum afar sérstæðar bygg- ingar, oftar en ekki með sögu- legu ívafi. Gott dæmi um það er senni- lega frægasta verk Libeskinds, Gyðingasafnið í Berlín, sem opn- að var síðastliðið haust. Þar þyk- ir arkitektinum takast að sam- eina minninguna um hörmuleg örlög gyðinga í seinni heims- styrjöld bjartri sýn á framtíðina. Nýjasta verk Libeskinds, Stríðsminjasafnið í Manchester á Englandi, verður vígt síðar í þessum mánuði. Í nýlegu viðtali lýsir hann til- urð þeirrar byggingar á þann hátt að hann hafi lagt upp með ákveðna hugmynd, hnött í mol- um eftir hremmingar styrjaldar. Hugmyndina útfærði hann síðan á skrifstofu sinni í Berlín. „Ég vafði tebolla inn í plastpoka og henti honum út um gluggann. Ég veit að heimurinn er brothættur en mig langaði að sjá hann leys- ast upp í frumeindir sínar. Rúm- fræði brotanna var næsta full- komin og ég sá í hendi mér að ég gat valið þrjú brot sem myndu tákna höfuðskepnurnar. Mér var líka kunnugt um birtuskilyrðin í Manchester. Hann rignir gjarn- an þar. Bugðurnar gæða bygg- inguna lífi.“ Þriðja fullgerða safnið sem Li- beskind hefur hannað er Felix Nussbaum Haus í Osnabrück í Þýskalandi en hann er nú að hanna Gyðingasafnið í Kaup- mannahöfn og bætur við Lista- safn Denver og Konunglega Ont- ario-safnið í Toronto. Þess má geta að Libeskind kom hingað til lands árið 1995 og leiðbeindi á sumarnámskeiði Íslenska arkitektaskólans, ÍSARK. Libeskind heiðraður ERLENT Gyðingasafnið í Berlín. ÞRÍR af einleikjum Völu Þórsdóttur, leikkonu og leikskálds, hafa verið þýddir á tyrknesku og gefnir út hjá einum stærsta leikbókmenntaútgef- anda Tyrklands. Um er að ræða verk- in Háaloft, Eða þannig ... og Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl. Einnig stendur til að setja Háaloft upp í Borgarleikhúsi Izmir-borgar í Tyrk- landi og er Vala á leið utan ásamt fjöl- skyldu sinni til að vera viðstödd frum- sýninguna, sem fer fram 6. ágúst. Saga úgáfunnar hefst í Finnlandi, þar sem leikhús Völu, The Icelandic Take Away Theatre, sótti leiklist- arhátíð. „Við fórum með Háaloft og Engla alheimsins til Ungverjalands og svo fór ég til Finnlands með Háaloft. Þar voru margir hópar frá Evrópu, meðal annars leikhópur frá Borg- arleikhúsinu í Izmir. Þau urðu svo hrifin af verkinu og okkur kom öllum svo vel saman, að þau spurðu mig strax hvort þau mættu setja það upp,“ segir Vala í samtali við Morgunblaðið. „Í kjölfar ferðarinnar vorum við í sambandi og þá spurðu þau hvort ég ætti fleiri verk á ensku. Ég átti þrjú og þannig varð þetta úr.“ Leikhópurinn fór með verkin til eins stærsta leikbókaútgefanda Tyrk- lands, sem réðst í útgáfu þeirra. Háa- loft var þýtt og staðfært af Semih Celenk, sem þykir einn af virtustu leikhúsmönnum Izmir og starfar sem leikskáld, leikstjóri, þýðandi og pró- fessor við leikritunardeild háskólans þar. Hann mun jafnframt leikstýra verkinu þegar það verður sett upp í Borgarleikhúsinu í Izmir í ágúst. „Leikkonan sem fer með hlutverk Karitasar í Háalofti er ein af stjörnum Borgarleikhússins þarna,“ segir Vala. „Hún hefur leikið mikið af einleikjum og var meðal annars með fjóra einleiki eftir Dario Fo á leiklist- arhátíðinni í Finnlandi. Ég sá hana þar og hún er mjög flink.“ Leikhópur Borgarleikhússins í Izmir stundar mikla samfélagsvinnu, að sögn Völu, og fer meðal annars með leikrit út í smærri þorp Tyrklands og til tyrk- neskra samfélaga í Evrópu. „Þeir eru að reyna að koma á einhvers konar jafnréttisumræðu í heittrúuðu sam- félögunum þar og sýna þess vegna kvennaeinleiki,“ segir Vala. Aðspurð hvort hún telji að Háaloft muni höfða til tyrkneskra áhorfenda svarar Vala: „Háaloft er fyrst og fremst um mann- eskju sem er með geðhvarfasýki, en er samt að burðast við að vera sjálfstæð og er kona. Ég held að umræða sem tengist geðsjúkdómum sé á flestum stöðum á frekar lokuðu plani. Þetta verk ætti því alveg að virka hjá þeim. Svo er auðvelt að staðfæra verkið í Tyrklandi, því þar koma jarðskjálftar nokkuð við sögu, en Tyrkland er mikið jarðskjálftasvæði. Ef setja ætti verkið upp í Finnlandi, til dæmis, þyrfti að búa til annað vandamál, í sambandi við timburiðnaðinn eða eitthvað í þá átt- ina.“ Vala heldur utan til Tyrklands til að vera viðstödd frumsýninguna í Borg- arleikhúsi Izmir og hitta útgefendur leikverkanna. „Maðurinn minn og syst- ir fara með mér og ég verð heið- ursgestur á frumsýningunni. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Vala að lokum. Einleikir Völu á tyrknesku Morgunblaðið/Árni Sæberg Vala Þórsdóttir í hlutverki Karitasar í Háalofti. ÍSLAND er fyrirferðarmikið í nýjasta hefti þýska bókmenntatímaritsins die horen, sem gef- ið er út í Bremerhaven. Fremst í heftinu er grein eftir Peter Urban-Halle um Halldór Laxness í tilefni af aldarafmæli skáldsins undir yfirskrift- inni Síðasta þjóðskáldið. Í greininni rekur höfundur ævi Halldórs og getur um helstu verk. Hann segir meðal annars: „Hetjurnar í bændaskáldsögum Laxness, sem eru enn síður tengdar blóði og jörð en til að mynda „Gróður jarðar“ eftir Hamsun, eiga sér draum um sjálfstæði og ganga í því efni svo langt að tortíma sjálfum sér eins og bóndinn Bjartur í Sjálfstæðu fólki sem raunar varð metsölubók bæði í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Sjald- gæft tilfelli en sýnir þó að viðfangsefni Laxness hafa almennt gildi: málið snýst um að brjótast út, leita að betri, skynsamlegri heimi.“ Í niðurlagi skrifsins segir Urban-Halle síðan: „Í Þýskalandi er þessum föru- nauti og skoðanda 20. ald- arinnar sýndur sá sómi sem honum ber með tólf binda útgáfu Huberts Seelows á verkum hans (sem komið hefur út hjá Steidl-forlaginu í Göttingen síðan 1988): ef til vill þeim síðasta af þeirri sjaldgæfu tegund rit- höfunda sem skópu heimsbókmenntir með því að semja alþýðuskáldskap.“ Fjöldi mynda prýðir greinina. Peter Urban-Halle býr í Berlín og starfar sem bókmenntarýnir og þýðandi. Hann hefur einnig samið ýmislegt efni til flutnings í útvarpi. Íslensk ljóð birt Í heftinu birtast einnig þýðingar á ljóðum frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal íslensk ljóð á 23 blaðsíðum. Skáldin eru Steinunn Sigurð- ardóttir, Baldur Óskarsson, Þorsteinn Valdi- marsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Hannes Pét- ursson, Ágústína Jónsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. die horen kemur út ársfjórðungs- lega og er hvert hefti ígildi bókar að stærð, nýj- asta heftið er til að mynda 220 blaðsíður. Laxness minnst í die horen Halldór Laxness MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Völuspá eft- ir Þórarin Eldjárn á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada dagana 1. og 2. ágúst. Völuspá var frumsýnd á Listahátíð í Reykja- vík 2000 og hefur síðan verið sýnd víða um land auk þess að hafa farið á leiklistarhátíðir í Rúss- landi og Svíþjóð. Sýningar á Völuspá eru nú orðnar 110 talsins en verkið byggist á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Leikstjóri sýningarinnar er Daninn Peter Holst, sem rekur sitt eigið leikhús í Danmörku, Det lille Turnéteater. Guðni Franzson stýrði tón- listinni í verkinu og leikmynd og búninga hann- aði Anette Werenskiold frá Noregi. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og Stefán Örn Arnarson sellóleikari. Völuspá verður leikin á ensku í Gimli, en þýð- andi ensku útgáfunnar er Sarah E. O’Neill. Möguleikhúsinu hefur einnig verið boðið að koma til Finnlands og Færeyja með Völuspá á vetri komanda, en þess má geta að nú er Völuspá til á þremur tungumálum, íslensku, ensku og sænsku. Pétur Eggerz leikur á öllum þremur tungumálunum. Völuspá sýnd í Kanada Morgunblaðið/Ásdís Stefán Örn Arnarson og Pétur Eggerz leika Völuspá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.