Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JÚLÍ 2002 15
MYNDLIST
Galleri@hlemmur.is: Magnús Sig-
urðsson. Til 20.7.
Gallerí Reykjavík: Díana Hrafnsdótt-
ir. Til 26.7. Loes Muller. Til 31.7.
Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar
Guðmundssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur. Til 28.7.
Grafarvogskirkja: Björg Þorsteins-
dóttir. Til 18.8.
Hafnarborg: David Alexander. Dis-
till. Til 22.7.
Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til
29.8.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar
Hákonarson. Til 1.9.
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi:
Úr eigu safnsins.
i8, Klapparstíg 33: Sabine Funke,
Ragna Róbertsdóttir og Beate Ter-
floth. Til 17.8. Undir stiganum:
Frosti Friðriksson. Til 27.7.
Listasafn Akureyrar: Akureyri í
myndlist II. Til 21.7.
Listasafn ASÍ: Valgerður Hauksdótt-
ir og Kate Leonard. Til 28.7.
Listasafn Borgarness: Sigríður Val-
dís Finnbogadóttir. Til 14.8.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið
laugardaga og sunnudag kl. 14–17.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar-
safn: Listin meðal fólksins. Til 31.
des.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Íslensk samtímalist. Til 11.8.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sum-
arsýning. Hin hreinu form.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Kíkó
Korriró. Til 7.8.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar-
húsi: Blaðaljósmyndir. Til 1.9.
Mokka: Marý. Til. 14.8.
Norræna húsið: Siri Derkert. Til
11.8.
Safnahús Borgarfjarðar: Skógasýn-
ing, myndlist og handverk. Til 1.9.
Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta
sýningar á alþýðu-
list. Til 15.9.
Sjóminjasafn Ís-
lands: Smíðisgrip-
ir eftir íslenska
handverksmenn.
Til 12.8.
Skaftfell, Seyðis-
firði: Peter Frie
og Georg Guðni.
Til 10.8.
Skálholtsskóli:
Benedikt Gunn-
arsson. Til 1.9.
Straumur, Hafnarfirði: Mark Norm-
an B Rosseau. Til 21.7.
Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness.
Til 31. des.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir
og ragnarök.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Árbæjarsafn: Ingi Garðar Erlends-
son, básúna, Guðrún Rútsdóttir, bás-
úna og Ella Vala Ármannsdóttir, pí-
anó. Kl. 14.
Hallgrímskirkja: Katrin Meriloo org-
anisti frá Eistlandi. Kl. 12.
Reykholtskirkja, Borgarfirði: Hauk-
ur Guðlaugsson organisti. Kl. 16.
Reykjahlíðarkirkja, Mývatnssveit:
Judith Portugall, flauta, Wolfgang
Portugall, orgel og Margrét Bóas-
dóttir, sópran. Kl. 21.
Sunnudagur
Fríkirkjan í Reykjavík: Barrokkdúó:
Ólöf Sigursveinsdóttir og Hanna
Loftsdóttir. Kl. 17.
Hallgrímskirkja: Sumarkvöld við
orgelið: Katrin Meriloo frá Eistlandi.
Kl. 20.
Þriðjudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ca-
mila Söderberg (blokkflauta) og Guð-
rún Óskarsdóttir (sembal). Kl. 20.30.
LEIKLIST
Árbæjarsafn: Spekúlerað á stórum
skala. Sun. kl. 14.
Upplýsingar um listviðburði sem ósk-
að er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið-
vikudögum merktar: Morgunblaðið,
menning/listir, Kringlunni 1, 103
Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang:
menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Benedikt
Gunnarsson
Värmland héraði Svíþjóðar, nokkru fyrir utan
Gautaborg. Í stórum garði setursins eru þó
nokkur lítil garðhús, eða pavillion, mismunandi
að gerð og lögun, og nýttu íslensku listamenn-
irnir sér þau til sýningarhaldsins. „Fyrst átti
sýningin að vera í tveimur eða þremur af þess-
um húsum. Marc hafði hugsað sér að fá ein-
ungis fjóra til fimm listamenn. En hugmyndin
um að nota öll þessi garðhús varð ofan á, svo við
sendum út boð til fjórtán listamanna og athug-
uðum hvernig þau tækju í þetta,“ segir Halldór.
„Við vissum að það yrði lítið um styrki, lítill tími
til undirbúnings og þetta væri almennt allt í
mjög miklu uppnámi. En allir voru reiðubúnir
að taka þátt, þrátt fyrir þetta. Við fengum styrk
úr menntamálaráðuneytinu, og svo hófst eyði-
merkurgangan, að ganga milli fyrirtækja og
biðja um styrki. Það gekk heldur illa, þar til
Landsvirkjun gat hugsað sér að styrkja okkur,
að minnsta kosti um gerð sýningarskrár, gegn
því að þessi sami hópur héldi sýningu í haust í
Ljósafossvirkjun. Auk þess fengum við fyrir-
greiðslu frá Flugleiðum um flutning á verkun-
um. Það tókst því að ná endum saman.“
Sýningarskráin ber yfirskriftina Hvalreki og
er á kápu hennar mynd af mönnum að gera að
hvalskrokki. „Við unnum að gerð hennar um
þær mundir sem Svíar neituðu samstöðu við
okkur Íslendinga um hvalveiðar,“ segir Halldór
um titil sýningarskrárinnar. „Við ákváðum að
hafa þennan titil og Steingrímur Eyfjörð kom
með þessa hugmynd að hafa mynd af hval-
skrokknum. Okkur fannst það hafa ákveðna
skírskotun í þetta sænsk-íslenska samstarf.“
Halldór segir sýninguna hafa komið mjög vel
út og hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda sem
gesta. „Það kom mörgum nokkuð á óvart að sjá
hversu fjölbreytileg íslensk samtímamyndlist
er,“ segir hann. „Ég viðurkenni reyndar að það
sem gerir það að verkum að sýningin gengur
svo vel upp sem raunin er, eru þessi litlu hús
sem gera hana nánast að fjórtán einkasýning-
um. Hver listamaður er í raun með sinn sér-
staka sal. Gestir sjá þannig vel hversu verkin
og listamennirnir eru innbyrðis ólík og upplifa
á sýningunni mikla breidd í myndlist. Ég held
að það hafi haft gífurleg trekkjandi áhrif. “
Áframhaldandi sýningar á dagskrá
Sýningin mun standa opin í Alma Löv-safn-
inu til 22. ágústs, en Halldór Björn segir að
ekki sé ráðgert að verkin komi heim strax.
„Sýningin verður sett upp í MECCA í Terezín í
Tékklandi í vor. Við vonumst til að þaðan geti
hún ferðast víðar um Evrópulöndin. Það er von
okkar að í hvert skipti sem hún yfirgefur nýtt
land, sláist einn þarlendur listamaður í hópinn.
Þannig mun sænskur myndlistarlistamaður
sýna ásamt íslenska hópnum í Tékklandi, svo
gæti tékkneskur bæst við, og þannig koll af
kolli. Ef af þessu verkefni verður, gæti þetta
orðið ein viðamesta kynning á íslenskri sam-
tímalist sem farið hefur fram í Evrópu,“ sagði
Halldór Björn að lokum.
Verk Gabrielu Friðriksdóttur er staðsett í glerskála.
Innsetning Ásmunds Ásmundssonar.
Ilmur Stefánsdóttir sýnir í skála er nefnist
Kafka-paviljongen, og má greina vísun í Ham-
skipti Franz Kafka í kakkalökkunum sem
skornir eru út í gluggabyrgin.
ingamaria@mbl.is