Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 S UÐUR af sögulegu miðbæjar- svæði Düsseldorf við svonefnt Rínarhné, árfarvegsbugðu er umlykur vestanmegin hið borg- aralega Oberkassel, er að finna nesið Lausward. Þar er siglt inn í Rínarhöfnina. U.þ.b. 185 hektar- ar vatns og láðs tilheyra mann- virkinu með sjö U-laga hafnarkerum. Með úr- skurði 8. júlí 1976 að gefa hluta hafnarinnar (tolla- og verslunarhöfnina) frjálsa til lengri tíma fyrir nýtt borgarskipulag kom borgarráðið af stað mikilvægu þróunarferli fyrir borgina við fljótið. Á ótrúlega stuttum tíma hefur Düsseldorf tekið stakkaskiptum. Með nýjum miðbæjar- kjarna við höfnina, þar sem meðal annarra kynna heimsfrægir arkitektar afurðir sínar, nýjum skrúðgarði í bæjarhlutanum Bilk og endursköp- un göngugötunnar við Rínarbakkann, er Düssel- dorf orðin eitt af fegurstu borgarstæðum Rín- arfljóts. Stórframkvæmdir um aldamótin 1900 Þó svo þegar á miðöldum hafi viðlegugarður staðið við elsta hluta bæjarins, er staðreyndin sú að Düsseldorf var í aldanna rás aldrei nein versl- unarborg í venjulegum skilningi. Þær tvær ör- yggishafnir sem seinna voru byggðar þjónuðu eingöngu þeim tilgangi að veita hjálíðandi skip- um skjól væri fljótið ísi lagt eða flóð mikil. Fyrst á 19. öld hefjast alvarlegar umræður um byggingu verslunarhafnar. Eftir áratuga þrætur ráða- manna var farið út í hafnargerð á nesi sunnan við miðbæinn niður undir bæjarhlutanum Bilk. Þessi höfn, er hlaut nafnið Nýja-Rínarhöfnin, var opn- uð 1896 og átti eftir að verða ein þýðingarmesta umhleðsluhöfn við Rínarfljót. Í framhaldi þessa mikla hafnarvirkis var ákveðið að fara útí aðrar stórframkvæmdir sem fólust í því að hleypa fram með uppfyllingu jarðvegs bakkanum framan við miðbæjarsvæðið, þannig að úr yrði óslitið at- hafnasvæði frá Rínarhöfninni nýju norður að gamla viðlegugarðinum við Hallartorgið. Til varð múrhlaðinn traustur hafnarbakki sem jafnframt var varnargarður gegn háflæði. Ofan við hafn- arvinnusvæðið var hlaðinn annar garður með 25 metra breiðri göngugötu þar sem reist voru splunkuný skrautleg ungstílshús. Þarna gátu nú borgarbúar spókað sig innanum strætisljós, trjá- göng, kaffihús og bjórskála. Þar með var búið að færa borgarlífið, hvort sem var í starfi eða frí- tíma, niður að bökkum Rínar. Áður en langt um leið tóku þó uppgangstímar tækni, hraða og nýj- unga að gera vart við sig. Þar sem áður einn og einn hestvagn leið framhjá gangandi vegfarend- um á Rínarbakkastrætinu, bar stöðugt meira á sjálfvirkum bifreiðum með öskrandi vélum og bensínstybbu. Í upphafi sjötta áratugarins var bílaumferðin orðin það mikil að borgarbúar veigruðu sér við að ganga niður að fljótsbakk- anum. Göngugatan var löngu horfin og í stað hennar komin blikkkeðja er skildi milli borgar og fljóts, Þjóðvegur 1. Aftur niður að bökkum Rínar Rekstur Rínarhafnarinnar varð stöðugt erfið- ari eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari og átti hún erfitt um vik í samkeppni við aðrar og stærri hafnir Rínarfljóts er fljótari voru að sam- lagast nýjum tímum með nýtísku tæknibúnaði og breyttum aðstæðum. Annað var aukin gatnagerð og lagning járnbrautarteina upp úr miðri öldinni. Í nálægð hafnarinnar var byrjað að þrengja að starfseminni er þar fór fram. Þetta varð til þess að byrjað var að leiða hugann að því hvort Düss- eldorf þyrfti yfirhöfuð á umhleðsluhöfn að halda. Þannig leiddu þessar vangaveltur til að farið var að íhuga breytingar á nýtingu hennar. Það var þó ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins þá er aukið fjármagn byrjaði að streyma inn í borgina að framkvæmdir hófust fyrir alvöru er stefndu að því að koma borginni aftur niður að bökkum Rín- ar. Þetta átti auk þess að þjóna þeim tilgangi að styrkja gamla verslunar- og menningarkjarnann Altstadt, Karlstadt, og jafnframt byggðarhlut- ann Bilk sem mikilvægan tengilið milli gamla miðbæjarins og hafnarinnar. Höfuðvandamálið var hinsvegar að losna við þær sextíuþúsund bif- reiðar er þeyttust daglega fram og aftur eftir endilöngum bakkanum. Til að leysa þetta mál urðu til stór og rúm tveggja kílómetra löng jarð- göng er lögð voru undir það svæði er fyrirhugað var að endurbyggja. Hugmyndin fólst í að end- urheimta það andrúmsloft og að hluta til fyrir- komulag er var til staðar í byrjun aldarinnar. Við höfnina var um að ræða endurbyggingu 19 hekt- ara svæðis á vatni og láði. Auk fjarskiptaturnsins sem þegar var búið að byggja var gert ráð fyrir nýbyggingum á miðsvæði þar sem fram færi veit- inga-, fjölmiðla- og verslunarrekstur. Á sólríkum júnídegi 1995 var framkvæmdun- um við Rínarbakkann lokið og göngugatan opnuð á ný. Hvorutveggja Rínarbakkastrætið og neðri hafnarbakkinn með skemmti- og smáferðaskip- um í stað flutningaskipa, voru nú yfirfull af veit- ingahúsum, tónlist og gangandi vegfarendum. Og meðfram 600 trjám og 125 bekkjum lykkjaðist blá öldulöguð gangbraut er vísar veginn niður til hafnarinnar. Á göngunni suðureftir ber eitt og annað fyrir augu sem vert er að veita athygli. Þar sem þéttskipuðum ungstílshúsum frá aldamót- unum 1900 sleppir, vekja eftirtekt tvær bygg- ingar frá blómlegum tíma Mannesmann-fyrir- tækisins. Hin ferkantaða bygging P. Behrens klædd móbergi stóð 1912 á þröskuldi klassisma og notastíls. Háhýsið við hliðina byggt 1958 er verk heimamanns P. Schneiders von Esleben og telst meðal fyrstu háhýsa Þýskalands. Þar er um 24 hæða stálgrindarhús að ræða sem teljast verð- ur gott dæmi um fagurfræði fúnkísstílsins. 40 sentimetra undir uppkeyrslu Rínarhnésbrúar- innar liggur þak Apollo-fjöllistaleikhússins, gljá- fægður glerkúbus er leggur á herslu á brúna sem spegilmöndul milli gömlu og nýju byggðarinnar. Þessi stáltaugarbjálkabrú er ein af þremur, sömu gerðar er tilheyra svokallaðri Tamms-fjölskyldu (Friedrich Tamms, bæjarfulltrúi) og tengja sam- an höfuðkjarna borgarinnar austan- og vestan- megin fljótsins. Þegar gengið er inn í skrúðgarð- inn í Bilk tekur á móti göngumanni, á hægri hönd, hringformað Alþingishúsið og beint af aug- um borgarhliðið sjálft, „Stadttor“, risuleg gler- bygging úr smiðju arkitektsins Petzinka Pinks frá Düsseldorf. Með þessari tilkomumiklu smíð hefst einstök sýning á nútímabyggingarlist. Á hinum 234 metra háa Rínarturni er að finna stærstu dezimalklukku veraldar, þar sem hægt er að lesa hvað klukkan er af tímamæli sem fest- ur er á steinsteypta súluna. Hún er hönnuð af ljósalistamanninum Horst H. Baumann og komst í heimsmetabók Guinnes. Alþingishúsið er byggt á því eina hafnarkeri sem ákveðið var að fylla upp. Kerin við tolla- og verslunarhöfnina (það svæði sem þegar er búið að skipuleggja) með tröppum, pollum, handriðum, krönum og braut- arteinum voru látin halda sér í upphaflegri mynd. Mikilvægt var talið að glata ekki alveg því and- rúmslofti sem höfnin hafði yfir sér. Innanum hánútímaarkitektúr er því að finna eina og eina byggingu sem látin var standa. Myndlistarmað- urinn og prófessor við listaakademíuna, Günther Uecker, hefur t.d. sína vinnustofu í endurbyggðu pakkhúsi. Fremdarstundir nútímaarkitektúrs Hvað skipulag svæðisins varðar er um splundraða heild að ræða, þar sem mismunandi alþjóðleg áhrif og þróun síðustu ára mætast á einum bletti. Það að halda sér ekki eingöngu við heimamenn var mikilvæg ávörðun þannig að raunsæ mynd yrði gefin af því sem í rauninni er að gerast á þessu sviði. Það verður að segjast eins og er að Bauhaus-stýringin hefur í Þýskalandi og stórum hluta Evrópu haft hamlandi áhrif á eðli- lega þróun innan fagsins. Frá því á níunda ára- tugnum hefur þó borið á hægum breytingum til batnaðar, sem ber að mestu leyti alþjóðlegri stefnu stjórnvalda víða um heim að þakka. Hinn evrópski póstmódernismi með sínum þröngsýnu konstrúktífu viðhorfum er þar með settur á metaskálarnar. Sú stefna stjórnvalda að sækja æ meir til erlendra byggingarmeistara þar sem önnur viðhorf gilda hefur leitt til þess að mönnum er orðið ljóst að fúnksjónin er ekki neinn algildur sannleikur. Þarna hafa ekki síst áhrif menn eins og Frank O. Gehry frá Kaliforníuskólanum, sem þora, þvert gegn þurrausinni fræðistefnu dóm- greindarmanna póstmódernismans, að láta hug- sýn (intuition) ráða ferðinni. Árangurinn er sá að meiri átök og leikur er komið í formskipunina. Hin klassíska línuregla notastílsins, sem með ár- unum hefur fengið stöðugt andlausari meðferð, er nú fönsuð fagurfræðilegu innsæi. Í stað klast- urs við skipun ská- og bogalína sem alloft hefur verið raunin, ber meira á formrænni þekkingu í meðhöndluninni. Loft (autt svæði) er líka í aukn- um mæli notað sem spennusvið milli bygging- arhluta. Þarna hefur hinn listræni skúlptúr sín áhrif sem segir ekkert annað en það að arkitektar eru farnir að leyfa sér aftur að hugsa af og til eins og listamenn, „fiction“ kemur í stað „function“. Sérstaka athygli vekja Grand Bateau-bygging Frakkans Claude Vasconis, „risaskúlptúrar“ Franks O. Gehrys, multiplexkvikmyndahúsið eft- ir Kölnararkitektinn Till Sattler, Kai-Center pró- fessors Wolfgangs Dörings og Ateliergebäute – Hús 1 eftir David Chipperfield, en þar hefur mál- arinn Jörg Immendorff vinnustofu sína. En þetta er ekki allt. Þrátt fyrir að fram- kvæmdirnar séu komnar langt fram úr þeirri tímasetningu er áætluð var í upphafi, er ennþá miklu ólokið. Á hafnarkambinum vestanmegin „Kai-center“, teiknað af prófessor Wolfgang Döring. Átök og leikur. „Risaskúlptúrar“ Franks O. Gehrys með Rínarturninn í bakgrunni. NÝI ARKITEKTÚRINN VIÐ HÖFNINA Í DÜSSELDORF „Á ótrúlega stuttum tíma hefur Düsseldorf tekið stakka- skiptum. Með nýjum miðbæjarkjarna við höfnina, þar sem meðal annarra kynna heimsfrægir arkitektar afurð- ir sínar, nýjum skrúðgarði í bæjarhlutanum Bilk og end- ursköpun göngugötunnar við Rínarbakkann, er Düssel- dorf orðin eitt af fegurstu borgarstæðum Rínarfljóts.“ E F T I R J Ó N T H O R G Í S L A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.