Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.2002, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST 2002 É G hef mælt það, þeir stóðust ekki á. Þetta sagði Eiður Guðmunds- son (1888–1984) bóndi á Þúfna- völlum í Hörgárdal. Hann sagð- ist hafa sett lóðréttan tein á láréttan flöt og athugað skugg- ana af honum í sólskininu klukk- an sex að kvöldi og sex að morgni. Skuggarnir mynduðu sem sagt ekki beina línu eins og menn kynnu að halda. Ég átti að vita þetta úr menntaskóla. Samt þurfti ég að hugsa mig um áður en ég sá hvern- ig í þessu lá. Flöturinn hefði þurft að hallast svo að teinninn stefndi á pólstjörnuna til þess að skuggarnir stæðust á, af því að sólin gengur eftir hallandi braut. En þessi uppgötvun hefði komið fleirum á óvart. Arngrímur lærði hefði látið sér fátt um finnast, líka Jón Árnason bisk- up sem samdi Fingra-Rím, ennfremur Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson höfundar Ferða- bókarinnar. En höfundar Kristniréttar í Grá- gás hinni fornu, biskuparnir Þorlákur og Ketill, vissu betur. Á öllum öldum eru til glöggir menn sem sjá það sem aðrir sjá ekki. Gömul eykta- mörk sem líklega hafa haldist lítt breytt í marg- ar aldir, sólskífa og ritaðar heimildir eru til vitnis um staðgóða þekkingu miðaldamanna á sérkennum sólargangsins. Rannsókn Eggerts og Bjarna Áður en stundaklukkur komu til sögunnar og reyndar lengur miðaði alþýða manna á Íslandi tíma dagsins við það hvenær sólin var yfir til- teknum hæðum, skörðum, vörðum og öðrum kennileitum. Þessi kennileiti voru kölluð eykta- mörk eða dagsmörk. Á ferðum Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar eftir miðja átjándu öld rannsökuðu þeir hvernig eyktamörkum var háttað um allt Ísland. Sá var skilningur þeirra að rétt sólarklukka fyrir hádegi væri 3, 6, 9 eða 12 þegar sól væri í norðaustri, austri, suðaustri eða suðri, og tilsvarandi eftir hádegi. Eftir þessu munu þeir hafa farið þegar þeir tiltóku hvað klukkan hefði verið þegar sól var yfir eyktamörkum. Þessar ályktanir þeirra voru ekki fjærri lagi en samt ekki réttar. Þó að sólin gangi með svo að segja jöfnum hraða eftir hallandi braut sinni verður ganghraði hennar miðað við láréttan sjóndeildarhring breytilegur, mestur um há- degi, en minni á öðrum tímum dags. Þetta þarf að hafa í huga þegar túlkaðar eru tímasetn- ingar Eggerts og Bjarna á því hvað klukkan hafi verið á eyktamörkum. Þegar þeir segja að klukkan sé 3 eftir hádegi, hefur sólin einfald- lega verið í suðvestri, en í hávestri ef þeir segja klukkuna vera 6, því að þeir meta tímann senni- lega eftir áttinni. Áttin er hér talin í gráðum, neikvæð austur um frá suðri, en jákvæð vestur um. Að vísu væri hugsanlegt að Eggert og Bjarni hefðu notað úr sín til að finna tímann þegar sól var yfir eyktamörkum. Það hefði hins vegar verið tímafrekt á hverjum stað, og ekki hægt nema í björtu veðri frá morgni til kvölds, enda ástæðulaus fyrirhöfn ef þeir voru vissir um það samhengi milli tímans og sólaráttar sem þeir héldu fram. Úrin þeirra voru hins veg- ar nothæfar áttaskífur til að finna á stundinni stefnuna til allra eyktamarka ef hásuður var þekkt á staðnum. Eyktamörk Tímaáætlun Sennileg Eggerts og Bjarna sólarátt Miður morgunn 41/2 - 5 fh -109 Dagmál 71/2 fh -68 Hádegi 101/2 -11 fh -19 Nón 3 eh 45 Miðaftann 6 eh 90 Náttmál 8 eh 120 Rannsókn Þorkels Þorkelssonar Aðra og nákvæmari rannsókn á stefnunni til þekktra eyktamarka gerði Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri og birti í greinasafni Vísinda- félagsins árið 1937. Hann mældi stefnu til eyktamarka sem hann fann á landabréfum og tilgreindi einnig meðalskekkju eða breytileika mælinganna, í gráðum til eða frá. Hér eru birt- ar tölur hans um samsvarandi eyktamörk og Eggert og Bjarni athuguðu. Eyktamörk Fjöldi Sólarátt Meðal- eyktamarka Þorkels skekkja Miður morgunn 4 -111 10 Dagmál 10 -62 6 Hádegi 21 -14 9 Nón 45 44 11 Miðaftann 6 78 4 Náttmál 10 111 7 Ef litið er til þess breytileika í stefnunni til eyktamarka sem Þorkell fann er gott samræmi milli rannsóknar hans og Eggerts og Bjarna. Þetta styður þá skoðun sem Þorkell hélt fram að eyktamörk hafi lítið breyst í aldanna rás. Rannsókn Rolfs Müller Sömu ályktun má draga af þriðju rannsókn- inni sem Þjóðverji nokkur, Rolf Müller, gerði sumarið 1939. Hann ferðaðist vítt um landið og mældi stefnu til eyktamarka, en ekki er rann- sókn hans eins ýtarleg og Þorkels. Fyrir þau eyktamörk sem Eggert og Bjarni tilgreindu fékk Müller þessar sólaráttir, í gráðum: Eyktamark Fjöldi Meðalstefna Miður morgunn 3 -105,7 Dagmál 8 -68,3 Hádegi 9 -23,6 Nón 10 46,7 Miðaftann 5 83,2 Náttmál 1 100,3 Samantekt þriggja rannsókna Ef tekin eru meðaltöl af þessum þremur rannsóknum á hverju eyktamarki, verður út- koman eins og í töflunni hér á eftir, en á teikn- ingunni sem fylgir með eru þessi sex eykta- mörk sýnd eins og sólroðnir tindar á sjóndeildarhring: Eyktamark E og B Þorkell Müller Meðaltal Miður morgunn -109 -111 -116 -112 Dagmál -68 -62 -68 -66 Hádegi -19 -14 -24 -19 Nón 45 44 47 45 Miðaftann 90 78 83 84 Náttmál 120 111 100 110 Sólskífan frá Stóruborg En nú er komið að enn einni heimild um þekkingu miðaldamanna á sólargangi. Það er sólskífa úr eir sem Þórður Tómasson í Skógum fann í kirkjugarðinum á Stóruborg og telur vera frá þrettándu öld. Skífan er með gati í miðju þar sem líklega hefur verið festur lóðréttur stíll eða vísir á lá- rétta skífuna. Á röndinni er 21 skora og mótar fyrir þremur í viðbót, alls 24 eins og stundir sól- arhringins. Skífan hefur vafalaust verið smíðuð að sumarlagi þegar sólargangur var tiltölulega langur. Sé gert ráð fyrir að það hafi verið svo sem mánuð frá sólstöðum er hægt að reikna ná- kvæmlega sólaráttina á hverri klukkustund um miðbik landsins, og hún er sýnd með geislalín- unum á myndinni. Þá reynist sólin til dæmis vera um 54,5 gráðum fyrir vestan hásuður klukkan 3 eftir hádegi. Það kemur nú í ljós að skorurnar á sólskíf- unni falla vel að reiknuðu línunum á svo að segja hverri klukkustund. Bilið milli línanna er mest 20 gráður um hádegið en minnst 13 gráð- ur kvölds og morgna. Til þess að merkja við á skífunni á hverri klukkustund hefur þurft tíma- mælingu. Ekki er hægt að fjalla nánar um hana hér, en til greina kemur að sérfræðingur hafi til þess haft hallandi sólskífu, vökulampa eða vatnsklukku. En þetta góða samræmi getur varla verið tilviljun, og þarna blasir við að skuggarnir klukkan 6 að morgni og 6 að kvöldi standast alls ekki á, eins og Eiður á Þúfnavöll- um komst að raun um með mælingum. Afstaða eyktamarka Nú er að skoða afstöðu eyktamarkanna til stundanna á sólskífunni. Þrátt fyrir nokkra ónákvæmni um dagmál og nón má heita að þau samsvari klukkunni 5, 8 og 11 fh og 2 og 5 eh. En sjötta eyktamarkið fellur reyndar á kl. 7 eh en ekki 8. Í suðlægum löndum er birtan ekki miklu Eyktamörk á Íslandi vitna um mikla þekkingu á gangi sólar. Sólskífa frá Stóruborg á þrettándu öld sýnir að menn gerðu sér þá grein fyrir því að sólin gengur hraðast um miðjan dag miðað við sjóndeildarhringinn, en hægar kvölds og morgna. Geislalínurnar sýna útreiknaða sólarátt á klukkustund- ar fresti um miðbik landsins um það bil mánuð frá sumarsólstöðum og falla vel að sólskífunni. Sýnd eru nöfn eyktamarka eins og þau væru á þriggja klukkustunda fresti eftir sóltíma klukkan 3, 6, 9 og 12 fyrir og eftir hádegi. Örvarnar benda hins vegar á eyktamörk landsmanna eins og þau koma fram að meðaltali í rannsóknum Þorkels Þorkelssonar veðurstofustjóra, Rolfs Müllers og ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Teikn- ingin bendir til að tími landsmanna hafi kerfisbundið verið um klukkutíma á undan sóltíma, að minnsta kosti að sumrinu, líkt og sumartími í mörg- um löndum nú á dögum. Þar sem fyrsta eyktamark dagsins tengdist fótaferð, rismál á miðjum morgni, hefur mönnum tekist með þessu að nýta betur morgunbirtuna en ella. Sérstöðu höfðu náttmál í lok vinnudags sem hefur verið flýtt meira en ella til þess að sól yrði þá ekki öllu lægri en um fótaferð. Eyktarstaður sem lýst er í Grágás, 52,5 gráður fyrir vestan hásuður, er í samræmi við sólarátt klukkan 3 að jafnaði yfir sumarmisserið. „Á öllum öldum eru til glöggir menn sem sjá það sem aðrir sjá ekki. Gömul eyktamörk sem líklega hafa haldist lítt breytt í margar aldir, sólskífa og ritaðar heim- ildir eru til vitnis um staðgóða þekkingu miðaldamanna á sér- kennum sólargangsins.“ E F T I R PÁ L B E R G Þ Ó R S S O N EYKTAMÖRK Á ÍSLANDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.