Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Qupperneq 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Walter Mosley sendi frá sér nýja
skáldsögu í júlímánuði. Nefnist
hún Bad Boy Brawly Brown og
er ný bók í röðinni um persónuna
Easy Rawlins. Walter Mosley er
virtur rithöfundur og áberandi
persóna í bandarísku bók-
menntalífi. Hann er þekktastur
fyrir að skrifa spennusögur af
harðsoðnu hefðinni og færa inn í
reynslu og samfélag blökku-
manna í stórborgum Bandaríkj-
anna. Aðalsmerki höfundarins er
fágaður stíll og eftirminnilegar
persónur en frægust þeirra er
ofangreindur Easy Rawlins sem
fyrst kom fyrir í bókinni Devil in
a Blue Dress. Skáldsagan RL’s
Dream, sem út kom árið 1996,
þótti jafnframt staðfesta hæfi-
leika rithöfundarins á sviði fag-
urbókmennta.
Fjórleiknum lokað
BRESKA skáldkonan A.S. Byatt
mun senda frá sér nýja skáldsögu
í september sem nefnist A Whistl-
ing Woman
(Blístrandi
kona). Um er
að ræða loka-
verkið í fjög-
urra bóka röð,
er lýsir
árekstrum
andstæðra
afla í enskum
veruleika á
tímabilinu frá
1950 til ’70. Þar segir af sjón-
varpskonunni Fredericu, per-
sónu er kemur fyrir í bókunum
The Virgin in the Garden, Still
Life og Babel Tower eftir Byatt.
Í lýsingu á stormasamri upplifun
persónunnar á sjöunda áratugn-
um stefnir Byatt saman vísindum
og ævintýrum, rökhyggju og
goðsögnum.
A.S. Byatt er einn þekktasti
höfundur Breta og hefur ritað
bæði skáldsögur og fræðileg
verk. Hún vakti fyrst athygli fyr-
ir skáldsöguna Possession sem
hlaut Booker-verðlaunin árið
1990. Síðast kom út ritgerð-
arsafn eftir Byatt í fyrra er nefn-
ist On Histories and Stories.
Naipaul á ferð um heiminn
NÝTT safn ritgerða eftir V.S.
Naipaul er komið út í ritstjórn
Pankaj Mishra, og nefnist það
The Writer and the World. Þar er
safnað saman
ritgerðum og
greinum eftir
höfundinn sem
skrifaðar eru
á tímabilinu
frá því
snemma á sjö-
unda áratugn-
um fram til
miðs níunda
áratugarins. Í
ritgerðunum ferðast Naipaul um
heiminn, frá fæðingarlandi sínu,
Trinidad, til Indlands, Bandaríkj-
anna og víðar. Í skrifum sínum
leitast hann við að höndla per-
sónuleika og ólíkar hliðar þjóð-
anna sem hann tekur til skoð-
unar.
Naipaul er einn virtasti rithöf-
undur Breta en hann hlaut nób-
elsverðlaunin árið 2001. Hann er
af indverskum uppruna og fædd-
ist á karabísku eyjunni Trinidad.
Átján ára flutti hann til Bret-
lands og hefur búið þar síðan. Á
rúmlega fjörutíu ára rithöfund-
arferli sínum hefur hann fyrst og
fremst beint sjónum að þriðja
heims samfélögum, þótt túlkun
hans hafi í mörgum tilfellum ver-
ið umdeild.
ERLENDAR
BÆKUR
RAWLINS
AFTUR
Á KREIK
V.S. Naipaul
A.S. Byatt
S
JÓNVARPSEFNI er yfirleitt
einnota. Það er að minnsta kosti
fátítt að það standist nánari
skoðun, hvað þá endursýningar
á endursýningar ofan. Ég veit
ekki hvort þessi staðreynd er
hryggileg eða hlægileg, en hún
er aldrei ljósari en á björtum ís-
lenskum sumarkvöldum, þegar endursýninga-
árátta sjónvarpsstöðva vekur helst löngun
áhorfandans til að loka augunum.
Sjónvarpið endursýnir hverja amerísku
þáttaröðina eftir aðra um þessar mundir, þar á
meðal hinn ljúfa og fyrirsjáanlega Frasier og
gerir hann þar með ennþá fyrirsjáanlegri.
Sjónvarpið endursýnir líka Íslensk sakamál,
eina hinna fágætu og ágætu íslensku þátta-
raða. Fyrir þann sem hefur séð þættina er
engin ástæða til að horfa á þá aftur þar sem
búið er að lýsa ferli rannsóknanna, ásamt eðli
og ástæðu glæpsins hverju sinni, því að allri
náttúru eru þetta móralskar morðgátur.
Þá smeygir Sjónvarpið gjarnan stuttum at-
riðum úr gömlum „magasínþáttum“ inn á milli
dagskráratriða, þegar ekki hafa fengist aug-
lýsingar upp í dagskráreyðurnar. Þetta kalla
þeir „Mola“, ef rétt er munað, og hefja birt-
inguna á því að sýna umbúðir opnast uns kon-
fektmoli kemur í ljós.
Vandinn er sá að konfektið er komið til ára
sinna og allir vita hversu snautlegt það getur
verið að þurfa að þiggja og þykjast njóta þess
að maula uppþornað konfekt sem grandalaus
frænka hefur gaukað að manni.
Skjár Einn lætur ekki sitt eftir liggja í end-
ursýningum og fer nánast offari um þessar
mundir. Það er eins og stjórarnir vilji minna á
hversu slæmt hið amerísk-ættaða íslenska efni
var sem þeir framleiddu á sínum hveitibrauðs-
dögum. Þetta hlýtur að vera gert til að skapa
slakt mótvægi við komandi vetrardagskrá.
Nú er ofureðlilegt að sjónvarpsstöðvar nýti
sitt efni eins vel og frekast er unnt til að sækja
áhorfendur, en það er fráleitt að dengja öllum
endursýningum í senn inn á einn árstíma.
Nema göfuglyndi ráði för og tilgangurinn sé
að venja fólk af því að glápa sífellt á sjón-
varpið.
Stöð 2 gerir þetta klókindalega og viðhefur
endursýningar allan ársins hring án þess að
valda miklum ama. Þar munu þáttaraðir og
bíómyndir endursýndar jafnt og þétt á þeim
tímum sólarhrings þegar fæstir horfa. Er
Sjónvarpið of stolt til að gera eins? Sú aðferð
sjónvarpsstöðva Norðurljósa að láta bíómynd-
irnar velkjast á milli sín er klókindaleg en afar
hvimleið. Þar knýja menn endursýningahring-
ekju sem fátt getur stöðvað. Fyrst er myndin
(amerísk) sýnd á Bíórásinni. Það heitir frum-
sýning. Síðan er hún endursýnd á sömu sjón-
varpsrás sama dag og í þriðja sinn einhvern-
tíma seinna. Eftir þessa birtingarþrennu
kemur myndin svo óforvarendis á Stöð 2, enda
versnaði kvikmyndaúrvalið þar með tilkomu
Bíórásarinnar. Einhverjum mánuðum síðar er
hún svo endursýnd á Stöð 2 og enn síðar dett-
ur þessi gatslitna filma svo loks inn á dag-
skrána á Sýn! Þar með hafa Norðurljós notað
filmuræfilinn að minnsta kosti sex sinnum.
Þetta er auðvitað viðskiptakænska, en ekki
sérlega neytendavænt og tryggum áskrifend-
um til ama.
En svo undarlegt sem þetta kann að virðast,
þá gefst oft enn eitt tækifæri til að sjá hina
gatslitnu Hollywood-mynd. Hringekjan heldur
áfram og nú er ekki lengur hægt að skilja hvað
knýr hana. Blessað Sjónvarpið sér til þess.
Þegar Norðurljós hafa margnýtt spóluna,
birtist hún einhverjum árum síðar með viðhöfn
í helgardagskrá Sjónvarpsins! Hvað er hægt
að segja? Hvernig á að rökræða við hringekju?
Ég fer ekki fram á annað en ögn meiri metn-
að, ögn meiri samkeppni, ögn meira hug-
myndaflug, ögn meiri fjölbreytni – og ögn
dreifðari endursýningar.
FJÖLMIÐLAR
ENDURSÝNINGAHRINGEKJAN
Ég fer ekki fram á annað
en ögn meiri metnað, ögn
meiri samkeppni, ögn meira
hugmyndaflug, ögn meiri
fjölbreytni – og ögn dreifðari
endursýningar.
Á R N I I B S E N
I Listamaður er skapari fagurra hluta, sagði Osc-ar Wilde í skáldsögunni Myndin af Dorian Gray.
Wilde sagði margt gott og átti til að varpa skýru
ljósi á flókna hluti í fáum orðum. Þessi orð eru hins
vegar frekar klén. Listamaður þarf ekki að skapa
fagra hluti. Hann þarf ekki einu sinni að skapa
hluti. Það er nóg fyrir hann að skapa. Eða bara
hugsa.
IIOg hvað er svo sem fegurð? Wilde hefði átt aðvita að rúmlega hundrað árum fyrr benti annar
Breti, David Hume, á að fegurðin er ekki eiginleiki
hluta heldur býr hún í huga þeirra sem á horfa. Um
þetta skrifaði Immanuel Kant líka gríðarmikinn
doðrant sem varla hefði átt að fara fram hjá Wilde
enda eitt áhrifamesta rit sem komið hefur út um
fagurfræði til þessa dags.
IIIWilde sagði líka í formála áðurnefndrar bók-ar að öll list væri vita gagnslaus. Sjálfsagt var
hann að reyna að fara í taugarnar á raunsæis-
mönnum samtíma síns. Til að ganga alveg fram af
þeim bætti hann við annars staðar að öll list væri
siðlaus. Þetta er óttaleg rómantík. Og þannig hefur
það löngum verið. Þegar talað er um list verður
fólk iðulega ákaflega upphafið og talar um að listin
sé einstök og alls ekki venjuleg og lyfti mönnum á
æðra tilvistarplan, hún sé nánast ósnertanleg og
listamennirnir jafnvel líka þótt allir viti að þeir eru
manneskjur eins og við hin.
IV Listamenn koma sannarlega auga á það semaðrir sjá ekki, hluti sem dyljast í tímanum. Og
þegar þeir hafa dregið þá fram í dagsljósið geta þeir
sýnst svo augljósir að sumum þykir óþarft að hafa
orð á þeim. Listamenn eru því stundum eins og
snortnir af guði einfaldleikans. Organistinn í
Atómstöð Halldórs Laxness kom auga á þetta: „Það
er einkenni mikillar listar að þeim sem ekkert kann
finst hann gæti búið þetta til sjálfur – ef hann væri
nógu heimskur.“
V Listin er kannski umfram allt svæði þar semhið einstaka og almenna skarast, og kannski
líka hið einfalda og flókna. Að minnsta kosti hefur
skörun orðið einn af meginþáttum menningar sam-
tímans.
Hún hefur opnað það svið sem listirnar fara
fram á og meðal annars skapað grundvöll fyrir há-
tíðum eins og þeim sem fer fram í Reykjavíkurborg
í dag og nótt þar sem hugtakið menning virðist ekki
hafa nein skilgreind mörk og hugtök á borð við hátt
og lágt eru merkingarlaus.
VIHugsanlega líta einhverjir á þennan viðburðsem menningarlegt karnival þar sem hefð-
bundnum gildum er snúið á haus og goðum er
varpað af stalli.
En menningarnótt er í raun aðeins ein birting-
armynd þess krafts sem býr í samtímamenning-
unni. Hann fær útrás mun víðar, ekki síst í fræða-
starfi þar sem múrar sem risu milli greina hafa
verið rifnir niður. Með því hafa skapast ný og frjó
sjónarhorn sem í sumum tilfellum hafa umbylt
rannsóknum. Og auðvitað má það vera boðorð tím-
ans að bylta.
NEÐANMÁLS
ÉG leita tákna og eina mynd ég
finn. Tekin með ströndum suður
og sýnir formin tvenn. Við ystu
rönd þar rísa drangar úr sæ, þar
slútir berg yfir öldu – náttúran
stór, kannski stærri en maðurinn
sjálfur. Á hina hönd skikar og
hús, girðingar – sími – þótt
mann sé ei að sjá, því þorpsbú-
arnir sitja utan myndar. Fólkið í
Vík, Mýrdælingar flest, með haf-
ið bálandi í suðri, fjöllin girt í
kring, óséð fólk í prísund fimbul-
afla. Í jöklinum dormar Katla
djöfulóð, dynti hennar enginn
þekkir. Í hafinu – ó! kynjamynd!
– þar ennþá konungar á Atlants-
grundum sitja, með tröllauknum
spöðum þeir í djúpum hræra,
feykjandi öldum á garð í norðri
langt. Þetta var á horfinni tíð.
Magnús var mættur í boðið og
hrifsaði sneið úr sögunnar tertu.
Hvernig smakkast hún nú? Ég
varlega tygg og veit ei hvað ég
finn. Má vera að bragðið komi
ei úr kökunni sjálfri; því sjálfur er
ég bragð og bragðið býr í mér.
Gamall taugakippur brunar fram
og markar skilning minn. Segir:
Heimur þessi horfinn er, hruninn
allt til grunna – Og því vinur!
saknaðu! En við fótum ég spyrni
og hratt ég kyngi, ekki er þetta
leiðin. Sögunnar bil ei brúað verð-
ur með tárum. Og í heimi hér þar
sem annar og hinn verða aðeins
vinir í von um gróða, augnakast er
sjaldnast kærleikstákn. Þar sitjum
við, flugur fastar í tímans lími, og
– söknum – yljum okkur við
myndaofn, rifjum upp – æi, hvern-
ig var það í sveitinni okkar forð-
um? – var ekki best að damla í
gömlum gír? Ó! saknaðarhrollur!
Ljúfsára kennd! Feigðarfox! –
farðu burt! Líttu hér á þessa mynd.
Hvorki er hún af náttúru né mönn-
um. Hún er af því sem á milli
mannanna liggur, símanum góða
sem eflir tengsl, en hlífir við
ágangi hins. Enn er síminn til, en
nú eru línurnar horfnar, staurarnir
syngja ei meir – ég klauf þá sjálf-
ur með járnum, sagaði þá með
vél. Horfni heimur! Hvað stoðar
minningastóð? Ég stilli grát og hátt
ég hlæ. Get ég saknað þess sem
ég aldrei sá, harmað það sem ég
aldrei vissi hvað var? Saknaðar-
hrollur! það er síminn til þín!
Kristján B. Jónasson
Kistan
www.visir.is/kistan
Morgunblaðið/Golli
Horft til himins á menningarnótt.
SAKNAÐAR-
HROLLUR