Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 A RKHAM-hælið fyrir geð- sjúka er engin venjuleg stofnun. Innviðir hússins eru orðnir sýktir af þeirri yfirþyrmandi geðveiki sem sjúklingarnir eru haldnir, en í Arkham eru bara geymdir albrjáluð- ustu morðingjarnir. Sjálft húsið virðist hafa verið sjúkt frá upphafi, og smitar eiganda sinn Amadeus Arkham, löngu áður en hann fyllir það geðsjúkum. Og nú hafa þeir tekið hælið yf- ir, og starfsfólkið – sem er sosum ekkert sér- lega sterkt á taugum heldur – er í haldi. Allir verða limlestir nema Batman fórni sjálfum sér, komi einn inn í hælið – þar sem hann á heima eins og Jókerinn segir. Eftir að hafa villst um myrka ganga hælisins um stund og tapað sér í geðveiki annarra og þurft að horf- ast í augu við eigin – hið tvöfalda líf, bernsku- tráma – kemst Batman að þeirri niðurstöðu að geðveiki sé eina leiðin til að berjast gegn geð- veiki og hann lætur manninn með andlitin tvö, hinn kleyfhuga lögfræðing Harvey Dent, kasta peningi upp á líf sitt. Peningnum er kastað, og á heilli síðu sjáum við fyrst pening- inn í hendi lögfræðingsins, svo hvernig hann hendist upp og upp, snýst á efsta punktinum og lýsist upp af eldingu og fellur svo niður aft- ur í hönd kleyfhugans. Rammarnir eru lagðir upp eins og rimlar, en þau áhrif eru ítrekuð með því að hafa bakgrunn myndanna svartan, en línurnar sem aðskilja rammana hvítar. Lín- urnar ná niður endilanga síðuna, og síðan á móti í opnunni er sett upp á svipaðan hátt. Í jafnlöngum ramma, sem sýnir aðeins óskemmda hlið andlits lögfræðingsins, segir hann: „Hann er frjáls ferða sinna.“ Jókerinn fylgir Batman til dyra, í þremur styttri og bjartari römmum sem liggja niður síðuna: „Aðskilnaður er alltaf svo ljúfsár ánægja, elsk- an.“ „En, þú getur ekki sagt að við sæjum þér ekki fyrir góðri skemmtun.“ „Hafðu það gott þarna úti,“ og í löngum dökkum ramma sjáum við skugga Batmans fjarlægjast meðan Jóker- inn stendur í forgrunni með sitt græna hár og veifar glaðlega og bætir við „á hælinu“. Þrír stuttir bjartir rammar sýna nærmyndir af ljóskösturum lögregluliðsins fyrir utan hælið, og lokaramminn er aftur dimmur og sýnir nú andlit Jókersins sem er enn að veifa og minnir Batman á að „ef þetta verður of erfitt, þá áttu alltaf öruggt hæli hér.“ Sagan er skrifuð af Grant Morrison og teiknuð og hönnuð af Dave McKean, en hann er kunnur fyrir forsíðurnar á Sandman bók- unum. Uppsetningin og myndlýsingin er í stíl við innihald sögunnar, dökk og á stundum skotin skærum litum, sérstaklega þegar kem- ur að grænu hári Jókersins, sem virkar eins og bjarmi geðveiki í þessum dimmu húsakynnum. Batman sjálfur birtist að mestu sem skuggi, öfugt við aðrar persónur verksins, sem eru teiknaðar í næstum ljósmyndalegum raunsæ- isstíl. Það er því ljóst að myndasagan birtir all- nokkuð breytta mynd af einni vinsælustu ofur- hetju tuttugustu aldar. Arkham Asylum: Serious House on Serious Earth kom fyrst út árið 1989 og var partur af þeirri endurskoðun sem myndasagan var að fara í gegnum á síðari hluta níunda áratug- arins. Það var fyrst og fremst ofurhetjusagan sem gekk í gegnum róttækar breytingar á þessum tíma og voru breskir höfundar áber- andi, svo áberandi reyndar að talað er um bresku bylgjuna þegar vísað er til þessa um- brotaskeiðs myndasögunnar – sem reyndar stendur enn yfir. En það var ekki bara ofur- hetjusagan sem fékk andlitslyftingu, mynda- sagan sjálf hefur gengið í gegnum heilmikið breytingar- og endurnýjunarskeið á síðustu tveimur áratugum eða svo og er orðin að ein- um róttækasta og mest ögrandi miðlinum í dag. Samkvæmt mörgum þeim sem skrifa um myndasögur og skrifa myndasögur hefur myndasagan alltaf verið róttækur miðill, eða allavega alltaf haft sérlega góða möguleika til að ýta við og ögra lesendum sínum – og jafnvel þeim sem lesa hana ekki! Þetta viðhorf gengur þvert á almennar hugmyndir um myndasög- una sem fremur íhaldssamt afþreyingarform fyrir börn, en þær eru fyrst og fremst byggðar á viðhorfi fólks til hinna almennu ofurhetju- sagna – sem vissulega eru oft íhaldssöm af- þreying fyrir börn, eins og stór hluti afþrey- ingarefnis fyrir ungt fólk virðist því miður vera. Guð er dauður, aftur Í Bandaríkjunum þróaðist myndasagan upp úr dagblaðastrípum sem hófu göngu sína á síð- asta áratug nítjándu aldar. Þessu dagblaða- skrípói var annað slagið safnað saman og gefið út í harðspjaldabókum, en það var ekki fyrr en árið 1929 sem fyrsta tilraunin með vikulega tímaritaútgáfu á þessum nótum hófst. Þrátt fyrir að sú tilraun hafi heppnast illa var hug- myndinni hrint aftur í framkvæmd á fjórða áratugnum og innihéldu þessi blöð nýtt skrípó, gátur og brandara. Og upp úr þessu þróaðist síðan sú hefð að semja heilu sögurnar og gefa út í heftum. Fyrst í stað var þessu efni fyrst og fremst beint til barna og unglinga, en lesenda- hópurinn varð fljótlega eldri og myndasögur voru um miðja öldina einnig lesnar af ungu fólki um og yfir tvítugt og jafnvel eldra. Og það voru ekki einhverjir afmarkaðir hópar sem lásu myndasögur, eins og raunin er í dag, myndasögur voru almenningseign og alþýðu- afþreying, lesnar af milljónum ungmenna. Í bók sinni um myndasöguþjóðina, Comic Book Nation: The Transformation of Youth Culture in America (2001) vill Bradford W. Wright halda því fram að þarna hafi skapast ung- dómsmenning og ungdómsmarkaður, meira en áratug áður en hin svokallaða ungdóms- menning varð að því risafyrirbæri sem hún er enn í dag. Ungdómsmenning sjöunda áratug- arins markaðist af nýjum gildum unga fólksins sem spruttu af aukinni fjarlægð milli kyn- slóða, og juku hana enn. Þessi nýju gildi voru því mörkuð ákveðinni uppreisn og mótþróa, gegn valdhöfum, óbreyttu ástandi samfélags- ins – hvað varðaði stéttir, kynþætti og kyn – og viðurkenndum smekk borgarastéttarinnar. Samkvæmt Bradford birtust þessi viðhorf víða í myndasögum tveimur áratugum áður, en voru kæfð, einmitt um það leyti sem ung- dómsbyltingin hófst. Hér gefst ekki tími til að fara í þá sorg- arsögu í smáatriðum, en á fimmta og svo aftur á sjötta áratugnum var efnt til ritskoðunar- herferðar gegn myndasögum sem endaði með bindandi löggjöf gegn hverju því sem talið var vafasamt. Þessi herferð beindist sérstaklega gegn hrollvekjum og ofbeldi í myndasögum, en tók ekki síður til þeirrar pólitísku sýnar sem einkenndi mikið af þessu efni, gagnrýni á valdhafa og hefðbundin viðmið samfélagsins. Neðanjarðarmyndasögur sjöunda og áttunda áratugarins gerðu sitt besta til að ganga gegn þessari sjálfskipuðu ritstjórn miðlínunnar, bæði hvað varðaði kynlíf, félagslega gagnrýni og hrollvekjur. Þá varð ljóst að ritskoðunar- stefna sjötta áratugarins gæti ekki lengur staðist, og hægt og rólega losnaði um eftirlitið. Myndasögur nýbylgjunnar hafa vakið athygli vegna aukins vægis ofbeldis, samfara mun dekkri undirtónum en viðurkenndir höfðu ver- ið af miðlínunni. En samhliða þessu ofbeldi hefur myndasagan endurheimt möguleika sína til þjóðfélagslegrar gagnrýni, eða, eins og í tilfelli margra sagna Grant Morrison, gagn- rýni á ríkjandi viðmið um veruleika og það valdboð sem felst í viðhaldi þess veruleika. Slík gagnrýni er greinileg í Arkham Asyl- um, en þar býður Morrison uppá ögrandi vangaveltur um mörk geðveiki og geðheilsu, sem verða sérstaklega sterkar þegar þær eru speglaðar í persónu Batman, persónu sem bandaríska þjóðin hefur dáð í meira en hálfa öld. Það er ekki bara Jókerinn sem segir Bat- man hælismat, í upphafi bókarinnar óttast Bruce Wayne, maðurinn á bakvið Batman, að þegar hann fari einn inn á hælið þá verði það eins og að koma heim. Jókerinn er hinsvegar álitinn ofurgeðheill af einni starfskonu hæl- isins, mögulega er ástand hans „snilldarleg út- færsla á hæfileika mannsins til að skynja um- hverfi sitt, afbrigði sem hentar sérstaklega borgarlífi undir lok tuttugustu aldar“. Önnur saga Morrisons geymir álíka snarpa úttekt á ystu mörkum veruleika og heilbrigðis. The Mystery Play (1994), myndlýst af Jon J. Muth, er úrvinnsla á formi og formúlu glæpasögunn- ar, álíka og Morrison hefur unnið með form og formúlur ofurhetjunnar. Sagan gerist í smábæ þar sem verið er að setja upp röð miðalda- leikrita sem byggð eru á miltonískum bibl- íusögum. Á fyrstu sýningunni, í miðri sköp- unarsögunni, birtist guð ekki á sviðinu til að reka Adam og Evu burt úr Paradís, heldur finnst hann myrtur baksviðs. Rannsóknarlög- reglumaðurinn Carpenter sem sendur er frá stórborginni virðist flækja sig um of í trúar- legum og táknlegum undirtónum morðsins; á sama tíma berast fréttir af því að sjúklingur hafi strokið af geðréttardeild í nágrenninu. Metnaðargjarna blaðakonan Anne, sem er að rannsaka spillingu innan borgarstjórnarinnar í von um frægð og frama, kemst að því að Carpenter er í raun geðsjúklingurinn. Á næstu leiksýningu, þegar hann virðist að því kominn að leysa málið, úthrópar hún hann fyr- ir fyrri glæpi hans og sú múgæsing sem gripið hafði bæinn í kjölfar morðsins á ‘guði’ nær há- marki sínu í því að Carpenter er krossfestur – nema þegar Anne lítur upp þá sér hún ein- ungis tóman frakka hanga á krossinum og Carpenter ganga burt á skyrtunni. Lesand- SEGÐU AÐ ÞÚ VILJIR BYLTINGU Grant Morrison myndasöguhöfundur heldur fyrirlestur í Borgarbóka- safni – Grófarhúsi í kvöld kl. 20. Morrison hefur átt ríkan þátt í að þroska myndasöguna og marka henni vettvang sem marktækt og merk- ingarbært listform, að mati ÚLFHILDAR DAGSDÓTTUR sem fjallar hér um helstu verk Morrisons og þróun myndasögubókmenntanna. „The Invisibles gerist á síðustu árum tuttug- ustu aldar og segir frá hópi fólks sem berst ósýnilegri baráttu við ill öfl sem vilja yfirtaka heiminn og þvinga hann undir vald sitt. “ GRANT MORRISON, BATMAN, GUÐ OG HINIR ÓSÝNILEGU E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R „Metnaðargjarna blaðakonan Anne, sem er að rannsaka spillingu innan borgarstjórnarinnar í von um frægð og frama, kemst að því að Carpenter er í raun geðsjúklingurinn.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.