Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002
F
RANSK-BANDARÍSKI mynd-
höggvarinn Louise Bourgeois
heldur áfram að vekja furðu
listaðdáenda fyrir margra hluta
sakir. Fyrir það fyrsta færir hún,
svo ekki verður neitað, sönnur á
máltækið: „Allt er fertugum
fært“. Reyndar gæti hún bætt um
betur og staðhæft að allt sé áttræðum fært, því
það var varla fyrr en hún nálgaðist þann merki-
lega áfanga að hún öðlaðist loksins heimsfrægð.
Flestir sem um hana fjalla í ræðu og riti stað-
setja umskiptin við fyrstu, stóru farandssýn-
inguna á verkum hennar í Evrópu, sem skipu-
lögð var af Frankfurter Kunstverein, árið 1989.
Þá var Bourgeois 78 ára gömul og svo til
nýbúin að öðlast viðurkenningu í Bandaríkj-
unum og Frakklandi, annars vegar í formi
stórrar yfirlitssýningar sem haldin var af Mus-
eum of Modern Art í New York, 1982, og hins
vegar 1984, þegar Jack Lang, þáverandi menn-
ingarmálaráðherra Frakka veitti henni æðstu
heiðursnafnbót þarlendra, í bókmenntum og
listum, officier de l’ordre des Arts et des Lettr-
es. Fáum kom þó til hugar að hún ætti enn ólok-
ið glæsilegasta huta ferils síns.
Sískapandi Nestor
Hátt á áttræðisaldri eru listamenn yfirleitt
sestir í helgan stein, enda fer þá sköpunarkraft-
urinn gjarnan þverrandi. Þó eru þekktar und-
antekningar á borð við Matisse og Kristján
Davíðsson, sem tekst að endurnýja svo mynd-
mál sitt í ellinni að gagnrýnendur standa agn-
dofa og tala um nýtt líf, eða jafnvel endurfæð-
ingu í tengslum við verk þeirra. Louise
Bourgeois er svo sannarlega af þessari tegund-
inni, því 1984 lauk hún við þrjár höggmyndir,
Spiral Woman, Nature Study og Velvet Eyes,
sem boðuðu nýmæli í afstöðu hennar til líkama
og rýmis.
Í Kulturhuset í miðborg Stokkhólms stendur
einmitt yfir sýning á verkum Bourgeois, sem
verður opnuð í september í Samtímalistasafn-
inu í Ósló þar sem hún verður fram til áramóta.
Sýningin hóf göngu sína í Hermitage, í Sankti
Pétursborg, seint á síðasta ári, en hélt svo það-
an til Borgarlistasafnsins í Helsinki. Það hefði
verið gráupplagt að fá hana hingað til lands eft-
ir Ósló, enda er hún afar viðráðanleg sem yf-
irlitssýning, með aðeins 25 höggmyndum og 200
teikningum, sem spanna ríflega sex áratuga fer-
il myndhöggvarans. En svo virðist sem enn
verði bið á því að við fáum að sjá veglega úttekt
hér heima á þessum stórmerkilega Nestor al-
þjóðlegrar myndlistar.
Þegar litið er yfir langan og glæsilegan feril
Louise Bourgeois kemur ýmislegt á daginn sem
gengur þvert á viðteknar hugmyndir okkar um
list og listamenn. Þótt verk hennar hafi frá upp-
hafi verið eftirtektarverð var þar fátt að finna
sem gefið gat fyrirheit um að hún ætti eftir að
ná þeim hæðum sem raun ber vitni. Snemma á
fjórða áratug síðustu aldar gaf hún stærðfræði-
nám við Sorbonne upp á bátinn til að helga sig
listnámi við Fagurlistaskólann í París – École
des Beaux-Arts, en yfirgaf hann fljótlega sök-
um þess hve íhaldssamur hann reyndist. Í stað-
inn kaus hún ýmsa þekkta einkaskóla og sótti
heim fjöldann allan af þekktum myndlistar-
kennurum til að fá hjá þeim góð ráð. Samtímis
sótti hún listsögutíma í Louvre-skólanum, og
hélt þar fyrirlestra. Árið 1938 giftist hún banda-
ríska listfræðingnum Robert Goldwater og
fluttist með honum vestur um haf.
Engum háð nema eigin sýn
Fyrstu árin í New York starfaði Louise sem
listmálari, en eftir heimsstyrjöldina síðari fór
höggmyndalistin að knýja á af æ meira offorsi.
Undir lok fimmta áratugarins lagði hún pensl-
ana á hilluna og sneri sér alfarið að höggmynda-
list, teikningum og grafík. Sjálf hefur hún látið
að því liggja að stærðfræðin – einkum þó flat-
armálsfræði áþreifanlegra hluta, sem áttu hug
hennar allan – hafi átt sinn þátt í að gera sig að
myndhöggvara fremur en málara.
Frá upphafi mátti greina sterk draumkennd
einkenni í list hennar. Myndir af konum með
hús í stað höfuðs bentu til hreinna súrrealískra
áhrifa, og óvenjulegar ætingar af tómum her-
bergjum með stigum sem hanga niður úr loftinu
án þess að snerta gólfið – He Disappeared into
Complete Silence, 1947 – virtust búa yfir ein-
hverri undarlegri og óræðri launung. Þeim
Marcel Duchamp og André Breton var því mjög
í mun að drífa hana í súrrealistasamtökin. Sá
síðarnefndi – heili og sál súrrealistasamtakanna
– var landflótta í Bandaríkjunum á stríðsárun-
um, þar sem hann reyndi að efla samtökin með
nýju blóði ungra bandarískra listamanna.
Um þessar tilraunir þeirra Duchamp og Bre-
ton hafði Louise þau orð að sér hefði fundist
þeir alltof nærri sér með sínum föðurlegu áhrif-
um. Hún hefði ekki hlaupist að heiman til þess
eins að láta ýfa á sér skinnið svo langt frá
heimaslóð. Hún kaus að standa ein utan allra
samtaka í staðinn fyrir að gangast undir hina
alkunnu lamandi vernd sem karlkyns listamenn
voru þekktir fyrir að veita kollegum sínum af
hinu kyninu.
Mala domestica…
En svo var auðvitað einnig að verki sú
reynsla sem sett hafði óafmáanlegt mark á
bernsku Bourgeois og rænt hana allri sálarró.
Sjö ára að aldri varð hún vitni að framhjáhaldi
föður síns með ungri, enskri stúlku, Sadie, sem
komin var á heimili Bourgeois-fjölskyldunnar
sem skiptinemi og enskukennari, meðan móðir
Louise lá fársjúk af asma eftir spænsku veikina.
Sadie var nokkrum árum eldri en Louise þegar
hún gerðist hjákona föður hennar. Sem
kennslukona hélt hún meira upp á hana en syst-
ur hennar og bróður, enda var hún þeirra best í
ensku. Sadie dvaldi á heimilinu næstu tíu árin
með þeim afleiðingum að allt eðlilegt fjölskyldu-
líf Bourgeois-hjónanna og barna þeirra fór end-
anlega forgörðum. Síðar talaði Louise um þessa
bitru reynslu sem einn stórkostlegan samsær-
isvef lyga og svika.
Bourgeois-hjónin höfðu viðurværi sitt af
teppasölu og viðgerðum á gömlum veggteppum.
Frá tíu ára aldri hljóp Louise oft í skarðið fyrir
ýmsa teiknara og dró upp snið þar sem göt
höfðu komið á klæðið eða það trosnað að neð-
anverðu eins og algengt var. Hún dáðist að
kunnáttu móður sinnar í meðferð saums og nál-
ar, og síðar á ævinni varð upplifunin af viðgerð-
unum að táknmynd nokkurs konar heilunar.
Ófá verk Louise eru þannig hugsuð sem til-
raunir til að bæta fyrir brostið hjónaband for-
eldra hennar. Áður en hún fluttist til Bandaríkj-
anna tók hún að sér munaðarlausan dreng,
Michel, til að bæta fyrir brotthvarfið frá heima-
landinu. Skömmu síðar eignaðist hún tvo syni
til viðbótar. Eftir dauða föður síns, árið 1951,
varð hún bandarískur ríkisborgari, en hefur
ætíð haft mikið samviskubit yfir þjóðernisskipt-
unum.
Þótt ekki megi ofgera áhrifum beiskrar æsku
á lífsstarf Louise Bourgeois fer vart milli mála
að verk hennar lýsa miklum og djúpstæðum
sársauka sem hefur vaxið og dýpkað eftir því
sem árin líða. Eflaust má kalla það þráhyggju
þegar hún veltir sér enn og aftur upp úr flækj-
um bernsku sinnar. Það er eins og hún magni
upp drauga sem hver sálfræðingur mundi reyna
að losa skjólstæðing sinn við með ráðum og dáð.
Framan af fjölluðu höggmyndir Bourgeois
um þögn og einangrun. Þær voru úr viði, settar
fram með tótemískum hætti, ekki ósvipað trjá-
kenndum fígúrum úr frumskógi kúbanska mál-
arans Wifredo Lam. Trúlega fór það framhjá
flestum í upphafi sjötta áratugarins hvernig
Louise stillti upp verkum sínum líkt og hver
einstök eining væri einungis hluti af heild. Meir
og fyrr en nokkur annar listamaður á þessum
tíma keyrði hún verk sín í átt til rýmisskipunar
– installasjónar – að minnsta kosti tíu árum áð-
ur en það hugtak öðlaðist almenna merkingu.
Formrænt fylgdi hún þó að mestu þeim meg-
instraumi sem sótti áhrif til frumstæðrar helgi-
listar.
HIN ÓBILANDI LO
Fransk-bandaríski myndhöggvarinn Louise Bourgeois á langan og glæstan feril að baki. Hér er hann rakin
eftirfarandi niðurstöðu: „Á tíræðisaldri staðfestir Louise Bourgeois, enn og aftur, að hún er ekki aðei
Louise Bourgeois stendur glaðhlakkaleg yfir Klefa sínum, Arch of Hysteria, frá 1992–93.
E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N
R U N Ó L F S S O N
Þótt ekki megi ofgera áh
lífsstarf Louise Bourgeo
verk hennar lýsa miklum
auka sem hefur vaxið og
árin líða. Eflaust má ka
ar hún veltir sér enn og
bernsku sinnar. Það er e
drauga sem hver sálfræð
losa skjólstæðing sinn v