Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 11 Hvað er kynímynd? SVAR: Í stað þess að tala um kynímynd er al- gengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynja- ímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélag- inu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýðing á enska hugtakinu gender en það orð vísar til félagslegrar stöðu og hlut- verka sem tengd hafa verið líffræðilegu kyni. Yfirleitt er talað um kynjaímyndir í fleirtölu þar sem ímyndirnar sem birtast eru ekki ein heldur margar. Kynjaímyndir, birtingarmyndir hug- mynda um karlmennsku og kvenleika í sam- félaginu, eru hvarvetna sýnilegar. Auglýsinga- og fjölmiðlaheimurinn, dagblöð og tímarit, út- varp og sjónvarp eru lið- tækir miðlar við að skapa og viðhalda tilteknum kynjaímyndum. Það gera þessir miðlar með því að framleiða myndefni og texta, þar sem „eðlileg kynjahlutverk“ eru sett á svið, sýnd og staðfest. Í einhverjum tilfellum er hins vegar brugðið á leik með ríkandi kynjaímyndir og þeim á einhvern hátt ögrað og breytt. Margar og oft misvísandi kynja- ímyndir finnast þó í sam- félaginu á hverjum tíma. Af ríkjandi kynjaímynd- um dagsins í dag sem flestir kannast við má nefna ofurkonuna, það er dragtklædd, falleg og kynþokkafull kona sem hefur náð langt í atvinnu- og/eða viðskiptalífinu, samhliða því að reka heimili og fjölskyldu, og lifa fullkomnu kynlífi. Önnur kvenímynd sem ákaft er haldið á lofti er ímynd kyntáknsins, hin tælandi kona, drósin. Loks heldur ímynd hinn- ar allt elskandi og umhyggjusömu móður alltaf velli sem klassísk kvenímynd. Af ríkjandi karlí- myndum má nefna ímynd veiðimannsins, of- urtöffarans, jakkafataklædda karlsins sem er handhafi fjármuna og valds og loks er ný ímynd sem stöðugt verður vinsælli, en það er ímynd hins ábyrga föður og fjölskyldumanns. Til gam- ans getur fólk velt fyrir sér þeim kynjaímynd- um sem dregnar eru upp í vinsælum sjónvarps- þáttum eins og Timburmönnum, Beðmálum í borginni og Ally McBeal. Kynjaímyndir gera hvort tveggja í senn, þær móta sýn okkar á samfélagið og móta sýn samfélagins á okkur. Við sem þátttakendur í samfélaginu getum aldrei alfarið snúið baki við eða hafnað ríkjandi kynjaímyndum. Þær eru hluti af daglegu um- hverfi og menningu okkar og þær eru alls stað- ar sýnilegar. Við erum öll annað hvort karlar eða konur og þess vegna erum við sífellt vegin og metin út frá ríkjandi kynjaímyndum. Kynja- ímyndin er einnig stór hluti af sjálfsmyndinni, af því hvernig við skilgreinum okkur sjálf sem manneskjur. Við getum hins vegar og eigum að vera gagnrýnin á ríkjandi kynjaímyndir. Við þurfum sífellt að spyrja hvaða merking er tengd þeim kynjaímyndum sem haldið er á lofti. Birtast bæði kynin sem virkir gerendur í sam- félaginu sem virðing er borin fyrir eða viðhalda ríkjandi kynjaímyndir gömlum og stöðluðum kynhlutverkum þar sem karlar birtast sem ger- endur með völd, en konur sem valdalaus við- hengi, sem eiga að fegra og prýða umhverfið, halda kjafti, hlýða og vera góðar? Þorgerður Þorvaldsdóttir kynjafræðingur. Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni? SVAR: Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvern- ig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raun- kyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni. Mál- fræðilega kynið er því hvorugkyn. Raunkynið er karlkyn þar sem nautið er karldýr. ,,Nautið er mannýgt, það ræðst á fólk“ er rétt setning og truflar engan. Kýr hefur sama málfræðilegt kyn og raunkyn. ,,Kýrin mjólkar vel. Hún er besta mjólkurkýrin á bænum“ er líka rétt setn- ing. Málfræðilegt kyn orðsins barn er hvor- ugkyn. Ef spurt er: ,,Hvar eru börnin?“ er oft- ast átt við börn af báðum kynjum og rétt svar væri: ,,Þau eru úti“. Annað er uppi á teningnum ef spurt er: ,,Hvar eru krakkarnir?“ Þá er rétt svar: ,,Þeir eru úti“, jafnvel þótt átt sé við börn af báðum kynjum. Þar fer ekki saman mál- fræðilegt kyn og raunkyn. Hetja er kvenkyns- orð að málfræðilegu kyni. Setningin: ,,Hand- boltahetjurnar okkar koma heim í dag“ kallar á framhaldið: ,,þær stóðu sig vel á mótinu“, þótt í liðinu hafi verið tómir karlmenn. Skáld er hvor- ugkyns að málfræðilegu kyni en raunkynið get- ur bæði verið karlkyn og kvenkyn. Fornafnið sem staðið getur fyrir skáld er það, það er hvor- ugkyn. ,,Skáldið kom fram á kynningunni. Það las úr óbirtum ljóðum sínum“ er rétt setning hvort sem skáldið var karl eða kona. Í dæmum sem þessum er oft reynt að umorða þannig að ekki leiki vafi á við hvað er átt. Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orðabókar HÍ. Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti? SVAR: Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveim- ur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þeirra, sem eru brjóstvöðvarnir. Í köldu veðri getur varmatap verið mikið og til að forðast það halda fuglar öðrum fætinum iðu- lega þétt að skrokknum þar sem mestur varmi er og mikið af mjúkum dúnfjöðrum. Fuglar í heitu loftslagi gera slíkt hið sama og að mati fræðimanna þjónar það sama tilgangi. Flamingóar, sem meðal annars lifa í Afríku, eru þekktir fyrir að standa á öðrum fæti. Jón Már Halldórsson líffræðingur. HVAÐ ER KYNÍMYND? Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita, hver er munurinn á dúr og moll, hvers vegna sleikja sum dýr sár sín og hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar? VÍSINDI Morgunblaðið/Sigurður Jökull Gæs á öðrum fæti. Reykjavík! Höfuðborgin glæst og gæfurík! Öndvegissúlur Ingólfs rak af sæ ásatrúin réð um staðarvalið. Í Reykjavík því reisti hinn fyrsta landnámsbæ rúnum skráð var nafn og giftu falið. Reykjavík! Í víðri veröld finnst ei nokkur slík! Reyklaus höfuðborg í veröld einstök er í elfu blárri silfurlaxar stikla. Elsta þing í heimi við löggjöf unir sér alla heillar landnámsjörðin mikla! Reykjavík! Höfuðborgin glæst og gæfurík! Litbrigði Esjunnar leiftra undraverð ljúf úr iðrum jarðar hlýjan streymir. Í Reykjavík dáðir og djörfung prýða ferð og drauma bjarta framtíðin þar geymir! Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur árið 1986 var efnt til samkeppni um lag og ljóð. Lag Sigfúsar Halldórssonar hlaut sérstök verðlaun. Lagið var fallegt eins og vænta mátti en af einhverjum illskiljanlegum ástæðum heyrist það aldrei, ekki einu sinni á afmæl- isdegi borgarinnar. Ljóðið hér að ofan var ort við lagið og hefur aldrei birst á prenti fyrr. [Höfundur.] GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON REYKJAVÍK Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Fólkið hér á Fróni er sí- fellt að yrkja messu- gjörð um allt sem gerist. Mý- grútur er til af þessu. Ég færist ekki í fang að vé- fengja að ég sé minni- háttar skáld og ljóð mín lé- leg í hrynjandinni. Afsökun mín er að fjand- anum sjálfum tíma- frekara er að vera vand- virkur við að ríma. Eflaust þykja ykkur vís- urnar mínar hræði- legar, en það er lenska á Ís- landi að yrkja kvæði. Höfundur er þýðandi. DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON RÍMRAUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.