Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002
É
G BJÓ aðeins einn mánuð í risa-
stóra dökka herberginu hjá
frönskum tvíburasystrum smá-
vöxnum, sem báðar voru með
herðakistil, og rifust oft kröft-
uglega á frönsku í næsta her-
bergi, sérstaklega þegar ég tók
æfingastrófur á sellóið mitt.
Sellókonsert Haydns í D-dúr og hávært rifrildi
fór ekki sérlega vel saman. Íbúð þeirra var á
efstu hæð í húsi við hina frægu götu Via del
Babuino, í Róm, og bjó ég því á næstu grösum
við Conservatorium Sancta Cacilia, en þar var
ég við tónlistarnám veturinn 1962–1963.
Rétt eftir að ég flutti í herbergið stóra með
dumbrauða veggfóðrinu tók ég eftir að á vegg-
skilti á húsi ekki alls fjærri var leturfærð sú
staðreynd að í þessu húsi hefði enginn annar en
Richard Wagner búið um tíma, þegar hann eitt
sinn dvaldi í borginni eilífu.
„Eitt mesta sjení sem lifað hefur“
Ég vissi töluvert um persónuna Richard
Wagner og þekkti m.a. nokkra af forleikjum
hans, eins og forleikinn að Hollendingnum
fljúgandi, sem til var á hljómplötu heima á Ak-
ureyri og ég lék oft á á sínum tíma eins sterkt
og hljómtækin þoldu, og stjórnaði kröftuglega
með heimatilbúinni hljómsveitarstjóratækni
sem líklega var í ætt við hollenskar vindmyllur.
Það er ekki fyrr en frekar seint á mínum ferli að
ég fer að horfast í augu við þetta stóra tónskáld,
og „eitt mesta séní sem lifað hefur“, samkvæmt
því sem W. H. Auden heldur fram. Mér varð á
að hugsa þar sem ég góndi á þetta skilti:
„Hvernig skyldi þessu stórtónskáldi og mont-
hana hafa líkað að búa við götu sem kennd er
við apa?“ Sjálfum stóð mér alveg á sama, enda
alinn upp í götu sem ber nafnið Gránufélags-
gata.
Ég var 22 ára gamall þegar ég yfirgaf Róm,
borgina eilífu, eftir stutta námsdvöl. Leið mín lá
til Flórens þar sem ég hafði skamma viðdvöl,
síðan fór ég áfram með lest til Feneyja, þar sem
síðla dags var ekið hægt eftir lestarteinum sem
lágu eftir langri og þráðbeinni upphleðslu yfir
vatnið og að borginni. Frá lestarglugganum
sást Feneyjaborg hálfhulin í blámóðu, eins og
vera ber, og engu var líkara en að lestin flyti
eftir vatninu að hjarta hennar, og þessu vatns-
kennda æðakerfi þöktu allskyns fleyjum, svo og
svörtum gondólum.
Með ferðatösku og selló hvort í sinni hendi lá
leið mín í útjaðar borgarinnar, þar sem ég átti
bókað herbergi hjá ungum hjónum sem ráku
matstað á jarðhæð en leigðu herbergi á þeirri
efri.
Ég vaknaði snemma næsta morgun við örfín
hljóð úr fjarska. Gráleit dagsskíma myndaði
reglulegar rákir á grænmálaðan vegg beint á
móti gluggahlerunum, og útivið heyrðist ljúft
öldugjálfur. Ég fór á fætur og opnaði gluggann.
Við blasti óvænt sjón: Ekki alls fjarri á kyrrum
haffletinum sá í hitamóðunni litla eyju. Háir
pílviðir stóðu dökkgrænir við gulbrúnar bygg-
ingar, og í fjarska hljómaði einmana kirkju-
klukka í morgunkyrrðinni.
Ég tók fram kortið af Feneyjum, og sam-
kvæmt því var þetta eyjan fræga San Michele,
þar sem er kirkjugarður, og margir frægir
menn liggja grafnir og nokkrum árum seinna
varð hinsti dvalarstaður Igors Stravinskys, sem
alla tíð hafnaði Wagner en átti það þó sameig-
inlegt með honum að elska Feneyjar. Mér datt í
hug mynd Böchlins, „Eyja hinna látnu“, og hið
fræga tónverk Rakhmanínovs með samsvar-
andi titli.
Eftir sápurakstur og fábrotinn morgunverð
gekk ég út í dagsbirtuna eftirvæntingin upp-
máluð með nokkur hundruð lírur í vasanum,
sem móðir mín hafði sent mér. Ég leit ekki á
kortið heldur lét eðlisávísunina ráða ferðinni,
fullviss um að ég væri hólpinn á þessari aðal-
eyju Feneyja og ekki yrði gengið kortlaust í
hafið þrátt fyrir draumkennda eðlisávísun.
Mistur sveif uppfrá síkjum borgarinnar þar
sem ég gekk eftir gangstígum, fór yfir boga-
brýr, tók stefnu ákveðið til hægri eða vinstri,
staldraði um stund í hliðarstræti og hlustaði
ásamt rytjulegum ketti á valskennda tónlist
leikna á rammfalskt píanó. Einhver órói rak
mig áfram, líkt og nú væri síðasta tækifærið
komið til að njóta þessarar stórkostlegu borgar
áður en hún sykki hljóðlaust í hafið. Ég stansaði
skyndilega. Enn eitt skiltið til heiðurs Wagner?
Ég var kominn að háum vegg sem umlukti Pal-
azzo Vendramin þar sem Wagner dó 13. febr-
úar 1883. Það var ekki laust við að ég missti
vindinn úr seglunum. Í minningu þessa stór-
merkilega tónskálds ákvað ég að staldra við og
rifja upp í huganum það sem ég hafði lært um
Wagner í tónlistarsögutímum í Tónlistarskól-
anum. Wagner bjó í þessari fallegu höll ásamt
Cosimu eiginkonu sinni, börnum, þremur þjón-
um og heimiliskennara veturinn 1883.
„Mér líður eins og Óþelló“
Á sprengidaginn, nokkrum dögum áður en
hann lést, fór öll fjölskyldan að Markúsartorgi
til þess að taka þátt í hinum árlegu og litríku
hátíðarhöldum þar sem skemmtiatriði og iðandi
mannhaf klætt grímubúningum gaf sofandi
borginni líf. Þegar kirkjuklukkur borgarinnar
tóku að slá hver í kapp við aðra á miðnætti lagði
Wagner af stað ásamt fylgdarliði sínu heim til
Palazzo Vendramin, sem er töluvert langt frá
Markúsartorginu. Að öllum líkindum hafa þau
látið ferja sig heim á gondóla og ekki kæmi mér
á óvart þótt dumbungslegur hljómurinn í
klukkunum sem Wagner notar í Parsifal hafi
hljómað í huga hans. Cosima sagði seinna að
Wagner hefði spurt sig þá um nóttina, hvort
hún elskaði sig. „Ég er svo erfiður,“ á hann að
hafa sagt. Áður en hann sofnaði muldraði hann:
„Mér líður eins og Óþelló. Hér er ég kominn að
leiðarlokum.“
Næstu daga var Wagner mjög veikburða,
enda hrjáður af allskyns kvillum þ. á m. alvar-
legum hjartasjúkdómi. Hann sökk í þunglyndi,
kvartaði undan öllu, deildi við vini sína sem
komu í heimsókn, hataði sjálfan sig fyrir að
vera Cosimu svona erfiður, álasaði uppáhalds
hljómsveitarstjóra sínum Hermann Levi, fyrir
að taka málstað gyðinga, sem æði oft urðu skot-
spónn hans þegar illa lá á honum. Það er samt
vert að geta þess að þrátt fyrir að tala illa um
gyðinga alla sína ævi átti Wagner nokkra gyð-
inga að vinum og af þeim tólf mönnum sem báru
kistu hans voru nokkrir gyðingar.
Þrettánda febrúar fór Wagner á fætur sem
endranær, og vann að ritgerð sinni „Lögmál
þess kvenlega í mannkyninu“. Hann fann til
stingandi sársauka í brjóstholi, hætti allri vinnu
og lagðist fyrir. Cosima er við hlið hans þaðan í
frá og neitar að víkja frá honum. Klukkan þrjú í
eftirmiðdaginn deyr Richard Wagner í faðmi
Cosimu, eins og sagan segir. Dauðdagi hans var
friðsæll, og sagði Cosima seinna að ólýsanlegur
friður hefði hvílt yfir ásjónu hans. Cosima var
harmi slegin og neitaði að yfirgefa lík manns
síns í heilan sólarhring. Þegar kom að kistu-
lagningu skar Cosima hár sitt og lagði á líkama
hans. Hún hvarf aldrei frá þótt kistulagningin
tæki meir en fimm klukkutíma.
„Ekki veit ég hvaða fólk þetta er,“ sagði fen-
eyski læknirinn sem var viðstaddur kistulagn-
inguna, „en eitt er víst, að aldrei hef ég orðið
vitni að því að kona elskaði mann sinn jafn-
mikið.“
Það var þá hér á þessum gangstéttarhellum
við hafið sem kista Wagners var látin síga niður
í gljásvartan gondóla sem róið var virðulega
niður lífæð Feneyja, Canal Grande, og að járn-
brautarstöðinni en þaðan var lík hans flutt með
lest til Bayreuth þar sem Wagner var jarðsett-
ur nokkrum dögum síðar.
Cosima lifði mann sinn í fjöldamörg ár, hún
dó ekki fyrr en 1930 og syrgði mann sinn allt til
lífsloka, og fékk sinn ævarandi hvíldarstað við
hlið hans. Stór steinn er á gröf þeirra, sem
Wagner hafði sjálfur valið. Enga grafskrift er
að sjá. Steinninn stendur auður. Grafskrift var
óþörf.
Heilsulítill alla ævi
Sem barn var Wagner heldur pervisinn og
lasburða, og slæm heilsa hrjáði hann reyndar
allt til æviloka. Hann þjáðist af pirrandi húð-
sjúkdómum, svefnleysi, meltingartruflunum og
taugasleni, sem olli sífelldri þreytu. Um þrítugt
var hann í slíku andlegu uppnámi, að hann grét
oft 15 mínútur í senn.
Látlaus og virðuleg sviðsetning leikstjórans Peter Stein og hönnuðarins Gianni Dessi.
AÐ BJARGA SÉR OG
MANNKYNINU
Einn af hápunktum
listahátíðarinnar í Edin-
borg sem nú stendur yfir
er sviðsetning Peters Stein
á óperunni Parsífal eftir
Richard Wagner undir
stjórn Claudio Abbado.
HAFLIÐI HALLGRÍMS-
SON segir frá tónskáld-
inu og óperunni.
Hljómsveitarstjórinn Claudio Abbado. Richard Wagner (1813–1883).