Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.2002, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. ÁGÚST 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin mán. til lau. kl. 11–16. Til 25.8. Galleri@hlemmur.is: Elin Wikstrom. Til 18.8. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljósmynd- ir Jóns Kaldals. Til 7.9. Gallerí List, Skipholti 50: Samsýning 40 listamanna – afmælissýning. Til 28.8. Gallerí Skuggi: Tinna Kvaran, Magnús Helgason, Þuríður Helga Kristjáns- dóttir, Ditta (Arnþrúður Dagsdóttir) og Steinþór Carl Karlsson. Til 18.8. Gallerí Sævars Karls: Hulda Vilhjálms- dóttir. Til 17.8. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir, Jó- hannes Jóhannesson og Valgerður Haf- stað. Til 8.9. Grafarvogskirkja: Björg Þorsteins- dóttir. Til 31.8. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Há- konarson. Til 1.9. i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils Frið- jónsson/Kristinn G. Harðarson. Til 12. okt. Undir stiganum: Arnfinnur Ama- zeen og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. Til 6.9. Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá arabaheiminum. Til 8.9. Listasafn ASÍ: Sigrún Ó. Einarsdóttir og Søren S. Larsen glerverk, Ólöf Ein- arsdóttir textílverk. Til 25.8. Listasafn Borgarness: Karl Kristján. Til 11.9. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánudaga. Lista- safn Rvíkur – Ásmundarsafn: Listin meðal fólksins. Til 31.12. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: MHR-30 – afmælissýning Myndhöggv- arafélags Íslands. Til 6.10. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Til 1.9. Listhús Ófeigs: Verk Jóhannesar Jó- hannessonar. Til 28.8. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir. Til 1.9. Norræna húsið: Götulistaverk Kajols. Til 22.9. Norska húsið, Stykkishólmi: Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður. Til 1.9. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta sýningar á alþýðulist. Til 15.9. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarf.: Re- bekka Gunnarsdóttir. Til 8.9. Slunkaríki, Ísafirði: Samsýning sjö listamanna. Til 25.8. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verk- um Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir. Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum. Vestur-íslenskar bókmenntir. Skákein- vígi aldarinnar. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Þýski organistinn Hannfried Lucke. Kl. 12. Árbæjarsafn: Tríó Hafdísar Bjarna- dóttur. Kl. 14. Kristskirkja, Landkoti: Rósakranssón- ötur. Martin Frewer, Steingrímur Þór- hallsson, Dean Ferrell. Kl. 21. Sunnudagur Breiðholtskirkja: Söngdúettinn Vocal- ísa ásamt Sigrúnu Mögnu Þórsteins- dóttur organista og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, sellóleikara. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Þýski organistinn Hannfried Lucke. Kl. 20. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Xu Wen sópran og Anna Rún Atladóttir pí- anó. Kl. 20. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Dido og Eneas, sun. Kaffileikhúsið: Ferðaleikhúsið Light Nights. Flutt á ensku, lau., sun., mán., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófón, fim., fös. kl. 20 Draumasmiðjan: Trúðar 17.8. Íslenska óperan kl. 15, Ráðhúsið kl. 17. Dansleikhús með Ekka: Eva3, Iðnó 17.8. kl. 16. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Fimm árum seinna hefur hann sköpun Nifl- ungahringsins, en þessi fimm ár fara í að skrifa um og skipuleggja þetta risafengna og marg- slungna verk. Og þó að hann sé oft útkeyrður og síhugsandi um dauðann gefst hann aldrei upp. Hann syndir á móti straumnum alla sína ævi, og rétt fyrir sjötugt kórónar hann lífstarf sitt með Parsifal, sem er í mótun í 40 ár. Því verður ekki á móti mælt að líf hans sem skap- andi listamanns er ótrúlegt afrek sem vart á sér hliðstæðu. Debussy, sem oft gagnrýndi tónlist Wagners harkalega, svo og hugmyndafræði hans, sagði eftir að hafa hlustað á konsertuppfærslu í París á Parsifal, að aldrei hefði tónlistinni, fyrr né síð- ar, verið reist stórkostlegra minnismerki. Mér hefur oft fundist gagnrýni Debussys á Wagner, þótt hnyttin sé, heldur ósannfærandi því að það er svo margt sem þeir eiga sameiginlegt. Tök- um sem dæmi blæinn sem hvílir yfir Pelleas e Melisande, hann á rætur sínar í tónlist Wagn- ers þótt tónmálið sé ólíkt, svo ekki sé minnst á millispilin sem Debussy varð að bæta við seinna til þess að skapa tíma fyrir leiktjaldaflutninga. Gustav Mahler sem viðstaddur var frumflutn- inginn á Parsifal gekk orðlaus út og vissi í hjarta sínu að hann hafði orðið vitni að listrænu kraftaverki, svo og mikilli þjáningu mannsins sem skapaði það. Honum var líka ljóst að sú reynsla sem hann hafiði orðið fyrir hefði breytt lífi hans fyrir fullt og allt. Jafnvel gagnrýnand- inn harðsvíraði Hanslick á að hafa setið einn og þögull eftir frumflutninginn. Og þó að í ritdómi haldi hann áfram að vera andstæðingur margs af því sem Wagner trúði á, bæði sem tónskáld og heimspekingur, viðurkenndi hann að Wagn- er hefði með Parsifal samið stórbrotið og ódauðlegt listaverk og á hann þá einkanlega við tónlistina. Hann ráðlagði hlustendum að taka við óperunni sem hreinum sviðstöfrum, sem sköpunarverki hreinnar ímyndunar. Hann talar líka um vald Wagners á tónlistinni, sem hann mótar áreynslulaust og nákvæmlega eftir eigin þörfum og skilur hvergi eftir lausa enda. Endurreisn óperunnar sem listforms Það sem ég hef drepið á fram að þessu og snertir Wagner er öllum þeim sem áhuga hafa á manninum sjálfum og tónlist hans vel kunnugt en áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að gera hugmyndum Wagners um hlutverk óperu í þágu þjóðfélagslegra umbóta smávegis skil. Ef Wagner væri sjálfur til staðar og gæti lesið það sem ég er hér að skrifa myndi hann rífa af sér flauelshúfuna, henda henni í gólfið, líklega traðka á henni og hrópa í bræði: Ignoramus! Wagner stóð ógn af því hvert stefndi með óp- eruformið eins og svo margt annað í þjóðfélag- inu og hann einsetti sér að endurreisa óperuna sem listform sem sameinaði allar listgreinar líkt ogt grískir harmleikir, þar sem sameinast skáldskapur, drama, búningar, látbragðsleikur, hljóðfæraleikur, dans og söngur. Í höndum grísku meistaranna voru harmleikir þeirra, sem sameinuðu öll þessi listform, ólíkt magn- aðri en allar þessar listgreinar hver í sínu lagi, þar að auki voru goðsagnir kjarni þessara harmleikja og fjölluðu um mannlega reynslu og örlög af skáldlegri djúpskyggni og innsæi sem virtist ævarandi og hafið yfir öll tímatakmörk. Í stórum dráttum var það takmark Wagners að veita ekki aðeins listræna fyllingu, ef svo má að orði kveða, heldur bæta þá sem komust í snertingu við list hans, og samkvæmt dagbók- um Cosimu var það ætlun Wagners í Parsifal að bjarga hreinlega hinum sanna germanska anda sem hann taldi að færi hnignandi. Það er m.a. þessi stórmennska sem farið hefur í taugarnar á mörgum. Þessi löngun til að predika og lesa yfir öðrum, vísa mönnum veginn. Það er því miður satt að skoðanir Wagners á öllu milli himins og jarðar eru hvað eftir annað niður- níddar af þeim sem hafa aldrei lesið þær. Þeir sem hafa lesið skrif Wagners kvarta undan uppskrúfuðum og fullyrðingakenndum stíl og lymskulegum aðferðum til að sigra lesandann. Kvartað er undan flóknu setningaformi sem oft er ruglingslegt, og á tíðum þrautleiðinlegt en inn á milli koma dæmi um sláandi innsæi og mælsku sem bætir fyrir allt hitt. Þekking margra nútímamanna á Wagner er skammar- lega lítil og margir hika ekki við að rakka niður bæði tónskáldið og manninn án þess að vita nokkuð um hann. Það var mikið ólán fyrir Wagner að Adolf Hitler skyldi hafa dálæti á óp- erum hans, fáfrótt fólk spyrðir þá oft saman sem er óréttlætanlegt gagnvart Wagner. Sagt er að Wagner hafi sagt sem ungur leit- andi maður: „Verði ég ekki tónskáld ætla ég að verða dýrðlingur.“ Innra með listamanninum Wagner bjó hálfgerður dýrðlingur sem aldrei leit dagsins ljós í mannlegri mynd, en eitthvað í líkingu við dýrðling gat tónlistin stundum verið og þá sérstaklega tónlistin í Parsifal. Hið list- ræna hjarta og hugsjónir voru á réttum stað, hvað sem segja má um hegðun hans í daglegu lífi. Parsifal á Edinborgarhátíðinni Gamla Konunglega leikhúsið í Edinborg, eins og það hét einu sinni, var endurbyggt fyrir nokkrum árum til þess að skapa aðstöðu fyrir óperuflutning og stórar leiksýningar. Leikhúsið heldur sér að innan í sinni upprunalegu mynd, en allur sviðsbúnaður sem er eins fullkominn og hugsast getur, og hið nýja svið eru sem stór- bygging við gamla leikhúsið. Til þess að skapa stærra anddyri var myndarlegri glerbyggingu bætt við að framan, svo næg birta flæðir inn og gefur Hátíðarleikhúsinu, eins og það heitir nú, tilfinningu um að byggingin sé ný af nálinni. Það var strax ljóst þegar komið var í anddyr- ið 15 mínútum fyrir frumsýninguna á Parsifal, að flestir sýningargestir eru langt að komnir. Ég heyrði framandi tungumál og það var engu líkara en að flestir væru hér af brýnni þörf og vissu hvað til stæði, þekktu sinn Wagner. Ég tala um stund við lögfræðinginn sem hjálpaði mér við húsakaup fyrir mörgum árum. Hann er allur uppveðraður, segist þegar vera búinn að sjá leikmyndina sem sé ekkert smá- ræði. Hann er með glampa í augum og greini- lega forfallinn Wagneristi. Það var þegar mikil stemmning í leikhúsinu þegar ljósin dofnuðu og Claudio Abbado sem stjórnaði Gustaf Mahler-unglingahljómsveit- inni gekk að hljómsveitarstjórapúltinu. Hann fær mikið lófaklapp, enda vita flestir að hann var alvarlega veikur af krabbameini í maga, og missti stóran hluta af innyflum í meiriháttar uppskurði ekki alls fyrir löngu. Hve háðugleg örlögin geta verið, sársjúkur hljómsveitarstjóri að stjórna Parsifal. Hans bíður nú fjögurra og hálfs klukkutíma staða við stjórnvölinn. Látlaus og virðuleg uppfærsla Hljómsveitin var ögn hikandi í byrjun, ekki eins samtaka og æskilegt er, en þessi ungmenni ná fljótlega völdum á þessari ótrúlegu tónlist undir frábærri og öruggri stjórn Abbado. Þessi margumrædda uppfærsla Peter Stein á Parsi- fal fékk slæmar móttökur í Salzburg í fyrra. Talað var um að hún væri einföld og söguþræð- inum of trú, það skorti skírskotanir í einhverjar dýpri merkingar. Mér létti hinsvegar við hve látlaus og virðu- leg uppfærslan var og hversu allar hreyfingar voru í góðu samræmi við anda verksins. Tón- listin er sjálf svo vel mótuð og hægferðug, hún er eins og háalvarleg prósessía sem fetar sig hægt eftir dularfullum og ósýnilegum vegi og stefnir í lokin að ósýnilegu takmarki sem ég er ekki viss um að jafnvel Wagner sjálfum hafi verið ljóst. Þessi flókna ópera Wagners hefur oft orðið fyrir barðinu á leikstjórum sem þóst hafa skilið óperuna jafnvel betur en hann sjálfur og talið sig geta komið boðskap hennar á framfæri með því að túlka hana eftir eigin höfði. Wagner sjálf- um hryllti við tilhugsuninni um slíka meðferð og brynjaði sig í bak og fyrir með alls konar boðum og bönnum en ekkert dugði. Það eru til leikhússtjórar sem skilja ekki að þessar goð- sagnir Wagners lifa fyrir utan tíma og rúm og eru ekki heppilegar fyrir endursköpun í anda nútímans. Gianni Dessi er höfundur leiktjalda og naut ég þess hve mikil víðátta og látleysi kom fram í sviðsetningunni. Dauf og dularfull birta, sem sí- fellt tók fínlegum breytingum bæði í styrkleika og lit, gaf til kynna djúpan hávaxinn skóg, víð- áttumikið haf og dularfullan himin. Kastalinn í öðrum þætti stakk hins vegar í stúf með nú- tímalegu yfirbragði sem einhver í hléinu sagði að minnti á gluggaútstillingu frá IKEA, sem mér þótti óþarflega neyðarlegur dómur. Nær óaðfinnanlegur söngur Engar frægar stjörnur sungu í þessari upp- færslu, enda þess ekki þörf, því þótt ég kann- aðist ekki við neinn söngvaranna var söngur þeirra nær óaðfinnanlegur. Göfugmennska ein- kenndi söng Hans Tschammer sem Gurnemans og Violeta Urmana söng af slægð og dulúð hlut- verk Kundry. Parsifal var sunginn af Thomas Moser af upphafinni einlægni, sem smátt og smátt náði sterkum tökum á áhorfendum. Am- fortas var slægur í meðferð Albert Dohmen og Klingsor var sveipaður viðeigandi dulúð af Eike Wilm Schulte. Stjarna kvöldsins var auðvitað Wagner sjálf- ur og á ég þá við tónlist hans fyrst og fremst, sem stígur upp úr hljómsveitargryfjunni eins og endalausar bylgjur sem sífellt taka fínlegum og óvæntum breytingum, eru sem margbreyti- legt hljómahaf þar sem söngvararnir sigla um eftir dularfullum leiðum tímunum saman án þess að valda leiðindum, alltént ekki hjá mér. Gustav Mahler Jugend Orchester lék óviðjafn- anlega undir frábærri stjórn Abbado sem stjórnaði allan tímann eins og líf hans væri að veði. Hver er boðskapur þessarar óperu? Heilu ritgerðirnar hafa verið skrifaðar um þetta ótrú- lega verk, og ber mönnum ekki saman um hvað Wagner hafi endanlega haft í huga, og hvort honum hafi tekist að koma boðskap sínum á framfæri svo öllum áheyrendum sé hann ljós. Á þessari sýningu lét ég berast með straumnum andspyrnulaust, enda ástæðulaust að berjast gegn áhrifum tónlistarinnar sjálfrar, hins vegar fór hið dýpra táknmál fram hjá mér oft og tíðum og í lokin var ég algerlega á valdi tónlistarinnar, sem mér virtist herma frá öðr- um og mun annarlegri atburðum. Svanasöngur manns við ævilok Augljóst er að Wagner hefur hugsað í þaula hve listrænt og heimspekilegt innihald óper- unnar ætti að vera en tónlistin verður til löngu seinna þegar hann veit að hann á skammt eftir ólifað Orð eru eitt og tónlist annað og sú hugsun læðist oft að mér þegar ég hlusta á þessa háal- varlegu hægferðugu tónlist líða tregablandna áfram, að hún sé í eðli sínu eins og Adorno hefur líka bent á, magnaður lofsöngur um ferðalok í eiginlegri merkingu, svanasöngur manns sem átti stutt eftir ólifað, saga hægfara veiklunar og þrekleysis frekar en helgisögn sem bjargað gæti þýskri menningu. Þessi langdregna saga um synd og fyrirgefn- ingu, freistingar og afneitun, blóð úr síðusári Krists, um synduga og særða sem frelsa eiga mannkynið, virðist ekki komast til skila á sann- færandi hátt. En þetta dregur síður en svo úr áhrifum óperunnarsem dvelja ljúfsár innra með hlustandanum dögum saman eftir hvern flutn- ing. Þegar dró að lokum óperunnar sóttu Fen- eyjar meir og meir á hugann. Dauði Wagners í Palazzo Vendramin, hnignandi menning borg- arinnar í veraldlegum og andlegum skilningi, klukkurnar í Markúsarkirkjunni, nálægð dauð- ans og löngunin til þess að friða eigin samvisku og bjarga sér og mannkyninu um leið. Söngurinn var nær óaðfinnanlegur og einkenndist af göfugmennsku, einlægni, slægð og dulúð. Höfundur er tónskáld og búsettur í Edinborg í Skotlandi. Violeta Urmana og Hans Tschammer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.