Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 Í BYRJUN tuttugustu aldar komu út með árs millibili tvær bækur í Danmörku sem báðar taka til umfjöllunar stirða sambúð íslenskra og danskra stúdenta á Garði í Kaupmannahöfn á 19. öld. Sú fyrri gefur gamalkunna skýringu á stirðleikanum: Íslenskir stúdentar voru frumstæðir rustar, sem danskir skóla- bræður hlutu að líta niður á. Hana er að finna í ævisögu Carls Ploug (1813–94), síðar ritstjóra Fædrelandets. Hún kom út árið 1905 og er skráð af syni hans, Hother. Þar segir hann farir föður síns ekki sléttar í samskiptum sínum við íslenskan Garðbúa: „Fyrsti sambýlingur Plougs var N. Chr. Carøe, bróðir Carøes etatsráðs, sem síðar varð virtur kaupmaður. Fyrir tilstilli bróðurins tókst líka góð vinátta með þeim og þeir reyndust hon- um hinn besti félagsskapur. „Annar eins sam- býlingur og Carøe er víst vandfundinn,’’ segir móðir hans í bréfi til hans, þar eð hann hafði orðið að sætta sig við mun ógeðfelldari herberg- isfélaga. Einkum var hann lítið hrifinn af því að þurfa að búa með Íslendingi, sem honum bauð við sakir sóðaskapar. Stirfni hans lagði jafn- framt drögin að þeirri óvild, sem Ploug sýndi svo oft síðar í garð Íslendinga.“ Íslendingurinn ógeðfelldi er þó þar með ekki úr sögunni og getur sonur Plougs ekki stillt sig um að segja frekar frá afrekum hans neðan- máls: „Ploug átti eftir að fá furðulegar fregnir af þessum Íslendingi. Hann og skólabróðir hans, Christian Krarup, voru báðir skotnir í ungri stúlku af göfugustu aðalsættum, þekktri feg- urðardís. Þeir létu sig aldrei vanta á Löngulínu, þegar hún gekk þar sér til skemmtunar á sunnudögum. Þegar hún hélt brúðkaup sitt með jóskum óðalseiganda reyndu hinir tvítugu pilt- ar að komast inn í Sívölukirkju (Trinitatis), til að sjá hana í brúðarskartinu. Það tókst þó ekki, því að lögreglan vísaði þeim frá. Þeir höfðu ekk- ert boðskort, en þar var um nýjan sið að ræða. Þeir reiddust því og fannst það ganga þvert á lýðræðið. Þeir helltu úr skálum reiði sinnar í grein sem birtist í Københavnsposten. Hún var að mestu samin af Ploug og er örugglega fyrsta tilraun hans á sviði blaðamennsku, enda næsta barnaleg. Sjálfur Johan Ludvig Heiberg sá sig samt knúinn til að svara í grein sem birtist í den Flyvende Post. Þar gerir hann stólpagrín að hnýsni samborgara sinna varðandi brúðkaup. Ploug stóðst auðvitað ekki mátið og svaraði með grein, sem Orla Lehman skreytti nokkrum vel völdum diguryrðum. En Heiberg þaggaði glæsilega niður í hinum ungu andstæðingum sínum. Nokkrum árum síðar frétti Ploug að að- alsfrúin unga, sem var óhamingjusöm í hjóna- bandinu, hefði eignast barn með heimiliskenn- aranum. Hann var enginn annar en íslenski sóðinn, sem honum hafði boðið svo við. Þessi at- burður, sem ætti vel heima í skáldsögu eftir Blicher, er kveikjan að öllu því háði sem Ploug eys yfir óðalseigendastéttina og lífið á setrum þeirra í kvæðinu „Adlens Skaal’’ ( Skál fyrir aðl- inum): Og har han saa en Hovedgaard, – thi hoved ej han bruger – til Stænderne han sendes for at sove otte Uger. Ja, stundom endelig det hænd’s han vaagner op som Excellens, og røgter Statens Tarv, imens hans Kudsk besørger Fruens.“ Sem hljóðar svo í lauslegri þýðingu: Og eigi hann bara höfuðból – því höfuðið er óþarft – er hann kallaður til stéttarþings til að sofa þar í átta vikur. Stundum hendir jafnvel að hann hrökkvi upp við að hann er kominn á þing. Þar sinnir hann þörfum ríkisins á meðan ekillinn annast frúna. Slúður eða réttmæli? Erfitt er að henda reiður á sannleiksgildi þessara frásagna Hothers, vegna ónákvæmni hans í meðferð heimilda. Faðir hans bjó á Garði á árunum 1833–36. Ef gluggað er í herbergja- skrá Garðs frá þeim tíma er ekki að sjá að það ólán hafi nokkru sinni hent hann að búa á her- bergi með Íslendingi. Samkvæmt skránni er Carøe heldur ekki fyrsti sambýlingur hans á Garði, hann er sá þriðji og síðasti. Kenning Hothers um að óvild föður hans í garð Íslendinga megi rekja til vistar hans á Garði virðist líka afar hæpin. Í ævisögu Jóns Sigurðssonar segir Páll Eggert Ólason þvert á móti að Ploug hafi í öndverðu snúist allvel við málefnum Íslendinga, enda hafi hann á náms- árum sínum verið nákunnugur ýmsum þeirra. Hins vegar gerðist Ploug hægrisinnaður með árunum og snerist þá gegn róttækum stjórn- arkröfum Íslendinga. Páll bætir við að fæstir hefðu búist við þessu af honum og vísar því til áréttingar til bréfs Gísla Hjálmarssonar (1807– 67) frá 1866, en þar segir Gísli að svo hafi Ploug verið handgenginn sumum Íslendingum á Garðvistarárum sínum, að síst hæfði honum að koma þar í flokki fram er Íslandi mætti vera mein að. Greinar Plougs um brúðkaup aðalsfraukunn- ar og jóska óðalseigandanns er hins vegar að finna í formi lesendabréfa í Københavnsposten 20. 11. og 7. 12. 1835. Hann er því 22ja ára þegar hann skrifar þær, en ekki tvítugur, eins og son- ur hans segir í ævisögunni. Þar tekur Ploug fram að brúðkaupið hafi farið fram í Sívölu- kirkju (Trinitatis) fimmtudaginn 12. nóvember. Í fyrri greininni gefur Ploug upp þá ástæðu fyrir kirkjuferð sinni að hann hafi fylgt frænku sinni þangað, sem fýsti mjög að sjá hvernig brúðkaupið færi fram. Sennilega hefur Ploug ekki viljað verða uppvís að svo kvenlegri for- vitni. Þeim var þó vísað frá, þar sem þau höfðu ekki boðsmiða. Ploug spyr því hvort þau lög séu til sem heimili lokun kirkjunnar þótt þar fari fram brúðkaup, eða hvort þetta séu eingöngu forréttindi aðalsins. Svör Heibergs er að finna í den Flyvende Post nr. 64 og 66 1835. Samkvæmt kirkjubókum Sívölukirkju fór engin hjónavígsla þar fram 12. nóvember árið 1835. Ljóð Plougs, Adlens Skaal, er heldur ekki að finna í prentuðum ljóðum hans. Um sann- leiksgildi þessarar sögu verður því ekkert full- yrt, nema með mun viðameiri rannsóknum en hér er stuðst við. Hins vegar er óneitanlega skemmtilegt að hugsa til þess, að Íslendingnum subbulega hafi þrátt fyrir allt vegnað svo vel í ástamálum að honum tókst meira að segja að koma frónskum genum inn í danska aðalsætt. Íslendingar og ekki-Íslendingar Aðra og gjörólíka mynd af samskiptum ís- lenskra og danskra Garðbúa er að finna í endur- minningum Rasmusar Nielsen (1837–1922) frá Garðvist sinni, Regensen. Hún kom út árið 1906. Rasmus Nielsen lauk embættisprófi í lög- fræði frá Hafnarháskóla 1863. Hann starfaði síðar sem skjalavörður við hermálaráðuneytið. Kafli sá í endurminningunum sem hann helgar íslenskum samtíðarmönnum er glöggt dæmi um aðra og breytta ástæðu fyrir einangrun ís- lenskra Garðbúa efir að hiti færist í sjálfstæð- isbaráttuna. Hún verður nú ekki síður rakin til þess að þeir töldu skyldu sína að láta hatur sitt á Dönum jafnt yfir alla ganga. „Þungt er mér stundum að verða að hata Dani, en það eru for- lög mín,“ segir Gísli Brynjúlfsson (1827–88) í dagbók sinni í Höfn árið 1848. Jólagleðin, sem Nielsen segir frá, var haldin á Garði árið 1859. Þar fer með lykilhlutverk Ís- lendingurinn Lárus Blöndal (1826–1894). Hann innritaðist í lögfræði við Hafnarháskóla árið 1857 og lauk þaðan embættisprófi árið 1865. Hann var sýslumaður í Dalasýslu á árunum 1867–1877, en þá tók hann við sýslumannsemb- ætti í Húnavatnssýslu. Hann sat á þingi fyrir Húnvetninga árin 1881–85. Athyglivert er að það er einmitt þessi kyn- slóð íslenskra stúdenta sem ríður á vaðið með stofnun málfundafélags, þar sem umræður snú- ast ekki um þjóðmál. Félagið var stofnað árið 1861 undir nafninu Leynifélag andans. Á þriðja ári var nafninu breytt í Kveldfélagið. Þjóðmál, eins og til að mynda fjárkláðamálið svonefnda sem þá bar hæst í umræðum hér á landi, eru einmitt á bannlista. Yfirlýstur tilgangur félags- ins var að reyna að vekja innlent menntalíf, sér í lagi í skáldskap og fögrum menntum. Jafnframt ræða þeir félagar á fundum sínum um nýjar stjórnmálastefnur í Evrópu eins og nihilisma, kommúnisma og sósíalisma. Kvenfrelsismál eru þar líka ofarlega á baugi. Þeir félagar töldu þó ekki tímabært að kynna slík mál fyrir alþjóð og gættu þess vandlega að ekkert bærist út af fundunum. Formaður félagsins á árunum 1866– 67 var Lárus Blöndal. Hér fer á eftir kaflinn úr endurminningum Rasmus Nielsens þar sem hann segir frá kynn- um sínum af íslenskum samtímamönnum sínum á Garði. Rasmus Nielsen „Þegar litið er nánar á heimavistarsveina er eins gott að geta þess strax, að þeir voru af tvennum toga, það er að segja Íslendingar og ekki-Íslendingar. Íslendingar áttu óskoraðan rétt til Garðvistar. Þess vegna var alltaf viss fjöldi íslenskra stúdenta á Garði, þótt aldrei væru þeir fjölmennir. Fyrr á árum fór ekki sérlega gott orð af ís- lenskum stúdentum. Þeir þóttu, og það kannski ekki alveg að ósekju, fremur ósiðmenntaðir og smekkur þeirra næsta ólíkur því sem gott þótti og gilt í Danmörku. Hafi það einhvern tíma ver- ið svo, er óþarfi að furða sig á því, þar eð Íslend- ingar höfðu lítinn samgang við aðra Evrópubúa, Ísland lá næsta ósnortið norður í Atlantshafi. Hvernig átti ungur, íslenskur stúdent að kunna samkvæmissiði, sem voru aðrir en þeir, sem tíðkuðust heima hjá honum? Því var öðru vísi farið með okkur. Við vorum aldir upp að evr- ópskum hætti. Það var rangt af okkur að líta niður á íslenska bræður okkar af því að þeir þóttu illa að sér um samkvæmisvenjur. Okkur var nær að huga að því hversu margir þessara ungu bangsa urðu síðar lærðir menn, mikilhæf- ir vísindamenn sem urðu þekktir um alla Evr- ópu. Ef við lítum nánar á þann hóp vísinda- manna sem við höfum af að státa, kæmi á óvart hversu tiltölulega stór hluti af honum ber ís- lenskt nafn. Þetta sýnir að þótt Íslendingarnir ungu hefðu kannski ekki það sem til þurfti að sóma sér hið besta í ballsölum og fínum sam- kvæmum, skorti þá hvorki gáfur né viðmóts- þokka. Kannski voru þeir íslensku stúdentar til, sem voru gefnari fyrir grófara gaman en gott þótti, en það var látið bitna á þeim öllum. Og það var mjög ósanngjarnt. Samgangur milli ís- lenskra og danskra Garðbúa var lítill. Stuttu eftir að ég kom á Garð bar þetta á góma í lesstofunni. Okkur kom saman um að reyna að breyta þessu leiðindaástandi. Spurn- ingin var bara hvernig fara skyldi að. En svo fundum við ráð. Jólin voru í nánd og við vorum nýbúnir að kjósa nefnd til að sjá um jólagleðina, sem halda átti í lestrarsalnum. Nefndinni var falið að koma því til leiðar að íslensku félagarnir tækju líka þátt í jólagleðinni. Við vissum að ef það ætti að takast, yrðum við fyrst að vinna íslenska laganemann Lárus Blöndal til fylgis við okkur. Við litum á hann sem formann Íslendinga, þótt ekki væri hann formlega til þess kosinn. Hann virtist að minnsta kosti hafa mikinn myndug- leika til að bera á meðal landa sinna. Ef við gæt- um unnið Lárus til liðs við okkur, var björninn unninn. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar ákváðum við að einn nefndarmanna skyldi snúa sér til Lár- usar Blöndal og skýra honum frá því að sýna ætti gamanleik á jólaskemmtuninni. Og í þesum gamanleik var einmitt persóna sem varð að vera heljarmenni að burðum, þar sem hún átti að bera aðra persónu í leiknum út af sviðinu. Enginn þeirra sem ætluð voru hlutverk í leikrit- inu voru nógu sterkir til þess og þess vegna vildum við biðja hann, Lárus Blöndal, að gera okkur þann greiða að taka þetta hlutverk að sér, sem var annars auðvelt, hann þurfti næst- um ekkert að segja. Tilviljunin hagaði því svo að mér var falið að rækja erindið. Sumir réðu mér frá því og héldu að Lárus brygðist reiður við. Það var óþarfa ótti; þetta gekk ljómandi vel. Ég heimsótti Lárus á herbergi hans á fjórða gangi. Hann tók vingjarnlega á móti mér og ég tók mér sæti andspænis þessari föngulegu kempu. Ég beitti allri þeirri hrífandi málsnilld sem ég átti til og rakti erindið fyrir honum. Hann hlustaði þegjandi á mig. Þegar mér varð loks orðavant sagði hann að þótt hann bæðist að vísu undan þeim heiðri að leika í leikritinu, væri það ekki af neinni tregðu, heldur af því að hann væri viss um að hann gæti ekki leikið, jafnvel ekki smáhlutverk. Það var sama hvernig ég reyndi að tala hann til, hann hló bara og hristi höfuðið. Ég spurði hvort hann gæti þá ekki fengið einhvern annan Íslending til að taka að sér hlutverkið, okkur væri í mun að fá Íslending til að leika það. En Lárus var líka ófáanlegur til þess. Þetta voru sár vonbrigði. Mér þótti miður að snúa aftur við svo búið, sérstaklega þar sem ég hafði gert mér svo miklar vonir um að hafa er- indi sem erfiði. Svo hleypti ég í mig kjarki og sagði Lárusi hreinskilnislega að reyndar hefði þetta með leikritið ekki verið mitt aðalerindi, heldur væri „ÞUNGT ER MÉR STUNDUM AÐ VERÐA AÐ HATA DANI“ E F T I R J Ó H Ö N N U Þ R Á I N S D Ó T T U R „Hvernig átti ungur, íslenskur stúdent að kunna samkvæmissiði, sem voru aðrir en þeir, sem tíðkuðust heima hjá honum? Því var öðru vísi farið með okkur. Við vorum aldir upp að evrópskum hætti. Það var rangt af okkur að líta niður á íslenska bræður okkar af því að þeir þóttu illa að sér um samkvæmisvenjur,“ segir í endurminningum Rasmusar Nielsens um samvist hans við íslenska Hafnarstúdenta á nítjándu öld. Hér eru dregnar fram lítt þekktar heimildir um lífið á Garði þar sem m.a. segir frá Lárusi Blöndal, síðar þingmanni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.