Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 11 Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð af orðum? SVAR: Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun, eða synaesthesia. Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skynfæri er um samskynjun að ræða. Jafnframt getur sam- skynjun átt sér stað þannig að áreiti af ákveðnu tagi valdi skynhrifum sem tengjast almennt annars konar áreiti þótt um sama skynfæri geti verið að ræða. Eitt algengasta dæmið um samskynjun er að sjá bókstafi, tölustafi og orð í litum. Þegar við horfum á stafinn V sjáum við ákveðna lögun sem við tengjum þessum bókstaf og notum til að þekkja stafinn. Sumt fólk sér hins vegar líka ákveðinn lit, til dæmis grænan, sem það tengir stafnum V. V er þá í huga þess grænn bók- stafur, væntanlega ásamt ýmsum öðrum stöf- um. Þessi skynhrif eru ekki kölluð fram viljandi af viðkomandi einstaklingum, heldur blasir lit- ur bókstafsins við þeim á sama hátt og lögunin blasir við okkur hinum. Þannig hafa börn með tilhneigingu til samskynjunar oft ergt sig á því að tré- eða plastbókstafir, til dæmis þessir seg- ulmögnuðu sem settir eru á kæliskáp, væru í „röngum“ litum. Rétt er að benda á að þeim sem skynja stafi í litum ber ekki öllum saman um það hvaða staf- ur hafi hvaða lit. Auk þess að sjá stafi í litum getur fólk skynjað orð í litum þannig að sum orð eru blá orð, önnur gul og svo framvegis. Fleiri dæmi um samskynjun eru að sjá tóna eða tónlist í litum og að finna bragð af orðum. James Wannerton frá Blackpool í Englandi segist til að mynda alltaf hafa fundið bragð af beikoni þegar hann hafði eftir þessa línu úr Faðirvorinu í skóla: „Fyrirgef oss vorar skuld- ir.“ Hæfileikinn til samskynjunar er talinn arf- gengur og erfist þá líklega um X-litning. Ekki er ljóst hve algeng samskynjun er, enda virðast tölur um það á reiki. Talað hefur verið um allt frá einum af hverjum 25 þúsund upp í einn af hverjum fimm hundruð. Samskynjun, eða öllu heldur tilhneigingin til hennar, telst ekki sjúk- dómur þar sem hún virðist ekki há fólki á nokk- urn hátt heldur er hún viðbót ofan á önnur skynhrif. Samskynjun getur einnig komið til af neyslu ofskynjunarlyfja en þá er væntanlega um af- mörkuð tilvik að ræða. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Cornell-háskóla. Er ál að finna í einhverjum matvælum? SVAR: Ál er málmur sem kemur víða fyrir náttúrulega í matvælum, en yfirleitt í mjög litlu magni. Þó getur teplantan safnað í sig tölu- verðu áli sem getur lekið frá telaufunum út í te við lögun. Í tei er álið þó bundið fjölfenólum og öðrum lífrænum sameindum sem draga úr upp- töku þess í smáþörmum. Í sum matvæli, svo sem ýmsar mjólkurvörur og unnar kornvörur, er stundum bætt auk- efnum sem innihalda ál. Töluvert ál er að finna í lyftidufti og þess vegna geta bökunarvörur sem í hefur verið notað lyftiduft innihaldið ál. Einn- ig getur ál „lekið“ í matvæli úr umbúðum (t.d. álpappír) og eldhúsáhöldum (t.d. pottum, pönn- um og hnífapörum), en talið er að tiltölulega lít- ið berist af áli á þennan hátt í matvæli. Sums staðar erlendis er ál notað til að fjarlægja ör- verur úr yfirborðsvatni ætluðu til drykkjar. Neysla áls úr matvælum er talin vera frá 2– 10 mg á mann á dag. Ekki er ljóst hvort manns- líkaminn hafi einhverja þörf fyrir ál og er skort- ur ekki þekktur í mönnum. Í tveimur dýra- tilraunum hefur skortur verið framkallaður og hafa einkenni verið meðal annars skertur vöxt- ur. Heilbrigðir einstaklingar ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af eitrun af völdum áls úr matvælum. Há inntaka sýrustillandi lyfja og verkjalyfja, sem innihalda oft mikið ál, getur þó verið varasöm fyrir viðkvæma einstaklinga, til dæmis með skerta nýrnastarfsemi. Eitrun er mjög sjaldgæf, en helstu eitrunareinkenni eru meðal annars áhrif á taugakerfi með talörð- ugleikum og ofskynjunum, sársauki í beinum og beinbrot. Ál hefur verið nefnt sem mögulegur orsaka- valdur sjúkdómsins Alzheimer, en rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á orsakasamband þar á milli. Ál hefur einnig verið tengt öðrum sjúk- dómum í taugakerfi, svo sem Parkinsonveiki og svonefndum Lou Gehrig-sjúkdómi, en þau tengsl eru enn sem komið er óljós og hafa ekki verið studd vísindalegum rökum. Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði. Hvernig myndast árhringir í trjám? SVAR: Rétt undir berki trjáa er lag af frumum sem kallað er vaxtarlag. Á hverju sumri skipta þessar frumur sér og mynda nýjar sáld- og við- aræðafrumur. Á þennan hátt gildnar trjábol- urinn á hverju ári. Fyrripart sumars er vöxtur hraður og nýju viðaræðafrumurnar sem myndast eru stórar og víðar. Seinnipart sumars hægir á vextinum og frumur sem þá myndast eru þrengri og hafa til- tölulega þykka frumuveggi. Þegar skorið er þversnið af trjábol sést lita- munur á snemmsumarsvexti og síðsumars- vexti. Síðsumarsvöxturinn er dekkri af því að holrými frumnanna eru minni og frumuvegg- irnir þykkri. Á hverju ári myndast því hringur af ljósum frumum og hringur af dökkum frum- um. Þetta köllum við árhringi. Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins. HVAÐ ER SAMSKYNJUN? Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: Hvað gerir maginn, af hverju stafar oddaflug fugla, er til flautumál á Kan- aríeyjum, af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið og hver er lagaleg skilgreining á orðinu hjúskapur? VÍSINDI Morgunblaðið/Árni Sæberg Er ál í matvælum? mikill á ungum rithöfundum að slá í gegn með sinni fyrstu bók, ólíkt því sem tíðkaðist þegar ég var ung. Þá fengu rithöfundar tíma til að vaxa og dafna, ekki var ætlast til að þeir sendu frá sér snillarverk með sinni fyrstu bók heldur voru hæfileikar þeirra metnir yfir lengri tíma,“ sagði Roberts. Graham Swift sagði að viðhorfið gagn- vart rithöfundum hefði breyst í Bretlandi, þeir hefðu ekki lengur þann sjálfgefna virðingarsess meðal almennings sem áður var og væri vert að velta því fyrir sér hvað réði því. Sjálfur hefði hann farið varlega í að titla sig rithöfund framan af og þótt þægilegra að svara fyrirspurnum fólks um atvinnu sína þess efnis að hann væri í „bókabransanum“. Vöktu þessi orð mikla kátínu meðal áheyrenda. Bragi Ólafsson og Gerður Kristný tóku undir orð Michele Roberts, sögðu önnur störf nauð- synleg meðfram skrifunum, ekki síst þegar litið væri til þess að íslenskt samfélag væri lítið. Í framhaldi af orðum Swifts sagðist Gerður telja að viðhorf í garð ljóðskálda hefðu breyst mjög frá því að njóta virðingar til þess að vera talin eitthvað skrýtin fyrst þau hefðu ekkert betra að gera en að skrifa ljóð. Bragi sagðist telja að stuðningur ríkisvaldsins við rithöfunda hefði orðið til þess að fleiri hefðu tækifæri til að sinna ritstörfum. Engu að síður mætti spyrja hvort ekki væru gefnar út alltof margar bækur hér á landi, því rithöfundum sem nytu styrkja fyndist þeir skuldbundnir til að skila af sér bók árlega. Spurningunni um stöðu rithöfunda svaraði Bernadine Evaristo svo að í dag þyrftu rithöf- undar að vera þjálfaðir í að koma fram fyrir áhorfendur. „Nú á tímum þurfa rithöfundar að vera skemmtikraftar,“ sagði Evaristo. „Þetta á sérstaklega við um ljóðskáld, en nær útilokað er fyrir þau að lifa af bókasölu. Ljóðskáld vinna sér inn tekjur með upplestrum og þátttöku í ýmis konar viðburðum, þar sem bókin er jafnframt kynnt. Þetta er nauðsynlegur þáttur í tilveru þeirra.“ Ian McEwan tók upp þráðinn frá Evaristo og benti á að rithöfundar væru dregnir á mjög markvissan hátt inn í almenna þjóðfélagsum- ræðu, og væri gert ráð fyrir þátttöku þeirra í umræðuefnum sem þeir væru oft langt frá því að vera sérfræðingar í. Benti McEwan jafn- framt á að bresk bókaútgáfa væri sífellt að vaxa, jafnframt því sem umgjörðin um bókmenntir sem miðlar þeim til lesenda væri orðin mikil. Bókabúðum hefði fjölgað gríðarlega á síðustu 20 árum, leshópar hvers konar væru orðnir gríð- armargir og bókmenntahátíðir væru stór iðn- aður fyrir borgir og sveitarfélög. Allt kallaði þetta á þátttöku rithöfunda, og væri krafan um að rithöfundurinn tæki þátt í túlkun og umræðu um verk sitt orðin mikil. Framfarir í tölvutækni hefðu skapað nýja möguleika til beinna sam- skipta milli rithöfunda og lesenda þeirra. „Í þessu ljósi getur það verið ærið verkefni fyrir rithöfund að vernda einkarými sitt, hann þarf að berjast fyrir einangruninni. Rithöfundur hefur ekki fyrr lokið við skáldsögu en hann er beðinn um að útskýra hvaðan hugmyndin er fengin, eða hvað einhver ákveðin uppákoma þýði. Það er erfitt að ímynda sér höfunda á borð við Henry James eða Charles Dickens útskýra verk sín á þennan hátt. Það er reyndar til saga um það þegar Dickens var á ferð um Bandaríkin þar sem hann las upp úr verkum sínum. Þegar hann var beðinn um að útskýra eitthvað bað hann spyrjandann að vera ekki svona óskammfeilinn. Þetta er nokkuð sem ég hef oft hugsað um að segja,“ sagði Ian McEwan á sinn sposka hátt og vakti innilegan hlátur meðal gesta. Er Ísland einsleitt samfélag? Í pallborðsumræðunum vék Steinunn Sigurð- ardóttir að spurningunni um þjóð og þjóðar- ímynd í tengslum við skáldsöguna. „Ian sagði áður að bækur hans yrðu sífellt enskari eftir því sem árin liðu. Ég held að mínar bækur séu að verða sífellt minna íslenskari,“ sagði Steinunn. „Þetta leiðir mig að spurningunni um Ísland sem einsleitt samfélag. Hér eru allir eins, hafa sömu nöfnin og á nokkurn veginn það sama fyrir öllum að liggja. Stundum öfunda ég höfunda sem koma frá Bretlandi vegna þess suðupotts ólíkra menningarstrauma sem þar er að finna. Mér finnst að þar hljóti að vera að finna ákafa- lega áhugaverð viðfangsefni því fólkið er mótað af svo margslungnum þáttum.“ Sjálf sagðist Steinunn leitast við að breikka sjóndeildar- hringinn í sínum skáldsögum með því að fjalla um persónur af ólíkum þjóðernum, en raun- verulegra breytinga á þessum vanda væri þó fyrst að vænta þegar raddir innflytjenda sem sest hafa að á Íslandi tækju að hljóma í íslensk- um bókmenntum. „Ég held að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á íslenskar bókmenntir,“ sagði Steinunn. Bernadine Evaristo spurði í kjölfarið hver væru viðfangsefni íslenkra rithöfunda, ekki síst í ljósi þess að hér væru gefnar út margar bækur, og lék henni forvitni á þvíhvaða viðfangsefni það væru sem leituðu á rithöfunda í samfélagi sem ekki hefði sams konar tungumálamismun, menningar-, og stéttaátök og samfélag á borð við Bretland. Þegar kom að fyrirspurnum fólks- ins í salnum, kom í framhaldi af orðum Stein- unnar og Evaristo fram sú spurning hvort ís- lenskt samfélag hefði ekki alla tíð reynt að forðast að fjalla um þætti sem talist gætu frávik frá hinni einsleitu ímynd þess. „Hvers vegna hefur aldrei verið skrifað um þá menningar- blöndun sem hefur verkið mjög rík í kringum varnarstöð bandaríska hersins í Keflavík. Hvers vegna hefur aldrei verið fjallað um reynslu kvenna sem áttu barn með bandarískum her- mönnum af afrískum uppruna?,“ spurði gestur í salnum. Steinunn sagðist sjálf vera hissa á því að uppsprettur veigamikilla viðfangsefna á borð við þau sem nefnd voru hefðu ekki verið nýttar í bókmenntunum. „Ég held þó ekki að þetta sé spurning um tabú, að ekki megi nefna þessa hluti. Ég held að vandinn liggi í því að Íslend- ingar hafi hreinlega ekki haft áhuga á reynslu þessa fólks. Það er ljótt að segja en ég held að við höfum aðeins áhuga á sjálfum okkur, en ekki því sem kemur að utan,“ sagði Steinunn. Bern- adine Evaristo tók þvínæst til máls og sagði þró- unina í átt að fjölmenningarlegri rödd í breskum bókmenntum hafa átt sér stað eftir að fólk af fjarlægum uppruna, margir frá fyrrverandi ný- lendum Breta, sem alist hefði upp í Bretlandi, tóku að skrifa bækur. „Það var fólk af minni kynslóð, oft börn eða barnabörn innflytjend- anna sjálfra, sem fór að láta í sér heyra á bók- menntasviðinu. Í tilfelli blökkumanna var það ekki fyrr en í upphafi níunda áratugarins að skrif þeirra tóku að koma fram í Bretlandi. Það var því ekki fyrr en við fórum sjálf að skrifa okk- ur inn í breska frásagnarhefð að reynsla minni- hlutahópa tók að hljóma. Ég held að þeir sem finna fyrir kynþáttamismunun séu þeir sem skrifa um þau mál, og á það sama við um konur og þeirra reynslu,“ sagði Evaristo. Bragi Ólafs- son sagðist telja það vandkvæðum bundið að gera þá kröfu til íslenskra rithöfunda að þeir skrifuðu um tiltekin efni, því þeir gætu e.t.v. ekki gert þeim skil eins vel og gert hefði verið í bókmenntaheiminum almennt. Sjálfur skrifaði hann skáldsögur sem gerðust í baðherberginu eða stofunni heima hjá honum, og gæti sú íbúð verið hvar sem er í heiminum. Steinunn tók und- ir þessi orð og sagðist telja að vonlaust væri fyr- ir rithöfund að reyna að skrifa um annað en það sem hann hefur áhuga á sem bókmenntalegu viðfangsefni. Michele Roberts ítrekaði að lokum að skrif fólks úr minnihlutahópum hlytu að virka á samfélagsskiling og þar af leiðandi áhuga t.d. bresku rithöfunda til að taka fyrir ný viðfangsefni, jafnvel skrifa um reynslu hinna ut- anaðkomandi. „Ég held að skrif höfunda sem koma að utan hafi átt þátt í að breikka pólitíska og þjóðarvitund breskra rithöfunda. Þau hafa vísað okkur á nýja reynslu sem kallað hefur á endurmat þess hvernig við skrifum og hvar við staðsetjum okkur innan eigin hugverks,“ sagði Roberts. Í kjölfarið bárust umræður að spurningunni um samspil hins staðbundna og þess alþjóðlega í bókmenntaskrifum. Veltu þátttakendur því fyr- ir sér hversu þýðanlegur staðbundinn heimur höfundarins væri milli menningarheima. Michele Roberts sagði rithöfunda ávallt vinna úr hefð sem væri alþjóðlega mótuð, þeir ynnu á grunni heimsbókmenntanna auk þess sem Stóra-Bretland hefði á undanförnum áratugum verið að opnast mjög fyrir utanaðkomandi áhrif- um. Þar bærust bókmenntir í gegnum tungu- mála-landamæri með þýðingum auk þess sem verið væri að skrifa mikið af bókmenntum á ensku sem þó kæmu úr menningarsamhengi ólíku því sem hin hefðbundna enska er sprottin úr. Þar gætti áhrifa tví- og fjöltyngis höfunda, sem alist hafa upp á mörkum menningarheima. Sigurður Pálsson sagði íslenskan bókmennta- heim ákaflega háðan þýðingum vegna þess hversu fáir töluðu tungumálið. Þýðingar væru áhugaverður þáttur í bókmenntum, þar sem þær vísuðu okkur á kjarna hins bókmenntalega tungumáls. Því hvergi kæmi það betur í ljós en í þýðingum hversu meðvitað verkfæri tungumál- ið væri í skáldskap og hversu mótað það væri af þeirri menningu sem það hefur verið notað inn- an. „Með þýðingum neyðumst við til að brjótast út úr okkar staðbundnu, einangruðu sjálfsvit- und, komast handan hennar og yfir í það sem er sammannlegt og alþjóðlegt,“ sagði Sigurður. Graham Swift tók upp orðin staðbundið og sammannlegt í lokaummælum pallborðsins. Sagði hann þetta tvennt vera í órjúfanlegu sam- spili í bókmenntum. Verkefni rithöfundarins væri það að nálgast hið sammannlega, og leiðin lægi óhjákvæmilega í gegnum staðbundið um- hverfi og einstaklingsbundna reynslu. „En það skal ekki vanmetið að bókmenntir eru nokkuð sem getur ferðast milli menningarsvæða, yfir- stigið landamæri, hægt er að miðla milli tungu- mála.“ Að umræðum loknum sagði Jon Cook að í ljósi umræðna dagsins og síðustu daga, mætti líta svo á að bókmenntir væru í senn umdæmi þar sem mýtur um þjóðerni og sjálfsmynd verða til, og þar sem þær eru gagnrýndar og end- urmetnar. „Ég held að það spjall sem við höfum átt í hér í dag sé upphafið að umræðum sem eigi sér margar hliðar og varði þróun sem geti farið í ýmsar áttir á næstu árum,“ sagði Cook að lok- um. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.