Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 B ÓKMENNTIR eru sérstaklega gagnlegt verkfæri fyrir fólk til að ræða um hluti sem skipta það máli. Í gegnum bókmenntirnar geta komið upp umræðuefni sem endurspegla djúplæg hugð- arefni og áhyggjumál fólks,“ segir Jon Cook, stjórnandi pall- borðsumræðna Breska bókmenntaþingsins sem fram fóru síðastliðinn laugardag 21. september. Þema og yfirskrift bresku bókmenntahátíðar- innar var Þjóðin, sjálfsímyndin og skáldsagan, og í henni tóku þátt nafntogaðir breskir rit- höfundar, þau Ian McEwan, Michele Roberts, Graham Swift og Bernadine Evaristo ásamt jafnmörgum íslenskum rithöfundum. Þar var spurt spurninga um raunverulega eða ímyndaða einsleitni íslensks samfélags og hvort skilningur okkar á sjálfum okkur sem þjóð hefði sett mark sitt á íslenskar samtímabókmenntir. „Líkt og bent var á í yfirskrift þessarar bókmenntahátíð- ar hefur skáldsagan á síðustu öldum gegnt veigamiklu hlutverki við staðfestingu þjóðarvit- undar í ólíkum samfélögum. Í íslensku sam- hengi mætti hér nefna Halldór Laxness og sagnaarf Íslendingasagnanna. Verkefni þessar- ar samkomu var að spyrja að hvaða marki þess- ir mælikvarðar eiga enn við þegar kemur að því að meta þá strauma sem móta bókmenntirnar og viðhorf lesenda til þeirra,“ sagði Jon Cook prófessor við háskólann í East Anglia í Norwich í samtali um yfirskrift bókmenntahátíðarinnar, en hann var umræðustjóri og einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar ásamt Fríðu Björk Ingv- arsdóttur bókmenntafræðingi og starfsmönn- um Breska sendiráðsins á Íslandi. Á þeim þremur dögum sem þingið stóð yfir var þó komið víða við. Bresku höfundarnir lásu upp úr skáldsögum sínum og sátu fyrir svörum um störf sín og lífsviðhorf á fimmtudags-, og föstudagskvöld. Á laugardagseftirmiðdaginn fóru pallborðsumræðurnar fram meðal bresku höfundanna, og fjögurra íslenskra rithöfunda, Braga Ólafssonar, Steinunnar Sigurðardóttur, Sigurðar Pálssonar og Gerðar Kristnýjar. Þing- gestum var jafnframt gefið tækifæri til að taka þátt í umræðunum. Sjónarmið einstaklingsins Jon Cook hóf umræður dagsins með því að kynna höfundana sem saman voru komnir við pallborðið. Vék hann þvínæst að yfirskrift hátíð- arinnar, og sagði hana vissulega yfirgripsmikla og væri hugmyndin sú að nálgast hana út frá reynslu höfundanna, fremur en að ráðast í skil- greiningar á þjóðarhugtakinu, sjálfsímyndinni eða skáldsögunni sem slíkum. Sagðist hann von- ast til þess að með því að heyra sjónarmið höf- unda frá Bretlandi annars vegar og Íslandi hins vegar væri hægt að varpa ljósi á spuringuna um skáldsöguna í ljósi þjóðar og sjálfsímyndar. Í ljósi þess að Bretland og Ísland ættu það sam- eiginlegt að eiga langa bókmenntahefð, var fyrsta spurningin sem Jon Cook beindi til pan- elsins sú hvort rithöfundarnir álitu að eigin eða annarra þjóða bókmenntahefð léki stórt hlut- verk í þeirra skrifum. Í svörum rithöfundanna komu mismunandi viðhorf í ljós sem sýndu að hver og einn höf- undur vinnur með hefðina og glímir við hana í sínum skrifum. Margir höfundanna virtust þó eiga það sameiginlegt að leita undan hefðinni, að bókmenntafyrirmyndum er betur kölluðust á við þeirra afstöðu í samfélaginu, áður en tekist var á fyllilega meðvitaðan hátt á við þá opinberu hefð sem hampað er á hátíðarstundum. Bragi Ólafsson sagðist forðast á næstum skipulegan hátt að láta íslensku bókmennta- hefðina hafa áhrif á það sem hann er að skrifa, þó svo að hann væri vitanlega meðvitaður um hana. Hann forðaðist að lesa verk íslenskra höf- unda, sérstaklega Halldórs Laxness. Þó væru þetta höfundar sem hann dáði sem og íslensku fornsögurnar og með árunum væri hann farinn að líta til hefðarinnar í auknum mæli. „Ég held að það hafi hjálpað mér að móta minn eigin stíl, að hafa farið þessa krókaleið að hefðinni,“ sagði Bragi. Graham Swift tók undir orð Braga, sagðist ekki hugsa um hefðina í sínum daglegu skrifum. „En ef ég er spurður, verð ég að játa það að ég er mjög meðvitaður um hefðina, og þá enska bókmenntahefð almennt. Shakespeare vofir þar yfir öllu. Þetta er nokkuð sem ég finn alltaf fyrir, og er mikilvægt að gera sér grein fyrir. Því jafn- vel sá sem streitist á móti hefðinni er í samræðu við hana.“ Steinunn Sigurðardóttir ræddi um hefðina í ljósi kynferðis og benti á að bókmenntahefðin ís- lenska hefði birst sér sem karlleg þegar hún var að byrja að skrifa árið 1965. Ísendingasögurnar hefðu ekki höfðað til hennar og hún ekki lesið þær, né tekið mið af þeim í sínum skrifum. Hún hefði fundið sér fyrirmyndir í bókmenntum eftir konur sem þó almennt hafi verið litið niður á sem „kerlingabókmenntir“. Þetta gat að sögn Steinunnar í senn af sér spéhræðslu og frelsi fyrir hana sem höfund. Hún hafi óttast að hæðst yrði að sér en um leið og þessi staða hefði fært henni frelsi til að skrifa óháð hefðinni sem ef til vill vofði yfir mörgum þeirra karlhöfunda sem skrifuðu á sama tíma. Sigurður Pálsson sagðist hafa verið í sam- ræðu við hefðina frá því að hann las Íslendinga- sögurnar upphátt fyrir móður sína sem barn. „Ég get reynt að hafna henni, en ég held að það sé erfitt fyrir íslenskan höfund að komast undan hefðinni vegna þess að tungumálið er í grunn- atriðum það sama og fornasagnaritararnir skrifuðu á og áttu þátt í að móta.“ Hann liti hins vegar á hefðina sem opna og ómótaða stærð, sem nauðsynlegt væri að draga í efa, rýna í og enduruppgötva. „Ég held það liggi margt grafið í bókmenntahefðinni er endurspeglar þjóðar- ímynd okkar og við höfum ekki horfst í augu við, og stangast á við hugmyndina um norrænan uppruna okkar. Við megum ekki staðna í af- stöðu okkar til hefðarinnar því þar stöndum við frammi fyrir spurningum um þjóðerni okkar,“ sagði Sigurður. Ian McEwan tók upp þráðinn frá Sigurði varðandi spurninguna um samfellda bók- menntahefð, og nefndi mræðu sem á sér stað í Bretlandi um hvar staðsetja eigi upphaf enskra/ breskra bókmennta ef miðað væri við aðgengi- leika þeirra gagnvart nútímalesendum. Þennan punkt yrði að setja við miðja sextándu öld, þar sem lesandinn kæmist ekki í gegnum bók- menntatexta skrifaðan fyrir þann tíma án þess að hafa orðabók við höndina. Sagði hann spurn- inguna um tungumál áhugaverða í samhengi við hefðarskilning og lék forvitni á að vita hversu aðgengilegt tungumál fornsagnanna væri ís- lenskum nútímalesendum. Bresku bókmenntahefðinni sem McEwan byrjaði að skrifa innan við upphaf 8. áratugarins lýsti hann sem hálfgerðu dauðyfli, hún hefði ver- ið mjög borgaraleg og lagst sterklega gegn straumum módernismans. Hann hafi því litið í tvær áttir sem ungur rithöfundur, annars vegar til arfleifðar Kafka í evrópsku skáldsögunni og hins vegar til bandarískra samtímahöfunda. „Ég held að fjölmargir ungir breskir höfundar hafi á þessum tíma litið út fyrir Bretland. Menn leituðu hvert á land sem er annað en til breskra bókmennta í mótun skáldsagna sinna. Með ár- unum hef ég þó komið aftur að bresku hefðinni, og sótt til höfunda á borð við George Eliot, Jane Austen, Henry James og Virginiu Woolf. Ég verð sífellt enskari höfundur með árunum, og samræður við kollega um skáldskap berast æ oftar að Shakespeare, því hjarta hefðarinnar er eftir sem áður að finna þar,“ sagði McEwan. Hefð og tungumál Gerður Kristný sagðist hafa kosið að skrifa um og fyrir sína kynslóð. Í skáldskap sínum hefði hún aftur á móti unnið markvisst með hefðina, og skopast að henni. „Ef til vill var ég örlítið bitur í garð hefðarinnar, því ég hafði neyðst til að lesa bækur sem henni tilheyra í skóla.“ Bækur sínar sagði hún óþýðanlegar vegna þess hversu sterklega þær væru tvinn- aðar saman við hefð sem er séríslensk. Bernadine Evaristo lýsti sambandi sínu við ensku bókmenntahefðina sem flóknu. Hún hefði skynjað hefðina sem bókmenntir skrifaðar af og fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp, og var viðmiðið þar hinn hvíti karlmaður af mennta- eða milli- stétt sem hafði allt önnur lífsviðhorf og bak- grunn en hún sjálf sem er blökkukona af verka- mannastétt. „Þegar ég byrjaði að skrifa hafnaði ég hefðinni algjörlega, en lít hana nú öðrum aug- um. Bandarískir kvenhöfundar af afrískum upp- runa, á borð við Toni Morrison, voru mér mik- ilvæg fyrirmynd en ég leitaði líka út um allan heim að bókmenntum sem eru mér innblástur. Enda var ekki að finna stakan svartan höfund í breskum bókmenntum þegar ég var að vaxa úr grasi á 7. og 8. áratugnum. Enn í dag les ég ekki mikið af breskum samtímaskáldsögum og leita á aðrar slóðir eftir bókmenntum sem mér finnst virkilega spennandi. Nýlega hefur það orðið mér ljóst að ég hef sótt til þeirrar ensku bók- menntahefðar sem ég las í skóla, s.s. grískra og latneskra fornbókmennta, Shakespeare, Dick- ens, Tennyson,“ sagði Bernadine. Michele Roberts sagði hefðina hafa verið sér ákaflega mikilvæga sem ungum lesanda, og síð- ar nemanda í bókmenntum og hefði hún lesið miðaldabókmenntir, enska og franska ljóðlist af áfergju. Þegar hún byrjaði að vinna úr þessari hefð sem rithöfundur vandaðist málið og fólst vandinn m.a. í að skapa sér eigin rödd, sem kona innan karllegrar hefðar og bókmenntaheims sem karlmenn voru ráðandi í. Mikilvægur þátt- ur í þessari rödd er leikurinn sem er að mati Ro- berts mikilvægt vopn fyrir konur sem skrifa innan bókmenntaheims sem er enn kynskiptur að ákveðnu marki. „Hefðin getur virst svo þung og þrúgandi, en með því að koma óvænt að henni er hægt að kitla hana og fá hana til að lifna við,“ sagði Roberts. Jon Cook sagði það áhugavert þegar hugað er að íslenskri bókmenntahefð annars vegar og breskri hins vegar, hversu aðgengilegt eða óað- gengilegt tungumál þeirra væri nútímalesend- um. Verk enska 14. aldar skáldsins Chaucers væru illlæsileg almenningi, og kölluðu á sér- staka þekkingu og yfirlegu. Tók Jon Cook í kjöl- farið undir spurningu McEwans um það hvort tungumál Íslendingasagnanna væru aðgengi- legt hinum almenna nútímalesanda. Sagði Sig- urður Pálsson svo vera, að í grunnatriðum væri tungumálið óbreytt, hvað setningarbyggingu og ritunaraðferð varðar. „Það trúir þessu enginn, menn halda að við séum að ýkja. En ég held að óhætt sé að segja að almennur lesandi sem ekki hefur sérstaka menntun eða þjálfun á sviði bók- mennta geti lesið Íslendingasögurnar.“ Benti Bragi Ólafsson þó á að dróttkvæðin væru þó tor- ræð og illskiljanleg og tók Sigurður undir þau orð og vakti hlátur meðal áhorfenda þegar hann sagði að ef til vill hefði enginn nokkurn tímann skilið dróttkvæðin. Michele Roberts tók upp hanskann fyrir miðaldabókmenntir, eins og hún orðaði það, og sagði Chaucer ekki eins torræðan og menn vildu halda, þar væri einfaldlega um að ræða ákveðna málnotkun sem lesandinn þyrfti að komast inn í. „Vægi þýðinga er einnig mik- ilvægt í þessu tilliti, og getur núímalesandi t.d. lesið Bjólfskviðu eftir Chaucer í frábærri þýð- ingu Seamus Heaney. Sjálf las ég Íslendinga- sögurnar í þýðingu þegar ég var unglingur og naut þess mjög. Graham Swift tók undir þau orð Roberts að Chaucer væri ekki eins fornt skáld og ef til vill væri almennt álitið, frásagnartækni skáldsins væri merkilega nútímaleg, allt að því póstmódernísk. Lagði Jon Cook orð í belg og sagði aðgengileika Chaucers engu að síður lítinn og að verk skáldsins hefði líklega gleymst ef ekki væri fyrir það vægi sem þau fengju í bók- menntakennslu. Bernadine Evaristo sagði það mikilvægt að spyrja sig hvort íslenskt mál hefði þróast sam- hliða því að hafa haldist lítt breytt síðustu þús- und árin. Sigurður Pálsson svaraði síðarnefndu spurningunni svo að íslenskt mál hefði þróast á annan hátt en mörg evrópsk mál, þar sem sótt væri í smiðju eigin tungumáls til að búa til ný orð, í stað þess að sækja til grískra eða lat- neskra róta við orðsmíð. Í niðurlagi sínu að þessum fyrsta hluta um- ræðnanna vék Jon Cook að mikilvægi hins utan- aðkomandi eða „útlenda“ í mótun hefða og nefndi sem dæmi hversu mjög enskar bók- menntir hafa mótast af ítölskum, frönskum og þýskum bókmenntum, hvað form, viðfangsefni og tungumál varðar. „Frá sjónarhóli rithöfund- arins er það áhugavert hvernig hefðinni er sí- fellt raskað af því sem stendur utan hennar og er utanaðkomandi. Spurningin um kynferði og hefð er einnig þáttur sem kom mjög skýrt fram í umræðunum og skírskotar til þess sem allir rit- höfundar virðast gera, sem er að finna upp sína eigin hefð, sem er persónuleg fremur en þjóðleg og mótast af reynslu þeirra og stöðu innan sam- félagsins.“ Rithöfundurinn sem skemmtikraftur Í næsta hluta umræðnanna sagði Jon Cook að réttast væri að halda frá fortíðinni til þátta er varða stöðu rithöfunda í samtímanum. Næsta spurning til pallborðsins laut þannig að sam- anburði á faglegri stöðu rithöfunda í Bretlandi og á Íslandi. Michele Roberts sagðist geta talað fyrir munn stórs hóps rithöfunda þegar hún segði að það væri erfitt að lifa af því að vera rit- höfundur. Benti hún á að hin viðtekna ímynd sem birtist í fjölmiðlum gæfi mynd af rithöfund- inum sem nokkurs konar stjörnu sem væri stöð- ugt í sviðsljósinu og lifði ljúfu lífi. Rétta myndin væri hins vegar sú að margir rithöfundar eru mjög fátækir og jafnvel þeir sem átt hafa vel- gengni að fagna geta þurft að berjast í bökkum síðar á ferlinum. Flestir rithöfundar sinntu öðr- um störfum, oft á sviði fjölmiðla eða kennslu. „Það sem setur ekki síst mark á störf rithöfunda er sá gríðarlegi þrýstingur sem liggur á útgef- endum um að koma með metsölubækur og ná þannig skjótum gróða. Þrýstingurinn er því SAMSPIL HINS STAÐ- BUNDNA OG ALÞJÓÐLEGA Um hvað skrifa íslenskir rithöfundar? Hvernig er sam- spili hins staðbundna og hins alþjóðlega háttað í skáldverkum og hvaða hlutverki gegnir tungumálið í þeim samskiptum? HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR greinir frá þeim margbrotnu umræðum um bókmenntir, þjóð- arvitund og sjálfsmynd sem áttu sér stað í pallborðs- umræðu breskrar bókmenntahátíðar sl. laugardag. Morgunblaðið/Þorkell Þátttakendur í pallborðsumræðum á breskri bókmenntahátíð í Háskólabíói sl. laugardag voru rithöfundarnir Bragi Ólafsson, Graham Swift, Steinunn Sigurðardóttir (í hvarfi), Jon Cook, Sig- urður Pálsson, Ian McEwan, Gerður Kristný, Bernadine Evaristo og Michele Roberts.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.