Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Þóra Þórisdóttir. Til 13. okt. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Bresku mæðgurnar Jacqueline og Sophia Rizvi. Til 13. okt. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Samsýning 16 listamanna. Til 13. okt. Gallerí Skuggi: Kimmo Schroderus og Charlotta Mickelsson. Til 29.9. Gallerí Sævars Karls: Óli G. Jóhannsson. Til 17. okt. Gerðarsafn: Sigtryggur Bjarni Bald- ursson, Pétur Már Pétursson og Jónas Bragi Jónasson. Til 29.9. Hafnarborg: Eiríkur Smith. Til 7. okt. Hús málaranna, Eiðistorgi: Eyðun af Reyni og Kári Svenson. Til 20. okt. i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils Friðjónsson/Kristinn G. Harðarson. Til 12. okt. Listasafn Akureyrar: Hollensk myndlist frá 17. öld. Til 27. okt. Listasafn ASÍ-Ásmundarsalur: Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdótt- ir, Sólrún Trausta Auðunsdóttir. Til 20. okt. Listasafn Borgarness: Sögusýning Rótarýklúbbs Borgarness. Til 2. okt. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánu- daga. Listasafn Íslands: Ljósmyndir úr safni Moderna Museet.Til 3. nóv. Listasafn Reykjanesbæjar: Einar Garibaldi Eiríksson. Til 20. okt. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: MHR-30 - afmælissýning. Til 6. okt. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: Arne Jacobsen - Hönnun í hundrað ár. Til 17. okt. Ljósmyndir og líkön af byggingum eftir arkitektana Arno Lederer, Jórunni Ragnarsdóttur og Mark Oei. Til 27. okt. Listasalurinn Man: Marielis Seyler. Til 14. okt. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Mar- grét og Guðbjörg Hákonardætur. Til 29.9. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Aenne Biermann Preis: þýsk samtíma- ljósmyndun. Til 15. okt. Norræna húsið: Clockwise. Til 20. okt. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Grasrót 2002. Til 29.9. Skaftfell, Seyðisfirði: Þrír listamenn frá Finnlandi og Þýska- landi. Til 20. okt. Skálholtsskóli: Benedikt Gunnarsson. Til 1. okt. Straumur, Hafnarfirði: Danny van Walsum og Elva Dögg Kristinsdóttir. Til 29.9. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Lax- ness. Til 31. des. Þjóðmenningarhús: Landafundir. Vestur-íslenskar bók- menntir. Skákeinvígi aldarinnar. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Seltjarnarneskirkja: Seltjarnarneskórinn og Skærgårds- koret. Kl. 20. Þriðjudagur Salurinn: Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- an, Richard Simm píanó. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Lífið þrisvar sinnum, lau., fim. Með fulla vasa af grjóti, fös. Viktoría og Georg, lau., mið., fös. Kar- íus og Baktus, sun. Veislan, sun., fim. Borgarleikhúsið: Ljóti andarunginn, sun. Kryddlegin hjörtu, lau. Gesturinn, lau., fös. Jón og Hólmfríður, frums fös. And Björk, of course, lau. Íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla, fös. Hafnarafjarðarleikhúsið: Sellófon, lau. Iðnó: Beyglur, lau., fös. Loftkastalinn: Fullkomið brúðkaup, fim. Leikfélag Akureyrar: Hamlet, lau. Salurinn: Bernd Ogrodnik og Nætur- ljóð leikbrúðanna, sun. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U svo til samstundis, og það eina sem eftir situr í minninu er einhver síendurtekin ímynd af manneskjunni sjálfri. Joanna MacGregor er gott dæmi um hæfi- leikaríka manneskju, sem er smituð af þessum hugsunarhætti. Hún kom fram í svörtum gallabuxum, með bert mittið, svo tók við blús- sugarmur og berir handleggir, svo hlustendur gætu skemmt sér við að fylgjast með vöðva- starfsemi, sem útaf fyrir sig er heillandi, en hefur ekkert með músík að gera. Því ekki að taka kassann utan af flyglinum, svo hægt sé að fylgjast með mekanismanum í píanóinu? Það gæti orðið hin besta skemmtun þótt það hafi ekkert með tónlist að gera. Dinglandi smáfléttur Ekki bætti úr skák, að hárgreiðslan var tal- in skipta höfuðmáli, örfínar smáfléttur dingl- uðu fram og aftur í alls konar tempóum, sem lítið hafði með tónlistina að gera, en kom sér afar vel í hneigingum, þar sem fléttuskaranum var vippað niður að hnjám í virðingarskyni við hlustendur. Því miður er hneigingin það sem ég man best frá þessum misheppnuðu tón- leikum. Af hverju er ég að stökkva upp á nef mér út af þessu? Ástæðan er sú, að það eru verkin sem eiga að tala, og vitrir og góðir flytj- endur vekja athygli á tónlistinni sjálfri, en ekki sjálfum sér. Eitt er víst, að mig langar ekki að hlusta á píanósónötu Beetvens op. 111 aftur, þar sem hvert tækifæri var notað til að „selja“ einhvern frumstæðan boðskap um jafngildi allra hluta, sérstaklega í rytmískum köflum, með því að draga þá niður á plan dún- mjúkrar djasssveiflu, sem á enga samleið með þessari stórkostlegu tónlist. Það duga engin svik í listinni, sá sem ætlar að stytta sér leið er fyrr eða seinna dæmdur úr leik. Ég sá einu sinni uppfærslu á leikriti í Japan, þar sem stórar leikbrúður voru í aðalhlutverki. Þeim var stjórnað af mönnum sem sáust allan tímann, en tókst þó að „hverfa“ á svo sannfær- andi hátt, að athyglin beindist nær eingöngu að brúðunum, en ekki mönnunum sem stjórn- uðu þeim. Þetta minnir mig um leið á sögu um kínverskan málara, sem málaði stóra lands- lagsmynd, skrifaði svo nafn sitt í horn mynd- arinnar. Málaði síðan lítið hús og á það dyr. Hann tók svo saman dótið sitt, opnaði dyrnar, sem hann hafði málað á húsið, og hvarf. Eftir stóð málverkið. Veturinn 1963–64 var ég starfandi sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Margir góðir einleikarar komu til landsins og léku með hljómsveitinn þennan vetur. Tveim- ur af þeim einleikurum sem komu mun ég aldrei gleyma, þeim Michael Rabin frá Am- eríku og austurríska píanistanum Alfred Brendel. Sagan segir að Rabin hafi fyrirfarið sér tiltölulega ungur, en Brendel, nú kominn langt yfir sjötugt, hefur líklega aldrei spilað með jafn djúpum skilningi á þeirri tónlist sem hann sérhæfir sig í. Til fróðleiks má skjóta því hér inn, að þegar ég mörgum árum seinna lék í Skosku kamm- ersveitinni kom Brendel til Edinborgar og lék einleik með hljómsveitinni, og gafst mér þá tækifæri til að ræða að- eins við hann. Ég minnti hann á einleik hans með SÍ, og kom mér það á óvart, að ekki mundi hann að- eins eftir hvaða píanó- konsert hann hafði leikið, heldur líka hvert aukalagið var. Að laða fram úr minninu Fyrir píanóleikara sem halda fjöldann all- an af tónleikum ár eftir ár, og leika mörg ger- ólík prógrömm eftir minni, er eins gott að hafa þá náðargáfu að getað laðað fram úr minninu af öryggi stór- verk á borð við Dia- belli-tilbrigðin, sem Alfred Brendel lék meistaralega kl. 10:30 að kvöldi í Usher Hall, þegar flestir jafnaldrar hans eru vafalaust komnir undir græna torfu, eða búnir að breiða yfir sig uppund- ir höku, með hitapok- ann innan seilingar. Ekki svo að skilja, að eitthvað rangt sé við það, síður en svo. Anton Diabelli á lík- lega Beethoven að þakka þá frægð, sem í dag tengist nafni hans. Þótt hann hafi sjálfur verið tónskáld er nafn hans sjaldan að finna í tónleikaskrám, nema þá í tengslum við hin frægu tilbrigði Beethovens við einn af völsum hans. Diabelli átti hugmyndina að því að Beet- hoven semdi þessi tilbrigði. Diabelli ákvað að bjóða tónskáldum sem hann valdi sjálfur, og bjuggu á svæði Habsborgara-keisaradæmis- ins, að skrifa tilbrigði við einn af völsum sín- um. Beethoven sýndi þessari hugmynd lítinn áhuga í fyrstu, en seinna vaknaði áhugi hans. Hann samdi þegar nokkur tilbrigði árið 1819, en tókst ekki að ljúka þeim fyrr en í apríl 1823. Tilbrigðin voru gefin út á sama ári undir titl- inum: 33 Veränderungen über einen Waltzer von A. Diabelli. Það er alveg óhætt að fullyrða, að aðeins eitt tónskáld hafi áður samið tónverk fyrir hljómborð, þar sem tilbrigðaformið er hafið upp í æðra veldi, og það er J.S. Bach í hinum stórkostlegu Goldberg-tilbrigðum, 80 árum áður. Frá fimmtu sætaröð á móts við gljásvartan flygilinn af Steinway-gerð var öruggt að vel mundi sjást til einleikarans, og það sem meira er um vert, að með því að vera í þessari ná- lægð við hljóðfærið myndi hljómburðurinn vera skýr og góður, en Usher Hall er þekkt fyrir heldur daufan hljómburð. Það væri efni í langa ritgerð að skrifa um og útskýra á viðeigandi hátt þessi afar frumlegu og skemmtilegu tilbrigði, en það verður að bíða betri tíma. Sá sem ekki þekkir þessi til- brigði og heyrir hið einfalda upphafsþema get- ur vart ímyndað sér hvað Beethoven tekst að skapa út frá þessu einfalda efni. Það er hvert sæti skipað í Usher Hall fyrir þessa tónleika, jafnvel sætin fyrir aftan sviðið. Það er stórkostleg stemning í salnum, enda á Alfred Brendel stóran og tryggan aðdáenda- hóp, sem ég efast um að hann hafi nokkurn tímann valdið vonbrigðum. Það er mikil freisting að útmála með mörg- um orðum flutning Alfreds Brendels á Dia- belli-tilbrigðum Beethovens, en ég læt nægja að segja, að fyrir mig persónulega var þetta stórviðburður, sem ég mun seint gleyma. Þetta var ein af þessum stundum, sem styrkja trúna á það djarfa og göfuga í manninum. Hér mætti ég sem þroskaður hlustandi sönnum listamanni, sem er á áttræðisaldri er á hátindi hvað músíkalskan skilning snertir. Kunningi minn, sem er málkunnugur Alfred Brendel, sagði mér nýlega, að Brendel væri farinn að hræðast minnisleysi. Það er ekki að undra, því hann er orðinn nokkuð fullorðinn. Það eykur því enn á aðdáunina, að hann skuli á þessum háa aldri ganga hnarreistur inn á svið- ið, og leika nær fullkomlega þetta erfiða verk eftir minni. Óperu-óratorían Ödipus Rex eftir Igor Stravinsky var lokaatriði Edinborgarhátíðar- innar, og sett á svið af Kanadíska óperukomp- aníinu, sem einnig flutti Sálmasinfóníuna eftir sama höfund fyrir hlé. Það var vel til fundið að setja á svið þessi verk sama kvöldið, því svo margt eiga þau sameiginlegt, m.a. hinn stranga, íburðarlausa, ný-klassíska stíl, og meðferð á kór og hljóm- sveit. Að tefla þessum verkum fram í óperu- uppfærslu, eins og gert var á þremur sýn- ingum í lok hátíðarinnar, er í rauninni hin frumlegasta hugmynd, og virkar mjög vel. Það sem truflaði mig á „uppfærslu“ Sálma- sinfóníunnar var tenging hennar við nöfn fjölda fólks, sem dáið hafði úr alnæmi, og birt- ust nöfn þess hvert á fætur öðru, eins og skrif- uð af ósýnilegri hendi á risastórt tjald á svið- inu. Ekki svo að skilja, að þjáning þeirra og dauði eigi ekki minnigu skilið, síður en svo. Vandamál skapast hins vegar fyrir hlustend- ur, þegar tveir, í eðli sínu ólíkir, listrænir at- burðir eiga að skapa heild, þar sem hvor á að upphefja annan, en samruni næst ekki og at- hygli hlustandans flögrar á milli. Hljómsveitin var í gryfjunni, en eins og hálf- sokkin ofan í sviðið var kórinn, drungalega upplýstur, fyrir neðan þetta tjald. Það var engu líkara en kórinn væri staðgengill hinna látnu, og söngur hans grafalvarlegur skaut mér skelk í bringu. En hvað um tónskáldið og boðskap þess? Stravinsky er í þessu verki að lofsyngja Guð, en sá lofsöngur fór að mestu fyrir ofan garð og neðan, vegna stöðugrar áminningar um sjúkdóma og dauða. Samt verður því ekki neitað, að sú dauðans alvara, sem oft hvílir yfir tónlistinni, átti stund og stund samleið með því sýnilega. Eitt sinn þegar Stravinsky var á heimferð frá Feneyjum til Nice kom hann við í Genúa, til að endurnýja kynni sín við þá borg. Í lítilli bókabúð rakst hann á smákver um heilagan Frans frá Assisi eftir Johannes Jorgensen, í franskri þýðingu. Ein setning í þessu kveri vakti athygli Stravinskys, þar sem minnst er á dálæti heilags Frans á franskri tungu. Fyrir Frans frá Assisi var franska mál skáldskapar og trúar, upphafið, hreint og stílfagurt. Stravinsky var um þessar mundir að leggja drög að meiriháttar tónverki, fyrir einsöngv- ara, kór og hljómsveit. Lengi vel gat hann ekki ákveðið, hvaða tungumál og texta skyldi nota. Það mun hafa verið eftir lestur þessa kvers, að Stravinsky ákvað að velja latínu sem tungu- mál, vegna formfestu málsins, hátíðleika og skorts á úrkynjun. Textinn, sem fyrir valinu varð, var hin dramatíska saga um Ödipus Rex eftir Sófókles, sem ekki verður rakin hér, enda flestum kunn. Stravinsky faldi vini sínum, Jean Cocteau, að laða fram kjarna sögunnar í sem stystu máli, en síðan var franska text- anum snarað yfir á latínu af Jean Danielou. Stravinsky mun hafa lagt svo fyrir, að hátíðleg stilla skyldi hvíla yfir textanum, því ætlun hans var að skapa dramatíska „kyrralífs- mynd“. Það var hugmynd Jeans Cocteau að hafa þul sem kemur fram á sviðið öðru hverju, til að búa hlustendur undir og skýra út hina drama- tísku atburðarás. Sviðsmyndin hreint listaverk Cocteau á að hafa lagt til, þegar Ödipus Rex var fyrst sviðsett, að þulurinn skyldi klæðast dökkum samkvæmisfötum, líkt og hann væri á leið í samkvæmi þarna í grenndinni, en virtist samt vita nákvæmlega hvað um var að vera á sviðinu. Það er vel kunnugt, að Stravinsky sá mikið eftir að hafa fallist á hugmyndina um að hafa þul, og verð ég að játa, að mér hefur alltaf fundist þulurinn vera mistök. Sviðsetningin á Ödipus Rex á Edinborg- arhátíðinni hefur hlotið einróma lof tónleika- gesta og gagnrýnenda bæði hér og víða er- lendis. Það er erfitt að lýsa sviðsmyndinni sjálfri, sem er hreint listaverk, og gefur tæki- færi til að magna upp viss atriði sögunnar, sem orð aðeins gefa til kynna. Mér dettur t.d. í hug hið ógnvekjandi ástarsamband Ödipus við móður sína. Þá er mjög áhrifamikil notkun sterkra lampa, sem kórinn heldur á, sem eru látnir síga í gólfið og dimmast, þegar Ödipus nýblindaður gengur hægt framhjá. Það er mikið afrek af kórnum að syngja allt kórhlut- verkið utan að, og taka þar að auki virkan þátt í leiksýningunni sjálfri. Einsöngvararnir höfðu yfir sér þá virðulegu kyrrð og hátíðleika sem Stravinsky hefði við- urkennt, og söngur þeirra var eins agaður og leikrænn og hugsast getur. Óvænt atvik átti sér stað í miðju verki, þegar ljósin slokknuðu fyrirvaralaust í gryfjunni, og hljómsveitin hætti að spila sem einn maður. Allir einsöngv- arar og kór frusu í þeim stellingum sem hver og einn var í, og grafarkyrrð ríkti í salnum í um 30 sekúndur. Þessi atburður var eflaust í huga margra hluti af sýningunni sjálfri, svo sannfærandi var þessi óvænti „listræni at- burður“, þar sem fyrirvaralaust var eins og tíminn stæði grafkyrr. Svo komu ljósin aftur, og áfram var haldið eins og ekkert hefði í skor- ist. Þeir sem sáu þessa sýningu á lokakvöldi há- tíðarinnar, og gengu síðan upp í Princes Street þar rétt hjá, munu hafa séð eldflauga- sýninguna miklu sem kórónar þessa stórkost- legu listahátíð á hverju ári, og sannfærst um, að Edinborgarhátíðin er án efa stærsta og besta listahátíð í heimi. Höfundur er tónskáld. Frá hátíðinni í Edinborg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.