Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 13
HVERNIG hefði líf mitt orðið ef …Sjálfsagt spyrja allir sig einhverntíma þeirrar spurningar hvað hefðigerst ef maður hefði gert hlutina öðru vísi – brugðist við aðstæðum á annan hátt en maður gerði; – hagað sér svona en ekki hin- segin; – séð hlutina í öðru ljósi en maður gerði; hefði ekki látið tilfinningarnar spila með sig á þann hátt sem maður gerði. Um þessar spurn- ingar fjallar nýtt leikrit, Lífið þrisvar sinnum, eftir Yasminu Reza sem frumsýnt var á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Leikendur eru fjórir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, en leikstjóri er Viðar Eggertsson. Leikritið fjallar um tvo stjarneðlisfræðinga, Henri og yfirmann hans, Hubert og eiginkonur þeirra, lögfræðinginn Soniu og Inès, sem „ger- ir ekkert, það er að segja fullt“. Henri og Sonia eiga von á Hubert og Inès í kvöldmat, þar sem rætt verður um hugsanlega stöðuhækkun Henris og grein sem hann hefur nýlokið um rannsóknir á hjúpum vetrarbrautarinnar, – og nú eru þau mætt, Hubert og Inès, degi fyrr en von var á þeim, – og ekkert til í ísskápnum! Við fáum víst aldrei að endurtaka líf okkar; – ja, nema í leikhúsinu. „Það sérstaka við verkið er það að vitneskja okkar eftir fyrsta þáttinn styður og margfald- ar upplifun okkar af öðrum þættinum,“ segir Viðar Eggertsson leikstjóri. „Litróf manneskj- anna verður enn meira. Og eftir fyrsta og ann- an þátt búum við yfir miklu meiri vitneskju um þær en þær gefa upp sjálfar, og við vitum meira um það hvernig þeim líður eftir að hafa kynnst þeim gegnum fyrri tvo þættina. Höf- undurinn leikur sér að því að tefla fram sömu persónum í sömu aðstæðum, en áherslubreyt- ingarnar eru fólgnar í viðbrögðum þeirra og tilfinningalífi gagnvart því sem gerist. Niður- staðan verður kannski sú sama að lokum, en við kynnumst ólíkum viðbrögðum fólksins í hverjum þætti; – allt eftir dagfari, – eða bara því hvernig fólk stígur fram úr rúminu þann daginn. Smám saman verður til heillegri og margbreytilegri mynd af manneskjunum. Þetta hefur verið mjög skemmtileg stúdía fyrir okkur sem höfum verið að vinna að þessu, og vonandi einnig fyrir þá sem sjá sýninguna.“ Form endurtekninganna Viðar segir að bæði í bókmenntum og í kvikmyundum hafi þetta form, endurtekning- in, verið vinsælt að undanförnu, og skemmst er að minnast kvikmynda á borð við Sliding Doors, þar sem manneskja lifir tvenns konar lífi eftir ákveðna uppákomu í lífi hennar. „Mér finnst höfundurinn, Yasmina Reza, gera þetta á sinn sérstaka hátt með því að hreyfa lítið við atburðarásinni, en skoða þess í stað manneskjuna og mismunandi viðbrögð hennar í sömu atburðarásinni.“ Lífið þrisvar sinnum er nýjasta leikrit Yasmin Reza, en hún er eitt vinsælasta leik- skáld samtímans. Leikritið var frumflutt í Vín, París og Aþenu haustið 2000 og hefur verið sýnt við miklar vinsældir víða um Evrópu. Leikrit Yasminu Reza hafa verið þýdd yfir á nær fjörutíu tungumál og sýnd í leikhúsum víða um heim. Fyrsta leikrit hennar, Samræð- ur að lokinni jarðarför, vann til virtustu leik- ritaverðlauna Frakka, Molière-verðlaunanna, árið 1987. Listaverkið, sem sýnt var í Þjóðleik- húsinu 1997 hreppti einni Molière-verðlaunin og færði höfundinum jafnframt heimsfrægð. Yasmina Reza er leikari að mennt, og starfaði við leik þar til hún hóf að semja leikrit um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hún er einnig tónlistarmenntuð, og foreldrar hennar voru báðir tónlistarmenn. Haft er eftir henni í leikskrá að Lífið þrisvar sinnum komist einna næst tónverki að formi til. Hún segir að leik- ritið sé byggt upp eins og tónverk Bachs, Fúgulistin: fjórar raddir, eitt þema sem er endurtekið mörgum sinnum á ólíkan hátt, með snöggum taktbreytingum. Skemmtileg stúdía um margbreytileika manneskjunnar Morgunblaðið/Sverrir Mér finnst kókópuffs frábært! Sigurður Sigurjónsson, Hubert, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sonia. „Hvaða máli skiptir það fyrir okkur hér og nú að hjúpar vetrarbrautarinnar séu flat- ir?“ Stefán Karl Stefánsson, Henri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Inès. „Vel á minnst, ég las það á astro punktur com í morg- un…“ Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Huberts. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 13 UPPBOÐSHÚS Christie’s í Par- ís stefnir að því að selja 36 skúlptúra eftir hinn þekkta 20. aldar lista- mann Alberto Giacometti á uppboði í dag. Hvort af uppboðinu verður er hins vegar óljóst, en hóp- ur franskra uppboðshaldara hefur farið þess á leit við dómstóla að salan verði hindruð og hefur sú beiðni verið studd af Giacometti- samtökunum, sem stofnuð voru af ekkju listamannsins 1989. Síðustu fréttir á föstudag bentu þó til þess að af sölunni yrði. Deilan um þau verk lista- mannsins sem hann arfleiddi eiginkonu sína, Annette Giac- ometti, að við dauða sinn 1966 á sér langa sögu. Dómstólar og franskt skrifræði eiga þar sinn hlut að máli, en þessi 700 verk Giacomettis hafa verið læst inni í vörugeymslu í París frá því að ekkjan lést fyrir níu árum. Í erfðaskrá sinni arfleiddi hún sérstakan Giacometti-sjóð, sem enn hefur ekki verið stofnaður, að verkunum, svo unnt væri að reisa sérstakt safn tileink- aðlistamanninum. Ekkert bólar hins vegar á því að frönsk yf- irvöld samþykki stofnun sjóðs- ins, né heldur að safnið verði reist og eru aðrir ættingjar Giacomettis því teknir að ókyrr- ast. Hefur bróðir hans, Michael Arm, m.a. höfðað mál til að ógilda erfðaskrá Annette og nokkrir franskir blaðamenn hafa leitt rök að því að frönsk stjórnvöld séu að tefja stofnun sjóðsins til þess eins að geta bætt hundruðum verka lista- mannsins við safn sitt af nú- tímaverkum. Ekki er óalgengt að deilur kvikni vegna erfðaskráa lista- manna og nægir að nefna sem dæmi þann árafjölda sem það tók fjölskyldu Picasso að ganga frá sínum málum fyrir dóm- stólum. Þá deila ættingjar Francis Bacon nú um arfleifð listamannsins og hvorki fleiri né færri en þrír Arp sjóðir, tengdir listamanninum Jean Arp eru starfandi. Joan Little- wood látin BRESKI framleiðandinn, leik- stjórinn og rithöfundurinn Joan Littlewood lést nú í vikunni 87 ára að aldri. Littlewood átti stóran þátt í end- urvakningu breska leik- hússins á sjötta og sjö- unda áratugn- um með óvenjulegum verkum á borð við „Oh What a Lovely War“, sem var revíu- útfærsla á fyrri heimsstyrjöld- inni, „The Quare Fella“ og „The Hostage“. Strax árið 1956 kall- aði leikhúsgagnrýnandinn Har- old Hobson Theatre Workshop, leikhús Littlewood, „helsta leik- félag Englands“, þó Littlewood sjálf segðist einna helst bera ábyrgð á eyðileggingu hins „sjálfsánægða miðstéttarleik- húss sem kynni að haga sér vel“. Slíkt var ekki hlutverk leikhússins að hennar mati. „Leikhúsið á að vera stórkost- legt, ruddalegt, einfalt og hörmulegt, en ekki tilgerð- arlegt, ekki ljóðrænt,“ sagði Littlewood á sínum tíma. Verk Giacom- ettis til sölu? ERLENT eftir Yasminu Reza Þýðandi: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjóri: Viðar Eggertsson Leikendur: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson LÍFIÐ ÞRISVAR SINNUM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.