Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 9 þessum hrörlegu bráðabirgðaskýlum. Þarna hitt- ast strákar og stelpur innan um vafasaman litt- eratúr Bataille og bókaskreytingar, sem öfum þeirra og ömmum þættu argasta klám og siðspill- ing. Kaffihúsið – dæmigert tyrkneskt Imbiß – stendur í kallfæri frá Bókasafninu. Fingrafar Hirschhorn fer hér ekki milli mála frekar en í hinum byggingunum. Ómerkilegum krossviði er haldið saman með glærum, breiðum límböndum svo að skálinn dúar eins og kláfur milli kletta þegar of hart er stigið til jarðar. Manni þykir týra að þetta klamburball skuli þola rigningu eins og þá sem getur skvett sér ofan úr skýjunum yfir Fuldu, ánni sem deilir borginni í tvennt. Bara að skálarnir haldi þá hundrað daga sem Documenta 11 stendur. En utan við staðinn og allt um kring sátu kærulausir sýningargestir í heitri kvöldsól- inni og drukku öl innan um dúðaðar ömmur og ungar, blæjulausar mömmur sem gættu barnanna í sameiningu. Bakvið Imbißinn var knattspyrnuvöllur hverfisins þar sem börnin ærsluðust eftir tuðrunni, út og suður, svo oft lá við að kaffihúsarotturnar á veröndinni fengju knöttinn upp á diskinn í eftirrétt. Óvenjulegur ferill Þetta er þó ekki fyrsta tilraun Thomasar Hirschhorn til að búa til nútímalegan minnis- varða helgaðan þekktum andans manni. Um það skal rætt eftir örstutta kynningu á manninum. Þessi óvenjulegi listamaður, sem kominn er bak- dyramegin úr listhönnunargeiranum inn í hinn óháða hluta listheimsins, fæddist í Bern, höfuð- borg Sviss árið 1957. Eins og títt er um sviss- neska listamenn hlaut hann menntun sína í graf- ískri hönnun, en hreinræktaðir listaskólar og akademíur, óháðar hagnýtum greinum, þekkjast ekki í þýskumælandi hluta landsins. Hirschhorn var þó varla stiginn af skólabekk, árið 1984, þeg- ar hann settist að í París þar sem hann hefur búið æ síðan. Það sem heillaði hann við hin nýju heimkynni var hin pólitíska og félagslega vídd sem hann saknaði í heimalandinu. Eftir að hafa unnið um tveggja ára skeið í hópi grafískra hönnuða undir firmaheitinu Grapus, sagði hann skilið við aug- lýsingabransann til að helga sig alfarið myndlist, einkum með áherslu á höggmyndalist. Honum fannst hann ná enn betri tökum á félagslegum og pólitískum tjáningarháttum sínum sem óháður myndlistarmaður en sem grafískur hönnuður. Fyrsta einkasýning hans, árið 1986, á Bar Flor- éal í París, vakti ómælda athygli fyrir óvenjuleg efnistök. Hrá og næsta óhefluð notkun hans á hversdagslegum efniviði í tengslum við venjulegt umhverfi, svo sem á ruslapokum, plexigleri, spýtnabraki, pappa og álpappír, að viðbættum álímdum auglýsingum úr tímaritum og texta- brotum sem Hirschhorn skrifaði beint á pappa- spjöldin, kom sýningargestum í opna skjöldu. List hans virtist í senn fátækleg sökum ódýrra efnislausna, og ríkuleg – jafnvel kappsfull – sök- um allrar þeirrar upplýsingar sem hún miðlaði. Segja má að raunverulegur frægðarferill Hirschhorn hafi byrjað árið 1994, þegar Cather- ine David, þá safnstjóri Galerie Nationale du Jeu de Paume, – fyrrum Impressjónistasafnsins í París – fékk hann til að taka þátt í margumtalaðri sýningu sem kallaðist Invitations. Upp frá því voru honum allir vegir færir. Meðal þekktustu verka hans hin síðari ár má nefna „Skulptur Sort- ier Station“, sem hann smíðaði fyrir hina kunnu sýningu Skulptur Projekte í Münster í Þýska- landi árið 1997. Skulptur Projekte er sýning sem sett er upp á almannafæri í Münster á tíu ára fresti, sannkallað óskabarn Kaspars König, hins þekkta þýska sýninga- og safnstjóra. Búðagluggar listasögunnar Það er óhætt að segja að Hirschhorn hafi sleg- ið í gegn með áðurnefndu verki, sem er tíu metra langt plastskýli, þrír og hálfur metri að breidd og tveir og hálfur metri á hæð. Á skýlinu eru tíu stórir gluggar – nokkurs konar búðargluggar – sem vísa veginn að verkum sem unnin eru með eftirlætisefniviði listamannsins, tré, pappa, plex- ígleri, límböndum og álpappír. Í búðargluggun- um, sem eru lýstir upp með flennibjörtum flúr- ljósaröðum – en flúrljós eru meðal eftirlætismiðla myndhöggvarans – sýnir hann samsafn af verk- um sem hann kallar „Höggmyndatilraunir“. Þetta eru meðal annars tvívíðir verðlaunabikar- ar; risastór logo, eða vörumerki framleiðenda lúxusvarnings – heimatilbúin úr álpappír – pappamódel með límböndum af höggmynd eftir Rudolf Haizmann, sem sýnd var á sýningunni Úrkynjunarlist, í Þýskalandi Þriðja ríkisins árið 1937; risastór, rauð og blá tár sem renna niður kinnar unglingsstúlkna á sjónvarpsskermi; myndbandsskjár til minningar um Otto Freund- lich – málarann og myndhöggvarann kunna sem lét lífið í Maidenek-fangabúðunum í Póllandi, 1943 – grínmódel úr sígarettupökkum af „Súl- unni endalausu“ eftir Brancusi; og arkitektúr- módel af sýndarrými fyrir listsýningar. Nútímalistasafnið í París – í Pompidou-lista- miðstöðinni – lét ekki á sér standa og hremmdi verkið meðan það stóð enn uppi á mótum Frauenstraße og Rosenstraße í Münster. Í bréfi til Alison M. Gingeras, aðstoðarsýningastjóra Guggenheimsafnsins í New York, sagði Hirsch- horn að vissulega ætti Centre Pompidou „Skulpt- ur Sortier Station“, en þó varðveitti verkið sjálf- stæði sitt gagnvart safninu. Það er sjálft eins og lítil miðstöð; geimstöð; gervihnöttur; með sína eigin orku – en Hirschhorn er mjög upptekinn af hugmyndum um orku og afl – eigin útgeislun, sitt eigið forrit og áætlun, en frjálst eins og fuglinn og öldungis óháð Pompidou-miðstöðinni. Listamað- urinn taldi að verkið þyrfti ekki að vera beintengt við safnið. Því lengra sem það væri staðsett frá Pompidou-miðstöðinni, þegar það væri sýnt, þeim mun betur hljómaði það sem sjálfstætt safn innan safns. Segja má að „Skulptur Sortier Station“ sé nokkurs konar safnverk um nánustu sögu högg- myndalistarinnar í nútíma og samtíma. Verkið er í senn beitt og gamansöm ádeila á erfiðleikana sem mæta listamönnum sem vilja varðveita marktækt innihald í verkum sínum. Meðal ann- ars standa þeir frammi fyrir áleitinni og ójafnri samkeppninni við munaðarvöru sem framleidd er á færibandi og þjarmar sífellt meir að listinni. Þá er sjálfur grundvöllur listamannsins í samtím- anum skekinn eftir að framúrstefnulistin leið undir lok. Engin ný skipan mála hefur komið í staðinn og því er grundvöllur listamannsins ótryggari nú en nokkru sinni fyrr. Allar þessar vangaveltur og margar fleiri gægjast út um búð- argluggana á hinu einstæða verki Hirschhorn. Minnismerki, kíoskar og altari Það sem hefur þó sett hvað sterkastan svip á verk hans á undanförnum þremur árum eru án efa minnisvarðarnir, eins og tileinkunin til Bat- aille á Documenta 11 í Kassel í sumar. Margir minnast áþekkrar tileinkunar til heimspekings- ins Spinoza (1632–1677) í Amsterdam árið 1999. Þá reisti Hirschhorn veglegan minnisvarða til- einkaðan Gilles heitnum Deleuze (1925–1995) í Avignon árið 2000. Minnisvarðinn, sem var úr bláleitu límbandi, er risastór, gerður eftir þekktri ljósmynd af heimspekingnum franska þar sem hann hallar sér fram á olnbogana og starir frán- um augum fram fyrir sig. Skammt frá minnis- varðanum smíðaði listamaðurinn skála úr plasti, límböndum og spýtum. Þar gátu gestir hallað sér í mjúkum sófum og notið rita heimspekingsins. Eins og Bataille-varðinn fékk styttan af Deleuze engan frið fyrir klifrandi ungviði, sem eflaust kann betur að meta óvenjuleg verk Thomasar Hirschhorn en margur fullorðinn. Fjölmörg önnur merkileg verk liggja eftir þennan sérstæða myndhöggvara, sum í formi blaðaturna – kíoska – en önnur áþekk altari úr kirkjum. Eins hefur hann gert eftirlíkingar af risastórum Rolex-úrum, bílastæðum og flugvöll- um. Hirschhorn benti á þá staðreynd allnokkru fyrir 11. september 2001, að flugvellir og flug- vélar væru einhver táknrænustu einkenni auðs, valda og hraða í samfélagi nútímans. Hver sá sem réði yfir þessum farartækjum eða gæti nýtt sér þau þegar hann vildi væri sannkall- aður kóngur í ríki sínu. Athafnalíf og samskipti í nútímanum kristallast að mati myndhöggvarans í flugvöllum og flugstöðvum. Hvergi opinberast heimur tækni, fjármagns og valda, að hans mati, skýrar en einmitt í þessum miðstöðvum lang- ferða og hnattrænna samskipta. Aðeins tveimur árum eftir að hann sýndi um- hverfisverk sitt „Flugplatz – Welt“ í Arsenale- byggingunni á Tvíæringnum í Feneyjum 1999, voru farþegaþotur, hin voldugu samgöngutæki nútímans, notaðar sem sprengjur á viðskipta- hverfi neðri Manhattan. Thomas Hirschhorn neitar því staðfastlega að hann sé spámaður og flugvallarverk hans megi túlka sem fyrirboða harmleiksins 11. september. Hins vegar má vel greina í verkum hans ákveðin þáttaskil í myndlist samtímans. Frammi fyrir djörfum og djúpsækn- um samsetningum hans finnst mörgum sem dufl og daður við afstöðu- og hugsunarleysi sé nú allt í einu á hröðu undanhaldi. Morgunblaðið/Halldór Björn ðinn miðpunktur; risastórt abstraktverk, um þriggja mannhæða hátt, úr brúnu límbandi.“ áleitu límbandi, er risastór, gerður eftir þekktri ljósmynd af heimspekingnum franska þar sem hann ér fram á olnbogana og starir fránum augum fram fyrir sig.“ „Meðal þekktustu verka Hirschhorns hin síðari ár má nefna „Skulptur Sortier Station“, sem hann smíðaði fyrir hina kunnu sýningu Skulptur Projekte, í Münster, í Þýskalandi, árið 1997.“ Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.