Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002
F
ÁTT kom gestum eins skemmtilega
á óvart í Kassel í sumar og þyrping
margvíslegra bráðabirgðaskýla –
fjögurra að tölu – sem svissneski
listamaðurinn Thomas Hirschhorn
reisti ásamt hópi hjálparkokka og
íbúa í Norðurbænum, nánar til tek-
ið við og kringum Friedrich-Wöhl-
er-Straße, þar sem tyrkneskir innflytjendur hafa
hreiðrað um sig í verkamannablokkum frá þriðja
áratug síðustu aldar. Hér var á ferðinni stór-
merkileg tilraun ungs listamanns til að nálgast
með list sinni þann hluta almennings sem að jafn-
aði sést sjaldan eða aldrei á listsýningum og hef-
ur þeim mun minna af listamönnunum sjálfum að
segja.
Það var dæmigert fyrir Hirschhorn að hafna
allri venjulegri staðsetningu uppfærslu sinnar á
Documenta 11, en reyna þess í stað að virkja íbúa
utan sýningarsvæðisins til að byggja með sér
listaverkið. Samheiti fjölmargra skála var „Bat-
aille-minnisvarðinn“, eða „Bataille Monument“,
en sjálfur minnisvarðinn var þó ekki meira en lít-
ill hluti af heildinni. Minnisvarðinn er engu að síð-
ur ákveðinn miðpunktur; risastórt abstraktverk,
um þriggja mannhæða hátt, úr brúnu límbandi
sem tekur á sig svipmót lakkaðs dökkviðar.
Verkið hvílir á stórum, mishæða palli sem einnig
er gerður úr límböndum, álgráum eða silfruðum
á litinn.
Bataille-minnisvarðinn heitir að sjálfsögðu í
höfuðið á Georges heitnum Bataille (1897–1962),
rithöfundinum franska sem þekktur var fyrir að
bregða frumlegu ljósi á tengsl efnahags og hvata-
lífs. Bataille var meðlimur í súrrealistasamtök-
unum en þótti jafnvel þar svo sér á báti að André
Breton, erkipáfi samtakanna, talaði um hann sem
undarlegt utangarðstilfelli. Bataille hafði
snemma djúpstæðan áhuga á þeim þætti trúar-
bragða sem laut að boðum og bönnum. Hann velti
vöngum yfir jafnsértækum athöfnum og fórnum,
mannfórnum þar meðtöldum. Hvaða hugmyndir
og hvatir lágu að baki slíkum óhæfuverkum?
Bannhelgi og erótík
Bataille var fljótur að átta sig á því að tvenn
meginbönn, eða tabú, voru ginnheilög í flestum
trúarbrögðum, svo ekki mátti um ræða opin-
skátt, hvað þá heldur brjóta. Þetta voru ástin og
dauðinn, sem Grikkir til forna holdgerðu sem
goðmögnin Eros og Þanatos. Hvort tveggja, ást-
in og dauðinn, koma inn í líf manna óforvarendis
og trufla vanagang hans. Sem slík láta þessi ólík-
indatól kylfu ráða kasti, gjarnan fyrirvaralaust.
Bataille skynjaði að öll slík röskun á venju-
bundnu lífshlaupi manna orsakaði tímabundna
eða varanlega ringulreið, með tilheyrandi sálar-
angist. Frammi fyrir óskiljanlegu og skilyrðis-
lausu inngripi hendingarinnar í líf okkar mann-
anna fyllumst við angist sem hvíslar að okkur:
„Ómögulegt!“
Nærtækt dæmi um þessar athuganir Bataille
birtist okkur fyrir rúmu ári, þegar við urðum
vitni að árásum flugræningja al-Qaeda-samtak-
anna á World Trade Center í beinni sjónvarps-
útsendingu. Þannig taldi Bataille að náin tengsl
væru milli hendingar og angistar. En hann hélt
því einnig fram að ástarhvötin, eða erótíkin, væri
ekki síður beintengd við hendinguna og angistina
sem þriðja hjól undir vagni þeirra afla sem raska
ró okkar og hversdagslegu jafnvægi. Ástarhvötin
væri stöðug ógn við boð og bönn um leið og hún
opnaði fyrir samskipti og samneyti fólks af ólík-
um og ókunnum toga. Afleiðingin væri ákveðin
upplausn hinnar fastmótuðu sjálfsmyndar ein-
staklingsins með tilheyrandi örvilnun og ringul-
reið.
Að mati Bataille var því einungis hægt að sam-
eina mannkynið með harmkvælum, sárindum og
brotum á bannhelgi. Ólíkt flestum samferða-
mönnum sínum, sem sáu erótíkina sem hina full-
komnu andstæðu guðdóms og trúarlífs, taldi
hann hana vera undirstöðu alls þess sem mann-
inum er helgast. Um þá staðreynd lífsins voru
heimspekingarnir að vísu harla þögulir, enda
gagnrýndi Bataille þá fyrir að taka engar hend-
ingar né hvatir með í reikninginn. Þeir vildu ekki
við þær kannast vegna þess að þær lutu engum
kunnum lögmálum og stóðu sem slíkar utan við
öll viðtekin hugmyndakerfi. Bataille undanskildi
þó Nietzsche, sem hann skynjaði að var eins heill-
aður af hendingunni og hann sjálfur, ekki síst
þegar hún gat nýst honum sem kærkomið vopn
til að splundra rammgerðu hugmyndakerfi Heg-
els. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort það
hafi verið tilviljun að Thomas Hirschhorn skyldi
velja margræðu og fjölþættu verki sínu stað í
tyrkneska hverfinu í Kassel, í láginni fast við ræt-
ur Hegelsberg, hlíðarinnar sem einmitt er kennd
við heimspekinginn mikla frá Stuttgart.
Innrás í hverfi innflytjenda
Hirschhorn telur Bataille það til tekna að hann
skuli stöðugt áminna okkur um hina upprunalegu
undirstöðu þegar við hreykjum okkur svo hátt að
við þykjumst hafa losað okkur við sjálft frum-
eðlið. Í staðinn fyrir að velja Hegelsberg, þar sem
veglegur fjölbrautaskóli trónar á skógi vaxinni
hæðinni kaus hann hvilftina vestan við Ahna,
lækinn sem skilur menntaleitið frá tyrknesku
blokkunum umhverfis Friedrich-Wöhler-Straße.
Nú er það ef til vill ofsögum sagt að íbúar tyrk-
neska hverfisins séu fullkomin andstæða þeirra
sem ganga menntaveginn í nærliggjandi hlíð. Ef-
laust eru margir nemendur við Fjölbrautaskól-
ann á Hegelsbergi af tyrknesku bergi brotnir.
En það sem greinilega vakti fyrir listamanninum
var að ganga í berhögg við ákveðna bannhelgi
með því að rjúfa einangrun hverfisbúanna og
bera á borð fyrir þá bókmenntir og ritgerðasöfn
sem fara á sveig við almennar skoðanir þeirra og
trúarvitund.
Samt sem áður varar Hirschhorn menn við að
oftúlka verk sín, eða leita þar einhverrar stór-
pólitískrar hugvekju í formi allsherjarlausnar á
vanda minnihlutahópa. Hann segir að skálar sínir
í Kassel séu tilviljunarkenndari en ætla mætti við
fyrstu sýn, enda séu þeir sprottnir af samstarfi
margra manna af ólíkum toga. Aðalatriðið var að
virkja íbúana til smíða á skúrunum og minnis-
varðanum enda var það í sumum tilvikum fyrsta
ærlega vinnan sem þeim bauðst á ævinni. Þá var
listamanninum mjög í mun að þeir sem komu að
verkefninu litu á sig sem virka skapendur þess.
Þótt efasemdaraddir heyrist um ágæti þessarar
nýjustu tilraunar Hirschhorn verður ekki annað
sagt en hann sýni mikla djörfung með því að
kynna slíkan mann sem Bataille fyrir svo fram-
andi mannskap sem tyrkneskum innflytjendum í
Þýskalandi.
Það er ekki einasta að Bataille stæði fyrir allt
það sem fjarlægast er múslimskum þankagangi
heldur er ekki heiglum hent að innbyrða sumar
sértækustu hugmyndir hans. Það er þó snöggt-
um nærtækara fyrir vestræna menn sem vanist
hafa menningarlegum og félagslegum lögmáls-
brjótum allar götur frá árdögum upplýsingar-
stefnunnar. Þótt ekki væri nema fyrir káta
átjándu aldar karla á borð við de Sade mark-
greifa, erum við Evrópumenn mun betur undir
það búnir en tyrkneskir meðbræður okkar að
skilja súrrealíska loftfimleikamenn á borð við
Bataille.
Þar sem maður röltir á grasflötunum milli bæj-
arblokkanna neðan við Hollenskastrætið í Kassel
og rambar inn í útmálaða kumbalda Hirschhorn,
einn á fætur öðrum – þar með talið svokallað
Bókasafn – hlýtur maður að furða sig á árangr-
inum af öllu bröltinu þegar á móti manni taka gal-
vaskir og gleiðbrosandi tyrkneskir yfirsetuung-
lingar sem hafa útbúið sér þægilegt hangs í
LISTAMAÐUR Á
ALMANNA-
FÆRI OG FÆRI
ALMENNINGS
E F T I R H A L L D Ó R
B J Ö R N R U N Ó L F S S O N
Svissneski listamaðurinn
Thomas Hirschhorn vakti
mikla athygli á Doku-
menta 11 í Kassel í sumar
með sérstæðum minnis-
varða um franska skáld-
heimspekinginn Georges
Bataille. Í þessari grein
er fjallað um verkið
og feril þessa áhuga-
verða listamanns.
Morgunblaðið/Halldór Björn
„Bataille-minnisvarðinn heitir að sjálfsögðu í höfuðið á Georges heitnum Bataille, rithöfundinum
franska sem þekktur var fyrir að bregða frumlegu ljósi á tengsl efnahags og hvatalífs.“
„Minnisvarðinn er engu að síður ákve
„Minnisvarðinn um Gilles Deleuze, sem var úr blá
hallar s