Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 2002 7 sem hinn þroskaði höfundur hefur búið til í samstarfi við minnið. Með þessu skapar Coet- zee sér sumpart meira frelsi til að hagræða efninu og skálda í eyðurnar og gerir okkur um leið kleift að kalla þessar ritsmíðar hans skál- dævisögur, enda losnar enginn við þær skorð- ur sem minnið setur, hvað sem öllum tækni- brellum líður; sú mynd sem Coetzee dregur upp af fortíð sinni hlýtur eftir sem áður að mótast af þeim sjónarhóli sem hann stendur á við skrifin þó að annað sé látið í veðri vaka, það er hann sem vinsar úr og matreiðir. En fleira vekur spurningar varðandi þessar frásagnir hans. Það kemur fram að Coetzee er kominn af Búum, sem tala afríkönsku (sbr. nafn hans), en samt elst hann aðallega upp við ensku, að því er virðist til að hafa aðgang að vissum forréttindum. Hann skrifar Boyhood og Youth á ensku en slettir alloft afríkönsku. Af höfundarverki Coetzees og menntun er ljóst að hann er mjög meðvitaður um tungu- mál og vandkvæðin sem þeim fylgja. Í Van- sæmd má til að mynda finna hugleiðingar þess efnis að enska „sé ekki miðill sannleikans um Suður-Afríku“ (113), enska sé nokkurs konar risaeðla. Coetzee virðist samt hafa ákveðið að reiða sig á enskuna hvað sjálfan sig varðar, enda vill söguhetjan í Youth helst losna við sitt suður-afríska sjálf. Á einum stað í bókinni hitt- ir hann frænku sína frá Suður-Afríku í Lund- únum og lætur tilleiðast að tala afríkönsku við hana, mál fjölskyldunnar, og finnst hann þá undireins slaka á „eins og hann hafi rennt sér ofan í heitt baðkar“ (127). Aftur á móti vill hann ekki að nokkur Englendingur heyri þau tala þetta tungumál, að hans mati væri það eins og að tala eins konar nasistamál. Af þessu er ljóst að tungumál eru gildishlaðin í huga hins unga Coetzees og afstaða hans til þeirra sýnir að hann fyrirverður sig á margan hátt fyrir upprunann. Hvað honum gengur til með því að skrá end- urminningar sínar, manni sem virðist afar inn- hverfur og ku sjaldan gefa fjölmiðlum færi á sér, er hins vegar nokkur ráðgáta. Er það að- ferð til að sættast við sjálfan sig og landið, til að gera upp erfiða fortíð og átta sig á því hvernig hún hefur markað hann? Eða vill hann uppræta ýmsar hugmyndir sem gengið hafa um hann, sýna fram á að hann sé „fullkomlega eðlileg manneskja“? eins og hann sagði einu sinni í tölvuskeyti til undirritaðs, það séu dag- blöðin sem hafi „ákveðið að stimpla hann ein- fara“. Hvað sem því líður og hvað sem segja má um ritháttinn verður frásögnin allt að því uggvænlega ærleg eins og óeirnu ljósi sé beint inn í skúmaskot fortíðarinnar. Hvað honum gengur til með því að skrá endurminningar sín- ar, manni sem virðist afar innhverfur og ku sjaldan gefa fjöl- miðlum færi á sér, er hins vegar nokkur ráðgáta. Er það að- ferð til að sættast við sjálfan sig og landið, til að gera upp erfiða fortíð og átta sig á því hvernig hún hef- ur markað hann? Eða vill hann upp- ræta ýmsar hug- myndir sem gengið hafa um hann, sýna fram á að hann sé „fullkomlega eðlileg manneskja“? Höfundur er bókmenntafræðingur og rithöfundur. A RNARFJÖRÐURINN er firnafagur. Tignarleg fjöll gnæfa yfir á báða vegu og ná víða í sjó fram. Norðan- megin fjarðarins eru fjöllin töluvert hærri og er Kald- bakur þeirra hæst, 997 metrar samkvæmt nýút- gefnu landakorti, en er sagt vera einum metra hærra á eldri kortum. Kaldbakur er eftir sem áður hæsta fjall Vestfjarða. Á milli fjallanna eru fagrir dalir, misgrösugir eins og gengur. Byggð er víða aflögð á þessum slóðum, en sumarhús komin í staðinn. Miðstöð mannlífsins í Arnarfirðinum er Bíldudalur. Þaðan liggja flestar leiðir í suður til Tálknafjarðar, eða í austur, þar sem leiðir skiptast, suður í Vatnsfjörð eða á norðurfirðina. En það er líka hægt að aka í vestur og um 25 kílómetra frá Bíldudal er Selárdalur. Hann er nú nánast í eyði, aðeins búið á einum bæ, Neðri- Bæ. Þarna er kirkjustaðurinn Selárdalur, þar sem Hannibal Valdimarsson fyrrverandi ráð- herra bjó og síðar Ólafur Hannibalsson. Skammt frá eru Uppsalir, en þar bjó einsetu- maðurinn Gísli Gíslason, sem þjóðþekktur varð af óborganlegum sjónvarpsþáttum Ómars Ragnarssonar. Niðri við sjávarsíðuna er svo Brautarholt þar sem Samúel Jónsson, sem nefndur hefur verið listamaðurinn með barns- hjartað, bjó á efri árum. Byggð var miklu meiri á árum áður í Selárdal, enda var þar töluvert út- ræði. Til marks um það þá fórust flestir full- orðnir karlmenn úr dalnum, alls 25 sjómenn, í miklu sjóslysi aldamótaárið 1900. Listamaðurinn með barnshjartað, Samúel Jónsson, fæddist á Horni í Mosdal í Arnarfirði árið 1885. Faðir hans mun hafa látist þegar Samúel var mjög ungur. Eftir það starfaði móð- ir hans sem vinnukona á ýmsum bæjum í sveit- inni og fylgdi Samúel henni. Lengst af voru þau í Selárdal. Ekki er hægt að rekja æviatriði Sam- úels hér, en segja má að líf hans hafi ekki verið dans á rósum, frekar en annars alþýðufólks þessa tíma. Smúel fluttist úr Selárdal að Krossadal í Tálknafirði og bjó þar í 20 ár, en flutti aftur í Selárdal 1947. Í Samúel blundaði listamaður. Hann hafði fengist við að mála með vatnslitum, en var líka ágætur handverksmaður og skar meðal annars út í tré. Skömmu eftir að Samúel kom afur í Selárdal fékk hann ellilífeyri og hafði þá í fyrsta sinn pen- inga á milli handanna. Fyrir ellilaunin keypti hann sement í gegnum kaupfélagið í Bíldudal og upp úr því hófst ferli sem er ævintýri líkast. Samúel hóf að gera skúlptúra úr steinsteypu, m.a. steinsteypta eftirlíkingu af hinum fræga ljónagosbrunni við Alhambrahöllina í Granada á Spáni. Þá tók hann til við að mála olíumálverk. Nokkru síðar ákvað hann að byggja safnahús yfir verk sín. Safnahúsið er afar sérstakt, ekki síst fyrir sérkennilegt skrautvirki framan við húsið, en ofan á steinsteyptum bogum hvíla tveir steinsteyptir ljónsungar. Húsið, sem er tvílyft, var byggt á frumstæðan hátt með nokk- urs konar skriðmótum. Slegið var upp einu um- fari í senn og steypt í. Þannig mjakaðist verkið áfram. Sandinn í steypuna bar hann á bakinu úr fjörunni og bætti svo grjóti í. Þetta einstæða hús átti að geyma þau listaverk sem ekki gátu staðið úti. Árið 1961 átti sóknarkirkja listamannsins í Selárdal 100 ára afmæli. Samúel ákvað að mála altaristöflu og gefa kirkjunni. Fyrir í kirkjunni var gömul og verðmæt tafla sem hafði fylgt henni frá upphafi, hafði reyndar verið gefin til sóknarinnar árið 1752. Sóknarnefndin var því í miklum vanda stödd. Hún taldi sig ekki geta þegið töfluna, en þáði sex útskorna kertastjaka frá Samúel og eru þeir enn í kirkjunni. Samúel gat ekki hugsað sér að altaristaflan fengi ekki að hanga yfir altari og hóf þess vegna byggingu eigin kirkju. Hann var þá orðinn 76 ára. Bygg- ingaraðferðin var svipuð og þegar safnahúsið var byggt, nema nú byrjaði hann á að steypa upprétta stöpla sem afmörkuðu veggina og þykkt þeirra. Borðin voru síðan sett utan á stöplana, eitt umfar í senn og fest með þvingum, því enginn var mótavírinn. Kirkjubyggingin er að mörgu leyti afar sérstök. Hún er ekki beint stílhrein, en þó hrífandi. Sennilega má ganga út frá því sem vísu að Guð almáttugur meti viljann fyrir verkið. Húsin sem Samúel reisti eru um margt merkileg. Í gerð þeirra kemur fram, allt í senn, stórhugur listamannsins, hugrekki og eldhugur og svo vanefni hans þegar að hinum efnislegu þáttum kom. Greinilegt er að hönnuðurinn og smiðurinn vann verkið meira af vilja en fjár- hagslegri getu og verkkunnáttu. Á Brautarholti er einnig íbúðarhús Samúels, sem mun hafa verið til staðar þegar hann flutti þangað árið 1947. Það hús er nú nánast ónýtt og virðist standa uppi af gömlum vana. Það veitir þó skúlptúrunum nokkurt skjól fyrir norðanátt- inni, en þeir standa milli íbúðarhússins og safna- hússins. Stærstur þeirra er ljónabrunnurinn, sem áður er nefndur. Þarna eru líka Leifur heppni Eiríksson, sem skyggnir hönd fyrir augu, sænykur, selur, álft með unga á bakinu og fleira. Ýmislegt er hér ótalið af afrekum þessa merkilega listamanns. Hann gerði til að mynda líkön af frægum erlendum byggingum og smíð- aði muni úr tré. Samúel sótti þekkingu sína í rit á borð við Lönd og lýðir, en þar voru greinar og myndir sem hann notaði við gerð verka sinna. Aldrei fór hann til útlanda og mun ekki hafa ferðast mikið. Þó hélt hann nokkrar málverka- sýningar í Reykjavík og á Akureyri og var vel tekið. Samúel Jónsson lést í janúar 1969 eftir tveggja ára legu á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Það er ljóst að verkin sem liggja eftir Samúel halda nafni hans á lofti og gætu orðið ókomnum kynslóðum ánægjuefni. Nú eru þessi verk í hættu, óblíð náttúruöflin eru smám saman að eyðileggja þau. Byggingar Samúels og listaverk hans liggja undir skemmdum og hafa gert í langan tíma. Þakið mun til dæmis hafa fokið af safnahúsinu sl. vetur. Starfandi er félag áhuga- manna, sem hefur á stefnuskrá sinni að bjarga byggingunum og listaverkunum frá eyðilegg- ingu, en satt að segja hefur lítið miðað, enda fjárráðin lítil. Samúel Jónsson var ekki lærður listamaður. Hann er í flokki svokallaðra næfista, eða ein- fara. Verk hans bera því glögglega vitni. Víða úti í heimi eru næfistarnir í hávegum hafðir. Verk þeirra eru varðveitt á listasöfnum og vinsæl meðal safnara. Hvergi er verkum þeirra fargað, eða þau látin eyðileggjast. Af íslenskum næf- istum er Stefán Jónsson frá Möðrudal trúlega þekktastur og verk hans prýða mörg einkasöfn. Þá má nefna að á Svalbarðsströnd er merkilegt einkaframtak sem nefnist Safnasafnið. Þar er reynt að gera verkum næfistanna skil, en vantar töluvert á að fullkomið sé, eins og eðlilegt er. Vandamálið sem við er að glíma í Selárdal er þetta: Þarna bjó og starfaði afar sérstakur lista- maður. Hann skildi eftir sig hálfköruð mann- virki og næfísk listaverk. Þau eru að grotna nið- ur og eyðileggjast. Hvað skal gera? Að dómi skrifara er rétt að varðveita herleg- heitin komandi kynslóðum til ánægju og ynd- isauka. Ljóst er að það kostar töluvert fé. Þótt skrifari sé ekki hrifinn af því að opinberir aðilar taki að sér ný verkefni, hvort heldur sem það er í listum eða á öðrum vettvangi, þá er varla önnur leið í sjónmáli. Hugsanlegt er að sveitarfélagið, einstaklingar og jafnvel fyrirtæki komi að varð- veislunni, en varla svo neinu nemi. Sú þrauta- lending væri þó hugsanleg að láta byggingarnar halda áfram að grotna niður, en bjarga skúlpt- úrunum. Þá má sjálfsagt flytja í áðurnefnt Safnasafn á Svalbarðseyri og varðveita þar. Nú er í tísku að tala. Endalaust er talað um að mikil verðmæti liggi í þessu og hinu. Náttúran er mikils virði, hálendið er mikils virði, gömul hús eru mikils virði, þ.e. ef þau standa í vegi fyr- ir einhvers konar framkvæmdum, annars varla. Allt er þetta rétt. Nú vill svo til að ekki stendur til að hefja neinar framkvæmdir í Selárdal, þannig að þessi makalausu verk Samúels Jóns- sonar eru ekki fyrir neinum. Því eru fáir sem koma fram og segja: Þessu má ekki farga! Eins og fyrr segir leggja menn í útlöndum töluvert á sig til að varðveita sérkennilega hluti á borð við þessa. Hér á landi er þetta ekki þann- ig. Við erum töluvert á eftir öðrum þjóðum að þessu leyti. En nú þarf að taka ákvörðun. Hvað á að gera varðandi verk Samúels Jónssonar? Ef eitthvað liggur að baki tali um að bjarga þurfi menningarverðmætum, ef eitthvað liggur að baki tali um að æskilegt sé að auka ferðamanna- straum á Vestfjörðum, ef eitthvað liggur að baki fagurgala um menningartengda ferðaþjónustu og ef eitthvað liggur að baki hjalinu um verð- mæti gamalla minja, þá er það þaðminnsta sem við getum gert að láta kanna hvað það kostar að varðveita byggingarnar og listaverkin í Selár- dal. Það er tillaga skrifara að byrjað verði á því að láta gera verk- og kostnaðaráætlun. Þegar því er lokið má taka ákvörðun um framhaldið. Eins og áður var minnst á er stutt í bústað einsetumannsins Gísla á Uppsölum frá Braut- arholti. Ef einhver athugun fer fram á kostnaði við varðveislu verka Samúels Jónssonar er kannski ekki úr vegi að kanna um leið hvort ekki megi líka varðveita hús Gísla. Þar má koma upp litlu „safni“ um þennan sérkennilega einsetu- mann sem snart hjörtu þjóðarinnar á svo eft- irminnanlegan hátt á sínum tíma. Íbúðarhús Gísla er í raun ekki illa farið ennþá og ætti að vera tiltölulega einfalt að varðveita það, þótt úti- húsin séu líkast til ónýt. Þá má einnig nefna að kirkjan í Selárdal og nánasta umhverfi hennar er í niðurníðslu. Þannig á ekki og má ekki fara með gamlar og merkar sveitakirkjur á Íslandi. Skrifari var fyrir skömmu í Selárdal. Af nokk- urri reynslu og pínulítilli þekkingu sá hann að þarna eru að fara forgörðum umtalsverð verð- mæti. Hann gerir sér grein fyrir því að það kost- ar þó nokkurt fé að bjarga þeim og gera þau að- gengileg, ferðafólki til gagns og ánægju. Af ýmsum ástæðum rann honum blóðið til skyld- unnar að vekja athygli á þessu máli. Saga verk- anna og höfundar þeirra lætur engan ósnortinn sem kynnir sér málavöxtu. Skrifari veit að stundum eru fjármunir til staðar, sem betur fer. Til dæmis um það má nefna að nýlega keyptu Íslendingar vörubílsfarma af grjóti í Svíþjóð og fluttu til Kína. Þar vann hópur Kínverja við að slípa steinana, sem síðan voru fluttir með skipi til Íslands og settir í fjöruborðið við Sæbrautina í Reykjavík, þar sem þeir verða sjávarganginum að bráð með tímanum. Þetta listaverk mun hafa kostað eitthvað á annan tug milljóna og í sjálfu sér allt í lagi með það. Fyrir slíka upphæð væri hægt að gera ýmislegt í Selárdal. VANDAMÁL Í SELÁRDAL Morgunblaðið/Ómar Listamaðurinn með barnshjartað var Samúel í Selárdal kallaður. Myndin er tekin í Selárdal. „Samúel Jónsson var ekki lærður listamaður. Hann er í flokki svokallaðra næfista, eða einfara. Verk hans bera því glögglega vitni. Víða úti í heimi eru næfistarnir í hávegum hafðir. Verk þeirra eru varðveitt á listasöfnum og vinsæl meðal safnara. Hvergi er verkum þeirra fargað, eða þau látin eyðileggjast.“ Höfundur rekur gallerí. E F T I R T RY G G VA P. F R I Ð R I K S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.