Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.2002, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. OKTÓBER 2002 9
House í New York, byggt árið 1952 eftir upp-
dráttum teiknistofunnar Skidmore, Owings &
Merrill, einn fyrsti skýjaklúfurinn í þeirri borg
með léttbyggðum útvegg úr gleri. Í báðum til-
vikum er gerður skýr greinarmunur á einkenn-
um láréttra og lóðréttra forma. Aðgreiningin er
jafnframt táknræn fyrir ólíka þætti í innri starf-
semi. Í lágbyggingu hótelsins eru almennings-
rými í beinum tengslum við götuna: anddyri,
gestamóttaka, veitingasalir, verslanir og skrif-
stofur. Léttur útveggur hótelturnsins er með
mildum grænum lit með lóðréttum listum úr áli
sem hindra það að innri skilveggir hafi sýnileg
áhrif á útlit hússins. Litatónn glersins var val-
inn með tilliti til himinsins og því hvernig skýja-
farið speglast í glerinu. SAS hótelið hefur alla
tíð notið þess að vera eina nútímalega háhýsið í
hjarta miðborgarinnar og hefur því öðlast sess
sem einstakur fulltrúi síns tímabils í sjónarrönd
Kaupmannahafnar. Annað sérkenni þess er
gegnumfærð hönnun innanhúss, þar sem arki-
tektinn hafði traust tök á hverju smáatriði.
Hann hannaði m.a. teppi hótelsins, lampa,
gluggatjöld, borðbúnað og hnífapör. Hæst ber
þó stólana Svaninn og Eggið, sem báðir voru
sérstaklega hannaðir fyrir hótelið. Enn í dag má
sjá húsgögn Arne Jacobsen víða í byggingunni
og eitt herbergi hótelsins, nr. 606, er varðveitt
með öllum upphaflegum búnaði.
Af síðari byggingum Arne Jacobsen má nefna
aðalstöðvar Seðlabanka Danmerkur við Holm-
ens Kanal, skammt frá Kristjánsborgarhöll í
hjarta Kaupamannahafnar. Bankinn var teikn-
aður í kjölfar lokaðrar samkeppni árið 1961 en
var ekki fullbyggður fyrr en nokkrum árum eft-
ir andlát höfundarins árið 1971. Arkitektarnir
Hans Dissing og Otto Weitling sáu um lokafrá-
gang byggingarinnar að höfundinum látnum.
Utan að sjá er bankinn virki líkastur og stingur
óneitanlega í stúf við gömlu húsin umhverfis.
Innan dyra opinberast meistaraleg tök höfund-
arins á mælikvarða, birtu og rými, einkum í
fleigmynduðum forsalnum með tuttugu metra
lofthæð, þar sem eina skreytið er fagurlega
smíðaður stigi sem hangir neðan úr loftinu við
breiðari enda rýmisins.
Áhrif hérlendis
Ólíkt samlanda sínum, Jörn Utzon, arkitekt
óperuhússins í Sydney, tókst Arne Jacobsen að
finna sér traustan starfsvettvang í heimalandi
sínu og það þó að ýmsar byggingar hans væru
umdeildar á sínum tíma. Flest helstu verk hans
er að finna í Danmörku, með örfáum undan-
tekningum. Ein þeirra er St. Catherinés Coll-
ege í útjaðri háskólabæjarins Oxford, byggð á
árunum 1960–63. Utan Danmerkur er Arne Jac-
obsen kunnari sem húsgagnahönnuður en arki-
tekt enda þótt sköpun hans á þessum sviðum sé
nátengd. Hér á landi má greina bein og óbein
áhrif frá byggingarlist Arne Jacobsen í verkum
margra þeirra arkitekta 6. og 7. áratugarins
sem kusu að vinna í anda hins alþjóðlega mód-
ernisma eftirstríðsáranna. Á þetta bæði við um
heildarmótun bygginga og einstök útfærsluat-
riði. Því má með nokkrum rétti halda fram að
verk hans hafi haft áhrif hér með beinni hætti
en raunin var með aðra norræna arkitekta sama
tímabils.
OBSEN
Höfundur er arkitekt og deildarstjóri byggingar-
listardeildar Listasafns Reykjavíkur.
ista (1931–34).
„Dýrlingar eru afar mikilvægur þáttur í ís-
lensku menningarlífi og kirkjusögu fram á 17.
og 18. öld. Ísland er reyndar alveg sérstakt hvað
varðar afstöðu til dýrlinga eftir siðaskipti en
ljóst er að trú á dýrlinga lifði áfram í marg-
víslegri mynd. Sums staðar hétu íbúar á kirkjur
í staðinn fyrir dýrlingana og eru t.d. áheit á
Strandarkirkju þekkt dæmi um hvernig áheit að
kaþólskum sið héldu áfram eftir siðaskipti. Dýr-
lingar birtast í kveðskap og einnig eru dæmi
þess á 17. öld að líkneskjum sé haldið við í
kirkjum. Spurningin er hvort þetta hafi verið
svæðisbundið eða almenn þróun, nærri biskups-
setrum, sé tímabundið o.s.frv. Gagnagrunnur-
inn myndi gera okkur kleift að fletta upp og
rannsaka atriði sem þessi og svara jafnframt
fjölmörgum fróðlegum atriðum öðrum,“ segir
hún.
„Í þessu sambandi eru vísistasíubækur lút-
ersku biskupanna, einkum Brynjólfs Sveinsson-
ar, mjög mikilvægar,“ bendir Margaret á, „þar
sem hann tók alla helstu fyrri máldaga sem
hann náði í og skrifaði þá upp. Þar sem sumir
þeirra eru ekki til lengur er Brynjólfur ákaflega
traustur miðað við aðrar fyrirliggjandi heimild-
ir. Það væri raunar verðugt verkefni að fá ein-
hvern til að gefa út vísitasíubækur
Brynjólfs. Þessar gömlu heimildir
gefa mikilvægar upplýsingar t.d.
um kirkjueignir, sóknarmörk og
grafreiti til forna og þær upplýs-
ingar verða einnig að finna í grunn-
inum.“
Gagnagrunnur í tengslum
við önnur verkefni
„Síðustu árin hef ég verið að tala
við fræðimenn og aðra á Íslandi til
þess að finna út hvaða efni úr mál-
dögum þeir hafi áhuga á og hvern-
ig hægt verði að tengja minn
grunn við aðra, t.d. SARP Þjóð-
minjasafnsins og ÍSLEIF Forn-
leifastofnunarinnar.“ Grunnurinn
mun líka gagnast menningar-
tengdri ferðaþjónustu. Ferðamenn
og aðrir gætu þá án minnstu vand-
kvæða flett upp ítarlegum og
skemmtilegum upplýsingum um
kirkjur sem þeir heimsækja eða
hvaða dýrlingar tengjast staðnum.
„Gagnagrunnurinn myndi vera
tengdur landfræðilegu upplýsinga-
kerfi, efni úr rituðum heimildum
verður tengt honum, frásagnir
yrðu settar í samhengi við
tímaþróun kirkjunnar á smærri og
stærri svæðum o.s.frv.“
Í haust er áformaður viðamikill
fundur hjá TASC-hópinum og
kveðst Margaret ætla að nota það
tækifæri til að ræða við meðlimi
hans um hvaða leið sé best til að
móta gagnagrunninn fyrir Ísland.
„Ég hef safnað efni undanfarin
misseri, upprunalega til að hugsa
þetta sem gagnagrunn um dýr-
linga en nú er það ætlað fyrir
kirkjur almennt, t.d. mun verða
hægt að finna út hversu stór kirkj-
an var, hvort bænahús tilheyrði
henni og fleira í þeim dúr. Það er
einnig merkilegt að TASC getur
stuðst við hugbúnað sem heitir
TIMELINE og það þýðir að hægt er að tíma-
setja efnið og fylgjast með þróun atburða í ís-
lensku kirkjunni frá 1200 til nútímans. Þetta
gæti orðið mjög spennandi. Gagnagrunnurinn
getur einnig tengst margvíslegum öðrum
gagnagrunnum sem búið er að koma upp erlend-
is og opnað þannig ótal dyr bæði fyrir þessar
rannsóknir og aðrar,“ segir Margaret. Að end-
ingu kveðst hún gera sér vonir um að ljúka
þessu verkefni fyrir þann merka áfanga er hald-
ið verður upp á 900 ára afmæli Hólastóls árið
2006.
Hún hefur ekki látið sitja við orðin tóm í þess-
um efnum og árið 1994 beindi hún sjónum að
dýrlingaátrúnaði á Íslandi fyrstu 400 árin frá
kristnitöku í bók sinni, The Saints in Iceland:
Their Veneration from the Conversion to 1400.
Hún vinnur nú að framhaldi þess verks, „The
Saints in Iceland: 1400 to the Present“, og
hyggst setja gögn úr báðum ritum í áðurnefnd-
an gagnagrunn. Lesandi gæti þá flett upp á
hvaða dýrlingi sem hann kærir sig um og fengið
nákvæmar upplýsingar um staðsetningu, eðli og
einkenni dýrkunar hans.
D
ÝRLINGAR voru kannski
mikilvægustu persónur í
trúarheimi manna á miðöld-
um. Þegar maður hugsar um
kristni fyrir siðaskipti hugsar
maður fyrst og fremst um
dýrlinga,“ segir bandaríski
fræðimaðurinn dr. Margaret
Cormack, prófessor í trúarbragðafræði við
Charleston-háskóla í Suður-Karólínu. Hún hlaut
doktorsnafnbót sína frá Yale-háskóla árið 1983
fyrir ritgerðina „The Saints in Iceland: Their
Veneration from the Conversion to 1400“, sem
var gefin út með sama titli árið 1994.
Margaret vinnur nú að framhaldi þessara
rannsókna á dýrlingum á Íslandi, eða frá 1400 til
nútímans, og fer það starf fram í alþjóðlegri
samvinnu. Margaret tilheyrir alþjóðlegum hópi
fræðimanna sem kallast TASC eða Transnat-
ional Atlas and Database of Saints’ Cults. Hóp-
urinn samanstendur af fræðimönnum vítt og
breitt um veröldina sem eiga það sameiginlegt
að hafa áhuga á trúarbragðafræði, hagsögu,
listasögu, bókmenntasögu, réttarsögu og sið-
fræði og safnar hver í sínu lagi gögnum um dýr-
linga. Standa vonir til að hægt sé að sameina
þennan fróðleik í einn alheims-
gagnagrunn. Fyrirlestrar sem
haldnir voru á fyrsta fundi þessa
hóps fyrir þremur árum verða
gefnir út í bókarformi innan
skamms og á seinasta fundi
hópsins í Búdapest í október sl.
var nánari útfærsla þessa gagna-
grunns síðan skeggrædd.
Ísland tilvalið fyrir
þessar rannsóknir
Til að sinna þessum rannsókn-
um hefur Margaret dvalið á Ís-
landi undanfarin tvö ár og notið
styrkja frá RANNÍS. „Ég verð
að þakka RANNÍS fyrir stuðn-
ing til rannsókna minna hérlend-
is og öllum þeim aðilum öðrum
sem hafa stutt við bakið á mér
undanfarin tvö ár, Stofnun Árna
Magnússonar, Örnefnastofnun
Íslands og fleiri aðilum. Ég geri
mér vonir um að geta lagt mitt af
mörkum til að byggja alþjóðleg-
an gagnagrunn sem auðvelda
myndi samanburð á dýrkun heil-
agra manna,“ segir Margaret.
„Á um það bil fimm árum væri
hægt að safna saman einstökum
upplýsingum og tengja allar
þessar heimildir rafrænu korti.
Þá væri unnt að slá inn nafn
ákveðins dýrlings, sjá hvar hann
hafi verið dýrkaður og bæta við
eftir þörfum.
Ísland er alveg tilvalið, svo að
segja einsdæmi, hvað varðar
þessar rannsóknir enda tak-
markast svæðið við eina eyju
langt úti í Atlantshafi og tiltölu-
lega afmarkað tímabil. Það hent-
ar því einstaklega vel, bæði til að
greina á milli hvaðan áhrifin
komu, þ.e. hvaða áhrif bárust að
utan og hver áttu sér innlendar
rætur, og einnig vegna þess að
hér eru til svokallaðir máldagar,
ítarlegar skrár um kirkjueignir sem hérlendis
eru varðveittar frá 12. öld og fram yfir siða-
skipti. Í máldögum er skráð hvaða dýrlingi um-
rædd kirkja er helguð, hvaða bækur og líkneski
voru í eigu kirkjunnar, gjafir til dýrlingsins og
fleira í sama dúr,“ heldur Margaret áfram.
„Það er alveg ljóst að þessar heimildir eru
óaðgengilegar þorra fræðimanna sem hafa
áhuga á þeim, vegna þess að þær eru skrifaðar á
íslensku en ekki latínu. En með því að fella það
inn í gagnagrunninn verður það aðgengilegt öll-
um fræðimönnum og almenningi.“
DÝRLINGAR SÉRSTAKIR
Í SÖGU ÍSLANDS
Bandaríski miðaldafræðingurinn Margaret Cormack vinnur nú að rannsóknum á
dýrlingum á Íslandi frá 1400 til nútímans ásamt alþjóðlegum og þverfaglegum
hópi fræðimanna. SINDRI FREYSSON ræddi við Cormack um rannsóknirnar sem
miða að því að búa til gagnagrunn þar sem hægt er að fá nákvæmar upplýsingar
um staðsetningu, eðli og einkenni dýrkunar á tilteknum dýrlingum.
„Dýrlingar eru afar mikilvægur þáttur í íslensku menningarlífi og kirkjusögu
fram á 17. og 18. öld,“ segir Margaret Cormack.
Margaret Cormack