Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 I Undanfarið hefur rekið á fjörur okkar nokkraáhugaverða fræðimenn frá útlöndum. Við einn þeirra, Zygmunt Bauman, er rætt í Lesbók í dag en hann var einn af fyrirlesurum á hnattvæðing- arráðstefnu Háskóla Íslands um síðustu helgi. Bauman er kominn hátt á áttræðisaldur en er ákaflega virkur í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Hæfileiki hans til þess að endurnýja sig er aðdá- unarverður en nýlegar bækur hans um póstmód- ernisma, hnattvæðingu og siðfræði eru meðal þess athyglisverðasta sem komið hefur út á þeim sviðum hin síðari ár. Það fór heldur ekki fram hjá neinum sem hlýddi á Bauman um síðustu helgi að þar fer maður sem hefur brennandi áhuga á því að öðlast skilning á margflóknum samtímanum. Og það leyndist heldur ekki að þar fór maður sem talaði af mikilli reynslu og þekk- ingu þrátt fyrir að koma fram af stakri hógværð. II Ítalska fræðikonan Rosi Braidotti vakti einn-ig mikla athygli er hún hélt fyrirlestur á kvennafræðaþingi við Háskóla Íslands fyrir þremur vikum en rætt verður við hana hér í Les- bók áður en langt um líður. Helsta viðfangsefni Braidotti eru sjálfsmyndir okkar hvað varðar kyn, þjóðerni, húðlit, aldur, samfélagsstöðu, sögu- lega og landfræðilega staðsetningu. Hún telur ekki ósvipað og Bauman að þessir þættir í sjálfs- mynd okkar séu farnir á flot og þarfnist þess vegna sífelldrar endurskoðunar. Bauman talar í þessu samhengi um hinn ókunna í samfélagi samtímans en Braidotti líkir sjálfsveru samtím- ans við hirðingja sem flakkar á milli. En um leið og hirðingjarnir eru mikilvægur þáttur í mann- lífinu eru þeir víða óvelkomnir eins og hinir ókunnu. Þetta veldur togstreitu og óöryggi. Jafn- framt verður þetta til þess að í æ ríkari mæli leiðum við hugann að sjálfsmynd okkar, hvað það merkir til dæmis að vera Íslendingur eða Evrópubúi á tímum þegar þjóðríkin í sinni gömlu mynd eru að renna sitt skeið á enda. III En það vakti ekki síður athygli í máli þess-ara tveggja erlendu fræðimanna hvað þeir töluðu af miklum sannfæringarkrafti, öryggi og vissu um rannsóknir sínar. Og þetta gerðu þau vegna þess að þeim hefur báðum tekist að lyfta fræðum sínum upp úr kenningastaglinu og beina sjónum að hinum samfélagslegu úrlausnar- efnum. Og það hafa þau getað gert vegna þess að þau eru bæði að vinna í umhverfi sem hefur meðtekið og viðurkennt þær kenningar og aðferð- ir sem þau beita. Og hvaða kenningar og aðferð- ir eru það? Jú, sömu kenningarnar og aðferð- irnar sem sumir íslenskir fræðimenn hafa verið að tileinka sér á síðustu árum og kenndar eru við póststrúktúralisma og póstmódernisma. Er- lendis eiga þessar kenningar og aðferðir sér langa sögu eða allt aftur á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Hérlendis hafa þær hins vegar ekki hlotið mikinn hljómgrunn nema í tiltölulega fá- mennum hópi allt fram á þennan dag og raunar hefur hugtakið póstmódernismi orðið að skamm- aryrði fyrir einhvern misskilning. Það sem and- ófsmenn þessara kenninga hérlendis hafa einna helst haft á móti þeim er að þær séu óábyrgar, ómarkvissar og ópraktískar. Það hefði verið gleði- legt að heyra þá ræða slíkar athugasemdir við þau Bauman og Braidotti í fúlustu alvöru. NEÐANMÁLS S KOÐANAKÖNNUN DV nú í vik- unni varpaði ljósi á þá dapurlegu staðreynd að tæplega þriðjungur Íslendinga er andvígur varan- legri búsetu fólks af öðrum litar- hætti á Íslandi. Á sama tíma fáum við fréttir af kynþáttaátök- um í Breiðholtinu þar sem ung- lingahópar takast á, vopnaðir kylfum og hnífum, efldir af logandi hatri. Menn hafa undanfarna daga sett fram ýmsar mögulegar skýringar á þessari óheillavænlegu þróun. Hún hefur verið rakin til fjölmiðla, málflutnings ofstækishópa, breytts efnahags, vafasams uppeldis og eðlis- lægra eiginleika, en jafnframt hefur verið bent á að Íslendingar skeri sig ekki frá öðrum Norð- urlandaþjóðum að þessu leyti. Einnig mætti spyrja sig hvers konar mannskilningur móti hug- myndir þessa fólks, auðveldi þeim að lifa með viðhorfum sínum og réttlæta skoðanir sínar. Sagnfræðiritið Af ókunnra manna völdum eft- ir Philip Dray fjallar um aftökur svartra án dóms og laga í Bandaríkjunum frá lokum 19. aldar fram yfir miðja 20. öld. Þar er að finna frétta- ljósmynd sem tekin er á aftökustað. Ungur svertingi hangir í reipi sem fest hefur verið í tré. Hann var tekinn af lífi fyrir að „hræða“ hvíta konu, en ekki fyrr en morðingjar hans höfðu pínt hann vel og lengi. Hendur hans eru járnaðar saman og reipið hefur skorið sér leið inn í hálsinn svo að höfuðið virðist við að losna frá bolnum. Áhorfendurnir eru þó líklega það óhugnanleg- asta við myndina. Í þeim litla hópi sem starir á lífvana og limlestan líkama mannsins eru nokkur börn. Engan ótta eða undrun er að sjá á þeim og andlit stúlkubarnsins sem stendur við rætur trésins er fullt af kátínu. Hvað lærðu þessi börn af foreldrum sínum sem gerði þeim kleift að líta ekki undan í hryllingi? Með þessu er ég ekki að segja að þriðjungur íslensku þjóðarinnar vilji sækja reipi út í bílskúr og festa alla hörunds- dökka nýbúa upp í ljósastaura. En það er úti- lokað að fólk sem ekki vill þurfa að umgangast manneskjur af öðrum litarhætti sé að fræða börn sín um hörmulegar afleiðingar kynþáttahaturs. Ítalski gyðingurinn Primo Levi dvaldi í rúmt ár í Auschwitz og eyddi stórum hluta ævi sinnar í að greina mannlega illsku. Fyrsta bók hans, Ef þetta er maður, hefst á ljóði sem ég hef hér þýtt lauslega og fjallar um ábyrgð foreldra: Þið sem búið við öryggi í hlýjum húsum, og fáið heita máltíð á hverju kvöldi þegar þið snúið heim til vina: Er þetta maður sem vinnur í forinni, sem þekkir enga hugarró, sem berst um hvern brauðmola, sem deyr þegar einhver segir já eða nei? Er þetta kona, snoðuð og nafnlaus svo rúin þreki að hún man ekkert, augun tóm og kviðurinn kaldur eins og á froski um vetur? Hugleiðið að þetta gerðist. Ég fel ykkur þessi orð. Ristið þau í hjarta ykkar heima, á götum úti, er þið háttið og rísið á fætur. Hafið þessi orð yfir börnum ykkar: Megi hús ykkar annars hrynja, sjúkdómar hrjá ykkur, og börn ykkar snúa burtu ásjónu sinni. Eigum við að sætta okkur við hversdags illsk- una sem sumir kalla fordóma og aðrir þekking- arleysi? Eigum við að sitja þegjandi hjá meðan þriðj- ungur íslenskra barna er alinn upp við það á góð- um heimilum að fólk með annan hörundslit eigi ekki heima á Íslandi? FJÖLMIÐLAR AÐEINS FYRIR HVÍTA! G U Ð N I E L Í S S O N E i g u m v i ð a ð s æ t t a o k k u r v i ð h v e r s d a g s i l l s k u n a s e m s u m i r k a l l a f o r d ó m a o g a ð r i r þ e k k i n g a r l e y s i ? ÞEGAR ég var 19 ára gömul lagði ég land undir fót og hélt til borg- arinnar Caen í Norður-Frakklandi til að læra frönsku. Dag nokkurn rölti ég á safn þar sem gat að líta merki- legan grip; skó Marie Antoinette sem hún átti að hafa misst á leiðinni upp á höggstokkinn. Þetta var skór með hæl, varla stærri en númer 34. Hann var hálfmóskulegur á litinn en hafði kannski einhvern tímann verið gul- leitur. Þótt ég vissi vel að það væri bannað dró ég upp myndavélina og tók mynd af skónum. Óðara spruttu fram kona og karl sem kunnu illa við uppátektarsemi mína og lásu mér pistilinn. En ég yppti bara öxlum og sagðist vera túr- isti. Það er nú ekki eins og vegg- spjöld af myndavélum með bann- merki yfir séu alþjóðleg tákn sem allir hafi á reiðum höndum. Mánuði síðar ákvað ég að fara heim og skrá mig í frönskudeild Háskóla Íslands. Það var mikið gæfuspor, a.m.k. meira gæfuspor en þau sem hún Marie Antoinette gekk að högg- stokknum hér í den. Nú hafa Íslendingar eignast sína eigin Marie Antoinette, Kjartan Ólafsson, þingmann Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi, sem, eins og frægt er orðið, benti þjóðinni á að taka slátur. Ekki er laust við að sú speki minni óþægilega á 200 ára gamlan „oneliner“ Marie Antoinette þegar hún spurði af hverju Frakkar ætu ekki bara kökur þegar hungr- aður lýðurinn fór í hverja mótmæla- gönguna á fætur annarri til að heimta brauð. Gerður Kristný Mannlíf Á heimleið Djöfuls vitleysingur getur maður verið! Ég er nú á fullu í að safna mér peningum og skipuleggja flutning til Íslands, af öllum löndum. Og af hverju? Af því að ég fæddist þar og var með einhverju liði í Vogaskóla og féll svo í MS og droppaði út úr Kvennó og naut mín ekki fyrr en í kvöldskóla MH. Þess vegna flyt ég aftur til bananalýðveldisins með litlu klíkuna mína. Þetta frábæra gengi sem ég væri til í að rappa um líkt og Eminem og allir þeir. Því ég elska þau í ræmur. Vil þeim allt það besta og veit að konan er sammála mér. Samt flytjum við aftur til þriðja heims ríkisins Íslands sem stærir sig af upp- loginni tölfræði um að við séum æð- isleg. Mikael Torfason www.jpv.is Morgunblaðið/Kristinn Undir eftirliti. SÖGUR ÚR EINKALÍFI NÝJASTA bók suður-ameríska rithöfundarins Isabel Allende kemur út í enskri þýðingu um þessar mundir. Bókin heitir á frummálinu La Ciudad de las Bestias og ber enska tit- ilinn City of the Beasts (Borg skepn- anna). Þar segir af Alex Cold sem flýg- ur til New York til að dvelja hjá ömmu sinni. Sú er einmitt að leggja af stað í könnunarleiðangur um Amazon-frumskóginn og ákveður að kippa Alex með. Isabel Allende er uppalin í Chile og er einn þeirra suður- amerísku höfunda sem veittu straumum pólitísk hlaðins töfra- raunsæis inn í bókmenntir heimsins. Sjálf er Allende frænka Salvador Allende for- seta Chile sem hrint var af stóli og myrtur í valdaráni her- stjórnar undir forystu Augusto Pinochet. Fyrsta skáldsaga All- ende, Hús andanna, kom út árið 1982 og sló í gegnum um heim allan. Síðan hefur Allende skip- að sér sess meðal helstu sagna- meistara samtímans. Barnasaga frá Hiaasen Bandaríski rihöfundurinn Carl Hiaasen hefur sent frá sér barnabókina Hoot (Ugluvæl). Þar segir af ungum dreng, Roy Eberhart, sem er enn einn gang- inn að byrja í nýjum skóla, þar sem hann þekkir engan. Þá tek- ur hrekkjalómur að ofsækja hann í þokkabót, en brátt kemst Roy að því að ef ekki væri fyrir hrekkjalóminn, hefði hann ekki kynnst Beatrice, og þá hefði hann heldur ekki flækst inn í spennandi mál er varðar smá- uglur í útrýmingarhættu. Carl Hiaasen þykir einn at- hyglisverðasti glæpasagnahöf- undur samtímans, en hann hef- ur vakið athygli fyrir frábæran stíl og endurvinnslu á hefðinni. Hoot er fyrsta barnabók höf- undarins en hann sendi fyrr á árinu frá sér reyfarann Basket Case. Hiaasen er lærður blaðamað- ur og starfar hann jöfnum hönd- um við skáldsagna- og greina- skrif. Hann vakti fyrst athygli með reyfurum á borð við Double Whammy og Tourist Season, og hefur skapað sér traustan sess sem „gáfulegur“ glæpasagna- höfundur. Líf Viktoríumanna Skáld- og ævisagnahöfundurinn A.N. Wilson hefur sent frá sér sagnfræðirit sem vakið hefur mikla athygli í Bretlandi og fjallar um Viktoríutímabilið og áhorf þess. Nefnist bókin ein- faldlega The Victorians og gengur Wilson þar út frá því að hinn vestræni nútími eigi sér sterkar rætur í Viktoríu- tímabilinu. Fjallar hann um inn- reið iðnvæðingar og heims- valdastefnu út frá sjónarhóli fólksins sem átti átt í að móta eða fjölluðu um þessarar hrær- ingar. Meðal þeirra stjórnmála- manna, hugsuða, rithöfunda og kaupsýslumanna sem fjallað er um eru Karl Marx, William Morris, George Bernard Shaw, Prince Albert, Disraeli og Charles Dickens. Þá er sjónum beint að hinum valdlausu þátt- takendum sögunnar, konum, fá- tækum og hugsjónafólki. A.N. Wilson er þekktur fyrir skáldleg og ævisöguleg skrif sín, og hefur unnið til fjölda verðlauna á því sviði. Ný skáldsaga frá Allende ERLENT Isabel Allende

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.