Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 2002 Þ AÐ sem af er árinu hefur svo margt verið að gerast á mynd- listarvettvangi í Kaupmanna- höfn að til eindæma má telja. Carlsberg-sjóðurinn, sem verið hefur jafnt vísindum sem menn- ingarlífi dönsku þjóðarinnar gríðarleg lyftistöng, var stofn- aður fyrir einni öld, sömuleiðis safn Heinrichs Hirsprungs. Þá voru hundrað ár liðin frá fæð- ingu allistamannsins Arne Jacobsens, sem titlaði sig arkitekt í samræmi við aðalstarfs- vettvang sinn. Árið 1902 hefur þannig boðað mikil tímamót í danskri sögu, ris landsins og borgarinnar við sundið orðið öllu svipminna ef örlöginn hefðu ekki ofið þjóðinni þessa dýru þræði í langa sögu hennar. Nýlokið var sýn- ingu á örlitlum hluta af innkaupum Carls- berg-sjóðsins á Glyptotekinu er mig bar að, en frábær sýning á fjársjóðum úr gröfum Forn-Egypta stendur til 5. janúar 2003. Þá stendur fram til 20. janúar afmælissýning á Hirspsrungska safninu, þó einvörðungu um ljósmyndir að ræða en mjög upplýsandi sem slík, fær 3 hjörtu hjá Trine Ross í föstudags- yfirliti Politiken. Nú á haustnóttum voru að auk svo margar sýningar uppi í tilefni fram- kvæmdarinnar Kulturbro/ Menningarbrú á Eyrarsundssvæðinu, að ég rétt komst yfir þær helztu á einni viku, auk annarra árvissra sem sérstakra. Hinar síðastnefndu svo marg- ar að nokkrar mættu afgangi og kalla ég þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum, en dreifð- ar og langt á milli. Hitti á síðasta dag hinnar árlegu listkaup- stefnu í Forum-höllinni, Art Forum, sem var sú tíunda í röðinni. Í því tilefni var á efri hæð- inni kynning á yfirgripsmiklu einkasafni hjónanna Önnu Marie og Søren Mygind á verkum súrrealistans nafnkennda Wilhelms Freddie (1909–1995). Engan veginn hægt að nefna þessa kaupstefnu í sömu andrá og hinar mikilsverðari sunnar í álfunni enda ólíku sam- an að jafna, hún staðbundnari og hvergi nærri jafnmikið fjármagn að baki. En þarna upplagt tækifæri til að kynnast framboði í sýning- arsölum vítt og breitt í Danmörku og á Skáni. Framkvæmdin gæti allt eins orðið vísir að samnorrænni listakaupstefnu af háum gæða- flokki er fram líða stundir, með eigin svipmóti og sérstöðu. Myndi styrkja ímynd hennar og norrænnar myndlistar út á við og hefði ómet- anlegt innbyrðis kynningargildi, sá akur í mikilli órækt. Löngu tímabært að Norður- löndin láti til sín taka á þessum vettvangi og styrki sameiginlega stöðu sína í hinu alþjóð- lega landslagi í stað þess að leita langt yfir skammt. Listakaupstefnan hefur enn á sér nokkurn norrænan heimóttarsvip, eins og menn viti ekki fullkomlega hvar þeir standa og ekki bætir úr skák að nokkur nafnkennd- ustu listhús Kaupmannahafnar hafa hætt þátttöku, sem eins og málum er háttað má vera skiljanlegt. Hins vegar væri mjög mis- ráðið að hafna hinni norrænu ímynd og gerast alfarið þiggjendur og taglhnýtingar alþjóð- legra viðhorfa. Kemur hér upp í hugann furðuleg setning sem ég las í menningarkálfi þýzks dagsblaðs nýlega: „die skurrille avant- garde aus Norden“ sem útleggst; hin fíflslega framúrstefna úr norðri. Er því miður einkar afhjúpandi á mati manna sunnar í álfunni á léttfengum grunnfærðum vinnubrögðum á ýmsum útnárum í norðri, þar sem margur ójarðtengdur rembist líkt og rjúpa við staur við að ganga í takt við heimslistina, og telur sig um leið hafa slegið sig til riddara. Allar listakaupstefnur sem ég hef sótt heim hafa haft sitt sérstaka staðbundna svipmót hversu alþjóðlegar sem þær nú annars voru, ef ekki væri til lítils að ferðast á milli þeirra, gefur augaleið að farsælast sé að koma til dyra eins og menn eru klæddir. Listakaupstefnur eiga auðvitað að ganga þvert á stefnumörk stór- markaðanna um hagræðingu á heimsvísu, með sömu vöru alstaðar, spilin stokkuð upp eftir hentisemi og útkoman nefnd fjölbreytni! Staðlaðar gerilsneyddar nýjungar markaðs- fræðinganna á oddinum, auglýstar með braki og vaðið af siðleysi yfir allt annað um leið. Aldrei mikilvægara fyrir Norðurlönd að líta í eigin barm en einmitt í upphafi nýrrar aldar eigi ímynd þeirra og sérstaða ekki að þurrk- ast út, einkum skiptir máli að líta til frum- kvæðis Carlsberg-feðganna. Í hundrað ár hafa sjóðir þeirra malað dönsku þjóðinni gull í öllum skilningi, andlegum sem veraldleg- um … Louisiana-safnið í Humlebæk og hin stóra sýning á æviverki Arne Jacobsens, Absolut moderne, Ótvírætt nútímalegur, var næst á dagskrá. Góður hópur gesta þar fyrir er ég kom á staðinn snemma á íðilfögrum mánudegi og hélzt svo allan daginn. Þetta er síðasti gjörningurinn í tilefni afmælisársins og sá langsamlegast viðamesti, stendur til 12. jan- úar 2003, og er liður í framkvæmdinni Menn- ingarbrú sem inniber viðamikla dagskrá eink- um hvað varðar sögu og sjónmenntir, einnig tónlist, leiklist og fleira, stendur fram í nóv- ember/desember/janúar. Sýningin á verkum Arne Jacobsens á Kjar- valsstöðum eins og þefurinn af réttinum þótt ekki skuli hún vanmetin, og mun fyrst hafa komizt á blað eftir hinn frábæra sjónvarps- þátt sem gerður var um æviverk hans og sýndur var í Ríkissjónvarpinu. Undirstrikar gildi slíkra þátta af hárri gráðu varðandi mik- ilsverðar sýningar, gerir þær sýnilegri og get- ur ráðið úrslitum um gengi þeirra. Á Louis- Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Verner Panton: Teppi, stóll, púði, frá sjötta og sjöunda áratugnum. Kaupmannahöfn fékk viðurnefnið París norðursins á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þá norrænir listamenn áttu þess ekki kost að halda lengra suður á bóginn. Spurningin er hvort borgin hafi ekki verðskuldað viðurnefnið allar götur síðan. Hvað sem öðru líður hafði BRAGI ÁSGEIRSSON það á tilfinningunni er hann heimsótti borgina á dögunum. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson John Ruud. Höggmynd. Frá sýningu danskra myndhöggvara í Kongens Have 2002. PARÍS NORÐURSINS Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Jacob Draminsky Højmark: „Cofradia“. Hljóðsamsetning, urban soundscape #5, 15 rauðar steypuhrærivélar, 2002. Haustsýningin á Charlottenborg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.